Morgunblaðið - 09.05.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981
13
Senn líður að þeim tima að áriklur fari að sýna blómskrúð sitt og
má segja að forystu haíi þar Primula pub. „Mrs. J.H. Wilson“, með
sín skæru blóm, blárauð á lit með hvítu auga. Um þá fögru frú var
ritað í grein nr. 209, 10. júní 1979.
Fjölærar
jurtir I
Jæja góðir hálsar!
Þá er nú þessi langi vetur
loksins liðinn og blessað sumarið
gengið í garð svo að nú veitir
okkur sannarlega ekki af því að
láta hendur standa fram úr
ermum við garðyrkjustörfin!!
Þetta vorið er það ætlunin að
reyna að fræða lesendur þessara
þátta lítilsháttar um ræktun
fjölærra jurta, almennt, og það
hyggjumst við gera með því að
birta grein sem Ólafu'r Björn
Guðmundsson hefur ritað um
það efni. Að líkindum verður
greinin birt næstu fjóra eða
fimm laugardaga og fjallar um:
Gróðursetningu — staðsetn-
ingu og umhirðu. Og hér kemur
þá fyrsti hlutinn:
Alltaf er það svolítið ævintýri
að koma í góða gróðrarstöð. Það
er eins og að koma á listsýningu
, þar sem listamaðurinn er skap-
arinn sjálfur og okkur er sjálf-
um boðið að taka þátt í sköpun-
arverkinu með því að velja okkur
viðfangsefni: plöntur í garðinn
okkar. Með eftirvæntingu er
athugað hvað til boða er, og hvað
pyngjan og plássið leyfa. Hvern-
ig skyldi nú þessi tegund, sem
við þekkjum kannski ekkert,
reynast hjá okkur? Væri ekki
reynandi við þetta eða hitt?
Þessi myndi nú fara vel í hlaðna
veggnum! Spurningar. Vanga-
veltur. Forvitni. Þarna finnum
við kannski plöntur, sem við
höfum heyrt mikið látið af eða
lesið um og flytjum þær, full
eftirvæntingar og tilhlökkunar,
heim í garð. Og nú veltur á
miklu að vel takist þegar til
okkar kasta kemur að sjá þeim
farborða í nýju umhverfi. Nú eru
þær orðnar okkar fósturbörn og
þurfa sína réttu aðhlynningu
eins og aðrar lifandi verur, ef
þær eiga að lifa og dafna.
Sagt er að sumir hafi „græna
fingur" og allur gróður lifi og
blómgist sem þeir snerta á. En
ætli hugarfarið hafi nú ekki sitt
að segja í því efni! Það er líka
sagt að það þurfi að tala við
blómin til þess að þau þrífist vel!
Þó þetta sé nú ef til vill ofmælt
þá eru blómin vissulega góðir
viðmælendur. Og þeir sem eru í
svo nánu sambandi við líf og
gróður, að þeir geti rabbað við
blómin sín, ganga sannarlega að
ræktun þeirra með réttu hugar-
fari. Jurt sem gróðursett er í
garðinum þolir litlu síður
gleymsku og afskiptaleysi en
barn, því öllu sem lifir þarf að
sinna ef því á að vegna vel. \
Við ættum því þegar við erum
komin heim með plönturnar
okkar úr gróðrarstöðinni — að
glöggva okkur svoítið á því sem
helst ber að minnast og hafa í
huga varðandi framtíð þeirra
undir okkar verndarvæng.
— Og í næsta þætti verður
rætt um gróðursetningu.
Listahátíó
tíl styrktar byggingu
Hjúkrunarheimilis
aldraðra í Kópavogi
Háskólabíó
laugardaginn 9. maí kl. 14.30
Dagskrá
Samleikur á tvö píanó
Gísli Magnússon
Halldór Haraldsson
Listdans
Birgitte Heide
Guðrún Pálsdóttir
Ingibjörg Pálsdóttir
Samleikur á flautu og píanó
Manuela Wiesler
Snorri Sigfús Birgisson
Upplestur
Arnar Jónsson, leikari
Einsöngur
Sigurður Björnsson
Undirleikur: Agnes Löve
Tvisöngur
Sieglinde Kahlmann
Sigurður Björnsson
Samleikur á selló og píanó
Gunnar Kvaran
Gísli Magnússon
Upplestur
Ævar R, Kvaran, leikari
Kynnir
Gunnar Eyjólfsson, leikari
Gísli Halldór Gunnar Agnes
Arnar Birgitle Guörun Ingibjörg Sigurður
Ævar Manuela Snorri Sigfus Sieglinde Gunnar
I DAG!
Við heitum á velunnara Hjúkrunar-
heimilisins að fjölmenna í Háskóla-
bíó. Miðasala við innganginn
frá kl. 1.
Starfshópur listamanna
FJORIR BILAR
UIANLANDSFERÐIR
HLJOMTÆKI
VERTUMEÐ
VINNINGARNIR ERU ÞESS VIRÐI