Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 15 um neina meiriháttar uppbygg- ingu að ræða án nýrra virkjana. Ég fæ því ekki séð að orkan geti í þessum skilningi verið burðarás í hraðvirkum efnahagsaðgerðum í nánustu framtíð. í fjórða lagi má skilja hugmyndir Eyjólfs þannig, að lækkun verð- bólgu valdi ekki samdrætti né atvinnuleysi, en því hefur m.a. nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði F.A. Hayek hafnað. Skýringin er fólgin í eðli verðbólgunnar, sem er að hvetja efnahagslífið á meðan hún stigmagnast, á þann hátt að menn vinna margvísleg störf sem einungis er hagkvæmt að vinna meðan verðbólgan stigmagnast, en leggjast af, þegar hún minnkar eða stigmagnast ekki lengur. Af þessu er ljóst að lækkun verðbólgu fylgir óhjákvæmilega einhver samdráttur, á meðan aðlögun að breyttum veruleika á sér stað. I fimmta lagi kemur ekki fram skilningur á hlutverki peninga- málastjórnar í hagkerfinu, sem flestir hagfræðingar leggja þó mikla áherslu á. Ef tekið er mið af reynslu annarra þjóða í þessum efnum, þá vekur það furðu, hversu íslenskir stjórnendur þjóðarbús- ins veita litla athygli sambandi peningamagns og verðlags, þrátt fyrir að ævinlega fari saman aukið peningamagn og hækkandi verðlag. Það má og færa fyrir því gild rök, að óstjórn peningamála hafi valdið mestu um efnahags- vanda íslendinga, enda er verð- bólga umfram allt peningalegt fyrirbæri. Það ætti því að vera ljóst, að til þess að ráða niðurlög- um verðbólgu hérlendis verður stjórn peningamála að breytast úr óvirkri í virka stjórn. Með því er átt við að í stað þess að láta framboð peninga fara eftir eftir- spurn innanlands og framvindu utanríkisviðskiptanna, þá þurfa stjórnvöld (ríkisstjórn og Seðla- banki) að stjórna framboði pen- inga, a.m.k. innlends lárisfjár, og láta eftirspurnina ráðast af því. Þrátt fyrir að í hugmyndum Eyjólfs Konráðs sé samspili hag- stærða ekki nægur gaumur gefinn, þá má um þær segja, að sem viðræðugrundvelli ber að fagna þeim, enda er það sjaldgæft, að alþingismenn hafi áhuga eða burði til að staldra við og líta ofar dægurbaráttunni. og þykir flestum sennilega nóg um upptalninguna, sem komin er. Þó langar mig til að nefna aðeins frekar efni greinarinnar um upp- töku ólöglegs sjávarafla. Sam- kvæmt lögum nr. 32/1976 er sjáv- arútvegsráðuneytinu gefin heim- ild til upptöku andvirðis ólöglegs sjávarafla, án þess að undan fari dómsrannsókn. Nú virðist í fljótu bragði, að þessi lög brjóti tvær meginreglur réttarríksins, regl- una um þrískiptingu ríkisvaldsins og að þau skerði réttaröryggi þegnanna óeðlilega. Það sem er merkilegt, er, að svo hefur ekki farið. Til þess liggja tvær ástæður. Önnur er sú, að þessi mál valda yfirleitt ekki ágreiningi. Þess vegna sætta menn sig við úrskurð ráðuneytisins, og engu máli hefur verið skotið til dómstóla frá því lögin tóku gildi. Hin ástæðan er sú, að færu öll þessi mál fyrir dómstóla, myndi það taka mun lengri tíma en nú er, að komast að niðurstöðu og kostnaður myndi aukast verulega. Ráðuneytið er mun skilvirkara en dómstólarnir. En eftir stendur, að svo virðist sem réttindi einstaklinganna hafi verið skert, en allir sætti sig við það, og það virðist jafnvel hafa leitt til góðs fyrir alla. Þetta held ég, að geti verið fróðlegt umhugs- unarefni öllum, sem hugleiða rétt- indi þegnanna og vald ríkisins. Greinarnar í þessari bók eru allar fróðlegar og flestar skýrt og skipulega skrifaðar. Bókin er vel upp sett, í góðu broti, og ég kom ekki auga á nema eina prentvillu. Ritnefndin hefur unnið mjög gott verk, en í henni voru auk Ragn- hildar Helgadóttur, þau Elín Pálmadóttir og Hannes H. Gissur- arson. Þetta er gagnleg og eiguleg bók, helguð heiðurskonu. Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir Once a Spy eftir Rennie Airth Njósnasögur, vel sagðar og uppbyggðar, eru mér hugnanleg lesning og svo er um marga. Það er gott að finna ónotahríslinginn og spenninginn og stundum er óhjákvæmilegt að maður verði að brjóta heilann, ef söguþráður- inn verður of flókinn. Þá er að taka því. Once A Spy eftir Rennie Airth segir frá Elaney, sem hafði eina stund verið njósnari, en hefur nú fyrir löngu dregið sig út úr því öllu saman og sett á stofn fyrirtæki, sem sér um að hanna hvers konar örygg- isútbúnað o.fl. í þeim dúr. Hann er ekkert mjög ánægður með þetta hlutskipti sitt. Það eru liðin sautján ár síðan Blaney var við störf í Berlín og nú vitjar hans á ný fortíðin í gervi Mc- Ivers sem kom þar við sögu. Ástæðan er sú að þrjú þeirra sem voru í Berlínarstarfinu á árum áður hafa dáið voveiflega á skömmum tíma. Tveir karlmenn skotnir eða skornir og konunni Sophy svipt út af altani á áttundu hæð. Þetta er ekki vel skiljanlegt vegna þess að svo langur tími er liðinn. Ef runnin er upp stund hefndarinnar þá hvers vegna nú en ekki fyrir mörgum árum eða eftir mörg ár. Mclver fær Blaney til að taka að sér að athuga málið og hann flækist út og suður og lendir í hinum mestu mannraunum. En auðvitað komast upp svik um síðir. Og eins og tilheyrir góðri njósnasögu er auðvitað góði vitri yfirvegaði maðurinn sem allir horfðu til með lotningu einn helzti svikahrappurinn. Svoleiðis enda gjarnan njósnasögur. Það væri fróðlegt að vita hvernig það er í raunveruleikanum. Þetta er læsileg saga og Rennie Airth tekst að magna upp spennu og halda henni, gerir söguþráðinn hæfilega flókinn og leiðir ekki of margar persónur fram samtímis svo að hægt sé nú að henda reiður á þessu öllu. RENNIE AIRTH Once a Spy Hann segir sögu manns — ekki neins súpertöffara sem er svo klókur og æðislegur — heldur manns sem er fjarskalega venju- legur og á í raun ekki heima í þessu umhverfi sem hann kast- ast inn í. En geldur þess að eitt sinn var hann njósnari og verður að taka afleiðingum þess. Bókin er gefin út af forlagi Jonathan Capes og mér skilst að Airth hafi gefið út eina bók áður sem heitir „Snatch" og fékk hún hina ágætustu dóma. Það er líka alveg óhætt að mæla með Once A Spy, hún stendur fyrir því sem henni er ætlað. F élagsmálastof nun Reykjavikur: Sumarstarf aldraðra hafið SUMARSTARF eldri horgara I Reykjavik er nú hafið, en vetrar- starfinu lauk með sýningu í félags- miðstöðinni að Norðurbrún 1, um sl. mánaðamót. Gefinn hefur verið út sérstakur kynningarbæklingur um sumar- starfið á vegum Félagsmálastofnun- arinnar og liggur hann frammi í húsum félagsstarfsins, þ.e. að Norð- urbrún 1, Lönguhlíð 3 og Furugerði 1. Þar er sumardagskráin kynnt nánar og getur fólk fengið hana sér til frekari glöggvunar. í sumarstarfinu verða m.a. 10 dagsferðir og lagt af stað í allar þær ferðir frá Alþingishúsinu, eina tveggja daga ferð til Akureyrar, og 4 dvalarflokkar verða á Löngumýri sumarið 1981. Þegar hefur verið farið í 3ja vikna ferðir til Costa del Sol í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Útsýn þar sem þátttakendur voru tæplega 90 og er gert ráð fyrir sólarlandaferð að hausti einnig. Opið hús verður í sumar á eftirtöld- um stöðum: að Norðurbrún 1, kl. 10.00 á miðvikudögum. í Lönguhlíð 3, kl. 13.00 á föstudögum. Að Furugerði 1, kl. 13.00 á mánudögum. ■vV.> W r: >- Snjótroðarar frá 120 til 150 hestöfl með öllum hugsan- legum aukabúnaði Allar stærðir og gerðir af skíðalyftum Skíðalyftur Snjótroðarar. Höfum tekið að okkur sölu og þjónustu á íslandi fyrir hið þekkta fyrirtæki LEITNER á Ítalíu. LEITNER er einn stærsti framleiðandi Evrópu á skíðalyftum og snjótroðurum. Getum nú boðið allar stærðir og gerðir af þessum tækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.