Morgunblaðið - 09.05.1981, Side 17

Morgunblaðið - 09.05.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 17 RINGKÖBING-SAFNIÐ: 1 „Serjgehester44 frá íslandi DANSKA blaðið Jyllandsposten birti fyrir skömmu frétt af sýn- ingu í RinKköbinK-safninu á Jót- landi en þar eru til sýnis íslenzkir munir. Að sögn blaðsins þá er safn íslenzkra muna á safninu í Ring- köbing citt hið stærsta utan Is- lands. Hér fer (?rein blaðsins í lausicgri þýðintíu: „Rúmfjöl (danskurinn kallar það senxehest) var höfð á rúmum á öldum fyrr til að forða börnum frá að detta úr skrín og fagurlega skreyttir askar. Elstu gripirnir eru frá 17. öld en hinir yngstu frá miðri 19. öld. Astæða þess, að safnið í Ring- köbing á svo marga íslenzka muni er, að Leonard Tang, fyrrum ís- landskaupmaður, gaf því marga muni frá íslandsárum sínum. Hann erfði ’ fjölskyldufyrirtæki ættar sinnar í Ringköbing en svo kom, að hann færði út kvíarnar og árið 1889 flutti hann til Kaupmannahafnar Rúmfjalir á sýningunni í Ringköbing rúmum sínum. Rúmfjalir hafa verið notaðar um langt skeið enda full nauðsyn á, þvi rúm voru lítil og mjó og iðulega sváfu fleiri en citt barn í hverju rúmi. Itúmfjalir voru algengar á íslandi. Oft var bekkurinn þröngt setinn i litlu torfbæjunum og full nauðsyn að forða börnum frá að detta úr rúmi sinu. Rúmfjalir voru á íslandi hluti af menningu þjóðarinnar. Meistarar útskurðarins skáru út rúmfjalir af miklum hagleik. Sjá má menning- arstrauma frá Evrópu í útskurði þessum en jafnframt sterka arfleifð frá sögu landsins allt til vík- inganna. Rúmfjalir eru megin uppistaða gripa þeirra, sem nú eru til sýnis í Ringköbing-safninu; raunar eru óvíða jafnmargir íslenzkir munir og í safninu í Ringköbing. Margt fagurra muna er þar að sjá, m.a. og hóf að versla við íslendinga. Hann átti flota verzlunarskipa, sem sigldu til íslands. Það var einmitt á ferðum sínum um Island, að Tang kom auga á fagurlega útskorna muni og fékk hann mikinn áhuga á þeim. Hann keypti þá hluti, sem hann komst yfir og flestir muna hans höfnuðu á safninu í Ringköb- ing. Ein af götum bæjarins er nefnd eftir Leonard Tang.“ I Þjóðskjalasafninu fengum við þær upplýsingar, að Leonard Tang hafi verið með verzlanir á Isafirði, Stykkishólmi og í Flatey. Hins vegar er ekki að sjá, að hann hafi nokkurn tíma búið hér heldur hafði hann umboðsmenn hér á landi. í „Hjá góðu fólki“ Óskars Clausen kemur fram, að faðir hans hafi keypt fyrirtækið í Stykkishólmi, en hann var umboðsmaður Tangs í Stykkishólmi. í bókinni kemur fram, að Tang hafi orðið gjaldþrota. Gamlir starfsfélag- ar hittast hér Steve Fleet og Ron Saunders ÁIIUGI á ensku knattspyrnunni er mjög mikill hér á landi og það hefur varla farið framhjá mörgum að Aston Villa varð nýlega Eng- landsmeistari í knattspyrnu. Aston Villa kemur hingaö til lands seinna í þessum mánuði á vegum KSÍ. í nýlegu sjónvarpsviðtali í Englandi skýrði Ron Saunders fram- kvæmdastjóri Aston Villa frá þessu. Hann sagðist hlakka til íslandsferð- arinnar og ekki spillti það ánægj- unni að á Islandi starfaði vinur hans og gamall starfsfélagi, Steve Fleet, sem er nú þjálfari Akurnesinga. Fleet og Saunders unnu um tíma saman hjá Manchester City, Saund- ers sem framkvæmdastjóri en Fleet sem yfirþjálfari unglinga. Þegar Saunders fór frá Manchester til, Aston Villa bauð hann Fleet starf aðstoðarframkvæmdastjóra en hann varð að hafna því kostaboði, því sonur hans þurfti að ganga í sérstak- an skóla í Manchester. Hann tók því fjölskylduna fram yfir eigin frama. En ef hann hefði þegið boðið væri ■ hann líklega í dag aðstoðarfram- kvæmdastjóri Englandsmeistaranna en ekki þjálfari Akurnesinga. Þegar dómarinn rak allt liðið af leikvelli I Dagskránni, sem er blað gefið út á Selfossi, er viðtal við Tryggva Gunnarsson. kunnan knatt- spyrnumann á Selfossi. Hann er spurður um eftirminni- legasta leik sinn með Selfossi. „Eftirminnilegasti leikur sem Tryggvi hefur tekið þátt í sagði hann vera er Selfoss lék gegn FH í 2. flokki fyrir mörgum árum. Leik- urinn fór fram í Hafnarfirði og dómari var Ragnar Magnússon, þekktur knattspyrnudómari. Um miðjan leikinn áminnti Ragnar einn leikmann Selfoss. Gylfi, sem var nærstaddur gerði athugasemd við dómarann, sem brást illa við og spurði hann að nafni. „Gylfi Þ. Gíslason", svaraði Gylfi (um þetta leyti var alnafni Gylfa mennta- málaráðherra). Ragnar hélt að peyinn væri að gera gys að sér og endurtók spurninguna. „Gylfi Þ. Gíslason", svaraði Gylfi aftur. En þá skipti það engum togum, að Ragnar þreif upp rauða spjaldið og vísaði Gylfa af leikvélli. Fóru nú fleiri Selfyssingar að malda í móinn og reyndu að koma Ragnari í skilning um þetta væri rétt nafn Gylfa. Þetta endaði með því, að Ragnar rak allt Selfossliðið af leikvelli en það hlýtur að vera einsdæmi á íslandi." HELGARVIÐTALIÐ „Ég fæ ekki hátt tímakaup, því vinnan ad baki svona blaði er gífurleg. Ég hef minnkað við mig kennsluna í Breiöholtsskóla. Þaö er fyrst og fremst áhuginn, sem heldur mér gangandi, svo og aö þörf fyrir blað sem þetta er gífurl- eg,“ sagði Sigurður Blöndal, rit- stjóri nýs tímarits, Sextán, í samtali viö blaðamann. Sextán er fjölbreytt að efni og vandað í uppsetningu. Vantar gagnrýni fremur en hrós Siguröur Blöndal, — meðSextán. Mynd Mbl. Kristján „Það olli mér miklum vonbrigðum, að fjár- málaráöuneytið neitaði að fella niður söluskatt af blaðinu. Hreint óskiljanleg ráðstöfun og þeír létu ekki svo lítið að tilgreina ástæður. Þó eru tímarit eins og Æskan og ABCD undanþegin skatti. Þessi afstaöa hefur sett okkur nokkuð útaf laginu. Markmiðiö er að hafa tímaritið eins ódýrt og kostur er. Fyrsta blaðið, sem kom út í febrúar, kostaði 16 krónur. Það næsta kom út í apríl og við urðum aö hækka það í 18 krónur, auk þess að setja auglýsingar í það en það var ekki ætlunin. Því urðum við að stækka blaðiö, því við vildum ekki minnka efni blaðsins." Hvernig hafa viðtökurnar veriö? Þær hafa verið mjög góöar, þó auðvitað mætti salan vera meiri. Við höfum fengið fjöldann allan af bréfum, þar sem lýst er ánægju með blaðið og útkomu þess. Við höfum fengiö ábendingar en okkur vantar gagnrýni fremur en hrós. Ég stóð áður að útgáfu K-blaösins. Er kennari og hef starfað í Æskulýðsráöi og frjálsum félagasamtökum. Mér fannst vanta blað fyrir unglinga; finnst blöðin hafa lítiö efni fyrir unglinga. Ég legg mikla áherzlu á samstarf við unglinga. í Sextán eru greinar eftir unglinga. Þá eru greinar eftir fasta dálkahöfunda um málefni elns og t.d. popp, Ijósmyndir, kyn- fræðslu o.s.frv. Blaöiö er hugsað fyrst og fremst sem fræðslu- og skemmtirit." Er lítiö gert fyrir unglinga? „Þeir eru afskiptir í sumu, öðru ekki. Það hefur alltaf verið sagt um ungllnga, að þeir séu slæmir, ómögulegir og svo framvegis. Þetta var sagt þegar við vorum unglingar, einnig þegar foreldrar okkar voru unglingar og sjálfsagt verður þetta sagt í framtíðinni. En í allri þessari umræðu gleymist að geta foreldra, — þeirra sem ala unglingana upp. Eru unglingar ekki spegilmynd þjóðfélagsins?" Frá námskeiðinu í Oregon. FISKVEIÐAR í OREGON: Hjörtur Sveinbjörnsson leiðbein- ir verðandi sjómönnum i Oregon BANDARÍKJAMENN vinna nú öt- ullcga aö uppbyggingu fiskiskipa- flota síns. Nokkrir íslendingar starfa nú vestanhafs að þessum málum og meðal þeirra er Hjortur Sveinbjörnsson, frá Stokkseyri. í marzhlaði Fishing News Interna- tional er skýrt frá þvi, að Hjörtur vinni leiðbeinendastörf 1 Coos Bay, Oregon. Þar eru námskeið í gangi og eru verðandi sjómönnum kenpfi vinnu- brögð um borð í fiskiskipum. Hjört- ur Sveinbjörnsson kennir netavið- gerðir, hönnun neta, trolla og al- mennt allt, sem að netum og neta- gerð snýr. Hann starfar á vegum fyrirtækisins Sea Research Net & Metal Fabrication Inc. „Hjörtur kom tii starfa hjá fyrir- tækinu fyrir sex mánuðum. Reynsla hans hefur verið ómetanleg og veru- lega aukið hæfni fyrirtækisins til að þjóna togaraútgerðinni. Þegar frétt- ist af komu Hjartar var þegar haft samband við hann og hann fenginn til að kenna verðandi sjómönnum rétt handbrögð," segir m.a. í frétt Fishing News. Þá segir að stöðugt færist það í vöxt, að skólar á vesturströndinni taki upp almenna sjómennsku sem fag; það er kenni verðandi sjómönn- um rétt handbrögð á dekki. Hjörtur. til hagri. leiðbeinir verðandi sjómanni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.