Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 11 Áhrif eignaskatts og fasteignagjalda á út- leigu íbúðarhúsnæðis eftir dr. Pétur H. Blöndal, stærðfræðing Mikið hefur verið kvartað und- an ófremdarástandi á leigumark- aðnum og það ekki að ósekju. Mikil skortur er á leiguhúsnæði og leigjendur telja 'eiguna of háa. Þó er framboðið allt of lítið. Hvað veldur? Hafa menn séð skuggan af krumlu ríkisvaldsins, sem hér hefur hönd í bagga eins og víðast annarsstaðar. Hér er átt við eign- arskatta og fasteignagjöld. Eign- arskattar eru nú 1,212% af fast- eignamati íbúðar og hafa hækkað nýverið um helming. Þessi pró- senta svarar til 0,8% af verðmæti eignarinnar, þegar tekið er tillit til þess að þessir skattar eru eftirágreiddir og að verðbólgan er um 55% sem stendur. Þetta þýðir, að ríkið hirðir allar íbúðir, sem eru umfram ákveðið skattfrjálst lágmark á 125 ára fresti. En hver eru áhrif þessara Vorblót Bandalags ísl listamanna BANDALAG íslenskra listamanna heldur vorblót sitt þann 27. júni. Fer það fram í Laugardalshöllinni og stendur frá kl. 21—03. Er ætlunin að hafa einhvers konar markaðsstemningu og verða tjöld útimarkaðarins á Lækjartorg flutt inn i höllina þar sem seldar verða úr J>eim veitingar. A markaðinum verður margt fágætra muna. Þar verða uppákom- ur, leikatriði, söngur, hljóðfæra- leikur og ný og gömul dansmúsik með jasslegum tilþrifum. Dansað verður fram eftir nóttu. Ennfremur má búast við uppboði á listaverk- um. Á veitingamarkaðnum verður lögð sérstök áhersla á fjölbreyttu pizzaúrvali og léttum vínum, jafnt rauðum, hvítum sem freyðandi. Verður allt á kostnaðarverði. Öll aðildarfélög BÍL leggja fram sinn skerf til hátíðarinnar en aðild að BÍL eiga flest félög listamanna á íslandi og má þvi búast við fjöl- breyttri dagskrá. Allir listamenn og listunnendur eru velkomnir á þessa samkomu. Unnið að stofn- un menningarsam- taka Norðurlands Fjórðungssamband Norðlend- inga efndi til ráðstefnu um menn- ingarmál i desember sl. Á ráð- stefnunni kom fram eindrcginn áhugi á að stofna til samtaka um menningarsamskipti i fjórðungn- um og efla núverandi menningar- lif sem þó er furðanlega burðugt miðað við aðstseður. í lok ráðstefn- unnar var kjörin undirbúnings- nefnd til að vinna að frekari athugunum á möguleikum slikra samtaka. Nefndina skipa: Kristinn G. Jóhannsson, formaður, Einar Njálsson, ritari, Jón Hlöðver Ás- kelsson og örn Ingi. Nefndin hefur síðan haldið fundi og kemst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að erindreki fari um fjórðunginn frá Þórshöfn til Reykja í Hrútafirði til upplýsinga- öflunar á allri aðstöðu til menning- arhalds og menningarlífs hvers héraðs, ásamt því að kanna enn frekar hug manna til stofnunar samtaka um menningarsamskipti fjórðungsins í víðtækasta skilningi þess orðs. Ákveðið er að Örn Ingi listmálari fari þessa ferð á vegum Fjórðungssambandsins, segir í frétt frá sambandinu. skatta á leigumarkaðinn? Yfirleitt munu þeir, sem leigja út húsnæði, búa sjálfir í eigin húsnæði og leigða eða leigðu íbúðirnar eru umfram eignarskattfrjálsa eign. Því má reikna með, að af leigu- húsnæði þurfi að greiða fulla eignarskatta. En hvaða leigutekj- ur þarf eigandinn að hafa til þess að borga þessa skatta? Við skulum gefa okkur dæmi: Umrædd íbúð er fjögurra herbergja íbúð í blokk. Fasteignamatið hafði verið kr. 300 þús (gkr. 30 millj.) um síðustu áramót og fasteignagjöldin hafi verið kr. 2400 núna fyrir 1981. Eignarskattarnir verða því á þessu ári kr. 3600 eða kr. 300 á mánuði og fasteignagjöldin verða kr. 200 á mánuði. Gera samtals kr. 500 á mánuði. En hér er ekki öll sagan sögð. Leigutekjurnar eru að sjálfsögðu tekjuskattskyldar og því rennur enn stærri hluti leig- unnar til ríkis og bæja áður en eigandinn fer að sjá krónu. Til þess að fá tekjuskattana inn í myndina, má reikna með að þessar tekjur lendi í hæsta skatt- stiga enda er hann ekki svo ýkja hár. Ef tekið er tillit til þess, að tekjuskattar eru greiddir eftirá, 10% af tekjum eru frádráttarbær- ar til tekjuskatts og að fasteigna- gjöld eru frádráttarbær á næsta ári og að verðbólgan sé 55% á ári, þá þarf eigandi íbúðarinnar að fá kr. 490 í leigu á mánuði, en hann borgar af þeirri upphæð kr. 190 í tekjuskatta jafnóðum, til þess að eiga kr. 300 í eignaskattinn. Einn- ig verður hann að fá kr. 260 á mánuði í leigu, en af þeirri upphæð fara kr. 60 jafnóðum í tekjuskatta, til þess að borga ofangreindar 200 kr. í fasteigna- gjöld. Þannig þarf eigandinn að fá kr. 750 á mánuði í leigu til þess að standa ríki og bæ skil á sköttum af íbúðinni, áður en hann fer að sjá krónu sjálfur. Og af því, sem umfram er, fara að sjálfsögðu ca Æ- JB „Eignarskattar eru nú 1,212% af fasteignamati íbúðar og hafa hækkað nýverið um helming. Þessi prósenta svarar til 0,8% af verðmæti eignarinnar, þegar tek- ið er tillit til þess að þessir skattar eru eftirágreiddir og að xtrðbólgan er um 55% sem stendur. Þetta þýð- ir að ríkið hirðir allar íbúðir, sem eru umfram ákveðið skattfrjálst lág- mark á 125 ára fresti.“ 39% í útsvar og tekjuskatta jafn- óðum. Þannig fær eigandinn 61% af því sem er umfram kr. 750, til þess að eiga fyrir afskriftum viðhaldi og ávöxtun þess fjár, sem í eigninni er bundið. Ef eignin er leigð á kr. 1500 á mánuði, þá fær eigandinn 61% af 1500—750 = 750 eða kr. 460 á mánuði eða kr. 5520 á ári í þessum tilgangi eða tæp 2% af verðmæti eignarinnar í árs- byrjun. Nú kynni einhver að segja, að eigandinn græði einhver ósköp á því að eignin hækki svo mikið í verði á hverju ári. En staðreyndin er sú, að fasteignir hafa ekki hækkað eins mikið og almennt verðlag og því í raun Iækkað eilítið í verði. Sér í lagi kemur fasteign illa út í samanburði við ávöxtun þá, sem spariskírteini ríkissjóðs hafa gefið af sér. Aðrir kynnu að segja, að þeir, sem eigi eignir, borgi eignarskatta hvort sem er. Ekki aldeilis. Ef eigandinn ’seldi fasteignina sína og keypti fyrir andvirðið spari- skírteini, eða leggði upphæðina á verðtryggðan reikning, þá er eign- in eignarskattsfrjáls og vextirnir (allt að 3,5%) tekjuskattfrjálsir. Þegar þessi skattbyrði á leigu- húsnæði hefur verið skoðuð i þessu ljósi, þá skyldi engann undra það ófremdarástand, sem ríkir á leigumarkaðnum. En íbúðir í leigu hins opinbera eru að sjálfsögðu bæði tekju- og eignar- skattfrjálsar. I DAG HEFST FARÞEGAFLUG ISCARGO (ISAIR) TIL AMSTERDAM í ...og verðið.? Kr.: 2.098.- AMSTERDAM Glaðvær borg með fjölbreytt mannlíf og miðstöð lista Þetta er lægsta flugfargjald sem boðið er upp á héðan og til Evrópu. Okkar lága Apex flugfargjald til Amsterdam er þinn lykill að samgöngumiðstöð Evrópu. Þaðan liggja allar leiðir opnarf Fyrstu ferðirnar eru á sérstöku kynningarverði: Kr.: 1.750,- (báðar leiðir) LANGI ÞIG TIL MEGINLANDSINS í SUMAR ÞÁ ER OKKAR TILBOÐ ÞITT HAPPf ISCARGO Félag, sem tryggir samkeppni i flugi! SKRIFSTOFA: AUSTURSTRÆTI 3, S 12125 og 10542.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.