Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 25 Síðasti dagur forsetaheimsóknarinnar: „Eigum orðið tölu- vert í Vigdísi“ - sagði sýslumaður Strandamanna, er forseti Islands var kvaddur Frá Hildi Ilelgu Sigurðardóttur. hlaðamanni Morgunblaðslns i (ör með forseta íslands um Strandasýslu. „ÞETTA eru ykkar tré krakkar, þið eigið að hugsa vel um þau, þvi að þau eiga að vaxa og dafna jafnt og þið,“ sagði forseti, Vigdís Finnbogadóttir, við börnin á Hólmavík, þegar hún gróðursetti þrjár birkihríslur í Baunahlíð við Hólmavíkurkirkju og var það fyrsti vísirinn að fyrirhuguðum almenningsgarði við kirkj- una. Gróðursetning trjánna var jafnframt síðasta verk forseta á Hólmavík í gærmorgun. áður en hún hélt heimleiðis á þessum siðasta degi heimsóknarinn- ar í Strandasýslu. landi þegar sýslumaðurinn gerði kunnugt um fyrirætlanir sínar um verndun Staðarkirkju í Steingrímsfirði og forseti færði sýslumanni að gjöf bók- ina „Landið þitt“, eða „landið okkar“, eins og forseti komst að orði. Síðan skildu leiðir og hver hélt til síns heima. - „Heitir þú Hákon jarl?“ spurði Vigdís Finnbogadóttir Hákon Kjalar Hjördisarson, son sýslumanns, þegar hún heyrði einhvern kalla nafn hans i fjarska i Grimseyjarferðinni á mánudaginn var. Fyrst svo var ekki, gaf forseti Hákoni jarlinn að virðingarheiti og þannig varð misheyrn að jarlstign. Hér skoðar jarlinn nýskipaði lendur sínar, Grimsey á Steingrímsfirði, ásamt forseta íslands og móður sinni, sýslumanni Strandamanna. Myndin er tekin i vitanum. (Ljósm. Mbl. Kristján.) Ekki sagði forseti þó skilið við Strandamenn eftir að Hólmavík sleppti, og haldið var í suðurátt inn Hrútafjörð. Kom- ið var við í skólanum í Brodda- nesi, í boði hreppsnefnda Fells- og Ospakseyrarhrepps. Þar þáði Vigdís að gjöf öskju, fagurlega útskorna af Signýju Sigmund- ardóttur frá Óspakseyri og ljósmynd, tekna frá Kollafjarð- arnesi yfir Kollafjörð, eftir Tryggva Samúelsson, ljósmynd- ara. Þá var snæddur hádegisverð- ur í grunnskólanum á Borðeyri í boði Bæhreppinga. Pálmi Jóns- son, hreppstjóri Bæjarhrepps, bauð gestina velkomna og Jónas Jónsson frá Melum stiklaði á nokkrum atriðum úr sögu Borð- eyrar og Stranda. Sagði Jónas, að þótt Strandasýsla væri bæði löng og strjálbýl, eins og forseti hefði nú komist að í reynd á för sinni, þá hefði það þann kost að enginn skortur væri á olnboga- rými og „hverjum þætti sinn fugl fagur“. Um Hrútafjörðinn mætti segja það sama og sagt hefði verið um Hvítárvellina: „Það er fagurt í Hrútafirðinum þegar vel veiðist." Ennfremur sagðist hann vona að ferðin hefði orðið Vigdísi til nokkurrar ánægju og að hún væri ef til vill nokkru fróðari um mannlíf það er þrifist á Ströndum. Sýslumaður, Hjördís Hákon- ardóttir kvað Vigdísi hafa fært Strandamönnum gjafir góðar, þar sem væri gróðurinn til barnanna „og þykir okkur Strandamönnum sem þessi tré endurspegli það svipmót, sem Vigdís hefur sett á embætti sitt,“ sagði Hjördís. Ennfremur minntist hún á það að forseti hefði ekki talið sig geta rakið ættir sínar til Stranda og væri það miður fyrir Strandamenn. „En okkur finnst samt að við eigum orðið töluvert í Vigdísi og hún gæti þessvegna verið ættuð af næsta bæ,“ sagði Hjördís sýslumaður og afhenti forseta síðan eintak af „Stranda- mönnum" Jóns Guðnasonar, með óskum um að ef til vill findi forseti einhvern skyldleika við Strandamenn þegar betur væri að gáð. Vigdís Finnbogadóttir beindi fyrst orðum sínum til Jónasar á Melum, þegar hún tók til máls og sagði, að vissulega væri fegurð afstætt hugtak en Bæj- arhreppurinn væri í sínum huga einkar fallegur því þar byggi gott fólk. Þá rifjaði hún upp þegar Islendingar biðu hundruðum saman á Borðeyri eftir að komast til Ameríku, þegar Ameríkuferðirnar stóðu sem hæst, og gladdist yfir þeim framförum sem gerðu mönnum kleift að lifa í sátt við landið á okkar tímum, þótt harðbýlt kynni að vera. Strandir kvað Vigdís vera svo grópaðar í huga sinn eftir ferðina að hún gæti farið leiðina blindandi í hugan- um eftir að heim væri komið. Áður en haldið var á heiðina og leiðir skildu með Vigdísi og Strandamönnum, gróðursetti hún, líkt og gert var annars- staðar í ferðinni, þrjú tré fyrir börnin á Borðeyri; „eitt fyrir drengina, eitt fyrir stúlkurnar og eitt fyrir ófæddu börnin." Á Holtavörðuheiði við sýslu- mörk Strandasýslu var sleginn botninn í þessa fyrstu og afar velheppnuðu, opinberu heim- sókn forseta íslands í eigin Séra Andrés ólafsson, prófastur á Hólmavík kveður, forseta íslands, frú Vigdisi Finnbogadóttur, og fylgdarlið. í baksýn er kirkjan í Hólmavík. Meðal þeirra sem skemmtu á menningarvöku Strandamanna í Árnesi á þriðjudagskvöldið va söngflokkurinn Hvítabandið. Hann var klappaður upp hvað eftir annað og endaði flutning sinn litlum frumsömdum brag, „Lengi lifi forsetinn“. bar með lauk samkomunni og hér ræðir forsetinn vi Ilvitabandið í miðnætursólinni i Árnesi. F.v. Einar Unnsteinsson, skólastjóri Klúkuskóla Bjarnarfirði, Leifur Hauksson, garðyrkjubóndi og tónlistarmaður, Magnús ólafsson, Guðrú Backman, Arnlín Óladóttir og Vigdis Esradóttir. Vigdis veitti börnum á Drangsnesi smá kennslustund í garðrækt um leið og hún gróðursetti fyrir þau birkihrislur á mánudaginn var og áhuginn leyndi sér ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.