Morgunblaðið - 09.05.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ1981
27
Umræðufundur um eðlis-
fræði og atvinnulíf
EÐLISFRÆÐIFÉLAG íslands
heldur almcnnan umra>ðufund
um eðlisfræði og atvinnulíf
laugardaRÍnn 9. maí næstkom-
andi í stofu 158 í húsi verk-
fræði- ok raunvísindadeildar
við Iljarðarhaga og hefst fund-
urinn klukkan 13.
Framsögumenn og viðfangs-
efni verða sem hér segir: Dr.
Axel Björnsson, jarðeðlisfræð-
ingur, Orkustofnun: Eðlisfræði
við jarðhitaleit. Eysteinn Pét-
ursson, eðlisfræðingur, Isótópa-
stofu Landspítalans: Eðlisfræði
á Landspítalanum. Hólmgeir
Björnsson, agronom, Rann-
sóknastofnun landhúnaðarins:
Vinnsla sólarorku í landbúnaði.
Dr. Rögnvaldur Ólafsson, eðlis-
fræðingur, Raunvísindastofnun
Háskólans: Hagnýtar rannsókn-
ir við eðlisfræðistofu. Dr. Sigfús
Björnsson, eðlisfræðingur, verk-
fræði- og raunvísindadeild, raf-
magnsverkfræðiskor: Nokkur
athyglisverð atriði í eðlisfræði
nethimnunnar.
í minningu Sands
EFNT verður til fundar í dag
klukkan 16.30 við brezka sendi-
ráðið til minningar um Bobhy
Sands og til stuðnings frelsisbar-
áttu íra.
Dagskrá fundarins verður:
Ræða: Árni Bergmann. Keltarnir
spila og syngja. Jónas Árnason
syngur írsk baráttulög. Fundar-
stjóri verður Ólafur Gíslason.
Á fundinum verður borin upp
Firmakeppni
Fáks í dag
MARGIR helstu ga*ðingar Reykvík-
inga taka þátt í firmakeppni Fáks.
sem hefst kl. 14 í dag á svæði Fáks á
ViðivöIIum. Alls taka um 250 fyrir-
tæki þátt í kcppninni. Aðgangur er
ókeypis.
Keppt er í þremur flokkum, ungl-
ingaflokki, kvennaflokki og karla-
flokki. Allir Fáksfélagar eru hvattir
til að gefa kost á sér til keppninnar
og eru knapar beðnir að koma kl. 13
með hrossin. Lúðrasveit Kópavogs,
undir stjórn Björns Guðjónssonar,
leikur.
Siglingafélagið
Ýmir 10 ára:
Afmælismót
um helgina
Um hclgina verður 10 ára afmæl-
ismót Siglingafélagsins Ýmis.
Keppt verður í' Skerjafirði og á
Fossvogi laugardag og sunnudag
og hefst keppnin kl. 10 árdegis
báða keppnisdagana. Á laugardeg-
inum verður képpt i kænuflokki en
kjölbátar munu reyna með sér á
sunnudeginum.
Siglingafélagið Ýmir varð 10 ára
4. mars á þessu ári. I félaginu hafa
jafnan verið fremstu siglingagarpar
landsins og er full ástæða til að
hvetja fólk til að fylgjast með
keppendunum, sem eru þekktir fyrir
allt annað en að slaka á í spennandi
keppi.
yfirlýsing, sem ætluð er bresku
stjórninni og stuðningsnefndum
pólitísku fanganna á N-írlandi.
I yfirlýsingunni segir m.a.:
„Bresk heimsvaldastefna hefur
enn einu sinni höggvið skarð í raðir
írskra frelsisvina. Þingmaðurinn
Bobby Sands er dáinn eftir langt
hungurverkfall, til stuðnings kröf-
unni um að pólitískir fangar á
N-írlandi njóti þeirra réttinda sem
þeim ber, samkvæmt alþjóðlegum
samþykktum."
Þá er þess krafist í yfirlýsing-
unni að ýmsar kröfur fanganna
verði uppfylltar og þeir fái „öll þau
réttindi sem þeim ber, samkvæmt
alþjóðlegum samþykktum". Þá er
þess ennfremur krafist að breski
herinn fari á brott frá N-írlandi.
Stúdentaráð Háskóla íslands
samþykkti á fundi sínum 6. maí sl.
ályktun, sem er samhljóða yfirlýs-
ingu þeirri, sem borin verður upp á
fundinum í dag.
Færeyskt kaffi
í sjómanna-
heimilinu
í DAG verður kaffisala á vegum
Fær. Sjómannskvinnuhringsins í
fa-reyska sjómannaheimilinu við
Skúlagötu. Það hefur nú verið
opnað og verður opið fram um 20.
júni.
Kaffisalan stendur yfir frá kl.
15—22.30. Ágóðinn fer til bygg-
ingarsjóðs hins nýja færeyska
sjómannaheimilis við Skipholt,
sem verið hefur í smíðum um
árabil og fjármagnað hefur verið
með ágóða af slíkum kaffi-
söludögum m.a. og bílhappdrætti.
Forstöðumaður heimilisins, Jo-
hann Olsen og kona hans komu
fyrir nokkrum dögum til bæjarins.
Hann kvað það verða aðalverkefni
sitt nú að ýta áfram byggingaf-
framkvæmdum við sjómanna-
heimilið og vinna við sölu happ-
drættismiðanna í bílhappdrætt-
inu, en bíllinn er kominn á „sölu-
pall“ við Bankastræti og miðasala
hafin.
Börnum veitt viðurkenning á stórstúkuþingi úr sjóði Steindórs Björnssonar.
Unglingareglan 95 ára
Ilinn 9. mái verður Unglinga-
reglan 95 ára. Það var sem sagt á
þessum degi. sem Björn Pálsson
stofnaði fyrstu barnastúkuna.
/Eskuna nr. 1. Björns naut ekki
lengi við. En maður kemur í
manns stað og sannaöist það um
/Eskuna. Þar hafa margir þekkt-
ir menn komið við sögu. Nægir að
nefna brautryðjendur eins og
Gest Pálsson og Borgþór Jóseps-
son. Núverandi aðalgæslumaður
/Eskunnar er Lilja Ilarðardóttir.
Skömmu eftir stofnun Æskunn-
ar í Reykjavík voru stofnaðar
barnastúkur í Hafnarfirði og á
Akureyri. Síðan breiddist þessi
hreyfing út um landið og um tíma
var barnastúka í svo til hverju
byggðarlagi. í barnastúku læra
börn fundarstjórn, framsögn og
dans. Þar eru á boðstólum leik-
þættir, söngur og ferðalög. Sam-
nefnt blað, Æskan, hefur verið
gefið út af Stórstúkunni í 82 ár.
Ritstjóri þess er Grímur Engil-
berts. Æskan er útbreiddasta
barnablað á Norðurlöndum og nýt-
ur hvarvetna virðingar fyrir vand-
að efni. 1963 hóf Unglingareglan
útgáfu ársritsins Vorblómsins. Það
hefur æ síðan komið út. Núverandi
ritstjóri þess er Ólafur Hjartar.
samvinnu við umdæmisstúkurnar,
en vormótin njóta sívaxandi vin-
sælda. I tilefni af afmælinu hefur
Stórstúkan ákveðið að efna til
happdrættis til eflingar barna-
starfi hjá bindindishreyfingunni.
Er ekki að efa að margir munu
vilja styðja þá viðleitni, því Ungl-
ingareglan hefur fyrir löngu notið
viðurkenningar sem „einn merki-
legasti félagsmálaskóli sem völ er á
í landinu", svo vitnað sé í orð
Hannesar J. Magnússonar skóla-
stjóra.
Ég vil að endingu óska barna-
stúkunni Æskúnni og Unglinga-
reglunni hjartanlega til hamingju
með afmælið og vona að þær eigi
bjarta framtíð í vændum.
Ililmar Jónsson. stórtemplar.
Himbrimi Ljósm. Crétar Eiriksson
Meðal 55 tegunda fugla. er sáust í fuglaskoðunarferð FÍ á Reykjanesi
síðastliðið vor var himbrimi. Hann er brúsaættar eins og lómurinn og
verpir hvergi utan Ameríku nema á íslandi.
Fuglaskoðunarferð um
Miðnes og Hafnarberg
Unglingareglan nefnist samtök
barnastúkna. Yfirmaður þeirra
heitir Stórgæslumaður. Fyrsti
stórgæslumaður Unglingareglunn-
ar var Friðbjörn Steinsson á Akur-
eyri. Þeri sem lengst hafa gegnt því
starfi eru: Jón Árnason í 14 ár,
Hilmar Jónsson í 10 ár og Sigurður
Gunnarsson í 9 ár. Núverandi
stórgæslumaður er Kristinn Vil-
hjálmsson, Reykjavík. Kristinn
hefur nú verið ráðinn erindreki
Unglingareglu og Stórstúku. Er
lítill vafi á að það mun efla starf
Unglingareglunnar verulega. Á
seinni árum hefur verið fitjað upp
á nýmælum, sem fest hafa í sessi.
Hefi ég þá í huga vormótin á
Norður- og Suðurlandi sem Ungl-
ingareglan hefur staðið fyrir í
SUNNUDAGINN 10. maí verður
farin árleg fuglaskoðunarferð
Ferðafélags íslands um Miðnes
og Hafnarberg, en þær hafa verið
farnar allt frá árinu 1967.
Farið verður frá Umferðar-
miðstöðinni að austanverðu kl. 10
árdegis. Verður fyrst ekið út á
Álftanes og skyggnst eftir mar-
gæs, en hún á að vera hér nú, á
leið sinni til varpstöðvanna, sem
eru á Grænlandi. Síðan verður
ekið að Hraunsvíkinni, rétt austan
við Grindavík, og hugað að fuglum
þar. Þá verður haldið á Hafnar-
berg, sem er aðgengilegasta fugla-
bjarg fyrir íbúa höfuðborgar-
svæðisins. í bjarginu má sjá allan
íslenzkan bjargfugl, nema haf-
tyrðilinn. Á bjarginu verður dval-
ið í um það bil 2 tíma. Síðan er
ferðinni heitið til Hafna og Sand-
gerðis, en á báðum þessum stöðum
er mikið fuglalif. Á heinrrleið
verður komið við á Reykjanesvita
og gengið á Valahnjúk, ef tími
vinnst til, en þar gefst mönnum
kost á að sjá silfurmáf, sennilega
á hreiðri. Áætlaður komutími til
Reykjavíkur er kl. 19.00.
Leiðsögumaður í þessari ferð
verður Erling Ólafsson, líffræð-
ingur, en honum til aðstoðar verða
Grétar Eiríksson og fleiri áhuga-
menn um íslenzka fugla. Fólki
skal bent á, að æskilegt er að hafa
sjónauka meðferðis og þeir sem
eiga Fuglabók AB ættu að taka
hana með í ferðina.
Opið bréfkorn
Góði vinur, Stefán Jónsson, al-
þingismaður!
Ekki var seinna vænna, að
Þjóðviljinn birti af þér landsföð-
urlega glansmynd, enda ærið til-
efni, þar sem þú hristir nú af þér
slenið og leggur lóð á metaskálina
— reglur — lög — forsjá — höft,
fríð fylking, sem trúbræðrum
okkar er ákaflega hjartfólgin.
Annar helmingur þjóðarinnar,
er senn að verða einn allsherjar
vandræðasmiður og grátkór, sem
telur sig víst borinn til þess fyrst
og fremst að bjarga hinum helm-
ingnum. Ekki verður séð hvar
þessi ósköp enda. Manni er sagt að
horfa vel í kringum sig, þegar
farið er yfir götu, en hver á þá að
huga að fótmálinu.
Þú virðist fylla þann flokkinn,
sem rennir niður með góðri lyst
bílbeltalapinu, sem búið er að
matreiða fyrir okkur af mikilli
kúnst. Rökin hefur að vísu skort,
því tæpast er marktæk sú fullyrð-
ing, að fleiri hafi slasast án
bílbelta en í þeim, vegna þess, að
þótt þau séu mikil dauðagildra, er
til ofmikils ætlast að jafn margir
slasist í þeim sem án þeirra, þar
sem aðeins ca. 10% þjóðarinnar
ekur í beltum. Væri ekki viðkunn-
anlegra, áður en lengra er haldið
útí vitleysuna, að hætta þessum
margtuggna áróðri og gera heldur
úttekt á hve oft bílbelti hafa
bjargað, og hve oft bílbeltaleysi
hefur beinlínis bjargað mannslíf-
um.
Ef að líkum lætur, láta áróð-
urspostular það ógert sem fyrr.
Ekki þarf að tíunda fyrir þér, hve
margir hafa bjargast úr bílum,
Guðmundur Jakobsson
sem oltið hafa niður fjallshlíðar,
endað í rúst í fjörunni, en fólkið
komist út vegna þess að það var
laust. Þú og þið allir, vitið þetta
sjálfsagt mikið betur en ég, en ég
veit þessa mörg dæmi. Þið kjósið
samt að gleyma þessu og hikið
ekki við að dæma slíka til dauða,
til þess að geta verið meðlimir í
grátkórnum og forsjárfylking-
unni.
Þú segir auðvitað, að fólk hafi
einnig kastast útúr bílum og
hlotið af meiðsli eða dauða, rétt er
það, en þú gleymir kannske að
geta þess, að bíllinn var í klessu.
Eftir því eru allar fullyrðingarnar
og málflutningurinn.
Hefur þú hugleitt þetta alit í
alvöru? Hefur þú hugleitt muninn
á þvi að benda fólki á leiðir til
bóta og því að dæma það með
lögum til dauða ef svo vill
verkast? Hefur þú hugleitt, hver
áhrif það kann að hafa á fólk að
.vera reyrt fast gegn vilja sínum?
Hefur þú gert þér ljóst, hið falska
öryggi sem beltin veita? Hefur þú
tekið eftir því, að þeir sem aka í
beltum, haga sér gjarnan eins og
þeir eigi heiminn? Þeir þurfa
ekkert að óttast, þeir eru í beltum.
Mér dettur ekki í hug að full-
yrða að „hengingarpostularnir"
hafi ekki ýmislegt til síns máls, og
hef ekkert við því að segja þótt
þeir reki sinn áróður, fyrir sinni
trú, en að opinberir aðilar taki
þetta trúboð á sína arma, sem
eitthvert allsherjar evangelíum,
tel ég ekki sæmandi.
Þú segir þetta ekki einkamál, ég
leyfi mér að líta svo á að þá sé
ekkert einkamál til og ef til vill er
það slík allsherjar forsjá sem að
er stefnt. Maður trúir því vart, að
þið landsfeður séuð svo heillum
horfnir og skjálgeygir, að þvinga
því uppá landslýðinn, sem hann
hefur ekki tileinkað sér í ríkara
mæli en raun ber vitni, þrátt fyrir
einhliða skefjalausan áróður, og
staðlausar fullyrðingar, árum
saman.
Með bestu kveðju.
Guðmundur Jakobsson