Morgunblaðið - 09.05.1981, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI1981
45
Utanstefnur vilj-
um vér engar hafa
Húsmóðir skrifar:
„Þegar ég fyrir mörgum ára-
tugum kom til Reykjavíkur, þá
sagði ég, að Reykvíkingar vaeru
sérstakur þjóðflokkur, því að
þeir mættu ekkert aumt sjá,
fyrirgæfu allt og gleymdu öllu.
Núna er svo stutt til borgar-
stjórnarkosninga, að ég skal
aldrei trúa því, að forseta borg-
arstjórnar verði fyrirgefið það,
að hann lét í ljós hrifningu sína
á pólitískum ofsóknum með því
að neita að skrifa undir bæna-
skjal Kortsnois.
Ofar venju-
legum ráðherra
Hver sem svo er prívatskoðun
Sigurjóns á slíku, þá stendur
þetta. Hann mat meira þjónkun
kommúnistanna við ofsóknaræði
Kremlherranna, heldur en
skyldur sínar við lýðræðishug-
sjón Reykvíkinga. Þetta er upp-
skeran sem fæst, ef kommúnist-
um er trúað fyrir hlutunum.
Eftir virðingarstiganum í Sov-
étríkjunum er forseti borgar-
stjórnar ofar venjulegum ráð-
herra, svo að Svavar Dalvíkur-
ráðherra mátti skrifa upp á
skjalið.
Ekki að sökum að spyrja
Það rekur annars svo mikið á
fjörur okkar lýðræðissinna
núna, að það ætti að geta nægt
okkur fram yfir kosningar.
Þannig varð sendiherrann okkar
í Moskvu að mæta á blóðidrifnu
Rauða torginu 1. maí, þótt sendi-
herrar annarra frjálsra ríkja
mættu vera heima. En sendi-
Sigurjón Pétursson
herrann er í þjónustu ríkis-
stjórnarinnar, og þá er ekki að
sökum að spyrja.
Ilulin ráðgáta
En hvernig ASÍ getur boðið
hingað Pólverja, sem berst fyrir
frjálsræði fólksins í heimalandi
sínu, þrátt fyrir hótanir og
skammir frá Kremlverjum, og
sendir svo fulltrúa sinn til
Moskvu og auðmýkir þar með
Pólland, er mér hulin ráðgáta.
Svona gestrisni hefði enginn af
fyrrverandi forsetum ASI getað
sýnt. Fulltrúinn sem þáði boð
Sovétstjórnarinnar sér vonandi
að pólsku verkamennirnir eru að
berjast fyrir betra lífi í landi
sínu. Þegar ASI-fulltrúinn gerir
svona víðreist um Rússland, þá
gleymir hann ekki að athuga
Svavar Gestsson
vinnuskilyrðin. Þau hafa sitt að
segja. Og vonandi hefur meng-
unarvarnafólkið beðið hann sér-
staklega að athuga vinnuskilyrð-
in við kjarnorkuverin, svo að það
geti gert samanburð við það sem
er hér í vestrinu.
Ilvernig skyldi yggli-
hrúnin vera á Gissuri?
Ætli margir fulltrúar frá hin-
um frjálsu verkalýðsfélögum
hafi mætt á degi verkalýðsins í
Moskvu núna, og hugsað þá líka
til Póllands og Afganistans.
Utanstefnur viljum vér engar
hafa, stendur í Gamla-sáttmála.
Hvernig skyldi ygglibrúnin vera
á Gissuri jarli núna, ef hann
mætti hafa tal af ASÍ-fulltrúan-
um, þegar hann er. kominn
heim?“
Smekkleysi hjá
stjórnandanum
Maður sem aldrei hefur farið
til spákonu hringdi og sagði: —
Ég hlustaði á útvarpsþátt á
þriðjudagskvöldið og fjallaði hann
um spádóma. Byrjaði stjórnand-
inn á því að hringja í allskonar
konur hér í borginni sem fengist
hafa við það að spá fyrir fólki.
Ekki kynnti stjórnandi þessi sig á
nokkurn hátt fyrir viðkomandi
spákonum, heldur leitaði eftir
upplýsingum sem konurnar gáfu í
góðri trú, bæði um starfsaðferðir
sínar og kostnaðarhliðina. En
hvað gerir þessi stjórnandi síðan
til þess að launa konunum trúnað-
inn? Hann fer á fund skattstjóra
og fer að spyrja hann geðvonsku-
lega út í það, hvað margir gefi upp
til skatts fyrir spástörf, hvort
skattayfirvöld hafi látið fara fram
athugun á hinu og þessu í sam-
bandi við starfsemina o.s.frv.
Virtist stjórnandinn hinn óánægð-
asti með frammistöðu skattstjór-
ans í þessum efnum og gekk ríkt
eftir svörum um það hvort ekki
væri hægt að gera eitthvað í
málinu. Svona vinnubrögð, eins og
stjórnandinn hafði þarna í
frammi, dæma sig sjálf. Það hefur
alltaf þótt ódrengskapur að slá
fyrir neðan beltisstað. Og það
vekur einnig athygli, að það er
ekki verið að ráðast á garðinn þar
sem hann er lægstur, þegar rann-
sóknarblaðamennskan tekur til
við að fletta ofan af skattsvikur-
um.
Heimsins
undur
Hálfsofandi skrifar:
„Þetta kom í hug mér eftir
söngvakeppni sjónvarpsins á
dögunum:
„Á heimleið eftir ballið sýnir sá,“
ég syng fyrir vin minn smá.
Vina, mundu eftir mér.
Á áfangastað hjá þér
varð ástarfundur,
heimsins undur,
af litlum neista,
sem tæpt má treysta."
Fyrirspurn til
„áfanga‘‘-skólanna
Forvitinn skrifar:
„Velvakandi.
Getur verið að það skipti máli
hvort ég heiti Árni eða örn þegar
ég vel mér áfanga í skólunum? —
Börnin og unglingarnir staðhæfa
þetta við mig.
Getur einhver skólamaður, sem
veit hvernig áfangavalið fer fram,
upplýst mig um þetta?“
Neskirkja í Reykjavík.
Kaffisala Kvenfélags
Neskirkju á suimudaginn
SUNNUDAGINN 10. maí verður
hin árlega kaffisala Kvenfélags
Neskirkju í Safnaðarheimili
kirkjunnar að lokinni guðsþjón-
ustu. Einnig verður eins og und-
anfarin ár bazarhorn öðru megin
í salnum, þar verða seldar ýmsar
vörur á vægu verði.
Um árin hefur það sýnt sig að
Neskirkja á sér marga velunnara,
sem alltaf hafa brugðist fljótt og
vel við þegar til þeirra hefur verið
leitað eftir fjárstuðningi, og hafa
blessaðar kvenfélagskonurnar
okkar ávalt verið þar í broddi
fylkingar. Nú er það þeirra stóri
óskadraumur að breyta og bæta
alla aðstöðu í safnaðarheimilinu,
gera vistarverur bæði heimilis-
legri og hlýlegri.
Árið 1979 var hafið skipulegt
samkomuhald fyrir aldraða í
sókninni með því að hafa opið hús
á laugardögum og bjóða leikum og
lærðum að koma í heimsókn til
þess að stytta gamla fólkinu
stundirnar, skemmta því og
fræða. Ég veit að þið eruð mörg
sem viljið hlúa að eldri borgurun-
um okkar. Þann vilja sýnið þið
best með því að koma í safnaðar-
heimilið á sunnudaginn og drekka
hjá okkur kaffi með gómsætu
meðlæti. Kaffisölunni verður
haldið áfrm fram eftir degi á
meðan kökur og brauð endist.
Vonast ég til þess að sjá sem
flesta, og að dagurinn verði sem
ábatasamastur, þannig að kvenfé-
lagskonurnar mega sjá draum
sinn rætast sem allra fyrst, að
mögulegt verði að gera safnaðar-
heimilið að vistlegu og notalegu
heimili, þar sem öllum geti liðið
vel í leik og að starfi, jafnt ungir
sem aldnir.
Þökk sé kvenfélagskonunum sí-
ötulu og sívakandi, þeirra mikli
dugnaður og framtaksemi.
Fóstrur í Kópavogi:
Lýsa furðu sinni á
af stöðu ríkisins
MORGUNBLAÐINU hef-
ur borist eftirfarandi
álvktun. sem samþykkt
var hjá fóstrum í Kópa-
vokí á fimmtudag:
„Við viljum lýsa yfir
furðu okkar á afstöðu ríkis-
valdsins til fóstra og kjara-
mála þeirra. Nú þegar
samningar hafa tekist við
fóstrur í flestum sveitafé-
lögum landsins, hafa ríkis-
fóstrur enn lausa samninga
og hafa beðið eftir nýjum
sérkjarasamningum frá því
í september sl. Við lýsum
yfir fyllsta stuðningi við
kröfur fóstranna hjá ríkinu
og skorum á ríkisvaldið að
ganga nú þegar til samn-
inga við ríkisfóstrur."
Vestmanneyingar,
Vestmanneyingar
Kvenfélagið Heimaey heldur sína árlegu kaffisölu
sunnudaginn 10. maí kl. 14 að Hótel Sögu.
Vestmanneyingar 67 ára og eldri sérstaklega boönir
velkomnir.
Stjórnin.
Finnski píanóleikarinn
EERO HEINONEN
heldur tónleika í Norræna húsinu laugardaginn 9. maí
kl. 16:00.
Á efnisskrá eru verk eftir Englund, Sibelius Hanni-
kainen, Mozart og Liszt.
Aðgöngumiðar í kaffisölu og við innganginn.
NORR€NAHUS© POHJOAN TÁID NORDENSHU5