Morgunblaðið - 21.10.1980, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
Svíþjóö
Frá Guðfinnu Rairnarsdóttur. fréttaritara
Mbl. i Svfþjóð.
Mikill hiti var í umræðum í
sænska þinginu sl. miðvikudag
og voru helstu deilumálin efna-
hagur sænskra launþega. Það
var einmitt vegna skerts kaup-
máttar Svía, að Olaf Palme,
leiðtogi jafnaðarmanna, lýsti yf-
ir vantrausti í sænsku ríkis-
stjórnina. Vantraustsyfirlýsing
jafnaðarmanna á ríkisstjórn
Thorbjörns Falldin kom vissu-
lega ekki á óvart. Þegar þingið
kom saman til aukafundar um
miðjan september kröfðust
margir innan þingflokks jafn-
aðarmanna og einnig Lars
Werner, leiðtogi kommúnista, að
lýst yrði vantrausti á stjórnina.
„Við munum sitja í stjórn
meðan þingið veitir okkur stuðn-
„Okkur ber skylda til að leggja
fram þessa kröfu — kjósendur
okkar krefjast þess af okkur,“
bætti hann við. Það eru vissu-
lega engin létt vandamál, sem
sænska stjórnin á við að glíma
þessa dagana.
Rekstrarhalli ríkissjóðs er
áætlaður um 50 milljarðar
sænskra króna á næsta ári.
Iðnaðurinn á í miklum erfiðleik-
um, erlendar skuldir aukast
jafnt og þétt, áætlað er að vextir
af erlendum lánum muni hækka
um 3 milljarða á komandi ári.
Hvert fyrirtækið af öðru verður
gjaidþrota og áætlað er atvinnu-
leysingjum fjölgi úr rúmlega 90
þúsundum í 150 þúsund á næsta
ári og verði 3,5%.
Thorhjörn Fálldin.
forsa’tisráðherra — segir að
jafnaðarmenn hafi ekki komið
fram með neinar raunhæfar
tiilögur til lausnar efnahags-
vanda Svía.
Olaf Palme,
leiðtogi jafnaðarmanna. —
harðorður i garð sænsku
stjórnarinnar vegna efnahags-
ráðstafana. sem gripið hefur
verið til.
leggingar stjómarinnar um að
minnka aðstoð við stáliðjufyrir-
tæki, skipasmiðjur, trjávöruiðn-
aðinn og ef til vill fataiðnaðinn.
Það myndi hafa í för með sér
víðtæk gjaldþrot og þar af leið-
andi atvinnuleysi fyrir fjölda
fólks. Á undanförnum árum hef-
ur stjórnin veitt 30 milljarða
sænskra króna styrk til iðnaðar-
ins, fyrst og fremst til skipa-
smíða og stáliðjuvera. En landið
hefur ekki efni á því, að styrkja
þennan iðnað endalaust, að því
er kemur fram í skýrslu fjár-
málaráðuneytisins. Áætlað er að
gjöld ríkisins muni aukast úr 200
milljörðum í 235 milljarða á
næsta ári.
Ríkisstjórnin hefur að undan-
förnu átt viðræður við hags-
munasamtökin, AFI og PCO
(það er samsvarandi samtök
Atkvæðagreiðsla um vantrausts-
tillögu jafnaðarmanna á morgun
ing sinn,“ sagði Thorbjörn Fáll-
din, forsætisráðherra þá. „Og
enn hafið þið ekki lagt fram
neina formlega vantraustsyfir-
lýsingu," bætti hann við. En nú
liggur hún sem sagt fyrir —
vantraustsyfirlýsingin. Þetta er
yfirlýsing sem fyrst og fremst er
ætlað að sýna vanþóknun stjorn-
arandstöðunnar á efnahags-
stefnu stjórnar Fálldins.
„Við gerum okkur fulla grein
fyrir því, að við fellum ekki
stjornina nú“ sagði Olaf Palme í
umræðum í þinginu í gær.
Innan tíðar hefjast svo samn-
ingar á vinnumarkaðinum. Rík-
isstjórnin hefur lagt fram yfir-
gripsmiklar sparnaðaráætlanir í
um það bil 100 atriðum. Þær eiga
að auka tekjur ríkisins, um 6—7
milljarða á árunum 1981 og 1982.
Sparnaðaraðgerðirnar munu
koma harðast niður í húsnæð-
ismálum og félagslegum umbót-
um. Húsaleigustyrkur mun
minnka til muna og kemur það
fyrst og fremst niður á einbýlis-
húsaeigendum, eftirlaunafólki,
einhleypu fólki og námsfólki.
Kostnaður í sambandi við stutt
veikindi starfsfólks munu færast
yfir á atvinnuveitendur. Læknis-
vitjanir og meðalakostnaður
hækka úr 25 krónum í 40 krón-
um. Niðurgreiðslur á helstu mat-
vörum minnka stórlega um ára-
mótin 1980 og 1981. Ríkisstjóm-
in áætlar að spara þar 1,2
milljarða á næsta ári.
Ríkisstyrkur til skólanna
minnkar um 306 milljónir. Það
sem þó hefur valdið mestum
úlfaþyt í sænska þinginu er það
að ríkisstjórnin tryggir ekki
lengur óskertan kaupmátt allra
eftirlaunaþega. Auk þess mun
stjórnin leggja fram tillögur um
skatt á stærri bátum, aukna
skatta á sölu fasteigna, hærri
fasteignaskatt, leiguflugsskatt
og takmörkun á vaxtafrádrætti.
í fjárlögum ríkisins, sem lögð
verða fram 10. janúar er gert ráð
fyrir samdrætti hjá hinu opin-
bera og engar nýjar félagslegar
umbætur munu ganga í gildi á
næstunni. Það sem ef til vill
veldur mestum ugg eru bolla-
starfsmanna ríkis og bæja og
háskólamenntaðs fólks), um
efnahagsaðgerðirnar, um lag-
færingar á sköttum og komandi
samninga. Tekjuaukning laun-
þega fyrir skatt var á árinu um
2%. Á næsta ári er áætlað að
tekjuaukningin verði um Vfe%
eða minnki um ‘á %, allt eftir
því hvernig samningar takast.
Þó skoðanir séu skiptar um
efnahagsástandið eru allir aðilar
sammála um, að árið 1981 verði
mun erfiðara í efnahagslegu
tilliti en líðandi ár.
FRETTASKYRING
Verður
kúvending
Eanes
honum að fótakefli?
Mario Soares
Antonio Ramahlo Eanes.
Sú ákvöröun Mario Soares, for-
manns Sósialistaflokks Portú-
gals aö hætta stuöningi sínum
viö Eanes forseta í komandi
kosningum hefur vakiö verulega
athygli, en verður þó aö teljast
eölilegt framhald af kyndugum
yfirlýsingum forsetans á
blaöamannafundi sem hann
efndi til í lok síöustu viku. Eanes
lýsti þar yfir aö hann væri á
engan hátt tengdur neinum
stjórnmálaflokki í framboöi sínu,
og afneitaöi sérstaklega komm-
únistaflokknum PCP, en af öllu
máli hans mátti marka aö hann
heföi einnig fjarlægzt mjög Sósi-
alistaflokkinn. Kvaöst Eanes
vera hlynntur „miöblokkinni" og
er hér um aö ræöa nánast
óskiljanlega kúvendingu Portú-
galsforseta. Þaö kom berlega
fram í þingkosningunum á dög-
unum, aö hann hvatti þá ein-
dregið kjósendur til að veita
Sósialistaflokknum og jafnvel
PCP brautargengi og af öllu
varö þá ráöiö aö dáleikar væru
milli hans og PS og ekki sízt
hans og formannsins, Mario
Soares.
Þessi yfirlýsing Eanesar kom eins
og þruma úr heiöskíru lofti yfir
kjósendur og er trúlegt aö hún
kunni aö hafa veruleg áhrif á
komandi kosningabaráttu og
andstæöingar forsetans munu
án efa óspart nota sér þetta
gegn honum, ásaka hann um
hringlandahátt og hentistefnu:
nú hefur Alianca democratica
fengiö ótvíræöa stuöningsyfir-
lýsinu þjóöarinnar og þá viröist
sem hann álfti aö hann veröi
einnig aö sööla yfir.
Francisco Sa Carneiro forsætis-
ráöherra hefur ekki þegar þetta
er ritaö látiö neina skoöun í Ijósi
á því sem gerzt hefur, en úr
aöalbækistöövum stjórnarflokk-
anna PSD, CDS og Kóngssinna-
flokknum, hefur svariö veriö það
eitt aö boöa aö nú veröi hafin
stórkostleg herferö til aö efla
fylgi viö frambjóðanda AD, So-
ares Carneiro.
Eins og fram hefur komiö hafa
menn fundiö Soares Carneiro,
forsetaframbjóöanda AD, þaö
helzt til foráttu, aö hann sé Irtt
þekktur meöal almennings og er
nú ætlunin aö gera á því hressi-
lega bragarbót. Stuöningsmenn
hans keppast viö aö benda á aö
Eanes forseti hafi sjálfur veriö
nánast óþekktur meöal portú-
galsks almennings, þegar hann
fór í framboö fyrir fjórum árum.
Hann haföi þó rós í hnappagat-
inu; honum mátti þakka aö
verulegum hluta aö kommúnist-
ar voru endanlega brotnir á bak
aftur þann 25. nóv. 1975 og hafa
ekki síðan boriö sitt barr í
Portúgal.
Innan Sósialistaflokksins varö
mikil reiöi meö yfirlýsingar Ean-
esar, en eftir langa og stranga
fundi um helgina ákvaö æösta
stjóm flokksins engu aö síöur
aö halda til streitu stuöningi viö
hann, þrátt fyrir eindregna and-
stööu formanns flokksins, Mario
Soares. Þaö er auðvitað enn of
snemmt aö spá nokkru um,
hvort ákvöröun Soares muni
draga einhvern dilk á eftir sér
varöandi breytingar á forystuliöi
PS, en ekkí ósennilegt aö svo
verði. Þaö á líka eftir aö koma í
Ijós hver verða viöbrögö hins
atmenna kjósanda Sósialista-
fiokksins viö kollsteypu Eanes-
ar. Engum dettur í hug aö Mario
Soares muni grípa til þess ráös
aö styöja Soares Carneiro. En
engum blandast heldur hugur
um, aö þar sem Mario Soares
er, hvaö sem ööru líöur, hinn
sterki maöur PS og einna ást-
sælastur forystumannanna, get-
ur þaö auövitaö haft sínar af-
leiðingar, aö hann snýst opin-
berlega gegn forsetanum.
Þaö var í lok vikunnar sem Eanes
hélt nefndan blaöamannafund
og þegar spuröist út hvaöa orö
hann heföi látið þar falla var
æösta stjórn PS þegar kvödd
saman til fundar og var
mönnum heitt í hamsi. Eanes
reyndi aö milda PS, bauð So-
ares til hádegisveröar og full-
vissaöi hann um aö hann heföi
öldungis ekki afneitaö Sósial-
istaflokknum, heldur heföi hann
aöeins viljaö efla einingu þjóö-
arinnar og vekja athygli á aö
hann færi fram sem óháöur og
yfir flokkadrætti hafinn. Mario
Soares skundaöi síðan á fund
stjórnar flokks síns meö skila-
boö Eanesar upp á vasann og
eftir langa og stranga fundi
komst stjórnin aö fyrrgreindri
niöurstööu og Soares ákvaö aö
víkja úr formannsstööu fram yfir
kosningarnar, sem veröa raunar
á afmælisdegi hans þann 7.
desember, — eftir aö tillaga
hans um aö PS hætti öllum
formlegum stuöningi viö Eanes
var felld.
Kosningabaráttan er rétt aö hefj-
ast, en þessir fyrstu atburöir eru
sýnilega fyrirboði þess aö hún
veröi haröskeytt í meira lagi. Og
Sa Carneiro forsætisráöherra
og hans menn telja sig án efa
hafa betri stööu nú og hafa
fengiö vænan höggstaö á for-
setanum — þótt Eanes hafi í
reynd veriö aö gera þarna
nokkuö kauöalega tilraun til aö
nálgast miðflokkana.
Skömmu áöur en blaöamanna-
fundurinn var haldinn birti viku-
ritiö Expresso í Lissabon niöur-
stööur skoöanakannana um
fylgi frambjóöenda. Þar kom
fram aö Eanes nyti um 80
prósent fylgis og meöal annars
yfirgnæfandi fylgis í ýmsum
þeim kjördæmum sem AD haföl
meirihluta í nýafstöönum þing-
kosningum. Hvort hugarfars-
breyting Eanesar veröur til aö
vekja almenna tortryggni á hon-
um ræöst á næstu vikum, svo
og því hversu Alianca demo-
cratica tekst til meö kynningu á
frambjóöanda sínum, Soares
Carneiro. Þá gætu vopnin held-
ur betur snúizt í höndunum á
Portúgalsforseta.
Jóhanna Kristjúnsdóttir.