Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981
47
F
Guðmundur Baldurssun mark vörður Fram slær knöttinn af
koili Jóns G. Bergs.
Jafntefli voru nokk-
uð sanngjörn úrslit
FRAM OG Valur deildu með sér
stÍKum á LauKardalsveliinum í
Kær, er erkifjendurnir áttust við
í 1. deild íslandsmótsins i
knattspyrnu. Lokatölur urðu
1 — 1 ok var það nokkuð í sam-
ra'mi við >?anK leiksins. Ba-ði
liðin fcniru KÓð færi sem ekki
tókst að nýta, en staðan í hálfleik
var 1—0 fyrir Val.
Því fór víðs fjarri að leikurinn
byrjaði með rólegheitum. Strax á
fyrstu mínútu var uppi fótur og fit
í vörn Fram, er Hilmar Harðarson
kom tuðrunni fyrir markið af
miklu harðfylgi. Sighvatur
Bjarnason stóð á marklínunni, en
missti knöttinn í gegn um klofið.
Sem betur fer fyrir Fram var
Þorsteinn Þorsteinsson fyrir aftan
Sighvat og tókst að bjarga. Fram
lék ívið betur í hálfleiknum þó
litlu hafi munað í þeim efnum,
engu að síður voru það Valsmenn
sem áttu næsta færi. Landsliðs-
bakvörðurinn Trausti Haraldsson
var að gaufa með knöttinn rétt
fyrir utan eigin vítateig og Þor-
steini Sigurðssyni tókst að krækja
knettinum frá honum. Var Þor-
steinn í hinu þokkalegasta mark-
færi, en skot hans geigaði.
A 23. og 26. mínútunum var
Pétur Ormslev í færum, það fyrra
var þröngt og Sigurður Haralds-
Fram:
Valur l:l
son varði. En síðara færið var
algert dauðafæri, Pétur geystist
einn inn fyrir vörn Vals, spyrnti
fram hjá Sigurði, en nokkrum
sentimetrum fram hjá. Þessu
svaraði Valur með marki Njáls
Eiðssonar á 28. mínútu. Vörn
Fram, sem hafði ekki sýnt ýkja
mikið öryggi fram að því, opnaðist
illa er sending kom fyrir markið
frá vinstri. Njáll kom inn í teiginn
hægra megin, tók knöttinn niður
rétt fyrir utan markteigshornið og
skoraði örugglega. Opin færi voru
engin það sem eftir lifði fyrri
hálfleiks, en undir lokin varði þó
Sigurður vel gott skot Péturs
Ormslevs.
Framarar hófu síðari hálfleik-
inn af krafti og gat liðið ekki
óskað sér betri byrjunar. Mark
eftir aðeins átta mínútur. Pétur
Ormslev tók þá hornspyrnu frá
hægri. Knötturinn barst á stöng-
ina fjær og þaðan aftur fyrir
markið, að vísu nokkuð langt úti í
teignum. Halldór Arason var þar í
skotfæri, Marteinn þó í sýnu betra
færi. Það sá Halldór og lét knött-
inn rúlla áfram og Marteinn
skoraði með föstu skoti í bláhorn-
ið. Faliegt mark. Pétur Ormslev
var nærri því að skora á 65.
mínútu, en aðeins þremur mínút-
um síðar fékk Hilmar Sighvatsson.
eitt besta færi leiksins, komst inn
í lélegt útspark og óð inn í vítateig
Fram. Brenndi Hilmar af er auð-
veldara var að hitta markið.
Mínútu síðar átti Þorvaldur gott
skot naumlega fram hjá, en síðan
fór leikurinn að fjara út gæðalega
séð. Aðeins lifnaði undir lokin, er
þrumuskot Vals Valssonar olli
miklum darraðardansi í vítateig
Fram. Allt fór þó vel fyrir Fram,
en illa fyrir Val.
Þetta var fremur daufur ieikur
þrátt fyrir nokkur tækifæri á báða
bóga. Varla verður sagt að nokkur
leikmaður hafi staðið upp úr. Að
minnsta kosti varla hjá Fram, þar
sem allir leikmenn virtust mjög
jafnir. Hjá Val var Hilmar Sig-
hvatsson hættulegur, en mikill
klaufi að skora ekki nmrk.
í stuttu máli:
Islandsmótið l. deild. Fram —
Valur l-l (0—l)
Mark Fram: Marteinn Geirssori
53. mín.
Mark Vals: Njáll Eiðsson 28. mín.
Áminningar: Engin.
Dómari:Eysteinn Guðmundsson.
Orðið langt á
milli marka
hjá Skaganum
LEIK ÍA og KR í l. deild
íslandsmótsins i knattspyrnu á
Akranesi i gærkvöldi, lauk án
þess að mark væri skorað. Þar
með hafa Skagamenn leikið 6
leiki í röð án þess að skora mark.
540 mínútur og meira að scgja
meira ef teknar eru með siðustu
• Óttó átti stórleik i vörninni
hjá KR.
mínúturnar i leik ÍA og ÍBV á
dögunum. Þá skoraði ÍA 3 mörk,
síðan ckki söguna meir.
KR-ingarnir mættu til leiks
greinilega með aðeins eitt mark-
mið, að krækja i jafntefli, liðið
lék með tvo miðverði og Ottó
Guðmundsson enn aftar á vellin-
um. Og stig höfðu þeir upp úr
krafsinu. en ekki var leikurinn
góður.
Eins og vænta mátti svo sem,
sóttu Skagamenn linnulítið allan
leikinn, en sökum fjölmennis í
vítateig KR var mjög tilviljana-
kennt hvar knötturinn hafnaði er
þangað kom. Oftar en ekki voru
það varnarmenn KR sem spyrntu
rakleiðis út á völlinn aftur, eins
langt og kostur var. Skagamenn
fengu þrjú góð færi í leiknum,
Guðbjörn skallaði fram hjá í fyrri
hálfleik eftir hornspyrnu, Jón
Alfreðsson skallaði einnig naum-
lega fram hjá í síðari hálfleik og
Sigurður Halldórsson átti stang-
arskot um miðjan síðari hálfleik.
Þá „skoruðu" Skagamenn tvívegis,
en dómari leiksins dæmdi auka-
spyrnur vegna rangstöðu í báðum
tilvikum. KR-ingar áttu ekkert
skot sem talandi er um.
Ottó Guðmundsson bar af í liði
KR, alls staðar þar sem Skaga-
menn ógnuðu var hann fyrir. Auk
hans stóð Stefán Jóhannsson sig
mjög vel í markinu og sýndi mikið
öryggi. Sigurður Lárusson var
sterkastur í liði ÍA og Kristján
Olgeirsson átti góða spretti. Sæ-
björn Guðmundsson fékk að skoða
gula spjaldið í leiknum. BL./gg.
Svíar sigruðu
SVÍAR sigruðu Portúgal 3—0 í
undankeppni IIM i knattspyrnu i
gærkvöldi. Leikið var i Stokk-
hólmi og skoruðu Borjeson, Hys-
en og Svenson mörkin.
STAÐAN
Staðan i l. deild að loknum
leikjunum í gærkvöldi er nú
þessi:
í A 0, KR 0.
Valur l. Fram l.
UBK 3. KA 0.
Vikingur 8 6 l l — 12:4 13
UBK 8 3 5 0 - 9:3 ll
Valur 8 3 3 2 - 13:7 9
ÍBV 7 3 2 2 - 9:7 8
ÍA 8 2 4 2 - 4:5 8
Fram 8 l 5 2 — 6:9 7
KA 6 2 l 3 - 7:7 5
Þór 7 l 3 3 - 3:9 5
FH 8 2 l 5 - 10:15 5
KR 8 l 2 5 - 4:10 5
Lausná
sjónvarpslokun:
Einstakt tilboð sem gerir
sjónvarpslokunina að engu og þig að
dagskrárstjóra.
Laugavegi 10 Sími: 27788
AUGLYSINGASTOFA KRISTÍNAR HF 80 11