Morgunblaðið - 25.06.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.06.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 3 1 Lýsum upp skúmaskotin eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur Islenzkir skattborgarar glugga um þessar mundir í skattskrána, sem lögð er fram í einu skattum- dæminu af öðru. Það er greinilegt að ríkið hremmir sem fyrr til sín yfirgnæfandi meirihluta af öllum opinberum gjöldum. Nær væri, að sveitarfélögin fengju meira í sinn hlut til að standa undir nauðsyn- legum framkvæmdum og þjónustu heima í héraði í stað þess að búa við þetta eilífa samkrull og skömmtun úr hnefa ópersónulegs miðstjórnarvalds ríkisins, sem yf- ir öllu vill gína. Hví ekki að afnema hreinlega tekjuskatt til ríkisins og færa hann til sveitarfé- laganna ásamt auknum verkefn- um, sem heimamenn hefðu frum- kvæði um og bæru ábyrgð á. Þessi hugsjón Sjálfstæðisflokksins um aukið fjárhagsiegt sjálfsforræði sveitarfélaganna aísorglega erfitt uppdráttar. Ekki þarf að undrast, að róðurinn þyngist nú í þeim efnum á meðan ráðandi sósíalísk öfl innan ríkisstjórnarinnar stefna markvisst að allsherjar ríkisforsjá, sem ætlar almenningi í landinu þann hlut helztan að þiggja það sem að honum er rétt ofan frá af þeim, sem valdið og vitið hafa — og þegja síðan. Samanþjöppun valds Allt um það hygg ég þó, að flestir skattgreiðendur greiði sín gjöld til ríkisins með glöðu geði, sé þeim í hóf stillt og ofbjóði ekki greiðslugetu hvers og eins. Fólki er hinsvegar hreint ekki sama hvernig skattpeningum þess er varið. Það er óánægt og tortryggið gagnvart sívaxandi tilhneigingu ríkisvaldsins til að ráðskast með ráðstöfunarfé almennings, sem unnið var fyrir með súrum sveita. Menn eru óánægðir með hve hverfandi litla möguleika hinn almenni borgari hefir til að hafa nokkur áhrif á meðferð almanna- fjár og um leið hræddir við vaxandi samþjöppun valds í hönd- um fárra manna. Þannig vill það heldur hlálega til, að á sama tíma og skattreikn- ingar dynja á landsmönnum, þá lætur ríkisstjórn þau boð út ganga, að hún muni samkv. bráða- birgðalögum frá s.l. áramótum skera niður framkvæmdafé á gild- andi fjárlögum um þrjú þúsund miljónir gkr. þá m. vegafé á ný- samþykktri vegaáætlun. Niðurskurður fram- kvæmda — rekstr- arkostnaður ríkisins Þessi ráðstöfun — niðurskurður og um leið ógilding fjárlaga án alls samráðs við Alþingi, er auð- vitað réttlætt með því, að hún sé liður í viðleitni til að hamla gegn verðbólgunni. Sú skýring er góð og gild, svo langt sem hún nær. En þá kemur á móti þessi gamla spurn- ing: hvort ekki sé nokkur leið að draga eitthvað úr rekstrargjöldum ríkisins og ríkisstofnana að því er nemur t.d. þessum 3000 miljónum gkr. sem nú á að klípa af vegafénu svo stórkostleg, og aðkallandi verkefni, sem bíða úrlausnar í þessum málaflokki. Mér koma í hug í þessu sam- bandi tvær fyrirspurnir til fjár- málaráðherra, sem ég bar fram á Alþingi um 5—6 vikum fyrir þinglok. í annarri þeirra var spurzt fyrir um hvort áætlað hefði verið og reiknað út hver myndi verða kostnaður ríkisins af greiðslu starfslauna við mötuneyti nemenda í framhaldsskólum landsins. Ef svo væri — hve hárri upphæð myndi nema sá kostnað- ur. Hin fyrirspurnin var svohljóð- andi: 1. Hve margir starfsmenn ríkisins njóta fæðis í mötuneytum ríkis og ríkisstofnana? 2. Hver er starfsmannafjöldi þessara mötu- neyta og hverjar voru heildar- launagreiðslur miðað við sl. ár? 3. Hvernig eru þessi fæðishlunnindi opinberra starfsmanna metin í kjarasamningum — eru þau skatt- skyld? Við seinni fyrirspurninni var óskað skriflegs svars. Mötuneytismál framhaldsskóla- nemenda Mér þótti eðlilegt, með tilliti til þess hvernig málið er vaxið, að bera fram og óska svars við þessum fyrirspurnum samhliða. Nemendur við framhaldsskóla landsins hafa í mörg ár haldið uppi kröfum um, að ríkið greiddi launakostnað starfsfólks við mötuneyti þeirra en hefir hingað til verið synjað. Nemendur hafa unað sínum hlut stórilla, skrifað kröfubréf og farið í kröfugöngur í anda þess kröfuþjóðfélags, sem við búum í. Þeir hafa ekki látið undir höfuð leggjar að vitna til og gera samanburð á sjálfum sér og starfsmönnum ríkisins, sem hafa þegar lengi notið þessara hlunn- inda, sem þeim hinsvegar er synj- að um. Þetta hefir ekki farið fram hjá neinum og er það ekki í rauninni ofur skiljanlegt, að nemendur freistist til að gera þennan saman- burð? Kjaramál í skúmaskotum Með þessu er ég ekki að slá því föstu, að ganga eigi að ýtrustu kröfum framhaldsskólanemenda í þessu máli heldur er ég fyrst og fremst að benda á það misræmi sem hér er annars vegar, ekki hvað síst í augum skólakrakkanna sem finnst að þarna sé framin á þeim grófleg mismunun — arg- asta óréttlæti. Við þurfum ekkert að undrast það. Krakkarnir átta sig sennilega ekkert á því, og svo er vafalaust um fleiri, að þessi mötuneytishlunnindi eru það sem kallað er kjarasamningsatriði í samningum ríkisins og starfs- manna þess. Við erum hér sem sagt komin að einu af hinum fjölmörgu skúmaskotúm í völund- arhúsi íslenzkra launa- og kjara- mála, þar sem iðkaður er þessi dæmalausi og ógeðfelldi feluleikur svokallaðra samningsaðila. Það fer ekkert á milli mála, að sá hefir bezt í þeim leik, sem slyngastur er í að rata og þekkir bezt skúma- skotin, sem hægt er að leynast í. Við vitum, því miður, að ríkið gengur hér á undan í hverskonar aukagetu-greiðslum og sposlum í krafti möguleika sinna til að hrifsa aftur með valdi úr vasa launamannsins æ stærri hluta af því, sem hann ber úr býtum fyrir vinnu sína. Félagsmálapakkar — “pinklapólitík" núverandi ríkis- stjórnar ber glöggt vitni þessari áráttu í framkvæmd íslenzkra launamála. Ætti að afnema mötuneytis- hlunnindin Það er engan veginn af öfund í garð ríkisstarfsmanna — ég er sjálf í þeirra hópi og fæ launa- greiðslur greiddar af rikinu við mitt kennaramötuneyti í einum af menntaskólum Reykjavíkur — að ég læt í ljós þá skoðun mína, að það ætti að afnema þessi mötu- neytishlunnindi ríkisstarfsmanna. Að minnsta kosti þyrfti nauðsyn- lega að endurskoða vandlega þær Sigurlaug Bjarnadóttir. „Það er engan veginn öfund í garð ríkisstarfs- manna — ég er sjálf í þeirra hópi og fæ launa- greiðslur greiddar af ríkinu við mitt kennara- mötuneyti í einum af mcnntaskólum Reykja- víkur — að ég læt í ljós þá skoðun mína, að það ætti að afnema þessi mötuneytishlunnindi ríkisstarfsmanna. Að minnsta kosti þyrfti nauðsynlega að endur- skoða vandlega þær reglur, sem nú gilda í þessum málum, auka að- hald og eftirlit með því m.a. að Pétur og Páll geti ekki gengið inn af götunni og borðað mat á gjafverði á kostnað hins almenna borgara. Eða er nokkuð réttlæti í því?“. reglur, sem nú gilda í þessum málum, auka aðhald og eftirlit með því m.a. að Pétur og Páll geti ekki gengið inn af götunni og borðað mat á gjafverði á kostnað hins almenna borgara. eða er nokkuð réttlæti í því? Ég er heldur ekki að mæla með því að rýra kjör opinberra starfs- manna heldur einfaldlega að mæl- ast til þess, að ríkið gangi hér á undan með góðu eftirdæmi, geri fyrir sitt leyti gangskör að því, að lýsa upp skúmaskotin, gera þolan- lega ratljóst í húsinu, ganga hreinna til verks í launamálum. Á það má benda í þessu sam- bandi, að samdráttur, ef ekki afnám mötuneyta fargansins eins og það er orðið nú, myndi hafa stórkostlega jákvæð áhrif á frjáls- an veitingahúsarekstur í landinu þá ekki hvað sízt hér í Reykjavík og stærri kaupstöðum. Það kæmi af sjálfu sér, að matsölustaðir myndu, með aukinni aðsókn í hádeginu geta boðið upp á hollan og góðan mat á sanngjörnu verði, — jafnvel íslenzka soðningu af og til í staðinn fyrir „pizzur" og annað útlenzkt pírumpár í matar- gerð, sem kvöldgestir sækja hvað mest í, sem skemmtilega tilbreyt- ingu. Það myndu lífga upp á bæjarbraginn og auka á fjöl- breytni í mannlegum samskiptum og kynnum fólks frá hinum ýmsu „ vinnustöðum. Upplýsingar liggja ekki á lausu En það er af fyrirspurnunum mínum tveimur til fjármálaráð- herra að segja, að hvorugri þeirra fékk ég svarað formlega á Alþingi. Hvorttveggja var, að mikið var málaþvargið undir lok þingsins og svo hitt, að upplýsingar um mötu- neytismál ríkisins yirúast hreint ekki liggja á lausu. I bréfi sem ég fékk í hendur, frá fjármálaráðu- neytinu til annars þingmanns, Friðriks Sophussonar, er óskað hafði í nóv. sl. upplýsinga frá ráðuneytinu um söluskattsgreiðsl- ur nokkurra matsölustaða og jafn- framt um ýmislegt varðandi mötuneyti ríkisins, — þar er heldur fátt um upplýsandi svör. Ráðuneytið hafði þó tekið sér meira en þrjá mánuði til að athuga málið, áður en það svaraði erindi þingmannsins. Af upplýs- ingum þeim, sem koma fram varðandi mötuneytin í fyrrnefndu ráðuneytisbréfi eru þær helztar, að „nú eru í landinu um 25 ríkisstofnanir, sem enn hafa ekki aðgang að mötuneyti. Margar þeirra eru úti á landi svo sem sýslumannsembætti og skattstof- ur“. Hversvegna er ekki tilgreind- ur fjöldi þeirra stofnana, sem mötuneyti hafa? Ennfremur segir í bréfinu: „Ekki er kunnugt um þann fjölda matarskammta, sem afgreiddur er á degi hverjum í starfandi mötuneytum, enda er hann mjög misjafn. (leturbr. mín). Verð hvers matarskammts er ákvarðað þannig, að viðkom- andi matarþegi greiðir sem na*st efniskostnaði matarskammtsins (leturbr. mín). en viðkomandi stofnun greiðir síðan rekstrar- kostnað mötuneytisins. — Á sl. ári greiddi ríkissjóður 195.172.445 gkr. í fæðisfé til þeirra starfs- manna sinna, sem ekki höfðu aðgang að mötuneytum (leturbr. mín).“ Hvað um kostnað vegna þeirra, sem mötuneyti hafa? Varðandi svar við fyrirspurn minni um áætlaðan kostnað ríkis- ina af greiðslu starfslauna við mötuneyti nemenda í fram- haldsskólum landsins þá fékk ég þá vitneskju undir lok þingsins, að sá kostnaður hafi verið áætlaður um 20 þús. nýkr. (2 miljarðar gkr.) á ári á verðlagi í dag. — Þá vitum við það. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri svarar spurningum lesenda um garðyrkjumál spurt og svarað Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hægt er að hringja í síma 10100 alla virka daga frá klukkan 11 til 12 og koma spurningum á framfæri við Hafliða. Einhver versti ófögnuður garðeigenda Margrét Guðjónsdóttir, Holta- gerði 78, Kópavogi hringdi og sagði að illgresi hefði komist inn í garðinn hjá henni. Það væri blaðjurt líkust smávöxnum rabbabara. Hún hefur reynt að reita það, en það breiðir sig stöðugt út og vill alls ekki hverfa. Hvað á Margrét til bragðs að taka. SVAR: lllgresi það sem herjar á garð- inn hennar Margrétar í Holta- gerði er einhver versti ófögnuður sem garðeigandi þarf að berjast við. Þetta er hóffífill. Snemma á vorin skartar hann fallegum gul- um blómum sem minna á túnfífil- inn, en þá sjást blöði'n ekki. Við blómgun virðast fáir hafa ama af þessu óhræsi, sem fljótlega dreif- ir fræjum sínum víðsvegar með vorgolunni og er brátt orðinn óvelkominn gestur á nýjum vaxt- arstað og er ekki vandfýsinn á jarðveg. Á einu sumri getur hann skotið rótum allt niður á eins metra dýpi og þræðir léttilega hverja smugu sé einhver hindrun á veginum. Blöðin skjóta svo upp kotlinum oft á víð og dreif til að afla loftnæringar. Við illgresi þessu eru fá ráð sem nægja betur en stöðug árvekni að láta blöðin aldrei hafa stundlegan frið. Bregða á þau hníf strax þegar þau skjóta upp kollinum. Marg- endurtekin úðun með hormóna- efninu UGRESS-KVERK-D get- ur gert út af við hóffífilinn, en hinsvegar má alls ekki nota illgresislyf þetta í námunda við tré og runna eða neinar blóm- plöntur. Hvenær á aö flytja birkiö? Sigríður Bergmann, Vestur- bergi 134. hringdi og spurði hvort flytja mætti birkitré sem væri einn til einn og hálfur metri að hæð og þá hvenær og hvernig. Einnig langaði Sigríði að vita hvort flytja mætti reynitré sem væri 1,50 m á hæð og hvenær þá? SVAR: Bæði birki og reynivið af þess- ari stærð er heppilegast að flytja á vorin, en sé erfitt að bíða til næsta vors getur vel lánast að flytja tré nú í haust eftir að komin er miður ágústmánuður. Ryösveppur hefur gert vart við sig Kristrún Sigurðardóttir, Hlíft- arbyggð 45, Garftabæ hringdi og spurði hver ástæðan væri fyrir því að blöðin á einstaka greinum birkitrjáa krumpuðust, þykknuðu og yrðu brúnleit? SVAR: Lýsingin gæti bent til þess að ryðsveppur hefði gert vart við sig í birkitrjánum, en þó er erfitt að átta sig nægjanlega á spurning- unni, og því er hugsanlegt að eitthvað annað geti angrað birkið í Hlíðarbyggð. En sé um ryðsvepp að ræða þá eru blöðin þakin rauðgulu duftkenndu muski sem er gró ryðsveppsins. Ráða má niðurlögum sveppsins, eða að minnsta kosti halda honum svo niðri, að hann vinni ekki veru- legan skaða. Yfirleitt er þó ryð- sveppurinn fremur fátíður hjá birki sem komið er úr uppeldis- beðum. Efnið ORTHOCID er nú mest notað gegn ryðsvepp, en það dugar einnig vel gegn mörgum fleiri sveppasjúkdómum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.