Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ1981 33 innanlandsneyslu, þá leggja þeir nú á nokkra áherslu á að afla markaða og kynna fiskafurðir sínar í öðrum löndum, enda bjóða þeir fjölbreyttar fiskafurðir, þar á meðal dýrar tegundir, risakrabba og humar. Hafa sum japönsk fiskverslunarfyrirtæki orðið eigin innkaupaskrifstofur, bæði á aust- ur og vesturströnd Bandaríkj- anna. Svipaða sögu er að segja frá Kanada. Það kom fram á þingi kan- adískra fiskimanna í október síð- astliðnum, að 97% af öllum botn- fiskafla Kanadamanna er seldur til Bandaríkjanna. Með aukinni stjórn a nýtingu fiskistofna sinna og fækkun erlendra veiðiskipa á miðunum, reikna þeir með að fiskistofnarnir muni tvöfaldast á fáum árum. Og enda þótt aðeins sé gert ráð fyrir hóflegri aukningu veiðanna, þá sé nauðsynlegt að hefja strax kynningu og sölu fiskafurða í Evrópulöndum. Það er því fyrst og fremst með framtíðarsjónarmið fyrir augum að Bandaríkjamenn og Kanadabú- ar hefja umtalsverða kynningu á sjávarafurðum sínum í Evrópu. Þannig voru bæði Bandaríkja- menn og Kanadabúar með sýn- ingardeildir á hinni miklu alþjóð- legu matvælasýningu, sem haldin er í París annað hvort ár og síðast var þar í lok nóvembermánaðar. Voru þar sýndar ýmsar sjávaraf- urðir þessara þjóða, bæði í stórum pakkningum og neytendaumbúð- um og dreift óvenjulega fögrum og athyglisverðum litprentuðum kynningarbæklingum á mö'rgum tungumálum. Þar kom meðal annars fram, að annað stærsta fiskveiðahlutafélag í Kanada hefir eigin söluskrifstof- ur í Noregi og á Spáni, sem vinna stöðugt að markaðskönnun og markaðsleit og kynningarstarf- semi. Þannig hafa Norðmenn keypt blautverkaðan saltfisk frá Kanada, þurrkað hann og selt síðan til Mið- og Suður Ameríku og fleiri landa. Einnig munu dæmi þess að þeir hafi í litlum mæli keypt frystan fisk frá Kanada, þítt hann upp og hengt upp í skreið, sem síðan er seld til Nigeríu. Söluskrifstofa annars Kanadísk fyrirtækis á Spáni er í Madrid og annast um sölu kan- adískra fiskafurða á Spáni og í Portúgal. Spánverjar hafa áhuga á kaupum á saltfiski, smokkfiski, skötusel og fleiri fisktegundum frá Kanada og Bandaríkjunum. Eins og sakir standa eru þó ýmsir erfiðleikar og viðskiptin smátt skömmtuð með fiskkaup Spán- verja í Kanada, því spönsk stjórn- völd þykja Kanadamenn skera mjög við nögl heimildir spánskra togara til þorskveiða við Ný- fundnaland. Nígeríumenn ok Norðmenn standa saman að nýrri út>?erð í Nígeríu Stjórnvöld og einkaaðilar í Níg- eríu gera nú stórt átak til aukn- ingar fiskveiða og fiskneyslu. Þannig láta þeir nú byggja 45 litla skuttogara í Póllandi. Þá hafa stjórnvöld í Nígeríu lagt fram 90% hlutafjár í nýju fiskveiðahhitafélagi sem Norð- menn ætla að reka með Nígeríu- mönnum og leggur fyrirtækið Atl- antic Triton Company í Bergen fram 10% hlutafjársins. Varið verður um 25 milljónum sterl- ingspunda til smíða á fimm til sex nýtísku togurum, sem keyptir verða af norskum skipasmíða- stöðvum og ennfremur er áætlað að verja um 17 milljónum sterl- ingspunda til þess að koma á fót fiskvinnslustöðvum á landi í Níg- eríu. Norska fyrirtækið mun leggja til stjórnendur fiskveiða, fiskvinnslu og markaðsstarfa í Nígeríu. Þannig verða norskir verkstjórar í fiskvinnslustöðvun- um. Norskir yfirmenn á fiskiskip- unum og svo framvegis. -Kþ Heimildir m.a.: Seafood Amer- ica, Paro de Vigo, La Péche Maritime, VWD, Lloyds register, Iclarm, o.fl. Haust- og vetrartískan 1981 Það er tæpast komið vor á norðlægum slóðum og menn enn klæddir hlýjum fötum, þegar tískufrömuðir eru komnir á stjá með fatnað fyrir komandi haust og vetur. En það er auðvitað skiljanlegt, þann fatnað þarf síðan að hafa tilbúinn í verslunum seinni hluta sumars. Á sýningum í París nú nýverið vakti það athygli að þar eru erlendir tískuhönnuðir farnir að keppa við Fransmenn, sem hingað til hafa talið sig fullfæra um að flytja konum á Vesturlöndum boðskapinn fyrir hvert misseri. Athugasemd „I)uffle-coat“, eins og Saint Laurfnt hann- ar þá gamal- reyndu flik. Við eru köflótt- ar ullarhuxur með uppbroti. í síðasta Heimilishorni var upp- skrift af Hátíðasúkkulaðiköku og þarf að leiðrétta uppskriftina að kreminu, sem með fylgdi. Kremið 6 matsk. kakó 6 matsk. sykur 2 tsk. kaffiduft (instant) ca. !4 1 hálfþeyttur rjómi. Misritast hafði magnið og fallið niður að þeyta þyrfti rjómann. Vonandi hefur það ekki komið að sök, en kremið hefði orðið of þunnt úr venjulegum rjóma, eins og sjá má í hendi sér. i- og fjölstyldnsíðai Nú er sumar gleöjist gumar, gaman er í dag. Brosir veröld víða veðurlagsins blíða eykur yndishag. ^ ^ • * I BIO Kristjana, 9 ára, Reykjavík Dag nokkurn fór ég í bíó. Myndin var mjög skemmtileg. Hún hét Skollaleikur. Á myndinni er ég aö horfa á tvo stráka, sem létu svo illa, aö þaö varö að reka þá út. Eftir þaö gátum viö horft á myndina í ró oq næöi. I Vaglaskógi Indriði Einarsson, Reykjavík, 9 ára. Sumarið 1979 var ég í tjaldi í Vaglaskógi í nokkra daga. Einn daginn var mjög heitt. Þá komu margir unglingar frá Akureyri. Þeir voru heldur hávaðasamir og voru nærri^búnir að kveikja í tjaldinu okkar. Það var eins gott, að við áttum þaö sjálf, því það skemmdist. Þarna voru margir krakkar í tjöldum og mikið fjör, gaman að labba á milli trjánna og sulla í ánni. f Tölurnar í reitunum 6 sem v' strikið liggur um, eru til y samans 50. Reyndu nú að Adraga strik gegnum 6 reiti Yiv( i — 2 5 9 6 15 7 16 \> 12 14 Kf 11 S' 1 13 'EI ll 01 ‘H ol «J1 «■'"»•1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.