Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 17
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981
17
Strákarnir voru hinir hressustu og létu smákuldagjóstur ekki trufla sig. Þeir eru talið
frá vinstri: Kristján H. Kristjánsson frá Seltjarnarnesi. Valdimar örn Halldórsson,
Reykjavik, Hilmar Viðarsson, Reykjavik, Bjarni Guðmundsson, Reykjavik, Snorri örn
Bennó og Steina stjórnuðu fjöldasong við varðeld hópsins i drengjaskátaskálanum um
kvöldið.
„Rúllandi, rúilandi. — Veltandi, veltandi, — standandi, sitjandi" og allir hreyfðu sig i samræmi við
textann. Eins og sjá má skemmtu krakkarnir sér hið bezta við varðeldinn.
Árnason, Reykjavík, og Guðmundur Kristinn Ásgrimsson, Reykjavík.
Þær stöllur brostu sinu bliðasta i kvöldsólinni, enda skaut einn
félaginn að: „Ofsalega eruð þið sætar.“ Þær heita. talið frá vinstri:
Auður Gná Ingvarsdóttir, Helga Valtýsdóttir og Elin Brynjólfsdóttir.
dagsins. Þeir höfðu lent í „stór-
kostlegum" ævintýrum í sjóferð
fyrr um daginn. „Það var ofsa-
gaman," sagði einn þeirra. „Bátinn
okkar rak frá landi og við urðum
að róa og róa“. — „Já,“ sagði
annar, „við hurfum á bak við
eyju“. — Hvernig komust þið í
land? „Foringinn náði í okkur á
vélbáti."
- Hvað er nú mest gaman
hérna?
Nú svöruðu allir í einu og flestir
voru á því að mest gaman væri að
fara út á vatn á bátum. Þá væru
tjaldbúðirnar einnig mjög
skemmtilegar. „Að læra að tjalda
og steikja pulsur úti og allt saman
bara,“ sagði einn. — „Já, og svo
fáum við að sofa úti, ef veðrið
verður gott.“
— Ég frétti að þið hefðuð góm-
að smyglara hér í gærkvöldi.
Hvernig gekk það?
„Það voru sko vitlausir smyglar-
ar og við náðum þeim strax. — Já
þeir töluðu ekki einu sinni alvöru-
ensku — bara vitlausa ensku."
— Hvernig veistu það? Kanntu
ensku?
„Nei, en einn strákurinn kann
ensku og hann sagði okkur það. Ég
kann líka pínulítið i ensku, sold-
ið.“
„Bara platsmyglarar“
— Var ekki erfitt að handsama
þá?
„Nei, nei“. — „Annars voru
þetta bara platsmyglarar. —
Þetta voru bara foringjar sem
máluðu sig svarta og voru með
nælonsokka yfir hausunum" sagði
einn þeirra nánast í trúnaði. —
Aldursmörk og
verð á nokkrum
sumardvalarstöðum
Til upplýsinga fyrir foreldra og forráðamenn barna og
unglinga kynnti Mbl. sér verð og aldursmörk á nokkrum
velþekktum sumardvalarheimilum fyrir born og unglinga
í sveit. Fer listinn hér á eftir, en þess er vert að geta, að
hér er ekki um tæmandi upptalningu að ræða, því víða eru
samkvæmt heimildum Mbl., rekin einkaheimili í sveitum
iandsins:
Aldursmörk Verð fyrir
Bandalag islcnzkra skáta: eina viku
Úlfljótsvatn KFUM og K., Reykjavík: 7-13 ára 560 kr.
Vindáshlíð 9-12 ára og 595 kr.
12—14 ára 595 kr.
Vatnaskógur 9-13 ára 595 kr.
13-17 ára 595 kr.
Ölver KFUM og K.. Hafnarfirði: 7—12 ára 595 kr.
Kaldársel Dvalartími minnst tvær vikur. KFUM og K., Akureyri: 7—12 ára 546 kr.
Hólavatn Dvalartími minnst tvær vikur. Þjóðkirkjan: frá 8 ára 560 kr.
Vestmannsvatn Sjónarhæðarsöfnuðurinn, Akureyri: 7-13 ára 600-650 kr.
Ástjörn, Kelduhverfi 6-12 ára 560 kr.
Dvalartími 4 vikur eða 8 vikur, aðeins drengir. Sumarheimili Sjómannadags:
Hraunkoti, Grímsnesi Dvalartími minnst tvær vikur. 6—10 ára 600 kr.
Nú? — „En við fengum fullt af
kexi og líka kakó fyrir," sagði
annar.
Næst hittum við að máli þrjár
stelpur, þær Auði Gná Ingvars-
dóttur, 12 ára úr Reykjavík, Helgu
Valtýsdóttur, 9 ára úr Hafnarfirði
og Élínu Brynjólfsdóttur, 11 ára
úr Reykjavík. Þær Auður og Elín
sögðu dvölina „æðislega", og sögðu
að þetta væri fimmta sumarið
þeirra þarna. Aðspurðar sögðust
þær ekki vera skátar. „Við vorum
ljósálfar einu sinni en ætlum sko
að verða skátar í haust," sagði
Auður Gná. Bátarnir og tjaldbúð-
irnar voru efstar á blaði hjá þeim,
eins og reyndar fleiri viðmælend-
um okkar. „Og veistu bara,“ sagði
ein þeirra, „við fáum sennilega að
sofa úti í nótt.“
— Er ekki of kalt til þess, var
spurt, því nokkuð napurt var, eftir
að sólin hvarf á bak við Nóneggj-
ar, sem er heiti fjailsins ofan við
skálann? — „Nei, nei. Við kunnum
alveg að búa okkur."
— Engin heimþrá?
Samhljóða: „Nei.“ „Pabbi og
mamma eru hvort sem er úti í
útlöndum," bætti ein þeirra við.
Önnur viðurkenndi að auðvitað
væri alltaf spennandi að koma
aftur heim.
Nú var farið að líða að kvöld-
dagskrá, sem var varðeldur með
tilheyrandi útidagskrá, söng,
leikjum, leikþáttum og sögum.
Bennó foringi stjórnaði við varð-
eldinn og honum til aðstoðar voru
tveir aðrir foringjar. Fyrst voru
sungnir nokkrir söngvar og voru
þeir flestir velþekktir skátasöngv-
ar. Mörgum tilheyrðu ýmsar
handa- og líkamshreyfingar og
mátti sjá og heyra, að börnin
þekktu vel til í þeirri listgrein.
Negrakall á
hlaupum
Gestkomandi skáti úr banda-
lagsstjórn skáta sagði krökkunum
söguna „Negri hleypur" og fylgdu
krakkarnir negrakalli úr svört-
ustu Afríku á hlaupum hans og
sundi til að ná tímanlega í töfra-
lækni handa fárveikum höfðingja.
Klöppuðu krakkarnir á læri sér,
brjóstkassa og maga, nudduðu
saman höndum og hrópuðu, allt
eftir því hvernig ferð negrans
miðaði og hvar hann var á hlaup-
unum hverju sinni. í lokin tóku
þau undir fagnaðarhróp þorpsbúa,
er negrinn kom til baka með
töfralækninn, en ekki fylgdi sög-
unni hver endalok höfðingjans
urðu.
Þá var farið í leiki. Hlaupið var
apakapphlaup, sem á uppruna
sinn í sögunni „Dýrheimar" eftir
Rudyard Kipling. Einnig var tek-
ist á í talnakeppni og fleiri
leikjum.
Að því loknu var á ný sest í
kringum varðeldinn. Krakkarnir
fluttu í hópum frumsamda leik-
þætti, en þeim er skipt í flokka og
ber hver þeirra sitt heiti, s.s.
„tófur“, „minkar“ og fleiri heiti —
öll úr dýraríkinu.
Klukkan var að halla í tíu um
kvöldið er við kvöddum þessa kátu
krakka og foringja þeirra. Þegar
ekið var úr hlaði mátti heyra
óminn frá tærum barnaröddun-
um, sem sungu fullum hálsi: „Á
Úlfljótsvatni er hopp og hí, hopp
og hí“ og má segja að textinn sá
hitti í mark.
Texti og myndir:
Fríöa Proppé