Morgunblaðið - 09.05.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 09.05.1981, Síða 31
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 3 1 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Síðasta sýning á La Bohéme í hili í kvöld verður síðasta sýningin á óperu Puccinis, La Bohéme, að sinni, en aítur verða nokkrar sýningar i júní með breyttri hlutverkaskinan eftir að Sinfón- íuhljómsveit lslands kemur heim úr hljómieikaför um Þýskaiand og Austurriki. Aðsóknin á La Bohéme hefur verið mjög góð og uppselt á flestar sýningarnar. I einsöngshlutverk- um eru Garðar Cortes, Ólöf K. Harðardóttir, Halldór Vilhelms- son, Ingveldur Hjaltested, John Speight, Eiður Gunnarsson, Krist- inn Hallsson og Guðmundur Jónsson. Það er Jean Pierre Jacquillat sem stjórnar Sinfóníu- leikinn og Áskell Másson samdi tónlistina. Oliver Twist í 30. og síðasta sinn Barna- og fjölskylduleikritið Oliver Twist eftir Charles Dick- ens, í leikgerð Árna Ibsens, verður sýnt í 30. skiptið kl. 15.00 á morgun og er það jafnframt síð- asta sýning verksins. Sýningin verður ekki á fjölunum í haust. Á fjórða tug leikenda eru í sýningunni og eru veigamestu hlutverkin í höndum Barkar Hrafnssonar, Sigurðar Sverris Stephensen, * Baldvins Halldórs- sonar, Flosa Ólafssonar, Bryndís- ar Pétursdóttur, Þórunnar Úr La Bohéme. hljómsveitinni. Leikstjóri er Sveinn Einarsson og Þuríður Páls- dóttir er aðstoðarleikstjóri. Leik- myndin er eftir Steinþór Sigurðs- son. Fáar sýningar eft- ir á Sölumanninum Annað kvöld ' verður sýning á leikriti Arthur Millers, Sölumaður deyr, og er fólki bent á, að nú eru aðeins fáar sýningar eftir á verkinu. Með aðalhlutverkin fara Gunnar Eyjólfsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Hákon Waage, Andri Örn Clausen, Róbert Arn- finnsson, Bryndís Pétursdóttir, Árni Tryggvason og Randver Þorláksson. Leikstjóri er Þórhall- ur Sigurðsson og leikmyndin er eftir Sigurjón Jóhannsson. Dr. Jónas Kristjánsson hefur þýtt Magneu Magnúsdóttur, Erlings Gíslasonar, Ævars R. Kvaran, Vals Gíslasonar, Jóns S. Gunn- arssonar, Jóhönnu Norðfjörð, Þór- unnar Sigurðardóttur og Sigurðar Skúlasonar. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir og leikmynd og bún- inga hannaði Messíana Tómas- dóttir. Gustur, saga um hest — frumsýning á næstunni Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir næstu frumsýningu Þjóðleikhússins, sem er rússnesk- ur söngleikur byggður á vinsælli smásögu eftir Tolstoj og heitir Gustur, saga um hest. Söngleikur þessi var fyrst sýndur í Leningrad árið 1975 og hefur síðan verið sýndur víða við miklar vinsældir, m.a. á Norðurlöndum, Þýskalandi og á Broadway í New York. Látbragðsleikur í Félagsstofnun stúdenta í kvöld og annað kvöld sýnir bandarískur látbragðs- leikari, Maria Lexa, lát- bragðsleik í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og hefjast sýningarnar bæði kvöldin kl. 21. Maria Lexa hefur verið á sýningaferða- lagi um Evrópu og er nú á leið heim með viðkomu hér. Enn fremur munu ung ís- lensk ljóðskáld, Elísabet Þor- geirsdóttir og Anton Helgi Jónsson, lesa úr eigin verkum bæði kvöldin og Nýja komp- aníið tekur lagið. Maria Lexa bregður á leik LEIKFÉLAG VESTMANNAEYJA Hrafn Hauksson, Jóhanna Jónsdóttir og Guðrún Kolbeinsdóttir Með „Öngstrœtið“ til höfuðborgarsvæðisins Leikfélag Vestmannaeyja hefur undanfarið sýnt leikritið „Fvrsta Öngstræti til hægri“ eftir Örn Bjarnason í Bæjar- leikhúsinu í Vestmannaeyjum, við mjög góðar undirtektir leik- húsgesta. Leikfélagið er nú komið til fastalandsins og mun sýna Öngstrætið í Kópavogsleikhús- inu í kvöld, annað kvöld og mánudagskvöld nk. og hefjast sýningarnar kl. 20.30. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving og er þetta sjöunda leikritið sem hann setur á svið fyrir félagið. Leikmynd er eftir Sigurjón Jóhannsson og lýsingu annaðist Ingvar Björns- son. Þetta er annað leikferðalag Leikfélags Vestmannaeyja á þessu ári, hið fyrra var um miðjan janúar er LV sýndi gamanleikinn „Aumingja Hanna" í Kópavogsleikhúsinu við frábærar undirtektir leik- húsgesta. Breiðholtsleikhúsið „Segðu pang!!“ í dag og á morgun sýnir Breið- holtsleikhúsið íslenska barnaleik- ritið „Segðu pang!!“ í Fellaskóla við Norðurfell og hefjast sýningarnar háða dagana ki.15. Segðu pang!! er leikrit sem fjallar um tvö börn, strák og stelpu, og greinir frá samskiptum þeirra, hug- renningum og því sem þau láta sér detta í hug sér til skemmtunar og fróðleiks. Leikendur eru tveir, Þór- unn Pálsdóttir og Þröstur Guð- bjartsson, og hafa þau fengið góða dóma fyrir leik sinn. Þórunn Pálsdóttir og Þröstur Guð- bjartsson í hlutverkum sínum í „Segðu pang!!“ sem Breiðholtsieik- húsið sýnir um þessar mundir. MYNDLIST Sýningu Einars lýkur annað kvöld Annað kvöld lýkur sýningu Einars Þorlákssonar í kjall- ara Norræna hússins. Á sýningunni eru 92 akríl- myndir sem flestar eru unnar íðustu tveimur til þremur ár- um. MYNDLIST Ensk listakona opn- ar sýningu í Djúpinu í dag kl. 15 opnar enska listakonan Catherine Anne Tirr myndlistarsýningu i Djúpinu við Hafnarstræti. Er þetta önn- ur sýning hennar hér á landi; hin fyrri var á Akureyri 1979. Catherine Anne Tirr er fædd í Leeds árið 1956. Hún hóf mynd- listarnám árið 1974—75 í Jacob Kramer School of Art í Leeds. Frá 1975—79 stundaði hún nám í listaskólum í London, m.a. í grafík.og 1979—80 stundaði hún grafíknám í Cranbrook Art Aca- demy í Detroit í Bandaríkjunum þar sem hún hlaut verðlaun fyrir námsárangur. Catherine hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, svo sem Cheníl Gallery, London, Royal Academy of Art London, St. Paul’s Gallery Leeds, Robert Kidd Gallery Detroit, svo eitt- hvað sé nefnt. Hún hefur sér- hæft sig í sáldþrykki (serigrafíu) og eru flest verk hennar á sýningunni í Djúpinu unnin með þeirri tækni. Myndir á sýning- unni spanna 4 ára tímabil. Eldri verk hennar eru tengd goðsögn- um, en sum verka hennar eru sýnilega undir áhrifum frá ferð- um hennar t.d. til Afríku. Nýj- ustu verk hennar eru heidur meira abstrakt því í þeim leggur Catherine meiri áherslu á til- finningasvið, en raunsæissvið. Sýningu Catherine Anne Tirr lýkur miðvikudaginn 20. maí. Catherine Anne Tirr við eina mynda sinna í Djúpinu við Hafnarstræti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.