Morgunblaðið - 25.06.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 25.06.1981, Síða 1
48 SÍÐUR 139. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Talið að Rajai bjóði sig fram til forseta Iran: Beirút. 21. júní. AP. ÍRANIR munu Kanica að kjorhorð- inu þann 24. júli að kjósa nýjan forseta í stað Bani Sadr. að þvi cr þríeykið sem stýrir landinu kunn- Herði í da«. Ráðið hinna þriggja æðstu manna hélt fyrsta fund sinn í Teheran í gærkvöldi og þar var ákveðið að fela forsætisráðherran- um Rajai að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að kosningarnar gætu farið fram áðurgreindan dag. I kvöld bárust fréttir af því að líklega yrði lagt að Rajai að bjóða sig fram. Yfirvöld í Teheran skýrðu frá aftöku níu manna, þar af var ein kona, í dag, af þeim voru fjórir bahaiar en þeir sæta nú í auknum mæli ofsóknum í íran. Þeir voru allir ákærðir fyrir njósnir i þágu Israels. Hinir voru stuðningsmenn Bani Sadr. George Bush, varaforseti Bandarikjanna, (til vinstri) og Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, (til hægri) áttu í gær fund með sér í París og sjást hér sitja að snæðingi í Elysée-höll. Á fundinum tjáði Bush Mitterrand áhyggjur Bandaríkjastjórnar af ríkisstjórnarþátttöku kommúnista. AP-símamynd. Enn berast engar fréttir af Bani Sadr og bersýnilegt að ekki hefur hann fundizt þó svo að írönsk stjórnvöld segðu í gær að þau væru nánast á hælunum á honum og hann myndi nást á hverri stundu. Þá segir í fréttum frá íran, að handteknir hafi verið a.m.k. 25 menn sem eru hollir Bani Sadr og verði þeir leiddir fyrir byltingar- dómstóla á næstunni. Fréttir af fyrrv. utanríkisráð- herra, Ghotbzadeh, hafa síðustu daga verið á reiki og jafnvel sagt að hann hafi verið handtekinn. AP- fréttastofan náði í hann á heimili hans í kvöld og aðspurður kvaðst hann ekki láta að sér hvarfla að bjóða sig fram til forseta. 4 þúsund handteknir Nýju Dclhi. 24. júnl. AP. RÖSKLEGA fjögur þúsund iðn- verkamenn voru handteknir í Bombay á Indlandi í dag þegar þeir reyndu að halda mótmæla- fund til að gagnrýna ríkisstjórn- ina en hún hefur sett blátt bann við fjöldafundum og mega ekki koma saman fleiri en fjórir sam- tímis, að því er fréttastofa Ind- lands sagði í dag. Ekki er vitað til að neinn hafi slasazt né til um- talsverðra óeirða hafi komið við þessar fjöldahandtökur. Mitterrand skorar á Frakka að fylkja sér um stjórnina París 21. júni. AP. FRANCOIS Mitíerrand, Frakklandsforseti, setti i dag fyrsta fund hinnar nýju ríkis- stjórnar, og jafnframt þann fyrsta í 34 ár sem kommúnist- ar sitja, og sagðist treysta því að franska þjóðin fylkti sér um stjórnina og stefnu henn- ar. í dag átti Mitterrand einn- ig fund með George Bush, varaforseta Bandarikjanna, sem tjáði honum áhyggjur Bandarikjastjórnar af ríkis- stjórnarþátttöku kommúnista. „Þjóðin bindur miklar vonir við þessa ríkisstjórn og því er ábyrgð „ stjórnarinnar einnig mikil," sagði Mitterrand á rík- isstjórnarfundinum og bætti því við, að stuðningur mikils meirihluta Frakka við stefnu- mál stjórnarinnar ætti að tryggja framgang þeirra. George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, kom til Parísar Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af stjórnarþátttöku kommúnista í morgun og mun staldra þar við í einn dag. Að loknum ríkisstjórnarfundinum átti hann fund með Mitterrand og lýsti þá áhyggjum Bandaríkja- stjórnar af ríkisstjórnarþátt- töku kommúnista. „Það er komið undir þegnum bandalagsþjóða okkar og kjörn- um fulltrúum hvernig þeir skipa ríkisstjórnir, en afstaða Bandaríkjastjórnar er vel kunn. Þátttaka kommúnista veldur okkur áhyggjum,“ sagði Bush eftir fundinn. Bush sagði, að viðræðurnar við Mitterrand hefðu verið „opinskáar, vin- samlegar og uppbyggjandi" og einkum snúist um efnahags- mál, einkum háa vexti í Banda- ríkjunum, sem hafa valdið Frökkum nokkrum búsifjum. Viðbrögðin við skipun komm- únista í frönsku stjórnina hafa verið með ýmsu móti. Banda- ríkjamenn hafa af henni áhyggjur eins og fyrr segir, en Kremlverjar gátu hennar án athugasemda. í Evrópu var fréttinni slegið stórt upp í flestum blöðum og er ákvörðun Mitterrands víðast hvar sýndur skilningur og talið að hún sé fremur táknræn en að hún hafi aðrar afleiðingar. íraksstjórn: Harðir bardagar við Abadan í gær Fyrstu fregnir af stríðinu í langar tíðir Nikosía. Kýpur. 21. júní. AP. ÍRAKSSTJÓRN skýrði frá því i dag að mjög harðir bardagar hefðu orðið milli skriðdrekaliðs íraka og stórskotaliðs írana við Abadan i dag. Kváðust írakar hafa fellt á sjötta hundrað ir- Komið upp um samsæri um að myrða Spánarkonung? Madrid. 24. júni. AP. í KVÖLI) höfðu engar nánari fregnir borizt af handtökum og yfirheyrslum sem fyrirskipaðar voru yfir þremur spönskum her- foringjum og hópi óbreyttra borgara, vegna gruns um að þeir hefðu haft á prjónunum samsæri um byltingu og trúlega einnig áform um að myrða Juan Carlos Spánarkonung. Tilkynning var gefin út frá varnarmálaráðuneytinu um þetta fyrr í dag, en hún var fáorð og tengdi ekki handtöku herforingj- anna áætlunum um að ráða kon- unginn af dögum. Engu að síður var það haft eftir háttsettum mönnum í hernum að margt benti til þess að herforingjarnir sem handteknir voru og ýmsir hægri- sinnar hafi komið saman á fundi til að skipuleggja atlögu gegn konungi í dag, sem er hátíðisdagur dýrlings hans. Engin yfirlýsing var gefin út frá skrifstofu konungsins um málið nema að Juan Carlos myndi halda daginn hátíðlegan með móttöku í Konungshöllinni í Madrid. Mennirnir sem hér um ræðir voru handteknir síðla þriðjudags- kvöld, nákvæmlega fjórum mán- uðum eftir að 280 þjóðvarðliðar réðust inn í þinghúsið og héldu ríkisstjórn og þingmönnum föngn- um í átján klukkustundir. Einn þeirra foringja sem var handtek- inn nú var sekur fundinn um það fyrir ári að hafa verið í makki með Tejero sem stýrði árásinni á þinghúsið. Þeir fengu báðir mjög væga dóma fyrir vikið og voru ekki lækkaðir í tign. Þessar handtökur nú hafa orðið til þess, að áhyggjur margra hafa aukizt og telja að hægrisinnar á Spáni hafi ekki sagt sitt síðasta orð og til tíðinda geti dregið hvenær sem er. Juan Carlos anska hermenn og neytt hina til undanhalds. t tilkynningunni sem var lesin í Bagdad-útvarpið sagði að einnig hefði komið til átaka á fleiri stöðum og til- greindi þá og sagði að írakar hefðu hvarvetna haft betur. Sagði útvarpið að á siðasta sólar- hring hefðu fallið alls 673 íranir. Fréttir um bardaga við Abadan sem er mikilvæg olíuhreinsunar- borg hafa verið strjálar upp á síðkastið, en í upphafi stríðsins var Abadan mjög í fréttutn og hart um borgina barizt. Olof Palme, fyrrum forsætis- ráðherra Svíþjóðar var í Bagdad í dag í fjórðu ferð sinni til Bagdad og Teheran. Hann mun hafa lagt fram tillögur sem miða að lausn málsins fyrir Teheranstjórn á föstudag, en þær hafa ekki verið birtar. í örstuttri tilkynningu sem ír- anska herstjórnin gaf út í dag sagði að írönum hefði orðið vel ágengt og þeir hefðu eyðilagt 14 irakska skriðdreka síðan í gær og þeir hefðu gert óvirkar um eitt þúsund jarðsprengjur sem írakar hefðu komið fyrir í grennd við borgina Ahvaz.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.