Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 Kirkjan stofnar út- gáfufélagið Skálholt Sjálfstæðisþing- menn á Akureyri Alþingismennirnir Salome Þorkelsdóttir, Friðrik Sophusson og Lárus Jónsson munu ræða stjórnmálaviðhorfið og störfin á nýloknu Alþingi á fundi á Akureyri í kvöld. Það eru sjálfstæðisfélögin á Akureyri, sem til fundarins boða, og hefst hann klukkan 20.30 að Hótel Varðborg. Islenzkir steinar í Norræna húsinu í anddyri Norræna hússins og hókasafni hefur verið sett upp sýning á íslenzkum stein- um, sýnishorni af íslenzkum steinategundum viða af land- inu. Náttúrufræðistofnun ís- lands hefur lánað steinana og annast uppsetningu þeirra og mun hún standa til 15. ágúst og er opin kl. 9—19 alla daga nema sunnudaga kl. 12—19. Ljósm. Rax Nýjar forvalsreglur Alþýðubandalagsins í Reykjavik: Borgarfulltrúar og alþingis- menn ekki með í fyrri umferð NÝJAR forvalsreglur fyrir borgarstjórnar- og alþingiskosningar voru samþykktar á framhaldsaðalfundi Alþýðuhandalagsins í Reykja- vík sem haldinn var nýverið. Reglur þessar eru fráhrugðnar þeim eldri að því leyti að í fyrri umferðinni er ekki heimiit að tilnefna starfandi borgarfulltrúa eða alþingismenn flokksins, en þeir skulu hins vegar settir á listann í síðari umferð, gefi þeir kost á sér. Niðurstöður forvalsins eru ekki hindandi fyrir kjörnefnd. Kristján Valdimarsson starfs- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík sagði í viðtali við Mbl. að þessar nýju reglur um forval væru í meginatriðum hinar sömu og gilt hefðu fyrir vetrarkosn- ingar 1979, en þó fór í fyrsta sinn fram forval. Kristján sagði: „For- valið fer fram í tveimur umferðum og er bundið við flokksmenn. Rétt til þátttöku hafa fullgildir félags- menn, en fullgildir félagsmenn eru þeir, samkvæmt okkar skilgrein- ingu, sem ekki skulda meira en eitt árgjald. Reglunum var breytt á þann hátt nú, að í fyrri umferð, sem áður var tilnefningarumferð, verða eingöngu í kjöri þeir sem ekki eru kjörnir borgarfulltrúar eða þingmenn fyrir kosningar. Þessi umferð þjónar þeim tilgangi að leita að nýjum starfskröftum. í síðari umferð koma þeir aftur á móti inn, ef þeir gefa kost á sér og þar verða einnig nöfn úr fyrri umferðinni. Að loknum þessum tveimur umferðum er síðan raðað 12 nöfnum á lista fyrir alþingis- kosningar og 15 eða 21 nafni fyrir borgarstjórnarkosningar, eftir því hversu borgarfulltrúar verða margir." — Eru niðurstöður forvalsins bindandi? „Nei, þær eru ekki bindandi. Kjörnefnd, sem samanstendur af sjö mönnum kjörnum á félags- fundi, er frjálst að gera breyt- ingar til félagsfundar, en hún birtir eigi að síður niðurstöður úr fyrri umferðinni, þannig að menn viti hvernig fyrri umferðin hefur farið. Þá er miðað við í reglunum að hvor umferð forvalsins standi í tvo daga ef kostur er. Þá er kveðið á um framkvæmd forvalsins, og kynningu þátttakenda í síðari umferð. í lögum Alþýðubanda- lagsins er ákvæði um að miðstjórn staðfesti forvalsreglur hinna ýmsu flokksfélaga." Kristján sagðist ekki vita til að forvalsreglur sem þessar væru í öðrum flokksfélögum Alþýðu- bandalagsins. Þó hefðu verið sér- stakar reglur á Reykjanesi fyrir síðustu kosningar og eitthvað hefði verið rætt um forval á Akureyri. Frá stjórnarfundi útgáfufélagsins Skálholts. Talið frá vinstri: Sr. Bernharður Guðmundsson, Ársæll Ellertsson, Maria Pétursdóttir. Rósa Björk Þorbjarnardóttir form. félagsins, Páll Bragi Kristjónsson, Gisli V. Einarsson. sr. Guðmundur Óskar ólafsson, Jón Sigurðsson form. framkvæmdanefndar, sr. Jónas Gíslason og Sigurður Pálsson framkvæmdastjóri félagsins. Ráðgert aukið sam- starf íslands, Fær- eyja og Grænlands RÁÐINN hefur verið sérstakur starfsmaður á vegum Norðurlanda- ráðs til að vinna að auknu samstarfi um sameiginleg hagsmunamál íslands, Færeyja og Grænlands, en innan Norðurlandaráðs hefur verið fjallað um samvinnu af þessu tagi. Hefur embættismannanefnd ráðsins bent á nauðsyn þcssa samstarfs, en i starfið hefur verið ráðinn Færeyingurinn Tomas Arabaa. framkvæmdastjóri Strandferðaskipa landsins. Sérstök undirnefnd á vegum áðurnefndrar embættismanna- nefndar hefur starfað síðan í desember, en í henni eiga sæti Bjarni Einarsson frá fram- kvæmdastofnun og Jónas Hall- grímsson bæjarstjóri á Seyðisfirði og frá Færeyjum þeir Árni Ólafs- son skrifstofustjóri landsstjórnar- innar og Jakob Sv. Johnsen fiski- fræðingur. Starfsmanninum, sem nú hefur verið ráðinn, er ætlað að vinna að margvíslegum verkefn- um er gætu stuðlað að nánari samvinnu þjóða á svæði sem stundum hefur verið nefnt „Vest Norden", en þar eru einkum höfð í huga Island, Færeyjar og Græn- land. Nærri 20 umsóknir bárust um starfið. Starfsmaðurinn hefur aðsetur í Færeyjum og mun einnig ferðast til Islands og Grænlands og hefur hann starfsaðstöðu hjá Framkvæmdastofnun. Þjóðleikhús Svía kaupir Stundarfrið DRAMATEN, þjóðleikhús Svía, hefur keypt sýningar- rétt á leikriti Guðmundar Steinssonar, Stundarfriði, og verður leikurinn sýndur þar á næsta eða þarnæsta leikári, segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu. Sýningar Þjóðleikhússins á Orfá íslensk leikrit hafa verið Stundarfriði í útlöndum hafa sýnd á Dramaten, eða Kungliga vakið mikla athygli, t.d. var borið mikið lof á bæði leikrit og sýningu á hátíðunum í Wies- baden og Lúbeck á dögunum, og hafa ýmis leikhús sýnt áhuga á að sýna verkið, m.a. leikhús í Bandaríkjunum. En nú er ljóst, að Svíar verða einna fyrstir til. Leikurinn hafði fengið feikna góða dóma, þegar Þjóðleikhúsið sýndi hann í Stokkhólmi í haust, segir í fréttinni. dramatiska teatern eins og íeik- húsið heitir fullu nafni, en ekkert um áratugi, ekki síðan leikrit Kambans „Vér morðingjar" og leikrit Jóhanns Sigurjónssonar Fjalla-Eyvindur og Galdra- Loftur voru sýnd þar á fjölunum á öðrum áratug aldarinnar. Leikstjóri hefur ekki verið ákveðinn fyrir sýninguna, en leikhússtjóri á Dramaten er nú Finninn Lasse Pöysti. Á kristniboðsárinu 1981 hefur verið stofnað nýtt útgáfufélag að tilhlután Kirkjuráðs til að gefa út hlað. standa fyrir bókaútgáfu og annast samræmingu og aðstoð við skylda útgáfustarfsemi. Fyrsta verkefni félagsins er að hefja útgáfu blaðs í haust, sem ráðgert er að berist almenningi hálfsmánaðarlega fyrst um sinn. Útgáfufélagið mun heita Skál- holt, en Valdimar Jóhannsson Politikcn-skákmótið: Margeir með 3‘/2 vinning TVEIR íslrndingar tefla um þessar mundir á skákmóti I Kaupmannahöfn, Politiken- mótinu. Eru það Margcir Pét- ursson og Sævar Bjarnason. Eftir fimm umferðir hefur Margeir 3 og hálfan vinning og Sævar 2. í efsta sæti eru nokkuð margir skákmenn og hafa þeir 4 vinninga. Þá teflir þarna Svíinn Dan Hanson og er hann með 3 vinninga, en hann hefur lengi búið á Islandi. Biðskákir á að tefla í dag, en síðan eru fjórar umferðir eftir á mótinu. Varðskip kann- ar netalagnir Stykkishólmi. 24. júni. VARÐSKIP kannaði í fyrri- nótt árósa í Snæfellsnes- og Hnappadaissýslum. eí vera kynni þar ólöglegar netalagn- ir. Voru uppi grunsemdir um ólöglegar netalagnir. Siglt var að öllum árósum á svæðinu og athugað hvort laxanet sæjust, en ekki fannst neitt athuga- vert. Talsverð brögð hafa verið að því að skotið hafi verið á umferðar- merki hér um slóðir. Verða hvers kyns leiðbeininga- og aðvörunar- merki fyrir barðinu á skotglöðum mönnum, sem virðast svífast einskis og leggja stund á þessa skemmdarstarfsemi. Getur það vissulega verið vegfarendum til ama og jafnvel er hætta á slysum ef nauösynleg aðvörunarmerki eru skotin niður. Fréttaritari. forstjóri Iðunnar hefur sýnt þá velvild að afhenda biskupi fyrir hönd þjóðkirkjunnar firmanafnið Skálholt. Blaðið mun heita Víð- förli og mun flytja almennt efni, skýra kristin sjónarmið í dagsins önn og verða vettvangur málefna- legra skoðanaskipta auk þess að flytja fréttir af starfi kirkjunnar. Útgáfufélagið Skálholt er sjálfs- eignarstofnun og er formaður stjórnar Rósa Björk Þorbjarnar- dóttir endurmenntunarstjóri. í samtali við Mbl. sagði hún hér farið af stað í bjartsýni með ákveðna tilraun og með Víðförla, sem yrði m.a. vettvangur fyrir almenn og víðsýn skoðanaskipti, yrði til blað við hlið Kirkjuritsins, en Víðförla væri ekki stefnt gegn því. Framkvæmdanefnd skipuð þremur stjórnarmönnum ber ábyrgð á daglegu starfi félagsins. Jón Sigurðsson skólastjóri í Bif- röst er formaður hennar og með honum sr. Bernharður Guðmunds- son fréttafulltrúi og Páll Bragi Kristjónsson rekstrarhagfræðing- ur. Aðrir í stjórn eru Gísli V. Einarsson framkvæmdastjóri, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson for- maður Prestafélags íslands, sr. Jónas Gíslason dósent og María Pétursdóttir formaður Kvenfé- lagasambands íslands. Sigurður Pálsson námsstjóri hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í hluta- starfi fyrst um sinn. Dæmdir fyr- ir nauðgun NÝLEGA var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur dómur i nauðgunarmáli. Nauðgun þessi átti sér stað nálægt áramótunum 1979/80. Tveir piltar, annar 18 ára og hinn tæplega 18 ára þegar atburðurinn varð, réðust að stúlku á svipuðum aldri, sem var í heimsókn hjá öðrum þeirra. Annar piltanna nauðg- aði stúlkunni en hinn aðstoð- aði hann við verknaðinn. Nauðgarinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en aðstoðar- maðurinn í 10 mánaða fang- elsi, skilorðsbundið að hluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.