Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 FRÁ ORKUÞINGI Jóhann Már Maríusson, yfírverkfræðingur: Fimm stórar vatnsaflsvirkj- anir fram til aldamóta Þriðjungur af nýtanlegu vatnsafli þá nýttur Á ALÞINGI hafa nýlega komið fram þrjú frumvörp um raforkuver, sem allir stjórnmálaflokkar standa að. Sammerkt með þeim öllum virðist vera, að þau gera ráð fyrir virkjanauppbyggingu sem gerir verulega betur en að anna aukningu á almennri raforkueftirspurn. Ég lít svo á að með þessu sé ljóst að vilji Alþingis sé eindreginn sá að stefna beri í aukningu orkufreks iðnaðar í landinu og gera megi ráð fyrir að þeirri stefnu verði framfylgt. Þetta var efnislegt innihald á upphafs- orðum Jóhanns Más Maríussonar, yfirverkfræðings, á Orkuþingi, er hann ræddi framtíðarþróun í erindi sínu: „Fjárfesting og mannafli við rafokuframkvæmdir“. I mínum huga hlýtur markmið okkar að vera að lífskjör landsmanna verði með hyggilegum orkufram- kvæmdum og orkunýting bætt svo sem frekast er kostur, án þess að stofnað verði til óhóflegrar skuldasöfnunar eða þenslu í atvinnulífi þjóðarinnar og/eða óvarkárni í umhverfismálum. Fimm vatnsorkuver fram til aldamóta Á ráðstefnu Stjórnunarfélags- ins um „ísland árið 2000“ setti ég fram hugmynd um þróun orkuöfl- unarkerfisins, sem fól í sér fimm stór vatnsorkuver fram til næstu aldamóta, þar af þrjú á Þjórsár- svæðinu og tvö utan þeirra, þar á meðal það stærsta. Þessi raforku- ver eru: Klönduvirkjun, Fljóts- dalsvirkjun. stækkun Búrfells- virkjunar. Sultartangavirkjun og virkjun efri Þjórsár, ásamt aukn- um miðlunum á Þjórsársvæðinu og svokölluðum Kvíslaveitum í Þórisvatni. Þessar framkvæmdir myndu auka raforkuframleiðslu- getuna um tæpar 6 TWh (6 þúsund milljón kílówattstundir) og aflgetuna um tæp 1100 MW. Núverandi landskerfi að meðtöld- um Hrauneyjafossi og Kröflu full- nýttum getur hinsvegar framleitt núna 4 TWh og hefur aflgetu 800 MW. Um aldamót yrði þá búið að virkja 1900 MW með orkuvinnslu- getu um 10 TWh, sem er um þriðjungur af nýtanlegu vatnsafli Islands en fimmtungur af mögu- legri framleiðslugetu með vatns- afli og jarðgufu. Síðan ræddi Jóhann Már um fjárfestingu í orkuöflun og orku- frekum iðnaði miðað við framan- greint en þar um vísast til með- fylgjandi töflu (11—10). Orðrétt sagði hann: „Ef reikna má með því, að fjárfestingin í raforku- framkæmdum undanfarinna ára Jóhann Már Maríusson. yfirverk- fræðingur. hafi ekki reynst þjóðarbúinu ofviða og sú fjárfesting geti skilað viðunandi arði, má fullyrða, að áðurnefnd hugmynd um framtíð- arþróun raforkukerfisins geti tal- ist vel innan hæfilegra marka, hvað varðar fjárfestinguna sem hún krefst. Hvað varðar mann- aflaþörfina til byggingarfram- kvæmdanna má gera ráð fyrir, að mannaflaþörfin að meðaltali verði heldur minni en undanfarin ár, verði raforkuuppbyggingin eins og áður er lýst. Þeir þættir sem ég hefi tekið til athugunar í þessu erindi benda til þess, að sú mynd sem brugðið hefur verið upp af framtíðarþróuninni séu vel innan viðráðanlegra marka í fjármagns- legu og framkvæmdalegu tilliti. KOSTNAOUR OG MANNAFLaÞÖRF VIO UPPBYGGINGU RAFORKUKERFISINS OG ORKUFREKS IONAOAR Á TÍMABILINU 1981-2000 ÁHLEG MEDALEJÁAFESTING ÁRLEG MANHAELAÞÖRE (UILLJÓN kr. VEROLAG APRÍL 198 1) (ÁRSVERK AO UEOALTALI) □ m SK ÝRINGAR : HEILO VIRKJANIR OO FLUTUINOSVIRKI AORAR R AFORK UFRAUK V AEUDIR ORKUFREKUR IONAOUR Horft um öxl og fram á veg Jóhann Már gat þess í upphafi erindis síns að orkuframleiðslan hefði fimmfaldast á sl. fimmtán árum, úr 663 GWh 1965 í 3128 GWh 1980. Þar að auki hafi mest allt landið verði tengt saman í eitt raforkukerfi með byggingu sam- tengilína (byggðalína). í lok þessa árs verði samtengingin komin langleiðina með byggðalínu frá Hryg'ístekk á Fljótsdal suður til Hafnar í Hornafirði, þó sumar tengingar verði að teljast veiga- litlar ennþá. 1965 voru 1116 sveitabæir utan sameiginlegra rafveitukerfa, nú aðeins 175. í lokaorðum Jóhanns sagði hann m.a.: „Það að koma upp orkufrekum iðnaði krefst mikils undirbúnings og stundum langs aðdraganda. Eg er á þeirri skoðun, að sá undirbún- ingur sem er eftir að vinna í þessu efni þurfi nú að fá forgang, ef svipuð þróun á að geta átt sér stað sem hér hefur verið lýst. Málið er ekki svo einfalt, að iðnaðartæki- færin standi í biðröð albúin þess að bjóða sig fram á þeim tíma og með þeim kjörum sem hentar okkar geðþótta. Þegar að fram- kvæmdaákvörðunum kemur, verð- ur hvert skref að stígast að vel undirbúnu máli og fullu raunsæi. Ég hætti mér ekki frekar út á þessa braut hér, því þetta mál eitt út af fyrir sig er efni í heilt erindi. Að lokum vildi ég vekja athygli á eftirfarandi hugleiðingum, sem e.t.v. er vert að gefa sérstakan gaum við ákvarðanir um virkjana- framkvæmdir á næstu áratugum. Á Þjórsársvæðinu hefur nú ver- ið gengið frá endanlegri mynst- uráætlun um tilhögun virkjana á svæðinu niður fyrir Búrfell. Hér er um fjölmargar virkjanir að ræða, sem flestar eru af hæfilegri stærð og fjárhagslega hagkvæm- ar. Nú eru þegar komnar þrjár stórvirkjanir á svæðið og sú fjórða verkhönnuð og ráðgerðar fram- kvæmdir við hana á næstu árum. Það virðist því liggja nokkuð beint við, að mikil hagkvæmni sé í því fólgin að haga framkvæmdum á þessu svæði þannig, að þar verði haldið óslitinni byggingavinnu, sem gæti þá haldist nokkuð fram á næstu öld og gæti þannig orðið grundvöllur að stöðugum bygg- ingariðnaði á þessu svæði með tilheyrandi atvinnuöryggi og jafn- vægi í atvinnuframboði. Gæti þetta orðið mikilvæg atvinnugrein og lyftistpng í þeim héruðum, sem nærri liggja þessu virkjanasvæði. Öðru máli gegnir með Blöndu og Fljótsdalsvirkjanir, sem eru einu virkjanirnar hvor á sínu vatna- sviði og ekki liðir í stærri virkj- anakeðju. Augljóst er, að mikil hagkvæmni fylgir því að sem flestir, sem koma til með að vinna við að koma þessum virkjunum upp eigi heima sem næst virkjun- arstöðunum. Hér er hins vegar um stór verk að ræða, sem aðeins taka tiltölulega takmarkaðan tíma. Því virðist æskilegt, að þetta sérstaka vandamál verði tekið með í heild- ardæmið við ákvarðanir um þess- ar virkjanaframkvæmdir og orku- nýtingaráformin þeim tengdar, með það fyrir augum að stuðla að sem mestu jafnvægi í atvinnumál- um þeirra héraða, sem umræddar framkvæmdir hafa áhrif á.“ Frá vinstri: Guðni Guðmundsson rektor, Knútur Hallsson sknfstoíu- stj. menntamálaráðuneytinu, dr. Ilalldór Eliasson prófessor og verðlaunaþeginn dr. Jón Arason dósent. Jón Arason dósent hlaut verðlaun VERÐLAUNASJÓÐUR dr. phil. Ólafs Danielssonar og Sigurðar Guðmundssonar arkitekts var stofnaður árið 1954 af frú Svan- hildi Ólafsdóttur stjórnarráðs- fulltrúa. Tilgangur hans er m.a. að verðlauna islenskan stærð- fræðing, stjörnufræðing eða eðl- isfræðing og skal verðlaununum úthlutað án umsókna. Verðlaun til þessa hafa þeir Leifur Ásgeirsson, prófessor, dr. Trausti Einarsson, prófessor, Þor- björn Sigurgeirsson, prófessor, og dr. Guðmundur Pálmason, jarð- eðlisfræðingur, hlotið. Að þessu sinni hefur stjórn sjóðsins ákveðið að verðlauna dr. Jón Arason dósent, fyrir rannsóknir í stærð- fræði á sviði algebru og algebru- rúmfræði. Verðlaunin nema kr. 12.000.00. Jón er fæddur á Húsavík árið 1946, lauk stúdentsprófi frá MA 1965 og doktorsprófi við háskól- ann í Mainz árið 1974. Hann starfaði fyrst sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskól- ans og hefur starfað sem dósent í stærðfræði við Háskóla íslands síðan 1978. Ritgerðir eftir Jón hafa birst í erlendum stærðfræði- tímaritum og hafa kenningar hans um ferningsform vakið athygli. I stjórn verðlaunasjóðsins eru þeir Guðni Guðmundsson, Halldór Elíasson og Knútur Hallsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.