Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981
Ágúst Guömundsson
HIMINN
og
JÖRÐ
PLÖTUKENNINGIN
bergkvika, sem fyllir uppí vök-
ina sem myndast þegar plöturn-
ar skríða sundur. Þar myndast
því ný skurn, og ef jörðin er
ekki að þenjast út, hlýtur gömul
skurn að eyðast í sama mæli og
ný myndast. Sú eyðing gamallar
skurnar er einmitt talin gerast í
rennunum þar sem plöturnar
skríða saman. Venjulega sígur
þá yngri platan undir hina og
bráðnar smám saman.
HVAÐ KNÝR
PLÖTURNAR?
Er ísland að gliðna
í sundur? Svarið við
þessari spurningu kann
að þykja augljóst: já,
auðvitað! Reykja-
nesskagi, Þingvellir,
Kröflusvæðið — alls
staðar blasa við um-
merki gliðnunar;
opnar sprungur og
misgengi. En hvað veld-
ur sundurfærslunni?
Það kemur fleiri en
ein skýring til greina.
En hér verður aðeins
rædd sú hugmynd,
sem flestir jarð-
fræöingar hafa hallast
að síðustu 10 til 15 árin:
plötuhreyfingar.
Plötukenningin olli
byltingu í jarðvísind-
um þegar hún kom fram,
en hún spratt ekki
alsköpuð úr kollin-
um á einhverjum jarð-
fræðingi. Öðru nær —
kenningin á sér langa
sögu, þar sem hún
hefur stundum verið
talin rétt, stundum röng.
Fyrst var það landrek-
ið.
LANDREK OG
BOTNSKRIÐ
Landrek, sú tilgáta að megin-
löndin hafi eitt sinn verið sam-
an en síðan færst í sundur, er í
raun gömul hugmynd. Strax er
sæmileg hnattkort urðu til,
tóku menn eftir sláandi sam-
ræmi í lögun vesturstrandar
Afríku og austurstrandar
Suður-Ameríku. Ýmsar hug-
myndir voru settar fram til
skýringar, svo sem Nóa-flóðið,
en kenningin um landrek vakti
þó ekki verulega athygli fyrr en
þýski stjörnu- og veðurfræðing-
urinn Alfred Wegener setti
hana fram í kringum 1915.
Wegener skrifaði bók um kenn-
ingu sína, og vakti hún mikla
athygli, enda skrifuð af sann-
færingarkrafti. Umræður um
hugmyndir Wegeners urðu
mjög fjörugar, svo ákveðið var
að halda um hana ráðstefnu.
Megin niðurstaða ráðstefnunn-
ar, sem haldinn var í New York
1926, var sú, að yfirgnæfandi
rök mæltu gegn kenningunni,
og því bæri að hafna henni. Það
var ansi heitt í kolunum á
ráðstefnunni: meðal annars
bylting
i jarðvísindum
Hér sjást aðal plöturnar sem yfirborö jarðar skiptíst í, og að auki nokkrar smærri plötur. Brotalína með
löngum strikum táknar hryggi, brotalína með stuttum strikum táknar rennur (eða önnur svæði þar sem
plötur eyðast), og samfelld lína táknar svæði þar sem plötur hvorki eyöast né myndast (yfirleitt víxlgengi).
Örvarnar sýna hreyfingarstefnu platnanna.
Hvað veldur því að plöturnar
skríða frá hryggjunum og niður
í rennurnar? Enn sem komið er
vita menn svarið ekki með
vissu, en ég get nefnt nokkrar
tilgátur. Elst, og sú sem lengst
af hefur verið vinsælust, er
tilgátan um vellistrauma. Velli-
straumar eru vel þekkt fyrir-
bæri. Þegar vatnspottur er
hitaður neðan frá, þenst heiti
hluti vatnsins út, léttist við það
og leitar upp að yfirborði. Þar
kólnar vatnið, þyngist og sígur
niður aftur. Sama er talið
gerast í möttli jarðar. Þar er
hitagjafinn geislavirk efni sem
h’ta bergið í kring. Heitt og létt
möttulefnið leitar þá upp að
yfirborði jarðar við hryggina,
og kólnar þar að hluta sem
plötur, en hinn hluti þess renn-
ur undir plöturnar og dregur
þær með sér ofan í rennurnar.
Samkvæmt þessari hugmynd
eru plöturnar aðeins storkið
yfirborð möttulsins.
Önnur hugmynd er sú, að
plöturnar renni undan eigin
þunga ofan í rennurnar. Þá er
gjarnan gert ráð fyrir því, að
neðra borði þeirra halli nokkuð
frá hryggjunum að rennunum,
og þær renni því niður hálf-
gerða brekku. Samkvæmt þess-
ari tilgátu eru vellistraumar í
möttli afleiðing af hreyfingum
platnanna, en ekki öfugt.
Loks er það svo hugmyndin
um möttulstróka. Um 20 strók-
ar af heitu möttulefni eru taldir
rísa frá ytri kjarna jarðar, sem
er á 2900 km dýpi, upp að
yfirborði jarðar. Strókarnir eru
Myndin sýnir hvernig gamla meginlandið, sem til var áöur en plötuhreyfingarnar hófust fyrir 225 milljónum ára, brotnar upp í núverandi
meginlönd. Myndin sýnir afstööuna fyrir 225 milljónum ára, miðmyndin fyrir 135 milljónum ára, og myndin til hægri meginlöndin í dag.
héldu sumir því fram, að jarð-
fræðin gæti vart talist til vís-
inda meðan „villtar" kenningar
af þessu tæi léku lausum hala.
Allt um það, Wegener og fylg-
ismenn hans voru í algerum
minnihluta á ráðstefnunni, og
því fór sem fór.
Landrek var síðan lítið rætt
fram á 7. áratuginn, en í byrjun
hans setti bandarískur jarð-
fræðingur, Harry Hess, fram
nýja útgáfu af landreki:
botnskrið. Þessi kenning er
verulega frábrugðin gömlu
landrekskenningunni. Hér er
gert ráð fyrir að á úthafs-
hryggjunum fari fram nýmynd-
un skorpu, þegar heit kvika
treðst þar upp og storknar.
Síðan berist skorpan í burtu frá
hryggjunum og sígi loks ofan í
úthafsrennurnar. En í kenningu
Wegeners var hugmyndin sú, að
meginlöndin „sigldu" gegnum
hafsbotninn, líkt og ísjakar á
vatni. Þessi hugmynd Hess þró-
aðist svo á nokkrum árum yfir í
plötukenninguna.
PLÖTUKENNINGIN
Það er enginn einn maður
höfundur plötukenningarinnar,
heldur varð hún til í nokkrum
vísindagreinum á árunum 1967
til 68. Síðan hefur mjög litlu
verið við kenninguna bætt,
heldur hafa jarðfræðingar ein-
beitt sér að því að „fínpússa"
kenninguna, og að túlka jarð-
fræði einstakra land- og haf-
svæða í ljósi hennar.
Megin atriði kenningarinnar
eru þessi:' Ysti hluti jarðar
skiptist í aðgreindar plötur,
sem eru misþykkar en að með-
altali um 100 km. Aðalplöturnar
eru 6: Ameríkuplatan, Evrasíu-
platan, Afríkuplatan, Ind-
landsplatan, Antarktíkuplatan
og Kyrrahafsplatan. Þessar
stóru plötur taka yfir um 85%
af yfirborði jarðar, en afgang-
urinn, 15%, samanstendur af
um 16 smærri plötum. Plötu:
mótin eru þrenns konar. í
fyrsta lagi eru úthafshryggirnir
— risavaxnir fjallgarðar á hafs-
botni — en þar færast plöturn-
ar í sundur. I öðru lagi eru
úthafsrennurnar, dýpstu hlutar
hafsbotnsins, þar sem plöturnar
skríða eða kýtast saman. Og
loks eru það svo kölluð víxl-
gengi, sem eru sprungUr (mis-
gengi) þar sem plöturnar hreyf-
ast samsíða en í gagnstæða átt.
Við úthafshryggina kemur upp
aðeins nokkur hundruð km í
þvermál, og koma fram á yfir-
borðinu sem svo kallaðir heitir
reitir. Strókarnir eiga að knýja
plöturnar áfram, en nákvæm-
lega með hvaða hætti þeir gera
það er ekki vitað. Heitir reitir
eru hins vegar staðreynd, enda
ekki annað en óvenju eldvirk
svæði — svæði eins og Island.
ÍSLAND
Samkvæmt hugmyndinni um
möttulstróka er einn slíkur
undir íslandi, og er orsök eld-
virkninnar hér á landi. Heitt
möttulefnið kemur upp undir
landinu, og nær annað slagið að
brjóta sér leið alveg upp á
yfirborð sem eldgos. Hugmynd-
in um möttulstróka er að vísu
ekki staðfest, en margir telja
hana skýra best eldvirk svæði