Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 ÓSKAR Jóhannsson, kaupmaóur I Sunnuhúðinni við Mávahlið, opnaði fyrir skömmu nýja verzlun að LauKaveKÍ 168. en að þessu sinni ætlar Oskar ekki að verzla með matvöru. eins ok hann hefur Kert um áratuxaskeið. heldur haslar hann sér völl á nýjum vettvanKÍ. sem er sala á tölvubún- aði ok rafeindabúnaði ýmis konar. Vörur þær, sem óskar hyKKst flytja inn ok selja eru framleiddar af bandaríska stórfyrirtækinu Tandy, en allar verzlanir. sem selja vörur þeirra nefnast Radiu Shack-verzlanir, ok svo er einnÍK um verzlun óskars. MorKunblaðið hitti Óskar að máli fyrir skömmu og fyrsta spurningin var, hvers vegna hann, rótgróinn matvörukaupmaður, færi nú allt í einu að selja tölvur. „Satt bezt að segja, hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á rafeindabúnaði ýmiss konar, og ekki sízt tölvum eftir að þær foru að koma á markað. Þá hefur það kynnt undir Óskar Jóhannsson við eina tölvuna frá Tandy. Óskar Jóhannsson í Sunnubúðinni: Farinn að selja tölvur og hyggst hætta í matvörunni áhuga mínn, að sonur minn hefur verið á kafi í tölvumálum um árabil og er einmitt að ljúka námi í þeim fræðum. Til að setja punktinn yfir i-ið, þá verður það að segjast eins og er, að sú aðstaða, sem okkur matvörukaupmönnum er boðin, er alls ekki til að hvetja menn til að halda áfram. Það er í raun stöðugt verið að þrengja að þessum at- vinnuvegi," sagði Óskar. Ætlar þú þá að leggja matvöru- kaupmennskuna á hiluna? „Já, ég hef hugsað mér að draga mig út úr þeim viðskiptum, þegar skriður verður komin á þetta fyrirtæki. Það er nú líka hverjum manni hollt að skipta um umhverfi," sagði Óskar. Tandy-fyrirtækið framleiðir ekki einungis tölvur, heldur er það stór framleiðandi í ýmis konar raf- eindabúnaði, eins og hljóm- flutningstækjum, reiknivélum og fleiru. Sem dæmi um stærð fyrir- tækisins, sagði Óskar, að það hefði um 40% markaðshlutdeild í Banda- ríkjunum í sölu meðalstórra og minni tölva. Ætlar þú að selja alla þeirra línu? „Það er hugmyndin, að reyna að vera með sem breiðasta línu, en auðvitað getum við ekki legið með allt á lager, þetta er svo gífurlegur fjöldi hluta. Því er hins vegar ekki að neita, að ég mun leggja höfuðáherzluna á tölvurnar, fylgihluti þeirra og prógröm. Nú þegar ég er farinn að nefna pró- gröm, vil ég sérstaklega geta þess, að Tandy hefur sérstaklega lagt sig fram við að framleiða hin ólíkleg- ustu prógröm í fjöldaframleiðslu. Viðskiptavinir þurfa því ekki að byrja á því að leggja út í mikinn kostnað við hönnun nýs prógrams, þegar þeir kaupa tölvu. Þeir geta fengið fyrir skaplegt verð prógram, sem þeir hagræða aðeins að eigin þörfum, og í okkar tilfelli munu sérfræðingar okkar aðstoða við það verk. Sonur minn, sem er sér- menntaður á þessu sviði mun til að byrja með sjá um þann þáttinn, auk annarrar ráðgjafar og við- haldsþjónustu. Ég tel þennan þátt- inn í framleiðslu fyrirtækisins ein- mitt hafa hvað mest að segja í sambandi við velgengni þess. Viðskiptavinirnir geta keypt allt saman í einum pakka. Það er nokkuð, sem tiltölulega fáir keppi- nautar bjóða upp á. Henta þessar tölvur einhverjum einum rekstri betur en öðrum Óskar? „Það er hægt að nota þessar tölvur nánast við allt það sem tölvur eru nothæfar í. Ég vil meina, að við getum boðið öllum stærðum íslenzkra fyrirtækja þá stærð tölvu og búnaðar, sem þau þurfa, auk þess sem ég hef lagt mikla áherzlu á að kynna skólum þessar tölvur. Þær eru mjög mikið notaðar í bandarískum skólum, og fyrirtáíkið hefur hannað sérstök prógröm og gefið út sérstakar bækur, bæði fyrir nemendur og kennara, sem hafa reynzt vel. Annars held ég, að íslendingar séu nú töluvert að vakna til vitundar um þá gífurlegu mögu- leika, sem tölvur bjóða upp á. Það er alls ekki ofviða litlum fyrirtækj- um, að eignast eigin tölvu. Það eru bara orð svartsýnismanna. Ég er t.d. langt á veg kominn með að tölvuvæða Sunnubúðina, og þótt ég segi sjálfur frá, þá eru það gífurleg viðbrigði, að hafa alla hluti svo miklu meira á hreinu fyrr. Þú getur skoðað stöðuna, nánast frá degi til dags,“ sagði Óskar að lokum. Stuart Cree, forstöðumaður Flugleiðaskrifstofunnar í Glasgow: Mun einbeita mér að sölu á Islandsferðum ÁÆTLUNARFLUGI Flugleiða til Glasgow ok Kaupmannahafnar lauk 29. maí s.L, ok er ástæðan krafa brezku fluKmálastjórnarinnar um, að félaKÍð draKÍ sík út af þessari fluKleið. en sem kunnugt er hafa samningaumleitanir um áframhaldandi leyfi félagsins ekki borið árangur. Stuart Cree, sem veitt hefur Flugleiðaskrifstofunni í GlasKow forstöðu um árahil, var hér á ferð fyrir skömmu ok hitum við hann að máli. Nú verður Flugleiðaskrifstofan lögð niður 1. október n.k., hvað tekur þá við? „Sem betur fer missi ég ekki alveg sambandið við Flug- leiði, því þann sama dag og Flug- leiðir loka, mun ég opna nýja ferðaskrifstofu í sama húsnæði, en hún nefnist „Iceland Airtours", og ég mun einbeita mér einmitt mjög að sölu íslandsferða og ferða milli Skotlands og annarra Norðurlanda. Ég mun því eftir sem áður verða í miklu sambandi við Flugleiði, þótt í öðru formi, enda má segja að félagið eigi í manni hvert bein. Helztu viðbrigðin verða eflaust þau, að ég mun hverfa úr beinum tengslum við flugið, en því hefur ég verið tengdur nánast allan minn starfsaldur. Hjá Flugleiðum hef ég verið í 17 ár, eða fyrst hjá Flugfé- lagi íslands og síðan Flugleiðum. Ég hef eignast sérstaklega marga og góða vini hér á íslandi vegna þessa starfs míns, og get ég ekki stillt mig um að nefna tvo þeirra sérstaklega, þá Örn 0. Johnsen, fyrrverandi forstjóra, og núverandi stjórnarformann, sem ég hef virt gifurlega mikils, og þá vin minn Svein Sæmundsson, blaðafulltrúa félagsins. Við höfum haft mjög náið og gott samstarf alla tíð, bæði í gegnum félagið og persónulega," sagði Stuart Cree. Það hlýtur að hafa orðið gífurleg breyting á skrifstofuhaldinu í gegn- um tíðina? „Því er ekki að neita. Hér áður fyrr vorum við með 7 flug í viku og höfðum þá nóg að gera, reyndar meira en nóg, enda voru starfsmenn þá 15, en í dag eru þeir aðeins 3. I vetur var eitt flug milli íslands og Skotlands, en í fyrra- sumar voru þau tvö. Annars hefur þetta verið gegnumflug hjá okkur. Meirihluti farþega hefur haldið áfram til Kaupmannahafnar. Það hefur aldrei borgað sig að vera með beinar ferðir milli íslands og Glas- gow. íslendingar sækja þó alltaf í tóluverðum mæli til Skotlands, þótt þ.ið sjónarmið sé alltof ríkjandi, að ekki sé hægt að heimsækja Bret- land, nema fara í gagnum London. Hingað hefur fólk komið í hópum til að verzla, auk þeirra, sem hafa komið að skoða land og þjóð. Ég er þeirrar skoðunar, að nauð- synlegt sé, að halda uppi ákveðnu flugi milli Islands og Skotlands. Knda held ég, að stórauka mætti ferðir íslendinga til Skotlands, ef rétt erám álum haldið., Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd, að Glas- gow er sú stórborg, sem stendur Islendingum næst. Það tekur aðeins liðlega 2 klukkutíma að fljúga á milli," sagði Stuart Cree. Nú hygst þú einbeita þér að sölu ferða til íslands og annarra Norð- urlanda. Er nægur markaður fyrir það í Skotlandi. “Ég trúi því, að svo sé. Hins vegar byggist gott gengi okkar á góðu samstarfi við Islend- inga, almenning, Flugleiði og ferða- skrifstofur. í sambandi við almenn- ing vil ég sérstaklega taka fram, að Cargolux 1981: Gera ráð fyrir 21,4% aukningu á flutningunum CARGOLUX, sem í dag er orðið eitt stæsta vöruflutninKaflugfé- lag veraldar. aðeins tiu ára gam- alt. flauK á siðasta ári 486 milljón tonn/kilómetra. og áætlun fé- laKsins Kerir ráð fyrir 590 millj- ón tonn/kilómetrum á yfirstand- andi ári. eða um 21.4% aukningu milli ára. Heildarflutningar um flugvöll- inn í Luxemborg jukust um 13% á síðasta ári og átti Cargolux um 75% af því. Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti þau tíu ár, sem það hefur verið starfandi, en það er sameign Flugleiða, Luxair og Salen-samsteypunnar. Félagið á og rekur í dag tvær Boeing-747, Júmbó-þotur, og rekur fimm DC-8 þotur, en á fjórar þeirra. Til nánari skýringar á flutning- unum, þá flutti félagið um 60 tonn af vörum á síðasta ári, en meira en helmingur þess voru flutningar milli Evrópu og Austurlanda fjær. Sérstaklega hafa flutningar til og frá Hong Kong verið miklir og eru stöðugt að aukast. í nýlega útkomnu fréttabréfi Hong Kong skrifstofu félagsins rakst ég á eftirfarandi klausu: Cargolux tók forystuna i flutning- um milli Hong Kong og Evrópu nánast á einni nóttu. Nú stefnir félagið að því, að verða leiðandi flugfélag í heiminum á sviði vöru- flutninga. Unnið við lestun tveggja DC-8 þota Cargolux i Luxemborg. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL Stuart Cree Ljonmynd Mbl. GuAjón. við ætlum, að bjóða upp á skipu- lagðar ferðir fyrir íslendinga og aðra um Bretland. Það þarf ekki endilega að byrja í London, eins og ég sagði áður,“ sagði Stuart Cree. Að síðustu kom fram hjá Stuart Cree, að því fylgdi auðvitað mikilí söknuður að hætta starfi hjá Flug- leiðum efir svona langan starfsald- ur, en hann væri bjartsýnn á framhaldið. „Ég mun eftir sem áður vera í sambandi við þessa vini mína, “ sagði Stuart Cree að lokum. Samkeppnis- staða iðnaðar versnar hratt Frá áramótum hefur sam- keppnisstaða iðnaðarins, bæði útflutningsiðnaðar og sam- keppnisiðnaðar á heimamark- aði, versnað óðfluga. Um ára- mótin féll niður 3% aðlögun- argjald. án þess að starfsskil- yrði iðnaðarins væru jafn- framt iöguð. Þá ákvað ríkisstjórnin í byrj- un febrúar að ábyrgjast allt að 5% hærra fiskverð en þá gilti á heimsmarkaði og kom sú ráð- stöfun í stað gengisbreytingar. Loks hefur þróun á erlendum gjaldeyrismörkuðum, ásamt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að festa gengið, haft í för með sér afar mikla erfiðleika fyrir meginþorra iðnaðarins. Þrátt fyrir lítilsháttar lagfæringar á gengi í febrúar og lok maí, hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart ýmsum Evrópugjald- miðlum verið hækkað. Þetta kemur fram í nýja fréttabréfi FÍI, Á döfinni. Þá segir: Stjórnvöld gera ráð fyrir 40% verðbólgu á þessu ári og þegar hafa komið til fram- kvæmda á árinu 15% launa- hækkanir, auk ýmissa annarra hækkana. Komi ekki til frekari breytinga á gengi íslensku krónunnar er samkeppnisað- staða iðnaðarins að verða von- laus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.