Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAt 1981 DÓMKIRKJAN: Kl. 11 prestsvígsla. Blskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson vígir cand theol. Hannes Örn Blandon til Ólafsfjaröarpresta- kalls. Vígsluvottar veröa dr. Einar Sigurbjörnsson, sr. Kristján Búa- son, sr. Bjarni Sigurösson og sr. Þórir Stephensen. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Kl. 2 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa. Organleikari Birgir Ás Guö- mundsson. Sr. Hjalti Guömunds- son. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös- þjónusta í safnaóarheimili Árbæjar- sóknar kl. 11 árd. (Athugiö breytt- an messutíma). Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa aó Norö- urbrún 1 kl. 2. Sr.Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIDHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiöholtsskóla kl. 2 e.h. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2. Kirkjukaffi Snæfellingafélags- ins eftir messu. Sr.Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Prestur sr. Þorsteinn Björns- son. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Guösþjónusta í safnaöarheimilinu aö Keilufelli 1 kl. 2. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA. Guösþjónusta kl. 11 árd. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma nk. Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Ég mun sjá yður aftur. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hálldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjudagur 12. maí: Fyrirbæna- guösþjónusta kl. 10.30. Beóiö fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. (Athugiö breyttan messutíma). Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. Kaffisala Kven- félagsins er í Domus Medica kl. 2. Borgarspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 2 e.h. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 2. Prestur sr. Sig. Haukur Guöjónsson. Organleikari Jón Stef- ánsson. Heióursgestur okkar þenn- an dag eru íbúarnir viö Álfheima. Viö eigum erindi viö ykkur. Sóknar- nefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laug- ardag 9. maí: Guösþjónusta aó Hátúni 10b, níundu hæö kl.11 árd. Sunnud. 10 maí: Messa kl. 11. Altarisganga. (Athugiö breyttan messutíma). Mánud. 11. maí: Kven- félagsfundur kl. 20.00. Þriójud. 12. maí: Bænaguösþjónusta kl. 18.Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2. Sr. Þorbergur Kristánsson predik- ar. Orgel og kórstjórn Reynir Jón- asson. Kaffisala kvenfélagsins eftir messu. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. SELJASOKN: Guösþjónusta aö Seljabraut 54 kl. 2. Sr. Valgeir Ástráösson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Birgir Ás Guö- mundsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. DOMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl.8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síód. Alla rúmhelga daga er lágmessa kl. 6 síöd., nema á laugardögum þá kl. 2 síöd. í þessum mánuöi er lesin Róskrans- bæn eftir lágmessu kl. 6 síöd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safnaðar- guösþjónusta kl. 14. Ræóumaöur Jóhann Pálsson. Almenn guös- þjónusta kl. 20. Ræðumaöur Einar J. Gíslason. HJÁLPRÆÐISHERINN: Heimila- sambandsmót Hjálpræöishersins hefst kl. 10 árd. meö sunnudaga- skóla. Helgunarsamkoma veröur kl. 11 og bæn kl. 20 og hjálpræöis- samkoma kl. 20.30. Ofursti Henny Driveklepp talar. KFUM & K, Amtmannsstíg 2b: Almenn samkoma kl. 20.30. Bene- dikt Arnkelsson guðfræöingur tal- ar. Tekiö á móti gjöfum til kristni- boðs. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleit- isbr. 58: Messur kl. 11 og kl. 17. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 2 síöd. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra Garöa- bæ: Hámessa kl. 14. GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefsspítala Hafn.: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8 árd. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 14. Sóknarprestur. STRANDARKIRKJA: Fermingar- guösþjónustur kl. 11 og kl. 13.30. EYRARBAKKAKIRKJA: Ferming- arguösþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: fermingarguös- þjónusta kl. 2 síöd. Sr. Erlendur Sigmundsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Ath. breyttan messutíma. Skólaslit sunnudagaskólans fara fram í Borgarneskirkju kl. 14. Lagt verður af staö frá Akranesi kl. 13. Sr. Björn Jónsson. Níræð: Pálína Pálsdóttir frá Eyrarbakka Níutíu ára er í dag merkiskonan Pálína Pálsdóttir frá Hraunsgerði á Eyrarbakka. Hún fæddist i Háakoti í Fljótshlíð 9. maí 1891. Foreldrar hennar voru Páll Guð- mundsson, Skaftfellingur, frá Strönd í Meðallandi, og kona hans, Þorgerður dóttir Halldórs snikk- ara Guðmundssonar og Ingveldar Þorgilsdóttur frá Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum. Ekki var hægt að segja, að veröldin brosti blítt við ungbarn- inu í Háakoti. Amma ungu telp- unnar, Ingveldur, var ekkja, hafði misst mann sinn, Halldór, frá 5 börnum árið 1881. En með „dáð og dugnaði" tókst Ingveldi að koma börnunum til manns án þess að þiggja af sveit. Þegar elzta dóttir- in, Þorgerður, var orðin tvítug (21 árs) var Páll frá Strönd kaupa- maður sumarlangt hjá Ingveldi og seinna vinnumaður eða ráðsmað- ur. Það dró saman með Þorgerði og honum, og giftu þau sig 22. október 1889. En örlög Páls urðu þau, að hann fór í ver til róðra á Eyrarbakka, veiktist þar af lungnabólgu og dó 14. marz 1891, nokkrum vikum áður en dóttirin fæddist. Hún var skírð eftir föður sínum og ólst upp við ást og umhyggju móður sinnar og ömmu, fyrst austur í Fljótshlíð, í Háakoti og á F'lókastöðum, en síðan flutt- ust mæðgurnar þrjár út á Eyrar- bakka. Þær héldu saman meðan líf entist. Mikið þurfti að vinna, en aldrei brást þeim þolgæði og guðstrú. „Þó ég sjái engin ráð, gefur guð mér alltaf einhver ráð,“ sagði amman Ingveldur. Margvíslegt var þó andstreym- ið. Eitt sumar, er þær voru í kaupavinnu, Þorgerður með dótt- ur sína á einum stað, en amman á öðrum, kviknaði eða var kveikt í húsi því á Bakkanum, sem þær áttu heima í. Þar fór hvert tangur og tetur, sem þær áttu, utan ígangsklæði í kaupavinnunni. En það var veigur í þessum mæðgum og engin uppgjöf. Þegar Pálína stálpaðist, var henni komið fyrir sem vinnustúlku í „Húsinu“, en það mátti heita húsmæðraskóli sunnlenzkra kvenna um langt skeið. Þar lærði Pálína matargerð og hvað eina, sem góðri húsfreyju mátti að haldi koma. Einnig hlaut hún þann frama að vera tekin til afgreiðslustarfa í „búðinni" og það var ekki lítil upphefð að vera innanbúðar hjá Lefolii. Ung að árum var Pálína um skeið í Reykjavík. Þá hafði frú Elísabet, kona Björns Jónssonar ráðherra, spurnir af þessari efni- legu stúlku. Hún gerði Pálínu orð að hitta sig. Erindið var að fá hana fyrir ráðskonu í húsi sínu. Ekki vildi Pálína taka það starf að sér án samráðs við móður sína. „Þú kemur heim, barn,“ sagði Þorgerður. Þá náði það ekki lengra. Ekki var verið að brjóta í bága við boð móðurinnar. A Eyrarbakka giftist Pálína ágætum manni, Guðmundi Eben- ezerssyni skósmið, sem þá var ekkjumaður að fyrri konu látinni. Varð heimili þeirra Pálínu og Guðmundar rómað fyrir gestrisni og myndarbrag. En skugga bar á, því að húsfreyjan fór að kenna vanheilsu, sem talin var berkla- kyns. Með ráði góðra lækna var hún send á heilsuhæli í Danmörku (Sölleröd Sanatorium). Þar var hún í rúmt ár og fékk góða bót á sjúkdómi sínum. I þessari Dan- merkurdvöl komst Pálína í kynni við ágætt menningar- og listafólk. Jók það henni menntun og víðsýni. Ekki lét Pálína sitt eftir liggja að sinna menningar- og félags- málum. Leiklist var í hávegum höfð á Bakkanum, og tók Pálína þátt í slíkum sýningum við góðan orðstír. Lagvís var hún og söngvin, og árum saman söng hún í kirkju- kórnum á Eyrarbakka. En fleira vann hún fyrir kirkju sína. Hún var um langt skeið í sóknarnefnd óg lengi formaður sóknarnefndar, einnig fulltrúi á kirkjuþingi. Allt, sem hún tók að sér, vann hún af alúð og samvizkusemi. I Kvenfé- lagi Eyrarbakka var hún góður liðsmaður. í landsmálum fylgdi Pálína Sjálfstæðisflokknum og var fulltrúi á landsfundum flokks- ins. Hvarvetna var framganga Pál- ínu til sóma og prýði, en mest var hlutverk hennar á sínu heimili í Hraungerði á Eyrarbakka. Hún kunni vel að taka á móti gestum. Og það var líka gestkvæmt í Hraungerði. Þar komu ungir og aldraðir, eignamenn og öreigar, andríkir gáfumenn og einnig aðr- ir, sem fátækari voru í anda, en orðræður voru uppi við hæfi hvers og eins. Og ekki voru þeir, sem minna máttu sín, látnir fara á mis við góðvild og þægilegt viðmót. Einhverju sinni var mannmargt í stofunni og spakviturleg umræðu- efni á döfinni. Þá þurfti húsmóðir- in að fara fram í eldhús að taka til góðgerðir. En einn af gestunum, sem ekki var talinn stíga í vitið og jafnvel kallaður hálfviti, kom þá fram á eftir henni og sagði: „Eg ætla að koma til þín, Palla mín, við eigum alltaf svo vel saman.“ Ekki var húsbóndinn að amast við gestakomum. Eitt sinn er þéttskipað var kringum matborð þeirra hjóna, leit hann upp bros- hýr og sagði: „En sú hátíð." Þegar vel lá á honum, átti hann til að lesa upp úr sér utan bókar heiiu kaflana úr Njálu, Eglu, Laxdælu, Grettlu eða þá þylja kvæði góð- skáldanna. Ekki stóð á því, að húsfreyjan hefði sitt til málanna að leggja. Hún var víða heima, ákveðin í skoðunum og oft mjög hnyttin í orðum. Ef nefna ætti einhverja af gestkomendum — fyrir utan heimamenn á Eyrarbakka og frændfólk — verður fyrst fyrir að geta um séra Ólaf Magnússon á Arnarbæli og hans fólk, en frá síðari árum prestana Sigurð Pálsson vígslubiskup og Ingólf Ástmarsson á Mosfelli sem og þeirra frúr. Síðast en ekki sízt verður að nefna Pál ísólfsson, sem oft leit inn ásamt góðvinum, er stundum voru með honum í för t.d. Sigurður Nordal, Árni Pálsson, Helgi Hjörvar, Davíð Stefánsson o.fl. Hjónin voru barnlaus, en eigi að síður hændust krakkar að heimil- inu, og sum fengu fyrstu tilsögn á námsbraut hjá Pálínu, t.d. Hauk- ur söngmálastjóri Guðlaugsson og sum systkin hans. Og stundum komu aðrir ungir nágrannar í léttvægari erindum: „Nú vill ég rjómaköku, Palla.“ — „Ég á bara enga rjómaköku til, væni minn. — „Kleinur tvær þá.“ — „Nú á é engar kleinur heldur." — „Áttu þá ekki rúgbrauð?" — Svona samn- ingalipurð er ekki á hverju strái. Auk gesta, sem komu og fóru, var móðurbróðir Pálínu, Guð- mundur Halldórsson bókhaldari, heimilismaður árum saman, og til var það, að aðrir ættu þar athvarf lengur eða skemur. Til dæmis ólst bróðursonur Þorgerðar, Guðlaug- ur Pálsson síðar kaupmaður, upp hjá þeim mæðgum. Vinnusemi var í heiðri höfð á þessu heimili. Húsbóndinn stund- aði sína iðn i kjallaranum, en konur unnu að tóskap eða hann- yrðum og þótti snilldarbragur á. En svo er enn að geta þess, að fram eftir árum var rekinn tals- verður búskapur til hagsbóta og hollustu: Ein eða tvær kýr í fjósi og þó nokkrar kindur í kofa. Þetta þurfti sína umhirðu, og sumar- leyfin voru fólgin i því að afla heyja. Þegar líða tók á, fór að syrta að og heimilisfólk að týna tölunni. Guðmundur Halldórsson andaðist eftir langa vanheilsu 7. október 1952. Þorgerður, móðir Pálínu, lézt 19. apríl 1960, og húsbóndinn, Guðmundur Ebenezersson, varð fyrir heilsutjóni síðustu æviárin og dó 12. júlí 1961. Svo kom það fyrir Pálínu, að hún var lögð inn á sjúkrahús fyrir 10 árum vegna lítilsháttar meiðsla á fæti. Þá vildi henni til það óhapp að detta úr einu af þessum háu og háskalegu spítalarúmum og lærbrotna. Hún var þá áttræð, og lengi átti hún í þessu, en með góðri hjúkrun og aðgerðum, sem þar áttu við, gréri brotið smám saman, svo að hún varð rólfær að nýju. En áður en langt leið, þurfti hún aftur á sjúkrahúslegu að halda um stund, og sagan endurtók sig. Hún féll aftur niður á gólf og hlaut aftur brot á lærlegg sömu megin og áður. En nú reyndist ekki unnt að græða brotið, og hefur Pálína síðan orðið að sætta sig við hjólastól og rúmvist árum saman, lengst af í Reykjalundi. Veit ég, að hún sjálf og hennar fólk er þakklátt fyrir góða umhyggju, sem hún nýtur þar. Þessi langa hælisvist hefur að sjálfsögðu reynt á þrek og þolin- mæði, en það má algerlega furðu- legt heita, hve Pálína hefur tekið þessu mótlæti með miklu jafnað- argeði og án kvörtunar. Er það eitt með öðru, sem sýnir hennar sterku og traustu skapgerð. Ég efast ekki um, að allir, sem kynnzt hafa Pálínu, óski þess, að hún megi halda sinni ljúfu lund og góða geði, meðan henni endist líf. Ilalldór Vigfússon Mæðradagur Mæðrastyrksnefnd- ar á sunnudag IIINN árlegi mæðradagur MaArastyrksnefndar verður að þessu sinni nk. sunnudag 10. maí. Að venju verður nefndin af því tilefni með blómasölu og fer hún að þessu sinni fyrst og fremst fram á Lækjartorgi, í grennd ýmissa fjölsóttra samkomustaða og i sumum blómaverzlunum. Ástæða er til að vekja athygli á því , að nú hefur að nýju tekizt samkomulag með Mæðrastyrks- nefnd og sumum blómaverzlun- um höfuðborgarinnar, þannig m.a. að Mæðrablóm nefndarinnar verður einnig til sölu í þeim blómaverzlunum. Ágóðanum af sölu Mæðrablóms- ins verður nú, eins og ætíð áður, varið til stuðnings við efnalitlar konur og fjölskyldur þeirra. Reykvíkingar hafa jafnan brugð- izt vel við styrktarbeiðnum nefnd- arinnar og hafa þannig um ára- tugaskeið rétt hjálparhönd þús- undum og tugþúsundum efnalítils fólks í borginni. Mæðrastyrks- nefnd væntir þess, að borgarbúar muni nú sem fyrr styðja af rausn sinni þá sem minnst mega sín og leita ásjár nefndarinnar. Fyrirlestrar í Norræna húsinu SÆNSKI Iæknirinn Sixten Har- aldsson kemur hingað til lands í hoði Læknafélags íslands og Norræna hússins. Hann heldur hér fyrirlestra mánudaginn 11. maí kl. 20:30 og þriðjudaginn 12. mai cinnig kl. 20:30. Fyrri fyrirlesturinn nefnist „Extrema glesbygder och nom- ader“ en sá síðari nefnist „Hálso- och sjukvárd í försummade befolkningsgrupper". Sixten Haraldson er víðkunnur fyrirlesari. Hann hefur unnið mikið hjá Alþjóðlegu heilbrigðis- málastofnuninni m.a. í Afríku og Asíu og er sérfræðingur í málefn- um hirðingjaþjóða. Hann hefur skrifað fjölda vísindalegra tíma- ritsgreina m.a. um skipulag heil- brigðisþjónustu í dreifbýli og hita- beltislöndum. Um það efni mun hann fjalla í fyrirlestrum sínum í Norræna húsinu. Sixten Haraldson fer einnig til Akureyrar og heldur fyrirlestur þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.