Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 19
MÖRÖUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 19 hún hefur staðið við á pappírnum. Sömu dagana og alþingismenn réttu upp hendurnar með því að lækka sjúkratryggingagjaldið, var lagður á ný nefskattur. Frumvarp um hann kom inn í Neðri deild sama daginn og lækkun sjúkra- tryggingagjaldsins var afgreidd í Efri deild. Allt gekk þetta eins og á færibandi. Skattalækkunin var rétt svipuð í krónutölum og nýi skatturinn. 3. Dagana sem Hagstofan gerði verðkönnunina fyrir útreikning verðbótavísitölunnar, bárust fregnir af auknum niðurgreiðsl- um. Sömu dagana og verðbæturn- ar eru greiddar út hækka matvör- ur, benzín og sitthvað fleira meir en kauphækkuninni nemur og gengið er fellt, þótt útflutnings- verðlagið hækki að meðaltali um 5% eða svo. Vegna þrýstings frá stjórnarandstöðunni tókst að skuldbinda ríkisstjórnina til að auka framlög til vegamála á næsta ári, en framhjá hinu verður þó ekki horft, að vegfarendur eru sviknir um 25 aura af hverri krónu á þessu ári. Með því að beita nýrri áróðurs- tækni er hægt að blekkja menn í bili. Það mun þó reynast svo um þessa ríkisstjórn sem ýmsar aðr- ar, að þegar frá líður kynnast þegnarnir stjórnarherrunum. Þeim fer þess vegna fjölgandi, sem sætta sig ekki við þá stjórnar- hætti, sem nú hafa verið teknir upp. Þó tók steininn úr, þegar verölagsyfirvöldum var heimilað að krefjast lögbanns við óorðnum verðhækkunum. Garðbæingar svara í sömu mynt og nú liggur fyrir sýslumanninum í Kjósar- sýslu að ákveða, hvort lögbann skuli lagt við ólögðum vegi í Garðabæ. Halldór Blöndal Karlakórinn Ægir með söng- skemmtanir á ísafirði og í Bolungarvík Holunvfarvík. 23. júni. KARLAKÓRINN Ægir i Bolung arvik heidur söngskemmtanir i Alþýðuhúsinu ísafirði föstudag- inn 26. júni kl. 21 og i félagsheim- ili Bolungarvikur sunnudaginn 28. júni kl. 16. Á efnisskránni eru aðallega íslenzk verk, meðal annars eftir Árna Björnsson, Pál Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns, séra Bjarna Þorsteinsson o.fl. Einsöngvarar með kórnum eru þeir Björgvin Þórðarson og Örn Jónsson. Þá kemur fram karlakvartett sem skipaður er þeim Pálma Karvels- syni, Einari Jónatanssyni, séra Gunnari Björnssyni og Hallgrími Kristjánssyni. Undirleikarar á píanó eru Ánna Kjartansdóttir og Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir. Karlakórinn Ægir hefur að undanförnu sungið opinberlega á Suðureyri við Súgandafjörð og í Bolungarvík, auk þess sem kórinn fór í söngferð til Færeyja um hvítasunnuna. Gunnar Silfursjóður- inn til sýnis á Egilsstöðum Silfursjóðurinn, sem fannst á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi sl. sumar, vcrður hafður til sýnis í afgreiðslu útibús Búnaðarhanka íslands á Egilsstöðum í sumar. Sjóðnum, sem er stangasilfur og skartgripir frá víkingaöld, er kom- ið fyrir undir glerhjálmi ásamt skýringum og verður til sýnis á venjulegum afgreiðslutíma banka- útibúsins. Starfsmannafélag Þjóðleikhússins: Hefur aldrei farið fram á rannsókn MORGUNBLAÐINU barst eftir- farandi fréttatilkynning: Af gefnu tilefni vill stjórn SFÞ taka fram eftirfarandi: Stjórnin hefur aldrei farið fram á rannsókn, né krafið Þjóðleikhús- stjóra um skýrslu vegna upptöku- tækja á skrifstofu hans, enda sér hún ekki annað en farið hafi verið að lögum að öllu leyti. Ennfremur harmar stjórnin þá umfjöllun sem mál þetta hefur fengið í fjölmiðlum og þann úlfa- þyt sem það hefur vakið. Reykjavík, 22. júní 1981. Stjórn SFb. Búnaðarbankinn — Seljahverfi Búnaöarbanki íslands leitar aö húsnæöi til leigu til bráöabirgöa fyrir nýtt útibú bankans í Seljahverfi í Reykjavík, Seljaútibú. Leigutími 1—3 ár eöa eftir framkvæmdahraöa viö fyrirhugaöan miöbæjarkjarna í Seljahverfi, þar sem útibúinu er ætlaöur framtíöarstaöur. Búnaðarbanki íslands Skipulagsdeild Austurstræti 5, sími 25600. Á GJAFVERÐI Litur er ekki lengur lúxus Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengið inn frá Vesturgötu) UMBOÐSMENN: Skagaradíój Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvík Straumur h/f., ísafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.A., Akureyri - K.Þ.H., Húsavík K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Arnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað Rafeind s/f., Egilsstöðum - Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði Radíóþjónustan, Höfn - Hornafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu - Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.