Morgunblaðið - 09.05.1981, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.05.1981, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ1981 Harna Frakkar Giscard? EFTIR fyrri umferð forsetakosninjíanna í Frakklandi virtist lítill sem enginn munur á fyígi Valery Giscard d'Estaings forseta ojí sósíalistans Francois Mitterands. Gaullistaleiðtojíinn Jacques Chirac lýsti síðan yfir stuðn- injfi við Giscard. en með svo lítilli hrifninjíu að hann raunverulej?a j?af venjulejfum kjósendum jcaullista frjálsar hendur. Á sama tíma sneru vinstrisinnar bökum saman. Kommúnistar höfðu orðið fyrir mesta áfalli sínu síðan fyrir stríð og ákváðu að lýsa yfir stuðningi við Mitterand. Staða Mitterands batnaði og sam- kvæmt síðustu skoðanakönnun- inni fyrir kosningar hafði hann um 3% meira fylgi en forsetinn. En báðir sigurvegararnir úr fyrri umferð hafa verið á valdi þeirra sem þeir töpuðu fyrir fyrir síðari umferðina. Dræmur stuðningur Chiracs hefur verið Giscard fjötur um fót. Chirac lýsti því yfir eftir fyrri umferðina að sjálfur mundi hann greiða Giscard atkvæði, en sagði stuðningsmönnum sínum að þeir yrðu að gera það upp við samvizku sína hvernig þeir kysu. En aðeins fjórum dögum fyrir síðari umferðina sneri Chirac við blaðinu og hvatti stuðn- ingsmenn sína til að koma í veg fyrir kosningu Mitterands. „Mitterand heldur áfram að sækja innblástur í efnahags- kenningar sem hafa mistekizt alls staðar þar sem þeim hefur verið beitt," sagði Chirac. „Gisc- ard d’Estaing hefur fyrir sitt leyti tekið tillit til þeirra óska sem kjósendur mínir 26. apríl létu í ljós,“ bætti hann við. „Hann hefur sagt að hann muni milda stefnu sína. Hann hefur heitið að koma til leiðar auknu frelsi og einstaklingsfrumkvæði og endurreisa framleiðsluna til að kveða niður atvinnuleysi.“ Mikilvægur liðsauki Giscard bættist þar með mik- ilvægur liðsauki og auknar líkur urðu til þess að hann fengi til liðs við sig 5,2 milljónir kjósenda gaullista og tryggði sér sigurinn á sunnudaginn. Jafnframt hefur forsetinn bætt vígstöðu sína með því að gera stuðning kommún- ista við Mitterand að aðalmáli kosninganna. Forsetinn lagði hart að Mitt- erand í sjónvarpskappræðum þeirra fyrr í vikunni að svara því ákveðið hvernig hann mundi tryggja sér starfhæfan meiri- hluta og hvaða hlutverki komm- únistar mundu gegna ef hann sigraði. Mitterand fór undan í flæmingi, en með því að gefa ekki mótherja sínum viðunandi svör styggði hann fyrrverandi samherja sína á vinstra vængn- um. Marchais og kommúnistar hans áttu ekki annars úrkosti en að lýsa yfir stuðningi við Mitter- and í síöari umferðinni. Fjórði hver kjósandi kommúnista sneri baki við Marchais og margir þeirra fylktu sér undir fána sósíalista. Herferðinni gegn sósí- alistum var hætt í bili til að tryggja ósigur Giscards, en stuðningurinn við þá er dræmur. Marchais hefur tekið fram að hann sé óánægður með óljósa afstöðu Mitterands gagnvart kommúnistum og hefur oft sagt að hann muni ekki styðja sósíal- istastjórn sem kommúnistar fái ekki aðild að. Kommúnistaflokk- urinn hefur opinberlega kvartað yfir því að Mitterand veiti þeim ekki eins mikla eftirtekt og Giscard gaullistum. Tvær dul- búnar árásir á Mitterand hafa birzt í kommúnistamálgagninu L’Humanité og dyggur flokks- maður komst þannig að orði í viðtali við blaðið: „Fyrir okkur er það mikil fórn að kjósa Mitterand, en við munum gera það, þótt það sé ekki sársauka- laust." Mitterand óljós Mitterand verður að hafa starfhæfan þingmeirihluta til að framfylgja stefnu sinni og þar sem hann hefur aðeins 23% þingsæta verður hann að semja við kommúnista, en það nægir ekki því að kommúnistar hafa aðeins 17% þingsæta. Mitterand hefur sagt að hann muni rjúfa þing og efna til nýrra kosninga í von um að vinstri- sinnar vinni þingmeirihluta. Giscard spurði hann að því í sjónvarpsumræðunum hvað hann hygðist gera ef hann fengi ekki meirihluta og gaf í skyn að afleiðingin yrði stjórnmálaöng- þveiti. Forsetinn skoraði á Mitt- erand að „sýna sitt rétta andlit" og gefa til kynna hvaða tilslak- anir hann væri reiðubúinn að gera gagnvart kommúnistum til að tryggja stuðning þeirra í samsteypustjórn. Svar Mitter- ands var í aðalatriðum á þá leið að hann gæti ekki tekið slíkar ákvarðanir fyrr en þar að kæmi. Giscard útfærði þetta nánar í sjónvarpi daginn eftir þegar hann sagði að ef hann næði kjöri væri þingmeirihluti þegar fyrir hendi. Andstæðingur hans mundi rjúfa þing og reyna að tryggja sósíalistum og kommún- istum meirihluta. Stefna sósíal- ista yrði háð samþykki kommún- ista, aðeins það sem þeir sam- þykktu yrði tekið upp í stefnu- skrána. Samkvæmt því sem Marchais ritaði í kommúnista- málgagninu L’Humanité í vik- unni vilja kommúnistar róttæk- ar breytingar og umbætur fjand- samlegar kapítalisma. „Við vilj- um að breytingin hefjist daginn eftir kosningarnar með myndun ríkisstjórnar vinstra bandalags með þátttöku ráðherra kommún- ista,“ sagði hann. Óánægðir gaullistar Ein helzta von stuðnings- manna Mitterands hefur verið sú að þeim takist að fá til liðs við sig vinstrisinnaða gaullista og það hefur vegið nokkuð upp á móti þeim rökum Giscards að öngþveiti muni fylgja í kjölfar sigurs Mitterands. Giscard Gaullista-þingmaðurinn Joel le Tac sagði í síðustu viku að til þess að verja núverandi þjóð- skipulag væri ekki lengur nauð- synlegt að endurkjósa Giscard. „Þjóðfélagið getur varið sig sjálft," sagði hann ... Nú eru valdaskipti leiðin til að verja lýðræðið. Giscard á ekki upp á pallborð- ið hjá gaullistum og hefur aldrei getað komið í staðinn fyrir De Gaulle í augum gaullista. Þeir eru óánægðir með kúvendingar á stefnu hans, tilraunir hans til að friðmælast við Rússa (þeir hneykslast einkum á pílagríms- ferð hans til Varsjár, þar sem hann hitti Brezhnev að máli skömmu eftir innrásina í Afgh- anistan) og hroka hans sem hefur valdið mörgum persónu- legum sárindum. Haft hefur verið eftir ættingja Giscards að forsetinn trúi öllu sem hann segi, hlusti á enga aðra og haldi að hann sé konungur Frakk- lands. Því er haldið fram að Mitterand geti fengið allmörg atkvæði Chirac-sinna, bæði vegna þess að þeim finnist 14 ára stjórn Giscards of langur tími og vegna þess að þeir telji að fallvölt stjórn undir forystu Mitterands verði skjótasta og öruggasta leiðin til þess að gaullistar geti komizt aftur til valda. Mitterand hefur einnig reynt að standa uppi í hárinu á kommúnistum og stuðnings- menn hans hafa verið ánægðir með árangurinn. Sá leiðtogi sósí- alista sem hefur beitt sér fyrir þeirri stefnu er Rocard og hann hefur sagt: „Ég sagði ykkur að það mundi heppnast." Liðsinni Chiracs við Giscard virðist hafa dregið úr þessum vonum, en engu að síður geta vinstri- og miðjugaullistar ráðið úrslitum kosninganna. Andstæð- ingar Giscards í röðum gaullista hafa haldið því fram að það sé ekki í þágu hugsjóna De Gaulles að kjósa Giscard. Þeir segja að De Gaulle hafi verið samein- ingarafl eins og Mitterand hafi reynt að vera, en Giscard hafi einangrazt og sameini ekki fólk. Chirac Chirac hefur trúlega lýst yfir stuðningi við Chirac til að kveða niður þessar raddir og Giscard hefur lagt sig í líma við að koma til móts við gaullista. Afsökunarbeiðni Lengst af hefur Giscard staðið einn uppi og hann hefur nánast orðið að biðja.Chirac afsökunar. „Chirac hafði á réttu að standa," sagði Giscard á hinum mikla kosningafundi sinum í París sl. sunnudag. „Það var rétt hjá honum að verja hugsjónir frels- is, ábyrgðartilfinningar, og bar- áttunnar gegn skrifstofubákn- inu. Það er skylda mín að taka þessi mál upp. Það er auðvelt fyrir mig, því að þetta eru mín baráttumál," sagði hann. Borgarstjóri sósialista í Mar- seilles (og fyrrverandi forseta- efni), Gaston Deferre, gekk svo langt að stinga upp á myndun samsteypustjórnar sósíalista, gaullista og kommúnista eftir sigur Mitterands. Kommúnistar vísuðu þessu þegar í stað á bug eins og við var búizt, en sósíal- istar eða gaullistar létu ekki til sín heyra, hvað svo sem það táknaði. Hvað sem því líður virðast vonir sósíalista um sam- starf við gaullista og nýjan meirihluta án stuðnings komm- únista hafa brugðizt eftir yfir- lýsingu Chiracs. En ef Gi9card tapar getur farið svo að flokka- samsteypa hans, UDF, leysist upp og við það gætu valdahlut- föll breytzt í frönskum stjórn- málum. Vinstrisinnar hafa alltaf tap- að á síðustu stundu í sögu Fimmta lýðveldisins svo að erf- itt er að trúa siðustu skoðana- könnunum sem spá Mitterand sigri, enda heldur sama fólkið sem segist ætla að kjósa Mitter- and að Giscard sigri. Hvað sem því liður segja kannanirnar að Giscard fái 71% af atkvæðum Chiracs, 79% af atkvæðum hinna óánægðu gaullista Gar- auds og Debrés, 25% af atkvæð- um umhverfisverndunarmanna og 4% af atkvæðum þeirra sem sátu heima í fyrri umferð. Samkvæmt könnunum fær Mitt- erand 84% af atkvæðum komm- únista, 68% af atkvæðum „litlu" vinstri frambjóðendanna, 18% af atkvæðum Chiracs, 21% af atkvæðum óánægðra gaullista, 50% af atkvæðum umhverfis- verndunarmanna og 2% af at- kvæðum þeirra sem sátu heima. Niðurstaða: Mitterand 50,33%, Giscard 48,44%. Frá sjónarmiði Vesturlanda væri sigur Giscards ugglaust æskilegri þar sem þá mundi stöðugleiki áfram ríkja í Frakk- landi, en ekki er víst að Mitter- and þyrfti að valda áhyggjum þrátt fyrir allt að dómi dálka- höfundar brezka blaðsins Sun- day Telegraph. Kommúnistar hafa orðið fyrir svo miklu kosn- ingaáfalli að þeir geta reynzt Mitterand viðráðanlegir, óvíst er að hann mundi beita sér fyrir eins miklum verðbólguhvetjandi Mitterand ríkisútgjöldum og hann hvatti til í kosningabaráttunni þegar hann væri orðinn forseti, hann virðist fylgja sömu stefnu í öryggismálum Vesturlanda og Giscard og er jákvæðari gagn- vart Efnahagsbandalaginu, t.d. í landbúnaðarmálum. Því mætti jafnvel halda fram að kosning Mitterands yrði talin jákvæð út á við, þar sem draga mundi úr yfirgnæfandi áhrifum Frakka í Evrópu og lífið innan Efnahags- bandalagsins yrði auðveldara. Mitterand yrði miklu viðráðan- legri, einkum fyrir Breta, eina hættan væri sú að hann mundi valda efnahagslegu öngþveiti. Síðustu skoðanakannanirnar voru teknar rúmri viku fyrir kosningarnar (þær eru bannaðar síðustu vikuna) og síðan hafa Giscard og Mitterand leitt sam- an hesta sína í sjónvarpi og Chirac lýst yfir stuðningi við Giscard og allar kosningaspár eru hæpnar. Brezka blaðið Guardian vitnar í forseta Evr- ópuþingsins, frú Simone Veil, til stuðnings þeirri skoðun að þrátt fyrir allt muni forsetinn sigra. Hún viðurkennir að stjórn Gisc- ards hafi valdið sér vonbrigðum, en telur að Frökkum hafi vegnað merkilega vel þrátt fyrir efna- hagserfiðleika. Stefna Mitter- ands sé óljós, óvíst sé hvernig stjórn hann myndi, hann sé óskrifað blað. „Þar sem við erum að kjósa um næstu sjö ár ætti skynsemin að bera hugarástand okkar ofurliði," segir hún. Orð hennar virðast styðja þá gömlu kenningu að Frakkar kjósi með hjartanu í fyrri umferð, en peningaveskinu i hinni síðari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.