Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981
+
Eiginmaður minn. faöir, tengdafaöir og afi,
BJARNI JÓNSSON,
Skólavöröustíg 40,
andaöist aö heimili sínu aöfaranótt 23. júní.
Ragnheiöur Hóseasdóttir.
Eiginkona mín,
ANDREA LAURA ÞORSTEINSSON, f. HANSEN
Ljósheimum 20.
andaöist á Gjörgæsludeild Landakotsspítala miövikudaginn 24.
júní.
Jaröarförin ákveöin síöar.
Guöjón Þorsteinsson.
t
Eiginkona mín og móöir okkar,
GUDRUN JÓNSDÓTTIR
frá Eyjum,
Heiöarvegi 14, Keflavik,
andaöist í sjúkrahúsi Keflavíkur, mánudaginn 22. Júní.
Jaröarförin fer fram laugardaginn 27. júní kl. 2 e.h.
Póll Guöjónsson
og börn.
+
Moðir okkar,
NANNA INGJALDSDÓTTIR,
Laxagötu 2, Akureyri,
andaöist 17. júní.
Minningarathöfn veröur r' Akureyrarkirkju föstudaginn 26. júní kl.
10.30 f.h. Jaröarförin fer fram aö Hólum í Hjaltadal kl. 15.00 sama
dag
Gunnar Loftsson,
Ingvi Loftsson.
+
Útför konu minnar,
HERMÍNU INGVARSDÓTTUR
frá Gillastööum,
til heimilis aö Hverfisgötu 102, fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 26. júní kl. 4 síödegis.
Eyjólfur Sveinsson.
+
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
VALUR SÓLMUNDSSON,
Melabraut 65,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júní kl.
13.30.
Sesselja Ásmundsdóttir,
Sólrún Valsdóttir, Ingimar Guómundsson,
Helga Valsdóttir, Þórir Jensen,
Síguróur Valsson, Guóbjörg Haraldsdóttir
og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GUNNARSORENSEN,
útvarpsvirkjameistari,
Skipholti 26,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 26. júní kl. 15.00.
Júdith Jónsdóttir,
Jón S. Gunnarsson, Eygló Magnúsdóttir,
Gunnar St. Gunnarsson, Kristjana Stefánsdóttir,
Helen Gunnarsdóttir, Póll Sigurósson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, er auösýndu okkur samúö og
vináttu í tilefni andláts og útfarar hiónanna
ELÍSABETAR JONSDÓTTUR
Ofl
ODDS JÓNASSONAR,
forstjóra, Reynimel 35,
og heiöruöu minningu þeirra.
Fyrir hönd vandamanna,
Guörún Jónasdóttir og Tryggvi Pétursson,
Gyöa Jónasdóttir,
Gyða Jónsdóttir,
Magnús Jónsson og Óskar Jónsson.
Gerhard Meyer verk-
meistari — Minning
Þeim fækkar óðum gömlu kemp-
unum sem stjórnuðu rekstri Gefj-
unar hér áður fyrr. Einn þeirra
kveðjum við í dag.
Gerhard Meyer var fæddur í
úthverfi Cottbus í Brandenburg í
Þýskalandi, 15. september 1907.
Hann var af þekktri ætt ullar-og
textil-verksmiðjueiganda, sem átti
meðal annars fyrirtækið Max
Meyer & Co., í Cottbus, en sá bær
var þá einn helsti spuna- og
vefnaðarbær Þýskalands.
Ungur var hann sendur til náms
á Furst von Kobus menntasetrinu
á eyjunni Riigen. Það var með
þekktari skólum Þýskalands á
þeim tíma. Þar dvaldist hann þar
til hann lauk stúdentsprófi. Þá
fluttist hann aftur til heimahaga
og hóf störf í ullarverksmiðju
fjölskyldunnar, til undirbúnings
fyrir sérnám í ullarvinnslu. Síðan
hóf hann nám í tækniskólanum í
Cottus og brautskráðist frá hon-
um 1938.
Hann var rétt búinn með nám
sitt þegar skólastjórinn við tækni-
skólann sagði honum frá því að
komið væri skeyti frá lítilli ullar-
verksmiðju norður á íslandi, sem
óskaði eftir að fá tæknimann til
starfa og spurði Gerhard hvort
hann hefði áhuga.
A þessum árum var Þýskaland
lokað land fyrir Þjóðverja til þess
að sjá sig um í heiminum. Dvalar
og ferðagjaldeyrir var ekki veitt-
ur. Gerhard hafði mikla löngun til
þess að sjá sig aðeins um áður en
hann tæki að sér framtíðarstörf í
fjölskyldufyrirtækinu. Hann tók
þessu boði sem var frá Álafossi og
kom til íslands í september 1938,
og hóf strax störf. Það var ætlunin
að vera tvö ár á íslandi en enginn
veit sína æfina fyrr en öll er og
árin á ísiandi urðu alls 43.
Stríðið olli þáttaskilum í lífi
hans eins og margra annarra.
Hann dvaldi hér öll stríðsárin,
giftist og gerðist íslenskur ríkis-
borgari og settist að fyrir fullt og
allt hér á landi. Það mun meðal
annars hafa skipt sköpum, að eftir
stríðið missti fjölskyldan eigur
sínar — fyrirtækin voru tekin
eignarnámi, þannig að atvinnu-
lega bundu hann þar ekki fjöl-
skyldubönd lengur.
Gerhard sagði mér oft að sér
hafi strax líkað vel á Islandi.
Sérstaklega hafi sambandið við
Sigurjón Pétursson, eiganda Ála-
foss, verið gott. Hitt er aftur
augljóst að það hafa verið mikil
viðbrigði fyrir hann að koma úr
stórborg og allsnægtum á lítinn
bæ upp í sveit norður á íslandi.
Þegar Bretar hernámu ísland 1940
átti að flytja Gerhard til Bret-
lands eins og aðra Þjóðverja sem
hér voru. Fyrir mikið harðfylgi
Sigurjóns Péturssonar tókst að
fyrirbyggja það og hann fékk
heimild til þess að vera áfram á
íslandi. Þá var Gerhard trúlofað-
ur ungri stúlku, Bryndísi Óskars-
dóttur frá Þingeyri, sem frá því
fyrsta var sólargeislinn í lífi hans.
Þau giftust á Mosfelli, 14. júlí
1943. Bryndís ér dóttir Óskars
Jóhannssonar sem var kaupmaður
í Sæborg, og Kristjönu Guð-
mundsdóttur frá Þingeyri.
+
Elskulegur sonur okkar og bróöir,
ÓLAFUR GEIR,
sem lést af slysförum föstudaginn 19. þ.m. veröur jarösunginn frá
Þjóökirkjunnl í Hafnarfiröi föstudaginn 26. Júní kl. 2.00 e.h.
Haukur Blöndals Gislason, Sigríður Eiríksdóttir,,
Kolbrún Hauksdóttir,
Alda Hauksdóttir, Guðmundur Tryggvi Ólafsson,
Gísli Hauksson, Magnea Halldórsdóttir,
Jón Óskar Hauksson, Björk Friófinnsdóttir.
+ Faöir okkar.
HJÖRTUR SIGURDSSON
frá Auösholtahjáleigu
f ölfusi.
veröur jarösunginn fré Kotstrandarkirkju laugardaginn 27. júní kl.
1 e.h. börnin.
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför
GUDBRANDS KRISTINSSONAR,
Grund, ísafiröi.
Anna Halldórsdóttir,
börn og tengdabörn.
+
Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og
útför mannsins míns,
HÁLFDÁNS HANNIBALSSONAR.
Sérstakar þakkir til hjónanna Ástu og Lofts Jónssonar.
Salóme Björnsdóttir,
Búö, Arnarstapa.
Gerhard fékk snemma ótrúleg-
an áhuga fyrir íslandi og öllu
íslensku. Hann ferðaðist mikið um
landið bæði með Sigurjóni Pét-
urssyni og Ferðafélagi íslands til
þess að sjá og kynnast landinu
sem best.
Að stríðinu loknu sótti hann um
íslensk ríkisborgararéttindi. í
meðmælabréfi, sem Sigurjón Pét-
ursson skrifaði með umsókninni,
segir í niðurlagi meðal annars 3vo:
„Eg álít eftir mínum kynnum af
herra Gerhard Meyer, að hann
uppfylli fuilkomlega þær dyggðir
sem krafist er af íslenskum borg-
ara, en það er dugnaður og
árvekni fyrir starfi sínu, reglu-
semi, heilbrigði og framúrskar-
andi áhugi á því að verða íslensku
þjóðfélagi að liði, með þekkingu
sinni og starfi. Slíka menn er gott
fyrir ísland að eignast."
Hér var rétt til orða tekið því
alla tið hafði Gerhard sérstaklega
mikinn áhuga á að verða íslandi
að liði.
í september 1952 gerði Gerhard
samning við Samband ísl. sam-
vinnufélaga um að taka að sér
störf hjá Ullarverksmiðjunni
Gefjuni og þar byrjaði hann 1.
nóvember 1952. Þar með hófust
okkar kynni sem þróuðust gegnum
árin í trausta vináttu. Við áttum
eftir að vinna mikið saman, og
ævinlega dáðist ég að því hvað
hann var jákvæður og sá alltaf
bjartari hliðarnar á tilverunni.
Hann var einstaklega samvisku-
samur og ábyggilegur í starfi. Allt
smátt eða stórt varð að vera rétt.
„Gentleman" var Gerhard fram í
fingurgóma og öllum hjálpfús.
Ótal unglingum rétti hann hjálp-
arhönd við að útvega fyrirgreiðslu
t.d. um nám og styrki í Þýska-
landi. Einnig aðstoðaði hann
marga aðila varðandi upplýsingar
og innkaup án þess að vilja taka
greiðslu fyrir.
Gerhard hafði mikið yndi af því
að sýna þýsku ferðafólki landið.
Hann var gjarnan fararstjóri
fyrir hópum sem komu með
skemmtiferðaskipum eða fljúg-
andi og hann kunni að sýna landið
þannig að allir voru ánægðir,
jafnvel þótt illa viðraði.
Einnig hafði Gerhard mikla
ánægju af lax- og silungsveiðum.
Hann leigði Reykjadalsá í mörg ár
eða þar til sjónleysi fór fyrir
alvöru að þjá hann sem var um
1970. Þá fór hann í hverja aðgerð-
ina á fætur annari en ails voru
þær 7 talsins. Allar þessar hættu-
legu aðgerðir stóð Gerhard af sér
með miklu æðruleysi, kjarki og
stillingu. Það er óhætt að segja að
hann hafi tamið sér óvanalega
sjálfsögun. Bryndis var honum
mikill styrkur í veikindunum sem
endranær og annaðist hann af
einstakri umhyggju.
Gerhard var mjög hagur í hönd-
unum, gat lagað og gert við alla
hluti. Hann hafði mjög gaman af
vefnaði, og handóf meðal annars
listafalleg áklæði og margt fleira.
Eina systur átti Gerhard, Doris
að nafni. Var frá upphafi mikið og
gott samband milli þeirra. Þau
skrifuðust alltaf á og oft í bundnu
máli, en Gerhard átti létt með að
yrkja á þýsku. Doris náði að koma
til Islands og kveðja bróður sinn
áður en hann dó.
Gerhard lifði tímana tvenna,
annarsvegar miklar fjölskyldu-
eignir í Þýskalandi, hinsvegar að
standa uppi með tvær hendur
tómar er eignirnar töpuðust í
stríðinu. Ég varð aldrei var við
sárindi hjá Gerhard vegna þessa.
Hann sagði ef þessi mál bar á
góma. „Hvað um peninga ef ham-
ingjan er ekki til staðar. Hún fæst
ekki keypt fyrir peninga. Hér á
Islandi hef ég verið hamingju-
samur og fyrir það er ég þakklát-
ur.“
Bryndís og Gerhard áttu elsku-
legt og gott heimili að Hamarstíg
6 sem ætíð stóð opið vinum og
vandamönnum. Þau eignuðust tvo
myndarlega drengi, Martin bú-
settan í Danmörku og Þráinn sem
er við tækininám í Odense.
Um leið og við hjónin kveðjum
góðan dreng — sendum við ástvin-
um hans hugheilar samúðarkveðj-
ur og biðjum þeim Guðs blessun-
ar.
Iljörtur Eiriksson