Morgunblaðið - 09.05.1981, Side 16

Morgunblaðið - 09.05.1981, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1981 Fisks<>lustaðurinn við NASA Boulcvard. staðinn sækja margir starfs- manna NASA. Gencral Arnold Brown og kona hans mcð Karli Bretaprins við sctnin^u alþjóðlegs ársþings Hjálpræðishersins í London 1978. HJÁLPRÆÐISHERINN: I Hershöfðinginn kann- ar lið sitt á Islandi „Einu sinni sem oftar fékk ég mér að borða og konurnar tóku eftir því að ég var útlendingur. Því spurðu þær mig hvaðan ég væri. Ég sagði þeim það. Þær sögðu þá, að þær seldu um 300 pund af íslenzkum fiski á viku hverri. Jafnframt sýndi hún mér einn fiskikassann. Við opnuðum hann og þá kom í ljós, að fiskurinn, sem ég var að borða í Houston hafði verið unninn og pakk- aður á Húsavík, mörg þúsund mílur í burtu,“ sagði Ólafur. í hverjum fiskpakka er getið um framleiðanda og kom í ljós, að fiskurinn í Houston hafði ver- ið unninn í Sambandsfrysti- húsinu á Húsavík. Þar var skilmerkilega tekið fram, að ef yfir einhverju væri að kvarta, þá skyldi haft samband við SÍS. Alþjóðlegur yfirmaður Iljálp- ræðishersins general Arnold Brown og kona hans Jean koma til Islands í byrjun júlí nk. Hjálpræðisherinn hefur starfað á íslandi í 86 ár en þetta er í fyrsta skipti sem hershöfðinginn kemur til Islands. General Brown er kanadískur islenzkum fiski. Þær selja 300 pund en hefur aðsetur í London í aðalstöðvum Hjálpræðishersins. General Brown og kona hans verða hér á landi i tvo daga, 9. og 10. júlí og verða á samkomum í Neskirkju bæði kvöldin. Auk þess snæða þau kvöldverð í boði bisk- ups, morgunverð í boði borgar- stjórnar Reykjavíkur og hádegis- verð í Valhöll í boði ríkisstjórnar- innar. Með hershöfðingjanum kemur ritari hans, yfirmaður Hjálpræð- ishersins á íslandi, í Noregi og Færeyjum, Kommandör K.A. Sol- haug og kona hans Else og brig- ader Oskar Jónsson. Þau þrjú síðast nefndu verða hér á landi tveimur dögum lengur en hers- höfðinginn og taka þátt í fleiri samkomum. í tilefni heimsóknar hershöfð- ingjans koma allir foringjar Hjálpræðishersins á íslandi og í Færeyjum til Reykjavíkur og auk þess fjöldi hermanna. Verður því einnig haldið svokallað deildar- þing í Reykjavík. Konurnar í Houston með pakka af á viku hverri. Fiskurinn verkaður á Ilúsavik. HLAÐVARPINN Umsjón Hallur Hallsson LÍTILL HEIMUR: Frá Húsavík til Houston ÓLAFUR K. Magnússon. Ijósmvndari hér á Morgun- blaóinu. var í Bandaríkjun- um síðastliðinn vetur og var meðal annars í Houston í Texas. Á NASA-Boulevard. skammt frá stjórnstöð Geim- ferðastofnunar Banda- ríkjanna er lítill fisksölustað- ur. Þar eru seldir fiskréttir. meðal annars djúpsteiktur fiskur, rækjur og ostrur. Ólafur fór nokkrum sinnum inn á þennan veitingastað og fékk sér fisk að borða en STARFI: í snertingu við lífs- baráttu fólksins „ÉG STARFAÐI hjá Flugleið- um í 20 ár. Var deildarstjóri markaðssviðs og sá til að mynda um leiguflug, Kanarí- ferðir og Miamiferðir og þurfti starfs míns vegna að ferðast mikið. mjög víða. Nú er ég orðinn sveitarstjóri á Raufarhöfn. sumir segja á norðurhjara veraldar en mér finnst ég kominn í snertingu við lífsharáttu fólksins í land- inu; kominn í samband við raunveruleikann,“ sagði Gunnar Hilmarsson í stuttu spjalli við hlaðamann en Gunnar er nýtekinn við starfi sveitarstjóra á Raufarhöfn. „Ég kom hingað í apríl. bað er að vísu kalt núna. Nei, enginn fimhulkuldi en hita- stigið er um frostmark og föl á jörðu en hér hef ég aðeins mætt hlýju viðmóti fólks.“ Eftir 20 ára starf hjá Flug- leiðum og 47 ára lífsferil þá hafa það verið mikil viðbrigði að hætta hjá Flugleiðum, ekki satt? „Jú, vissulega. Ég starfaði í 20 ár hjá Flugleiðum og það tók tíma að átta sig á hlutun- um. En maður verður að horf- ast í augu við raunveruleikann. Það skemmtilegasta við þetta er, að maður axlaði alveg yfir um. Starfið hér er gjörólíkt því Gunnar Hilmarsson sem ég áður vann við en jafnframt fjölbreytt." Hefurðu sett þér einhver markmið nú? „Ég er hér að læra, reyna að komast inní hlutina og því ótímabært að vera með stórar yfirlýsingar. Það tekur 1—2 ár að komast virkilega inn í hlutina, komast inní starfið því svo lengi lærir sem lifir." Nú hefur útgerðarfyrirtækið Jökull verið nokkuð í sviðsljós- inu vegna slæmrar stöðu. „Já, en ég efast um, að Jökull sé verr staddur en önnur útgerðarfyrirtæki víðs vegar um landið, nema þá kannski á beztu útgerðarstöðunum. Jök- ull og togarinn Rauðinúpur hafa mikla þýðingu fyrir Rauf- arhöfn og því mikilvægt að vel takist til um útgerð héðan. Nú, en grásleppuvertíðin hefur gengið vel og ég held að menn séu nokkuð ánægðir. Þá er bátaútgerð héðan. Það hefur verið nokkuð misjafnt hjá bát- unum hér, en almennt hefur gengið sæmilega." Hverjar eru helstu fram- kvæmdir á vegum hreppsins nú? „Lífið er ekki bara saltfiskur hér. Það eru margvíslegar fé- lagslegar framkvæmdir. Nú er verið að byggja sundlaug hér og er hún stærsta einstaka framkvæmdin. Síðar verður bætt við íþróttahúsi. Gatna- gerð er og stór hluti fram- kvæmda hér. Nú, hreppurinn á Hótel Norðurljós og við ætlum að opna 1. júní næstkomandi. Það er ákaflega mikilvægt að hafa hótel á slaðnum, ekki bara fyrir túristana heldur og vinnuflekka. Það eru því mörg verkefni framundan og ég hlakka til að takast á við þau.“ íkáðinni... Fánalitirnir sjást að vísu ekki í svart/ hvítu, en við látum auglýsinguna fylgja. íslenzki fáninn á Suður- pólnum The Great European ÍSLENSKI fáninn á Suður- skautinu! Kreditkortin frá Euorcard eru velþekkt hér á landi. Undanfarið hefur íyrirtækið auglýst mjög í erlendum stórblöðum, m.a. i handaríska tímaritinu Newsweek. í heilsíðu auglýs- ingu í Newsweek er þeirra Marco Polo, Roald Amundsen og Arthur de Gobineau, hinna miklu landkönnuða getið. Og segir, að Evrópubúar haíi alltaf verið miklir ferðamenn og að Eurocard stuðli að þessu í dag. Hvartvetna í heiminum sé hægt að fram- vísa kreditkortum frá fyrir- tækinu og fá þjónustu. Nú er þetta í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en í um- sögn um Amundsen er rétti- lega skýrt frá því, að hann hafi fyrstur manna farið norð—vesturleiðina, og hann varð fyrstur manna til að komast á Suðurpólinn. Þar reisti hann norska fánann en í auglýsingu hafa þeir hjá Newsweek farið fánavillt, því þeir birtu mynd af íslenzka fánanum. Einnig er mynd af íslenzka fánanum um borð í skipi Amundsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.