Morgunblaðið - 09.05.1981, Side 26

Morgunblaðið - 09.05.1981, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 Verðhækkanir og verðbætur á laun: ,Fals og feluleik- ur stjórnvalda“ — sagði Lárus Jónsso* 1 2 3 4 l>ctíar Verðlajísráð kom saman fyrir skommu hofðu fundir ckki verið haldnir frá því í byrjun marzmánaðar sl. ok safnast sam- an um 10 verðha-kkunarbeiðnir. Verðlajjsráð hefur nú aÍKreitt frá sér allnokkrar þessara beiðna. sem vafi leikur á hvort ríkis- stjórnin hyKKst dratta ákvörðun um þa‘r fram yfir vísitöluútreikn- in>{ nú um þessi mánaðamót, þann veg að ekki komi inn i verðha'tur á laun 1. júní nk. ou verði óha'tt launafólki ok lífeyris- þeKum fram til 1. septemher nk.. sagði Lárus Jónsson (S) í um- ræðu utan dattskrár á Alþingi í KdT. Beindi hann spurninttu þar um til viðskiptaráðherra. Svör hans ok félaKsmálaráðherra um þetta efni fólu ekki í sér íullyrð- intru um. að þessar verðhækkanir kæmu inn í verðbótavísitölu nú. enda hefði ríkisstjórnin hvorki tekið afstoðu til hvort eða að hve miklu leyti hækkunartillöttur Verðlatísráðs yrðu samþykktar. Spurnintíar Lárusar Jónssonar Hverjar eru þær hækkanir, sem Verðlagsráð hefur samþykkt? Ætlar ríkisstjórnin að samþykkja þessar verðhækkanir? Hvenær verða þessi mál afgreidd frá ríkis- stjórninni? Koma þessar hækkan- ir inn í framfærsluvísitölu, sem reikna átti út 1. maí, og þá verðbótavísitölu, sem kemur til framkvæmda 1. júní, eða mælast þær fyrst 1. september í haust? Hver vóru samráð við fulltrúa launafólks vegna framkvæmda á útreikning verðbótavísitölu? Þá spurði Lárus: Hvenær verða sett þau ársfjórðungslegu mörk 1981 á heildarhækkun verðlags sem ríkisstjórnin hefur boðað? Liðið er á annan ársfjórðung og þess er að vænta að ráðherrar setji sér mörk fyrirfram en ekki eftir á. Þá spurði hann um framkvæmd “aðhaldslaganna": Er verðlagning einhverra vörutegunda frjáls? Er ekki ljóst að um algjöra verðstöðv- un að lögum er að ræða? Verða heildarhækkanir á vöru og þjón- ustu að vera innan ramma póli- tísks markmiðs um verðlagsmörk án tillits til afkomu vel rekinna fyrirtækja? Eru verðhækkanir innfluttra vara óháðar verðlags- eftirliti að öðru leyti en að því er’ varðar álagningu dreifingaraðila? Er 5-15% reglan í gildi sem verklagsregla hjá Verðlagsyfir- völdum? Stangast hún á við að- haldslögin? Þá spurði Lárus viðskiptaráð- herra, hver yrði sennileg verð- bótavísitala 1. júní nk. að dómi Hagstofu. Ennfremur hvort ráð- herra hefði kynnt sér verðbólgu- spá Þjóðhagsstofnunar á árinu — 45—50%, ef frekari aðgerðir komi ekki til. Hver er skoðun ráðherra á þeirri spá, sem er nánast sú sama og í fyrra? Hvaða ráðstafanir koma til greina til að ná verðbólgu niður í 40%,, eins og ríkisstjórnin segist stefna að? Svór Tómasar Árnasonar Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði hækkunarsamþykktir Verðlagsráðs vera þessar: 1) Miða- verð kvikmyndahúsa úr kr. 17,50 í kr. 19,00 eða 8,57%. 2) Verð benzíns úr kr. 5,95 pr. lítra í kr. 6,85 eða 15,1%. 3) Farm- og farþegagjöld Flugleiða um 12%. 4) Brauð um 4,5-7,l%, sigtibrauð þó um 15.5% . 5) Skipafélög 12%. 6) Vöruflutningar á landi 14%. 7) Vinnuvélar 19%,. 8) Sérleyfishafar 20%,. 9) Sement, steypa, sandur, möl 18%,. 10) Fiskbollur og búð- ingur 8%. 11) Saltfiskur í neyt- endaumbúðum 18%. Ráðherra sagði benzínið vega þyngst, hvað vísitölu viðkæmi, í framangreindum hækkunum, sem ríkisstjórnin hefði enn ekki tekið afstöðu til, og því iægi ekki ljóst fyrir, hvort þær kæmu inn í vísitöluútreikning nú. Um það atriði gæti hann ekkert staðhæft. Samykktar gjaldskrárhækkanir, um 8%, komi hinsvegar allar í vísitöluútreikninginn. Samráð sé ekki haft við laun- þegasamtök um verðbótavísitölu, þar um gildi ákveðnar reglur, sem Kauplagsnefnd fari eftir. Ráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki ákveðið verðlagsmörk fyrir næstu 3 mánuði, en það verði gert fljótlega. Hinsvegar hafi tal- an 8% legið í loftinu en það fari þó eftir því, hver framfærsluvísitalan verður 1. júní. Hagstofan telur hana líklega á bilinu 8 til 8,5%. Verðlag vöru og þjónustu er frjálst, sagði ráðherra, innan þeirra marka, sem ríkisstjórnin ákveður. Hér ríkir verðlagsaðhald, ekki alger verðstöðvun. Það getur þurft að leyfa hækkanir umfram ákveðin verðlagsmörk, á sementi svo dæmi sé tekið. I sumum tilfellum verður óhjákvæmilegt að fara yfir mörkin. Það verður og að haga verðlagspólitíkinni þann veg, að útkoma vel rekinna fyrirtækja verði með eðlilegum hætti. Fylgst verður með þróun inn- flutts verðlags og álagningar, sagði ráðherra. Hann sagði að styrking Bandaríkjadals, eftir for- setaskiptin þar, kæmi okkur til góða. Við seldum framleiðslu okkar mestpart í dölum en keypt- um hinsvegar töluvert inn í Evr- ópugjaldeyri, sem ætti að geta leitt til einhverrar verðlækkunar. Hvatinn til að kaupa ódýrt inn verður og efldur með breyttum verðlagsákvæðum. Ég tel eðlilegt og nauðsynlegt, sagði verðlagsráðherra, að 5-15% reglan, sem um var spurt, gildi áfram, en ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun þar um. Býður upp á íírunsemdir Lárus Jónsson (S) sagði ekki óeðlilegt að verðbætur á laun kæmu inn í samræmdar aðgerðir til að draga úr víxlhækkunum verðlags og launa. Málið horfði hinsvegar allt öðru vísi við þegar stjórnvöld væru einhliða og vísvit- andi að fresta, hvað snertir hrein formsatriði, þegar orðnum verð- hækkunum í þjóðarbúskapnum, nokkra daga eða takmarkaðan tíma, til þess eins að komast hjá umsömdum verðbótum á laun næsta vísitölutímabil, eða til 1. september nk. Svör viðskiptaráð- herra byðu upp á-grunsemdir þar um. Lárus spurði Svavar Gests- son, félagsmálaráðherra, hvort Alþýðubandalagið væri sátt við slíka launastefnu, sem fælist í falsi og feluleik? Eru þetta heið- arleg vinnubrögð? Vísitölukerfið meingallað Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagðist vilja minna Lárus Jónsson á það að engin vísitala hefði gilt hér á árunum 1959— 1964 (þá var heldur engin verð- bólga, kallaði Lárus fram í). Ennfremur að verðstöðvun hafi verið sett á 1970 af stjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt að- ild að. Svo stutt væri síðan að Verðlagsnefnd hefði samþykkt umræddar hækkanir að þess væri alls ekki vænta að ríkisstjórnin gæti þegar hafa tekið ákvörðun þar um. Þá áréttaði Tómas þá skoðun sína að núverandi vísitölu- kerfi væri meingallað og mætti gjarnan fá nokkra lagfæringu. Stórbætt vísitölukerfi Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, sagði að stefnt hefði í 70—80% verðbólgu 1981, ef ríkis- stjórnin hefði ekki gripið til efna- hagsaðgerða um áramót og 1. marz sl. Þá hefði verið fórnað 7% verðbóta á laun en launþegar fengið í staðinn stórbætt vísitölu- kerfi. Þetta væri viðurkennt af öllum nema hörðustu öfga- mönnum Geirsklíkunnar og mál- gagni hennar, Morgunblaðinu. Svavar tók undir með Tómasi að svo stutt væri síðan Verðlags- nefnd hefði ákveðið umræddar hækkanir að ekki væri óeðlilegt að ríkisstjórnin hefði þau mál enn í umfjöllun. Ekki væri enn tekin afstaða til hvaða hækkanir kæmu til framkvæmda né hvenær. Ég mótmæli öllum fullyrðingum um vísitölufals og feluleik, sagði ráð- herrann. Ilvar er stefna- Framsóknarflokksins? Kjartan Jóhannsson (A) sagði ráðherra kokhrausta í þessari umræðu. Það væri einkar athygl- isvert, eftir 7% kaupskerðingu, sem Alþýðubandalagið hefði stað- ið að 1. marz sl., að sjá hvern veg það ætlaði nú að halda þeirri skerðingu áfram, með því að fara með verðhækkanir framhjá vísi- töluútreikningi næsta vísitölu- tímabils. Þá væri og athyglisvert að í betri ytri skilyrðum 1981, hvað gengisþróun og sölusamn- inga á saltfiski og skreið áhræri, sem svari um 7,5% hærra verði framleiðslu okkar, tali Alþýðu- bandalagsráðherrar um það sem afrek að halda sama kaupmætti 1981 og 1980. Og er það bætt vísitala sem kemur fram í því að bætt viðskiptakjör út á við koma nú launafólki ekki til góða (öfugt við það sem gilti þegar viðskipta- kjör fóru rýrnandi)? Samkvæmt stefnu Framsóknar- flokksins átti vísitala að nást niður í 18% 1981. Ríkisstjórnin tók við 42% verðbólgustigi. Hún hélt þannig á málum að stefndi í 70—80% verðbólgu 1981, að henn- ar eigin sögn, án áramótaaðgerða og kaupskerðingar 1. marz. Hún talar um það sem afrek ef takist að skila þjóðarbúinu í árslok 1981 á nokkurnveginn sama verðbólgu- stigi og hún tók við. Þjóðhags- stofnun telji hinsvegar stefna í allt að 50% verðbólguvöxt, án nýrra efnahagsráðstafana, og viðskiptaráðherra hafi ekki séð ástæðu til að draga þá spá í efa, þvert á móti áréttað þá skoðun framsóknarmanna að nýjar að- gerðir þurfi að koma til síðar á árinu, ef 40% markmiðið eigi að nást. Já, það er ástæða til að auglýsa eftir niðurtalningarstefnu Framsóknarflokksins. Kjartan sagði að viðskiparáðherra hefði sjö sinnum í tiltölulega stuttri ræðu sagt að ríkisstjórnin hefði ekki tekið afstöðu í málinu. Aðrir hefðu ekki lýst þessari ríkisstjórn betur. Umræðunni lauk ekki. Sex þingsályktanir: Umferð herskipji og herflugvéla við Island Tankur til veiðarfæratilrauna Sameinað Alþingi samþykkti sl. fimmtudag sex þingsályktanir, sem sendar verða ríkisstjórn til fyrirgrciðslu: 1) HERSKIP OG HERFLUG- VÉLAR. Samþykkt var tillaga frá Benedikt Gröndal (A) um að tak- marka aðgang erlendra herskipa og herflugvéla að 12 mílna landhelgi íslands. Skal ríkisstjórnin undirbúa nýja reglugerð um þetta efni og takmarka framangreindan aðgang sem framast verður unnt. Reglu- gerðin skal vera í samræmi við væntanlegan hafréttarsáttmála og gefin út sem fyrst eftir að hann hefur verið undirritaður. í greinar- gerð var m.a. bent það slys er eldur kom upp í sovézkum kjarnorkukaf- bát skammt frá Okinawa í Japan. 2) TILRAUNATANKUR TIL VEIÐARFÆRATILRAUNA. Sam- þykkt var tillaga frá Pétri Sigurðs- syni (S) o.fl. um könnun á gildi þess að koma hér upp tanki til veiðar- færatilrauna, en slíkar tilraunir hafa sannað hagnýtt gildi sitt með öðrum fiskveiðiþjóðum. 3) LAUNASJÓÐUR RITHÖF- UNDA. Tillaga Halldórs Blöndal (S) o.fl. um launasjóð rithöfunda, þ.e. endurskoðun á gildandi lögum þar um, var og samþykkt í gær. Tillagan felur ekki í sér ákveðnar breytingar en nokkrar hugmyndir þar að lútandi eru viðraðar í greinargerð. 4) ÚRBÆTUR í GEÐHEIL- BRIGÐISMÁLUM. Þá var sam- þykkt þingsályktun, þessefnis, að taka nú þegar til gagngerrar endur- skoðunar öll geðheilbrigðismál hér á landi. í því skyni skipi heilbrigð- ismálaráðherra nefnd og skulu að- standendur geðsjúkra eiga fulla aðild að nefndinni. Nefndin skal gera áætlanir um skipulagningu og úrbætur í þessum málum og skila áliti fyrir árslok 1981. 5) OPINBER STEFNA í ÁFENGISMÁLUM. Samþykkt var þingsályktun frá þingmönnum Al- þýðuflokks um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum. Skal ríkis- stjórnin undirbúa tillögur þar að lútandi með nokkur meginmarkmið í huga, sem tilgreind eru, varðandi fræðslu og hömlun gegn notkun áfengis. 6) MERKINGARSKYLDA/ RÍKISFRAMKVÆMDIR. Loks var samþykkt tillaga frá Skúla Alex- anderssyni (Abl) o.fl. um að við allar nýbyggingar og meiri háttar framkvæmdir á vegum ríkisins verði við upphaf framkvæmda sett upp skilti sem á verði skráðar upplýsingar um framkvæmdina. Sinfóníuhljómsveit sjálfstæð stofnun: 12% rekstrarkostnað- ar af tónleikahaldi Nýlcga var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um Sinfóniu- hljómsveit íslands, sem felur það i sér að hljómsveitin verði sjálfstan) stofnun með sérstakan fjárhag er lúti sérstakri stjórn cn heyri undir menntamálaráðuneyti. Sam- kvæmt frumvarpinu skal rekstr- arkostnaður sveitarinnar skiptast sem hér segir: ríkissjóður 56%, Ríkisútvarpið 25%, horgarsjóður Reykjavíkur 18% og bæjarsjóður Seltjarnarness 1%. Fleiri svcitar- félög geta orðið aðilar að rckstrin- um en stefnt er að því að sveitin afli sérstakra tekna af tónleika- haldi er svari 12% af útgjöldum hennar. Stjórn sveitarinnar skal skipuð 5 mönnum: 1 frá Reykjavíkurborg, 1 frá starfsmannafélagi hljómsveit- arinnar, 1 frá fjármálaráðuneyti, 1 frá Ríkisútvarpi og stjórnarfor- manni tilnefndum af menntamála- ráðuneyti. Stjórnin ræður fram- kvæmdastjóra til 4 ára, hljómsveit- arstjóra og hljóðfæraleikara, að fegnum tillögum framkvæmda- stjóra, „í minnst 65 stöðugildi", eins og segir í 6. grein frumvarps- ins. Við verkefnaval skal stjórnin njóta aðstoðar 7 manna verkefna- valsnefndar: 1 frá Tónskáldafélagi Islands, 1 frá Ríkisútvarpi, 1 frá hljómsveitarmönnum, 1 frá Reykjavíkurborg. Ráðinn hljóm- sveitarstjóri og konsertmeistari skulu einnig skipa nefndina en formaður tilnefndur af mennta- málaráðuneyti Stjórnin skal senda starfs— og fjárhagsáætlun fyrir fjárveitingar- aðila með nægum fyrirvara vegna fjárlagagerðar hverju sinni og gert er ráð fyrir að ríkisbókhald annist bókhald, eftir nánari samningum þar um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.