Morgunblaðið - 09.05.1981, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981
Bragi Kristjónsson:
Spjall um út-
varp og sjónvarp
ÝmSUm ábyrffum aðiljum í þjóð-
félaginu þykir Jónas Dagblaðsrit-
stjóri Kristjánsson vera hinn
dröfnótti silungur í tærri lind
íslenzkrar fjölmiðlunar.
Og mörgum þótti það hið mesta
glæfra- og áhættuspil hér um árið,
þegar sami, þá ritstjóri Vísis,
yfirgaf meðeigendur sína, alla
nema einn og hélt út í óvissuna
með starfslið blaðsins og stofnaði
Dagblaðið. Minnugir fyrri tilrauna
til dagblaðsstofnunar — og hins
mikla fjölda þeirra hér í fásinninu,
voru fjölmargir næsta vissir — eða
vonuðu, að þessi atbeini myndi
mistakast. En elja og þrái Jónasar,
lífleg skrif blaðsins í beinu sam-
bandi við fólkið umhverfis, alls-
kyns höfðun um frelsi til orðs og
æðis og ekki síst skynsamleg fjár-
málapólitík, fleyttu blaðinu yfir
byrjunarörðugleikana.
Pólitískir puntudrengir við
stjórn höfuðóvinarins á síðdegis-
markaðnum, urðu Dagblaðinu
einnig til mikilla heilla, einkum
eftir að Þorsteinn Pálsson yfirgaf
Vísi og hóf að ritstýra Vinnuveit-
endasambandinu.
Skynsamleg breidd í starfsliði
blaðsins og frjálsar hendur til
efnisvals og meðferðar hafa þó
sennilega ráðið mestu um vinsæld-
ir þess hjá hinum gráa massa —
auk þeirrar staðreyndar, að blaðið
náði all fljótlega til sín nær öllum
smáauglýsingamarkaðnum. At-
hvarfsöryggi fékk blaðið svo end-
anlega, þegar prentsmiðja Morg-
unblaðsins tók að sér prentun þess
og má segja að það hafi ráðið
úrslitum um örlög þess.
Sú festa — og vinsældir, sem
þetta síðdegisblað hefur náð, staf-
ar þó ekki frá einum aðilja: heldur
frábærlega vel skipulagðri hóp-
vinnu margra — og eru þar á
Jónas
meðal landstólpar úr mörgum
flokkum, sem af ýmsum ástæðum
hafa haldið sig undir yfirborðinu.
En Dagblaðið náði ekki athygli
markaðarins vegna þess, að það
fjallaði um aðra eða merkilegri
hluti en keppinautarnir: heldur
vegna þess, að það fjallaði um þá
með öðrum hætti: fjær hinu bók-
lega talmáli, sem blaðamenn hafa
löngum tamið sér. Á hversdags-
máli fjöldans. Og tók fyrir almenn
hagsmunamál hans lið fyrir lið, en
sinnti minna flokkspólitískum
draumórum. Og telst ópólitískt. Og
það einnig, þótt pólitísk skoðun
blaðsins sé vel ljós, hefur það
aldrei látið eftir sér að lýsa fylgi
við pólitískan flokk — fremur
einstaklinga í ákveðnum flokki.
Hin síðari misseri hefur þess
gætt í æ ríkara mæli, að nokkur
þreyta er komin í hið fyrrum
ferska lið blaðsins. En hugmynda-
samir eru þeir Dagblaðsmenn þó
enn í ríkum mæli: þeir tóku upp
skoðanakannanir og hafa náð úr-
taki, sem hefur skilað þeim merki-
lega góðum niðurstöðum í mörgum
dæmum. Hinar dýru og hávísinda-
legu kannanir höfuðóvinarins á
markaðnum hafa ekki skilað nánd-
ar eins góðum árangri.
í líflegum samtalsþætti hjá
Ilalldóri llalldórssyni frétta-
manni hljóðvarps, settust þeir á
rökstóla um skoðanakannanir:
Vilmundur og Alexander alþing-
ismenn, Svanur Kristjánsson
stjórnmálafræðilektor og Jónas
ritstjóri. Að vanda lagði stjórn-
andinn málið skynsamlega fyrir og
fléttaði inni fróðlegum skoðunum
brautryðjanda á sviði skoðana-
kannana hérlendis: Torfa Ás-
geirssonar hagfræðings. Það kom
einkar vel fram í þessum þætti, að
hið opinbera andlit Dagblaðsins,
Jónas ritstjóri, á auðveldara en
flestir með að tjá sig á skiljanlegu
talmáli. Meira að segja Vilmundur
var allur í öngstrætum og nú hefur
hann fengið sérstakt dálæti á
smáorðinu „að“. Beitir hann því í
undarlegasta samhengi.
Hin kynduga hugmynd átta-
villtra stjórnmálamanna um að
setja opinberar reglur um skoð-
anakannanir fékk ekki mikinn
hljómgrunn hjá þessum hópi
manna. Það var helzt stjórnmála-
fræðingurinn — og þó, það var
bágt að fylgja eftir þeim hugsana-
flækjum, sem þar bærðust hið
innra.
Guðjón Kinarsson stjórnaöi á
hátíðisdegi verkalýðsins heldur
dapurlegum þætti um málefni
launafólks í landinu. Guðjón er
ágætur sjónvarpsmaður. Glöggur
og alveg mátulega stressaður.
Dáldið kaldhryssingslegur á köfl-
um, en oft með kímniblik í öðru
auga.
Það kom fjarska vel í ljós í
þessum þætti, að hinir tveir gagn-
merku forystumenn verkalýðsins í
landinu, Ásmundur Stefánsson
forseti ASÍ og Kristján Thorlacius
formaður BSRB, tala annað tungu-
mál en skjólstæðingar þeirra, hinir
óbreyttu. Og enn annað: hvorugur
skilur mál hins. „Áratugurinn
endurspeglast ekki af stórstígum
framförum í kaupmætti," mælti
hagfræðingurinn spaklega. En
bætti við: „í haust reyndum við að
sækja kjarabætur." Og þegar
Kristján var að því spurður, hvort
hann teldi núverandi ríkisstjórn
vinveitta launþegum í landinu,
hljóðaði hið syfjulega mæðusvar á
þá leið, að launþegahreyfingin
væri ávallt í stjórnarandstöðu.
í upphafi þáttarins voru spyrj-
endurnir fullir jákvæðrar eftir-
væntingar á svip. Ýmsir lögðu
fram eðlilegar og sjálfsagðar
spurningar, en svörin voru jafnan
mjög loðmulluieg og óráðin. Það
var því eðlilegt, að um það bil sem
þætti lauk, voru spyrjendurnir
orðnir jafn dapurlegir á svip og
verkalýðsforingjarnir. Það var
helzt stjórnandinn sem lét sér ekki
bregða hót, sleit þessu vonlitla tali
jafn glaðbeittur og hann var í
upphafi.
Utvarpið kálaði með tilkomu
sinni fyrir 50 árum margskonar
fræðasýsli alþýðu á heimilum
landsins.
I staðinn efndi þessi miðill til
flutnings á margskyns þjóðlegu
efni, sagnaþáttum, vísum og hér-
aðalýsingum.
í dagskrárgerðarróti síðustu ára
hefur út skolað mörgu löku efni og
inn mörgu nýju og tímabæru. En
flutningur og val þjóðlegs efnis er
enn með svipuðum hætti.
Nú er það flutt vikulega undir
Kvöldvöku nafni. Það tilheyrir
auðvitað í slíkri menningarstofnun
að flytja alþýðlegan fróöleik af
misjöfnum gæðum. En form kvöld-
vökunnar er nú múmíustjarft orðið
og oft er það mjög lummulegt efni,
sem gusað er í eyru hlustenda.
Hljóðvarpið hikar ekki við að
bjóða móttakendum uppá flytjend-
ur, sem alls ekki myndu ná lestr-
arprófi í 10 ára bekk í barnaskóla.
Og þótt fjölskyldur hljóðvarps-
starfsmanna séu jafnan önnum
kafnar við störf fyrir kaupgreið-
andann, hlýtur einhver ættkvislin
að geta hlaupið undir bagga við
flutning fyrir þá dagskrárstarfs-
menn, sem sjá um Kvöldvökuna.
Auðvitað ætti dagskrárstjórnin
að brjóta þennan þátt upp. Hætta
að safna í einn stóran vikulegan
meis öllu þjóðlegu efni: góðu,
sæmilegu og lélegu. Flytja þetta
efni inná milli annarra dagskrár-
liða, þar sem hver efnisliður myndi
fá notið sín sjálfstætt í stað hinnar
langdregnu vöku, sem fyrir löngu
er orðin tímaskekkja hjá stofnun-
inni.
Anna Sólrún Jóhannesdóttir
er 17 ára. Á virkum dögum
dvelur hún á Lyngásdagheimil-
inu. Það er við Safamýrina.
Þangað er ég komin að morgni
dags þess erindis að eiga tal við
hana. Ég hefi aldrei komið hér
áður.
Við sem erum á þönum alla
daga, önnum kafin í þjóðfélags-
kapphlaupinu, leggjum hvorki
leið okkar til — né stöldrum við
— hjá hinum þroskaheftu börn-
um sem lífið hefur veitt svo lítið
af hinum sjálfsögðu — að okkur
finnst — gjöfum sem gera
mannlíf eðlilegt. Þess vegna
„Hún Bryndís
verður að spjara sig“
þekkjum við heldur ekki störf
þeirra sem kosið hafa að vinna
með þessum börnum, hjálpa
þeim, taka þátt í gleði þeirra og
sorg af einlægni og áhuga.
Kristjana, kennari í Lyngási,
hefur sagt mér að það sé gaman
að tala við Önnu Sólrúnu þegar
allt gangi vel hjá henni, en hún
geti átt það til að vera hljóð og
svara litlu ef á móti blæs.
Anna Sólrún er ókomin frá
tannlækni þegar ég kem. Og þar
sem það dregst dálítið að hún
komi, fæ ég að líta í kring um
mig í húsinu.
Afdrep starfsfólks er skotið
innst á ganginum, þar eru fáein-
ir stólar og gamalt borð sem
síminn stendur á.
Með leyfi Hrefnu forstöðu-
konu geng ég um stofur með
Kristjönu kennara. Allar eru
stofurnar litlar og þétt setnar.
Alls staðar er verið að hjálpa,
leika við, kenna eða tala saman.
Hér er sýnilega unnið af alúð —
við erfiðar og knýjandi aðstæð-
ur, þótt það merkist ekki á
andlitum eða í framkomu þeirra
er hér veita hjálp.
Það þarf ekki að staldra lengi
við til þess að koma auga á
furðulega opin tjáskipti á milli
hins vanmáttuga og þess sem
hjálpar.
Anna Sólrún er komin frá
tannlækninum. Hún stendur
fyrir framan mig, ung stúlka,
lágvaxin, knáleg og broshýr.
— Loks ertu þá komin, segir
hún er við höfum heilsast.
Kristjana finnur okkur afdrep
í einni stofunni og sest þar hjá
okkur.
— Jæja, Anna Sólrún. Hvern-
ig líkar þér lífið í dag?
— Lífið, jú. Það er gaman,
ofsagaman af því að það er sól
úti.
— Það getur varla legið vel á
þér að vera að koma frá tann-
lækninum.
— Jú, það var ekki vont að
vera hjá honum. Hann er góður
og hann er líka skemmtilegur.
Hann segir skrýtlur. En það er
vont að vera með skemmdar
tennur. Þær skemmast ef maður
borðar sælgæti og sætar kökur
og gosdrykkir skemma tennur.
Já þeir skemma.
— Hvenær kemur þú hingað á
morgnana?
— Klukkan níu, en ég fer á
fætur klukkan sjö — það er nú
dálítið snemmt.
— Hvað gerir þú á daginn?
— Ég reikna, les og sauma —
ogýmislegt annað. Það er gaman
að sauma og mest gaman að
sauma eitthvað fínt. Svo les ég
hundrað bækur. Ég er alltaf að
lesa, bæði heima og hér. Bækur
eru svo skemmtilegar. Ég hefi
lesið allar bækurnar hans Ár-
manns Kr. Þær eru nú skemmti-
legar. Þú ættir að lesa þær. Svo
les ég líka Barbapabba stundum.
Það er líka í sjónvarpinu. Það er
nú gaman.
Anna Sólrún
— Hlustarðu á útvarp?
— Já, barnatímana, það er
skemmtilegast. En Stundin
okkar í sjónvarpinu, hún er best.
Hún Bryndís er svo skemmtileg
og góð. Hún er góð.
— Hlustarðu á Lög unga
fólksins?
— Stundum. En hún Bryndís
má ekki hætta í Stundinni
okkar. Hún Bryndís verður að
Sagan er um efri hluta þessarar
myndar.
spjara sig og halda áfram í
haust — annars leiðist okkur.
— Leiðist ykkur — hverjum?
— Okkur leiðist öllum — bara
öllum hér og alls staðar.
—Hvað gerir þú helst um
helgar?
— Hjálpa til heima. Ég tek til
og þurrka ryk. Það er ljótt að
hafa ryk inni hjá sér.
— Ferðu stundum út að
skemmta þér?
— Já, stundum. Ég fór í Stapa
um daginn. Það var ofsagaman.
Það voru táningar þar — og
Keflvíkingar.
— En hvað gerir þú á sumrin?
— Þá leik ég mér oft úti. Ég
„húla“, það er svo gaman að
„húla“. Svo ferðast ég í sveitina.
Þá eru fuglarnir alltaf að syngja
— og litlu ungarnir, þeir tína
korn upp úr jörðinni. Þeir eru
fallegir.
— Nú erum við búnar að tala
mikið saman.
— Nei, ekki mikið. Ég á eftir
að sýna þér myndir. Sjáðu, hér
er mynd af skammelinu mínu, ég
saumaði ofan á það. Er það ekki
fallegt? Og ég saumaði líka eina
svuntuna á þessari mynd. Þessa
mynd teiknaði ég og bjó svo til
sögu um hana.
— Viltu segja mér söguna?
— Já, ef þú hlustar vel. Á
myndinni eru pabbi og mamma.
Þau eru með litla barnið sitt í
vagninum. Sérðu blómin. Þau
eru þarna af því að það er komið
sumar. Heyrirðu — litla barnið
er að gráta. Þau flýta sér heim
með það. Pabbinn baðar það og
mamman býr til matinn. Svo
lætur mamman það pissa. Svo
bjóða þau litla barninu sínu góða
nótt.
— Þetta er falleg saga.
— Já, hún er falleg og ég bjó
hana til. Nú verðurðu að fara.
En þú mátt ekki plata mig.
— Hvernig get ég platað þig?
— Þú verður að setja þetta í
blaðið. Þú mátt ekki plata.
— En hvað á ég nú að láta
þetta heita?
— Eitthvað um hana Bryndísi
og Stundina okkar — bara eitt-
hvað um það.
— Ég hefi lokið erindi mínu.
En þegar mér er boðið að borða
með fólkinu þigg ég það. Það er
kjöt og kjötsúpa með alls konar
grænmeti.
Hér er enginn matsalur. Það
er borðað í stofunum og nánast
þar sem hægt er að sitja við
borð.
Hér borðar enginn betra. Allir
borða það sem matráðskonan
hefur fram að bjóða og hér
stendur starfsfólkið upp hvort
fyrir öðru af fullri tillitssemi,
engin sérréttindi um sæti.
Ég borða í eldhúsinu. Hér
þurfa hinar færu hendur mikið
að hjálpa og aðstoða við máltíð-
ir, sem endranær. Á leiðinni
fram ganginn mæti ég Önnu
Sólrúnu.
— Þú ert ekki farin enn?
— Nei, mér var boðið að borða.
— Það er gott, þá ferðu ekki
svöng frá okkur. Það má enginn
vera svangur. Það má heldur
enginn vera gikkur — af því
langt í burtu deyr fólk úr svengd
— það deyr.
Ég yfirgef þennan stað, hraða
mér út í lifsþægindakapphlaup-
ið. Hugsa um sannleiksgildi
orðanna: „Að bera eitthvað
þungt, það er að vera.“
En hvað ég á bágt með að
sætta mig við „allsnægtirnar" á
vinnustað mínum næstu daga á
eftir. Meðan þroskaheftu börnin
og þeir sem með þeim vinna hafa
allt það af skornum skammti,
sem ríkið lætur þeim í té.
Hver er máttur okkar heil-
brigðu til að koma þannig auga á
þetta, að við viljum öll bæta og
gerum það?
J.J.