Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Sími á rítstjóm og skrifstofu: 10100 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 Borgarfulltrúum Reykjavíkur f jölg- að úr 15 í 21 ,UAÐor yfirlýst stefna meirihlutaflokkanna í borgar- stjórn að fjölga beri borgarfulltrúum í 21 og ég geng út frá því sem j?efnu að tillajía um fjölgun komi fram í borjíarstjórn í haust“, sagði Sigurjón Pétursson forseti borjfarstjórnar Reykjavíkur, er Mbl. spurði hann hvort ákv(irðun hefði verið tekin um fjölgum borgarfulltrúa. Borjíarfulltrúar eru nú 15 oj; borjíarstjórnarkosninjíar fara íram næsta vor, eða nánar tiltekið síðustu heljíi maímánaðar 1982. Aðspurður um það, hvernig staðið yrði að fjölguninni sagði Sigurjón: „Það þarf að ákveða þetta tímanlega áður en framboð er auglýst, en mér sýnist að það þurfi eingöngu einfalda samþykkt borgarstjórnar til, því í lögum frá 1907 er áskilið að borgarfulltrúar skuli vera minnst 15 og mest 27. Innan þeirra marka sýnist mér að við höfum hreyfanleika og ég reikna með að tillagan um fjölg- unina komi í haust." Sigurjón sagðist ekki vita til að ákvæði væru um að fjölgunina þyrfti að samþykkja með ákveðn- um fyrirvara fyrir kosningar. Hann var þá spurður, hvort Al- þýðubandalagið myndi flytja þessa tillögu. „Það er stefna flokksins og ég geng út frá þessu sem gefnu. Það er nefnd í gangi sem er að kanna stjórnarkerfið í heild og hún er búin að starfa í alllangan tíma. Ég þori ekki að segja fyrir víst hvenær tillögur hennar liggja fyrir, en ég reikna með að tillagan um fjölgun í 21 verði meðal tillagnanna frá henni." Miðlun á fiski milli fiskverkunarhúsa? HAGSMUNAAÐILAR innan sjávarútvegsins hafa oröið sammála um að sett verði á laj'girnar samstarfsnefnd er athugi möguleika til miðlunar á fiski milii fiskverkun- arhúsa. Hlutverk þessarar nefndar verður fyrst og fremst að taka á móti upplýsingum frá fiskkaup- endum og fiskseljendum um eftir- spurn og framboð á fiski og ennfremur að greiða fyrir við- skiptum milli aðila, eftir því, sem í hennar valdi stendur. Nefndin veitir hins vegar enga fjárhags- fyrirgreiðslu og verða þeir kaup- endur afla, sem óska aðstoðar hennar að setja tryggingu fyrir skilvísri greiðslu afla, sem selj- andi metur nægiiega. Jafnframt heldur nefndin áfram athugun á því, hvort þörf sé að setja ákveðn- ari reglur um þessi atriði og þá hvaða leiðir teljist færar í því skyni. Nefndin verður skipuð full- trúum frá Landssambandi ísl. útvegsmanna, viðskiptaráðuneyt- inu og sjávarútvegsráðuneytinu. Það var að tilhlutan sjávarút- Bannað að veiða smáloðnu Á LOÐNUVERTÍÐINNI. sem hefst hinn 10. ágúst nk„ verður veiði- skipum hannað að veiða smáloðnu minni en 12 cm að lengd, sé hún verulegur hluti af loðnuaflanum, segir í reglugerð um veiðarnar. sem sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út. Þá segir einnig að sé skipstjóri í vafa um hlutfall smáloðnu í aflan- um, þá beri honum, áður en verulega hefur verið þrengt að loðnunni í nótinni, að taka sýnishorn af aflan- um í smáriðinn háf og mæla 100 loðnur valdar af handahófi. Reynist fleiri en 50 loðnur vera undir 12 cm beri skipstjóra að sleppa loðnunni þegar í stað. vegsráðuneytisins sem nýlega hafa verið haldnir fundir með fulltrúum frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Landssambandi ísl. útvegsmanna, Landsbanka ís- lands, Útvegsbanka íslands, Fiski- félagi íslands, viðskiptaráðuneyt- inu og sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ákveðið var að þessi samstarfsnefnd yrði sett á lagg- irnar. Á Holtavörðuheiði. „Verndum Stað i Steingrímsfirði.“ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Hjördis Hákonardóttir, sýslumaður Strandasýslu, Karl Loftsson, hreppstjóri, Pálmi Jónsson hreppstjóri og Eyjólfur Kjalar Einarsson, magister, maður sýslumanns. Hófu fjársöfnun til endurreisnar Staðarkirkju OPINBERRI heimsókn Vigdís- ar Finnbogadóttur, forseta ís- lands. lauk í gær, er þær kvöddust á Holtavörðuheiði. Vigdís og Hjördis Ilákonar- dóttir, sýslumaður Stranda- manna ásamt förunautum sin- um. Áður lásu þó forsetinn og sýslumaðurinn upp sameigin- lega yfirlýsingu, undirritaða af báðum. Fjallaði hún um kirkjuna á Stað í Steingrímsfirði, en þann forna kirkjustað og höfuðból heim- sótti forseti einmitt deginum áður og eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu er kirkjan á Stað nú illa farin og aöeins tímaspurning hvenær hún fell- ur eða fýkur af grunni. Kváðust forseti og sýslumað- ur vilja hvetja til þess að hafist vérði handa við endurbyggingu Staðarkirkju, þannig að hún endurheimti sinn forna virð- ingarsess í hringrás vestfirskra samgangna, en senn liði að því að Staðarkirkja yrði aftur í Vigdís Finnbogadóttir gengur inn um kirkjudyrnar á Stað i Steingrímsfirði á þriðjudaginn, í fylgd mcð sr. Andrési Olafs- syni. en hann þjónaði siðastur presta á Stað áður en presta- kallið var flutt til Hólmavikur. þjóðbraut í kjölfar nýrrar vega- lagningar, sem tengdi saman sýslurnar þrjár, Isafjarðar- sýslu, Strandasýslu og Barða- strandasýslu. í þessu augnamiði yrði efnt til fjársöfnunar og þeir, sem þátt tækju í henni gætu skráð sig hjá viðkomandi oddvitum á lista er myndu liggja frammi. Síðan yrðu þær skrár bundnar inn, til minn- ingar um það að fólkið í landinu hefði endurreist sína kirkju sjálft. Væri söfnunin til endurreisn- ar Staðarkirkju í Steingríms- firði þegar hafin með fjárfram- lögum þeirra Vigdísar og Hjör- dísar en þær lögðu fram kr. 250 hvor. „Verndun Staðarkirkju í Steingrímsfirði", skyldu kjörorð söfnunarinnar vera. Þá afhenti Vigdís Hjördísi bókina Landið þitt að skilnað- argjöf og var þar með lokið velheppnaðri heimsókn forseta íslands í Strandasýslu. — Sjá miðopnu. Læknar til starfa 114 læknar samþykktu, 45 á móti á fundi Læknafélags íslands „LÆKNAR hefja Störf á ný nú þegar, það er þeir sem vilja taka við stöðum sínum og slíkt tel ég vera almennt,“ sagði Veigar Guðmundsson formaður Lækna- félags íslands í samtali við Mbl. að loknum félagsfundi í gær þar sem 70% fundarmanna samþykktu samkomu- lagið sem fjármálaráðherra f.h. hönd ríkissjóðs og Læknafélags íslands gerðu vegna lausráðinna sjúkra- húslækna. en deila þessi hefur mjög raskað öllu starfi sjúkrahúsa undanfarnar vinur. „Eg er mjög ánægður með að þetta hefur náðst saman," sagði Veigar í samtali við Mbl.,“ en 114 fundarmanna samþykktu og 45 voru á móti og margir hverjir mjög harð- skeyttir. Þessi samningur byggist á fjölmörgum atriðum sem erfitt er að meta, hann virkar mjög mismunandi milli hópa og það er erfitt á þessu stigi að taka meðaltal. Eitt atriði er fyrirframgreiðsla launa, en margir ríkisstarfs- menn hafa fengið laun greidd með því fyrirkomulagi. Það má segja að hér hafi verið samið um endurmat á starfs- mati, en þetta er í rauninni í fyrsta sinn sem læknar semja um sérkröfur utan hins al- menna heildarrammasamn- ings sem Kjaradómur byggir á. Vissulega er hér um kjara- bót að ræða en meðal annarra atriða má nefna lengingu á fríum og sá einstaki mikilvæg- asti punktur sem kemur að mínu mati út úr þessu sam- komulagi er að við fengum nú leiðréttingu á niðurfellingu vegna bílakostnaðar sem tók gildi fyrir tveimur árum með lagasetningu og þýddi það að læknar voru verst stadda stéttin sem starfar á sjúkra- húsunum varðandi bílakostn- að. Þetta var leiðrétt nú.“ Davíð Á. Gunnarsson for- stjóri Ríkisspítalanna sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að það væri erfitt að meta prósentuhækkun á launum lækna á þessu stigi, því félags- málapakkar væru alltaf erfið- ir. Kvað Davíð samkomulagið mjög flókið og mjög einstakl- ingsbundið. „Mjög líklega þarf að reikna út sérstaklega fyrir hvern einstakling eftir þessu samkomulagi," sagði Davíð," því einhversstaðar verðum við að fá pening til að borga og því verður að reikna þetta út mjög fljótlega. Nú fara menn hins vegar að koma niður á jörðina aftur og byrja að vinna, en það tekur að sjálfsögðu einhvern tíma að verða aftur rólegur í andanum og ná hugsjóninni upp.“ Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra sagðist telja niður- stöðu þessara samninga við- unandi og í samræmi við það samkomulag sem gert var upphaflega og byggðist á því 1 að ekki yrði um beinar grunn- kaupshækkanir að ræða, en hins vegar yrði fjallað um ýmsa þætti í kjörum lækna þar sem segja mætti að þeir hefðu dregist aftur úr. Kvað Ragnar það ekki liggja fyrir hve mikið þessir samningar kostuðu, en lögð hefði verið áherzla á það að samningarnir hefðu ekki í för alvarleg for- dæmi fyrir skriðu krafna um kauphækkanir. Talsmenn lækna sögðu í samtali við Mbl. að það myndi taka nokkra daga að koma starfi sjúkrahúsanna í samt lag aftur, en að auki væri framundan álag vegna upp- safnaðra verkefna. Samkomulagið fjallaði m.a. um fyrirframgreiðslu launa, gæzluvaktartímakaup, laun aðstoðarlækna, starfstíma sérfræðinga, frí í stað greiðslu fyrir vaktir, lífeyrissjóðs- greiðslur, 10 tíma regluna, endurmenntun, aksturssamn- inga og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.