Morgunblaðið - 25.06.1981, Side 36

Morgunblaðið - 25.06.1981, Side 36
3 6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 F er ðalangur úr Húnaþingi eftir Kolbein Þorleifsson I>«rvaldur víAförli er maður nefndur. Hans er ekki getið í íslendingabók Ara fróða, heldur er hans getið í Kristnisögu, sem varðveitt er í Hauksbók svokall- aðri frá því um aldamótin 1300. Auk þess eru varðveittar um hann heimilir í Ólafs sögu Tryggvason- ar hinni mestu frá 13. öld. Þessar heimildir eru nú á þessu ári orðnar að helgum texta í íslensku kirkjunni vegna þess, að biskup landsins hefur ákveðið, að á þessu ári skuli minnst þúsunda ára afmælis kristniboðs á Islandi i tilefni af komu Þorvalds víðförla og Friðreks biskups til íslands árið 981. Enginn vafi mun leika á því, að réttir opinberir aðilar munu minnast þessa árs og fornra merkisatburða, sem því eru tengd- ir á réttan hátt. Það er algjörlega utan við mitt efni, því að ég er ekki fulltrúi hinnar opinberu túlk- unar á íslenskri kirkjusögu á neinn hátt. Ég er rannsóknarmað- ur í þeim fræðum og hefi reynt eftir bestu samvisku að kafa í djúpin bak við textann, sem um aldir hefur verið viðurkenndur sem bókstaflegur sannleikur. í eftirfarandi máli langar mig til að leggja fram fyrir almennan les- anda ýmsar hugsanir mínar út frá þættinum um Þorvald víðförla. í fyrstu ætla ég að kynna lesendum vinnubrögð mín. Þau eru þannig vaxin, að ég hefi reynt að kortleggja hugsanlegt lestrar- efni þeirra manna, sem færðu sögu Þorvalds víðförla í letur. Þetta er gert úr frá þeirri for- sendu, að lesefni manna mótar oft viðhorf þeirra til liðinna atburða, og veldur því í sumum tilfellum, að þeir snúa söguefninu beinlínis tl síns eigin tíma og hugsunar- háttar sjálfs sín. Þetta stafar af því, að sannleikurinn er alltaf afstæður. Fólk getur áttað sig á þessu með því að bera saman röksemdafærslur manna með ólík- ar skoðanir á þjóðfélagslegum efnum. Sama efnið fær ólíka meðferð I höndum kenningabund- inna afturhaldsmanna, kenninga- bundinna frjálslyndra manna ell- egar kenningabundinna marxista. Á sama hátt segi ég, að kenninga- bundinn kaþólikki á miðöldum lítur á söguefni sitt öðrum augum en t.d. sjálfstæðishetjur íslands á 19. öld og lærisveinar þeirra síðar. Það verður að taka það fram, að þessi vinnubrögð mín taka ekkert tillit til þess, að hugsanlegt sé að leiði Þorvalds víðförla kunni að finnast í Palteskju (borginni Pol- otsk í Rússlandi), því að það er ekki á mínu færi né nokkurs annars Vesturlandabúa að leita á þeim stað. Ég geri þó ráð fyrir, að menn viti nokkurn veginn, hvar á að leita að því leiði, því að þar hlýtur að vera í grennd við leiði Rögnvalds Palteskjukonungs, hins víðfræga samtímamanns Þorvalds víðförla. Áðurnefnd vinnubrögð mín setja mér miklar skorður, því að ég verð að einbeita mér að hugs- anlegu lestrarefni munkanna á Þingeyrum um aldamótin 1200. Bókaskrá Þingeyrarklausturs er ekki til, svo að ekki gefur það góðar vonir um árangur. En kannske væri hægt að fara króka- leiðir að heimildunum í þeirri von, að eitthvað komi út úr því. Þar kemur fjórða bindi Islensks fornbréfasafns til hjálpar. Það var útgefið í Kaupmannahöfn árið 1897. Á blaösíðu 110 í þeirri bók er skrá yfir bókaeign Viðeyjar- klausturs árið 1397. í þeirri bóka- skrá er að finna margar bækur, sem örugglega hafa fylgt klaustr- inu frá upphafi, því að þær þóttu prýði allra góðra bókasafna á miðöldum. Þar ber fremst að geta tveggja skýringarrita eftir sjálfan Gregorius mikla páfa, Skýringar- ritið yfir Jobs-bók og skýringar- ritið yfir nokkra kafla hjá Esekíel spámanni. Auk þess er hómilíubók Gregoríusar mikla á þessari skrá. Eftir Ágústínus kirkjuföðureru bækur eins og, Skýringarrit yfir Jóhannesar-guðspjall og prédik- anir. Eftir Isídór biskup í Sevilla er að finna, orðaskýringar hans og rit hans um hið Æðsta Góða. Þessi upptalning nægir hér til að sýna, að íslenskir klaustramenn höfðu í höndunum ýmsar þær bækur, sem lesnar voru á hástólum evrópskrar menningar á 12. öld, og þeir hafa efalaust tekið mark á orðum þessara höfuðkennifeðra kristinn- ar kirkju. Nú víkur sögunni til helgrar bókar, Biblíunnar. Þar segir frá því á einum stað, hvernig maður nokkur eignaðist rétta trú, sem síðan gekk í arf til niðja hans, mann fram af manni. Þessi maður hefur síðan gengið undir nafninu Abraham. í fjórtánda kafla fyrstu Mósebókar er hann kallaður „Abram hinn hebreski". Viður- nefni hans þarna er vert allrar athygli, því að það þýðir nánast „hinn víðförli", samkvæmt skiln- ingi miðaldamanna. Um það má m.a. lesa í skýringarriti Gregourí- usar páfa yfir spádómsbók Esekí- els. Við gætum alveg eins þýtt það með orðum eins og „ferðamaður" eða „ferðalangur". Á latínu er Kolbeinn Þorleifsson. notað orðið „perigiens" sem er samstofna orðinu „peregrinus", sem í sinni íslenskuðu mynd er „pílagrímur". Samkvæmt þessu ætti orðið pílagrímur að hafa sömu merkingu og viðurnefnið „hinn víðförli". Pílagrímur var sá maður sem ferðaðist um lönd í guðlegum tilgangi. Hann sótti heim heilagan Jakob í Compost- ella, hann heimsótti „Róms kóng“ (þ.e. Krist eða páfann) í Róm, hann heimsótti „Garða drottinn" (þ.e. Krist eða keisarann (stólkon- unginn)) í Miklagarði, hann heim- sótti landið helga og baðaði sig í Jórdán. Þorvaldur víðförli gerði tvennt af þessu. Hann heimsótti stólkonunginn í Miklagarði, og hann heimsótti landið helga. Auk þess dó hann í Garðríki. Ferðalangur eins og Abram hinn víðförli fór viða um lönd, áður en hann fann rétta trú. Við getum lesið sögu hans, þar sem hann fer frá heimaslóðum í Úr í Kaldeu, kemst alla leið til Egypta- lands og hafnar að lyktum í Kanaans-landi, þar sem hann þarf að brjóta sér leið í orrustum við smákonunga. Þetta er lýsing, sem heimfæra mé til andlegrar bar- áttu hins jarðneska pílagríms, sem fer viða um lönd, enda þótt hann viti, að heima er best. Og þetta heimili er borgin helga, hin himneska Jerúsalem, ímyndan kristinnar kirkju og hin himneska ímyndan Miklagarðs. Á þennan hátt hugsuðu miðaldamenn, eink- um munkarnir, sem höfðu gert það að lífsstarfi sínu að hugsa svona. Munkarnir á Þingeyrum og í Viðey voru engir eftirbátar stéttarbræðra sinna í þessum hugsunarhætti. Þess vegna hlaut upphaf réttrar trúar á Islandi að falla inn í þetta munstur. Við sjáum þetta í þroskasögu Þorvalds víðförla. Hann elst fyrst upp hjá föður sínum eins og kolbítur í öskustó. Síðan er hann alinn upp af spákonunni að Spá- konufelli á Skagaströnd. Það er eðlilegt, hverjum þeim sem lesið hefur skýringarrit Gregoríusar páfa um Eskekíel spámann að gera hlut spámannsins eða spá- konunnar sem mestan í þessari þróunarsögu. Spákonan elur Þor- vald upp fyrir það fé, sem með réttu mátti kallast föðurleifð hans. Allt illa fengið fé mátti ekki koma nálægt uppeldi hans. Síðan er Þorvaldur sendur í víking, þar sem hann þroskast að góðu einu. Að lyktum kemur hann til Sax- lands og hittir Friðrek biskup, sem skírir hann til réttrar trúar. I Saxlandi lærðu menn kurteisi. Það sagði að minnsta kosti Nikulás ábóti á Þverá á fyrra hluta tólfu aldar. Hér er rétt að staldra aðeins við þessa reynslu ferðalangsins úr Húnaþingi. Hann lærir rétta trú af Friðreki biskupi hinum saxn- eska og tekur skírn af honum. Finnum við nokkuð sambærilegt í sögu „Abrams hins víðförla"? Reyndar er það svo. Abram hinn víðförli hittir fyrir Melkísedek, konung í Salem, sem gaf honum brauð og vín og blessaði hann. Þessi Melkísedek er undarlegur maður: Hann er aðeins nefndur á þessum stað sem söguleg persóna, en gildi hans í guðfræðilegri og pólitískri sögu miðalda verður seint ofmetið. Nafn hans þýðir „konungur réttlætis" og starf hans „Við sjáum þetta í þroskasögu Þorvalds víðförla. llann elst fyrst upp hjá föður sínum eins og kolbítur í ösku- stó. Síðan.er hann alinn upp af spákonunni að Spákonufelli á Skaga- strönd. Það er eðlilegt, hverjum þeim sem lesið hefur skýringarrit Gregoríusar páfa um Esekíel spámann að gera hlut spámannsins eða spákonunnar sem mestan í þessari þróun- arsögu. Spákonan elur Þorvald upp fyrir það fé, sem með réttu mátti kallast föðurleifð hans. Allt illa fengið fé mátti ekki koma nálægt upp- eldi hans.“ var að vera konungur í Salem, þ.e. friðarhöfðingi eða Friðrekur. Hann bar „dóm hinn dýra“, þ.e. kvöldmáltíðarsakramentið fyrir Abram hinn víðförla, og blessaði hann. Hugo frá Viktorsklaustrinu í París sagði í skýringarriti sínu við Helgar Stéttir Himnanna eftir heilagan Díónýsíus, að Melkísedek hefði það hlutverk að snúa mönnum til trúar. Keisararnir á 12. og 13. öld, einkum þó þeir, sem báru nafnið Friðrekur kunnu að notfæra sér þessa sögu til þess að styrkja vald sitt. Og Innosentíus þriðji páfi greip til þessarar sömu sögu til þess að styrkja veraldlegt vald páfa i sessi. Melkísedek var líka „prestur hins hæsta Guðs“, hann var því réttur Friðrekur biskup. Enn frekar styrkist maður í þessum skilningi, þegar maður les rit Isídórs biskups af Sevilla, þar sem hann útskýrir þessa sögu. Hann byggir í grundvallaratriðum á upphafi sjöunda kafla Hebrea- bréfsins, sem ég ræð mönnum að lesa, ef þeir vilja kynna sér merkingu nafnsins Friðrekur biskup. Það var því nærtækt fyrir íslenska munka, sem segja vildu söguna af upphafi réttrar trúar á Islandi, að gripa til sögunnar af Abram hinum víðförla og Mekíse- dek friðarkonungi. Þar höfðu þeir mynstrið, sem vinna mátti eftir. Reykjavík, 20. maí 1981. Hátíðarhöld í Hlíðadalsskóla IIÁTÍÐARIIÖLI) voru í Illíðar- dalsskóla á 17. júní. en þar eru reknar sumarbúðir í sumar, svo sem áður hefur verið. Krakkarnir i sumarhúðunum gerðu sér þar glaðan dag í tilefni dagsins. en undirhún- ingur hátíðarhaldanna hafði tekið hluta úr tveimur dögum. Dagurinn hófst með fánahyll- ingu, en síðan var haldin sögu- stund og sungið var í kapellu skólans. Klukkan 14 hófst síðan skrúðganga og Erling Snorrason flutti hátíðarræðu. Klukkan 14.30 var sérstakt tívólísvæði opnað, sem komið hafði verið upp. Þar voru ýmsar þrautir fyrir krakkana, minigolf, speglasalur og ýmislegt sprell, að sögn sumarbúðastjórans, Birgis Guðsteinssonar. Veitingar voru bornar fram fyrir gesti og þátttakendur í íþróttasal skólans, að því loknu fór fram reiptog yfir sundlaug- ina á staðnum og keppt var í sundi. Um kvöldið var haldin kvöldvaka í leikfimisal skólans, þar sem sungið var, flutt leikrit og farið í ýmiskonar leiki. í lok kvöldvökunnar fór fram verð- launaafhending fyrir hin ýmsu afrek dagsins. Á tívolískemmtuninni fyrr um daginn fengu krakkarnir sérstaka fjölritaða peninga til þess að nota í hin ýmsu tæki og einnig sérstakar ávísanir á gos, ís og kökur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.