Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 41 + Á dögunum birtist hér frétt um að vaxmyndasafn Madame Tussaud’s í London væri þegar búið að móta Lady Di heitmey Karls Bretaprins í vax. Myndin kom ekki með fréttinni. Svo hún birtist hér. Lady Di úr vaxi fólk í fréttum Fallegt par + Hinn 40 ára gamli Ryan O’Neal og leikkonan Farrah Fawcett hafa að undanförnu staðið í stormasömu ástarsambandi, og er ekki óalgengt að sjá þau saman hvort með sitt glóðaraugað. Ryan O’Neal hefur hingað til haldist illa á kvenfólki og á dóttir hans Tatum ekki hvað minnstan þátt í því. En hún hefur sem kunnugt er ráðið með fádæma frekju yfir einkalífi föður síns, sem lætur hana ganga fyrir öllu. Hann var heldur betur kvíðinn þegar hann hóf samband sitt við Fawcett en þá vildi svo undarlega til að Tatum hafði ekkert við það að athuga. Ryan segist hafa komist að raun um að Farrah er annað og meira en plastbrúða með tannkremsbros, og að þau séu mjög ástfangin þó þau rífist og jafnvel sláist ansi oft. + LIV Ullman sem hefur haft það fyrir reglu að halda dóttur sinni utan við alla fjölmiðla, brá útaf vananum um daginn. Er þessi mynd tekin af þeim mæðgum fyrir utan kirkju á fermingardegi Linn sem nú er 14 ára. Marsbúi ? + Nei, þessi mynd er ekki af Marsbúa heldur er þetta tveggja vikna gamall apaungi sem náðist í einhverjum frum- skógi fyrir skömmu. Hann býr nú í dýragarði í Englandi þar sem hann er uppáhald allra. Hagnaður hjá Sjóvá 119,7 m.gkr. 1980 SJÓVÁTRYGGINGAFÉLAG íslands hélt íyrir nokkru aðal- fund sinn, 62. fundinn frá stofnun félagsins. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Sjóvá flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir reikningum og afkomunni og sagði hana góða í öllum vátryggingagreinum öðrum en ökutækjatrygg- íngum og endurtryggingum. Hagnaður af heildarstarfsemi félagsins varð 1980 119,7 m.gkr. þegar færðar hafa verið til gjalda 184,9 m.kr. í aðstöðugjald, tekju- skatt o.fl. Iðgjaldatekjur námu tæpum 6 milljörðum króna og heildartjón rúmum 5,7 milljörðum króna. í árslok voru í eigin tryggingasjóði og áhættusjóði fé- lagsins 6,5 milljarðar og eigið fé nam rúmum milljarði, þar með taldar 496 m.kr. sem hlutafé. Hjá Sjóvá vinna nú um 60 manns auk umboðsmanna úti á landi. Jafn- framt var haldinn aðalfundur Líftryggingafélags Sjóvá hf. .og námu iðgjaldatekjur 145 m.kr. og tjón ársins 35 m.kr. Framlag í bónussjóð var 60 m.kr. og var eigin líftryggingasjóður félagsins í árslok 1980 238 m.kr. Stjórn félagsins skipa Benedikt Sveinsson hrl., formaður, Ágúst Fjeldsted hrl., Björn Hallgríms- son forstjóri, Ingvar Vilhjálmsson forstjóri og Teitur Finnbogason fullj.rúi. Kaupfélag Króksfjarðar: Vörusalan 1980 nam 688 milljónum gkr. AÐALFUNDUR Kaupfélags Króksfjarðar fyrir árið 1980 var haldinn að Króksfjarðarnesi, laugardaginn 13. þ.m. í frétt frá félaginu segir að vörusala flagsins hafi alls verið á árinu 688 milljón- ir gkróna og hafi aukist frá árinu áður en 201 milljón. Fyrir land- búnaðarafurðir voru viðskipta- mönnum greiddar á árinu 572 milljónir. Tekjuafgangur varð 939 þúsund og var honum öllum ráð- stafað í varasjóð félagsins. Vextir af stofnsjóði félagsins voru 35%. Auk aðalverzlunar í Króksfjarð- arnesi eru starfrækt útibú, annað á Reykhólum en hitt á Skálanesi, Gufudalssveit. Á fundinum var mættur Gunnlaugur Björnsson aðstoðarframkvstj. Búvörudeildar SÍS., og flutti hann fróðlegt erindi um sölu og söluhorfur landbúnað- arafurða og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Þá var ennfremur mættur á fundinum Ólafur E. Ólafsson fyrrv. kaupfélagsstj. og flutti hann ávarp og hamingjuósk- ir í garð félagsins er í ár varð 70 ára. Þá minntist fundarstjóri, Grímur Arnórsson, afmælisins með ræðu þar sem hann rakti í stórum dráttum helztu og merk- ustu atriði úr sögu félagsins og greindi frá hverjir hefði verið í stjórn þess og kaupfélagsstjórar frá upphafi. Hann minntist þeirra með virðingu og þakklæti. Þá greindi formaður frá þeirri Ferðamála- ráðstefna hald- in í Helsinki INTERNORDISK Resemarknad heitir ráðstefna sem haldin verð- ur dagana 21. til 23. september nk.. i Finlandia-húsinu i Helsinki og munu sækja hana framámenn ferðamálastoínana Norðurland- anna svo og fulltrúar ferðaþjón- ustunnar. Þessi ráðstefna er sameiginlegt verkefni ferðamálaráða Norður- landanna fimm og nýtur stuðn- ings Norðurlandaráðs svo og Ráð- herranefndar þess, en ferðamál- astofnun annast tæknilegan und- irbúning. Á Internordisk Rese- marknad verður einnig í fyrsta sinn kynnt ferðin „Res í Norden" eða „Ferðist um Norðurlönd" sem mun byrja snemma á árinu 1982. Dagskrá ráðstefnunnar er tví- skipt. Fyrsta daginn verður reynt að komast að því hvernig hægt sé að selja nágrönnunum á Norður- löndunum hverskonar ferðir. Hina tvo dagana mun svo standa yfir sölukynning, þar sem leitast mun verða við að finna nýja sölumögu- leika og reynt að koma á nýjum viðskiptasamböndum milli Norð- urlandanna. ákvörðun stjórnar að í stað þess að halda nú samkvæmi til þess að minnast afmælisins hefði hún ákveðið að leggja fram tillögu á fundinum, þess efnis að félagið skyldi í tilefni af afmælinu leggja fram 2 milljónir gkr. til styrktar byggingar heimilis fyrir aldraða í héraðinu og var það samþ. ein- óma. Félagsmenn Kaupfélags K.óksfjarðar eru nú 104. Stjórn kaupfélagsins skipa eft- irtaldlr félagsmenn: Jens Guðmundsson, kennari, Reykhólum, form. Þórður Jónsson, bóndi, Árbæ. Jón Snæbjörnsson, bóndi, Mýrartungu. Kristján Magnússon, bóndi, Gautsdal. Reynir Bergsveinsson, bóndi, Fr. Gufudal. Endurskoðendur: Ómar Har- aldsson, forstj., Reykhólum. Guðjón D. Gunnarsson, bóndi, Mýrartungu. Kaupfélagstj.skipti urðu á árinu Eiríkur Ásmundsson lét af störf- um en við tók Friðbjörn Níelsson frá Siglufirði. 5 fœhur vélritunarslóll q hjólum Sérstaklega stöðugur og lipur vélritunarstóll með stillanlegu baki. Auðvelt er að festa arma á stólinn Setuhæð erfrá42-57cm. V *II t, SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. hfu1*'- Hvertisgotu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.