Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 Áratugur upp- lausnar á enda Eyjólfur Konráð Jónsson: ÁratuKur upplausnar á enda. Safnrit Heimdallar nr. 1 1981, 48 bls. „Ólafur Thors sagði í upphafi Viðreisnar eitthvað á þessa leið: Ef ekki tekst að ráða við verðbólg- una, er allt annað unnið fyrir gíg; það var niðurstaða hans eftir langt og erfitt stjórnmálastarf, þar sem skiptust á skin og skúrir. Þetta segir Geir Hallgrímsson nú, og það þurfa allir sjálfstæðismenn að skilja og segja." Þessi orð er að finna í einni þeirra sex greina og, ræða eftir Eyjólf Konráð Jónsson alþrngismann, sem birtar eru í 1. safnriti Heimdallar, sem fyrrver- andi stjórn Heimdallar gaf út snemma á þessu ári. í þessu riti setur Eyjólfur fram djarflegar hugmyndir til lausnar verðbólguvandanum: Hann segir það þjóðarnauðsyn að losna við verðbólguna með samstilltu átaki, en forsenda þess sé þjóðarsam- staða auk áhrifamikilla og hrað- virkra hagstjórnaraðgerða. (Hug- myndir Eyjólfs birtust einnig í tímaritinu FRELSINU, 3. hefti 1980, ásamt athugasemdum Jón- asar Haralz bankastjóra). I hugmyndum sínum gengur Eyjólfur Konráð að því vísu, að fólk sé orðið uppgefið á verðbólg- unni, það krefjist aðferða. En ég held, að það sé rangt. Síst af öllu vil ég gera lítið úr skaðvænlegum áhrifum af langvarandi verðbólgu, um þau mál eru flestir sammála, en þess má hins vegar glöggt sjá merki, að raunverulegan vilja skortir til að losna við hana. Ástæðan er m.a. sú, að vegna sérstaklega hagstæðs árferðis, mikllar verðmætaukningar á út- flutningsafurðum okkar undan- genginn áratug og þess, að við sitjum nú einir að eigin fiskimið- um, má fullyrða, að verðbólgan hérlendis, sem telst vera óðaverð- bólga, sé ekki farin að hafa veruleg samdráttaráhrif í hag- kerfinu né farin að ganga mjög á efnahag og þolinmæði almenn- ings. Það má því segja, að hérlend- is ráði góðu einkenni verðbólgunn- ar enn, þau hvetja efnahagslífið og gera margvíslega starfsemi arðbæra vegna verðbólguástans og meðan svo er verður ekk komið auga á rök fyrir því, að raunveru- legur jarðvegur geti skapast fyrir Bðkmennllr eftir FRIÐRIK FRIÐRIKSSON samstilltu átaki til að stöðva verðbólguna, þrátt fyrr mikinn hávaða. Þessi röksemd er sett fram til að minna á, að varasamt er að treysta á, að pólitískur jarðvegur sé fyrir róttækum breytingum í anda þeirra, sem Eyjólfur boðar, og ef til vill má skýra örlög „leiftursóknarinnar" með sömu rökum. Auk efnislegra athugasemda við hugmyndir Eyjólfs vil ég gera tvær athugasemdir við útgáfu safnritsins. Annars vegar er strákslegt og jafnvel groddalegt málfar Eyjólfs til óþurftar, þótt ekki sé ég að mæla með stofnana- íslensku. En hefði ekki verið hægt að velja önnur orð en þessi; skattheimtubrjálæði, vinstra brjálæði, hákarlasamfélag o.s.frv.? Hins vegar er lýti af þeim byrjendabrag og slóðaskap sem viðhafður hefur verið við lestur handrita og uppsetningu ritsins. Margt í tillögum Eyjólfs Kon- ráðs er athyglisvert og í fullu samræmi við stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins, t.a.m. afnám gjaldeyrishafta, frelsi í inn- og útflutningsverslun og styrking ís- lensku krónunnar. Flestir eru sammála um að öll þessi atriði horfa til bóta, með þeim fyrirvara, sem Jónas Haralz gerði í athuga- semdum sinum í FRELSINU, að takmarka yrði gjaldeyri til kaupa og smíði fiskiskipa, meðan fisk- veiðileyfi væru ekki seld. Þá má einnig spyrja: Er ekki heppilegri og djarfari leið til styrktar gjald- miðli okkar sú að festa skráningu hans við einhverja erlenda mynt heldur en að skipta um mynt á 10 ára fresti eða svo? í greinasafninu kemur fram, að forsenda eðlilegs athafnalífs sé vaxtastefna í takt við greiðslugetu atvinnuveganna, og af þeim sök- um hafnar Eyjólfur hávaxta- stefnu, sem kippi stoðunum undan öllum rekstri. Jónas Haralz bendir á í Frelsinu, að neikvæðir vextir um langt árabil hafi valdið því að mörg starfandi fyrirtæki í Iandinu hafi fjárfest vegna verðbólgunnar í óhagkvæmum fjárfestingum, sem standist ekki eðlilegar arð- semiskröfur, ef vextir verða já- kvæðir. Með því að hafna hávaxta- stefnu en mæla fyrir vísitölubind- ingu lána og lágum vöxtum virðist mér sem Eyjólfur gangi að nokkru leyti til liðs við þá sem misst hafa sjónar á orsakasambandinu milli vaxta og verðbólgu. Hann gagn- rýnir hávaxta- og raunvaxta- stefnu að ósekju, sökum þess að vextir eru afleiðing, en ekki orsök verðbólgunnar. Ennfremur má ekki gleyma því, að sparnaður er forsenda fjárfestinga, og markmið vaxtastefnu á að vera það að hvetja til sparnaðar á þann eina hátt sem mögulegur er, að bjóða fólki jákvæða vexti af inneignum sínum. Aðalatriðið er því vaxta- stefna sem hvetur til sparnaðar, aukaatriði er hvort um er að ræða háa vexti eða vísitölubindingu og lága vexti. Meginatriðið í efnahagstillögum Eyjólfs Konráðs er það, sem hann kallar „patentiausnina", en í henni felst, að komast megi hjá átökum á vinnumarkaði og almennum samdrætti. Lausnin er í því fólgin að lækka bæði óbeina og beina skatta nægjanlega mikið til að stöðva víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Þeim halla, sem þá myndast á fjárlögum, meðan ekki tekst að lækka ríkisútgjöld, á að mæta með sölu ríkisskuldabréfa til almennings, en fyrir þeirri sölu yrði grundvöllur vegna aukins sparnaðar, sem leiðir af „nýrri" vaxtastefnu og minni verðbólgu. Þetta eru athyglisverðar hug- myndir, enda er Eyjólfur hug- kvæminn maður, en við þær má þó gera nokkrar athugasemdir, bæði hvað varðar það sem felst í tillögunum og hitt sem ekki er á minnst, en skiptir þó máli. í fyrsta lagi má taka undir gagnrýni Jónasar Haralz á „pat- entlausnina", en í Frelsinu segir Jónas að röksemdafærsla Eyjólfs sé af eðlislægum grunni, sem nái skammt í þessu tilfelli. Megin einkenni eðlislegrar röksemda- færslu er, að hún er almenn viljayfirlýsing, það er t.d. greint frá því að skattar verði að lækka, og þeirri tekjuminnkun sem á sér væntanlega stað á að mæta með ^Þrátt fyrír að íhug- myndum Eyjólfs Konr- áðs sé samspili hag- stærða ekki nægur gaumur gefinn, þá má um þær segja, að sem viðræðugrundvelli ber að fagna þeim, enda er það sjaldgæft, að al- þingismenn hafi áhuga eða burði til að staldra við og líta ofar dægur- baráttunni. 66 sölu skuldabréfa, sem seljist vegna aukins sparnaðar og minnk- andi verðbólgu. Ef beita á hrað- virkum aðgerðum gegn verðbólgu verður hins vegar annars konar röksemdafærsla að koma til, af magnlægum grunni, þar sem sagt er hversu mikið skattar verði að lækka, hversu mikið sparnaður eykst o.s.frv. Markmiðið með slík- um útreikningum er einfaldlega það að athuga hvort „patentlausn- in“ gangi upp reikningslega. í öðru lagi vill Eyjólfur lækka skatta, og reka ríkissjóð með halla þar til ríkisútgjöld hafi verið lækkuð. I ljósi reynslu margra þjóða, t.a.m. Breta, þá el ég með mér miklar efasemdir um, að þessi framkvæmdaröð sé heppileg í þeim skilningi að nauðsynlegt er að leggja samhliða fram áætlun um lækkun ríkisútgjalda og skatta. í þriðja lagi gerir Eyjólfur ráð fyrir því að Islendingar selji orku til útlendinga í vaxandi mæli og ný framleiðslutæki spretti upp, sem að hluta geti borið uppi yfirbyggingu ríkisins og staðið undir tekjumissi rikisins samfara lækkun skatta. Um hugmyndina sjálfa er allt gott að segja, en gleymir Eyjólfur ekki einu? Það líður verulegur tími frá því að ákvörðun er tekin um smíði afls- virkjunar eða iðnaðarfyrirtækis, og þar til við erum farin að fá inn tekjur af orkunni eða framleiðsl- unni. Ef litið er til reynslu síðasta vetrar, þar sem um orkuskort var að ræða, þá er ljóst að ekki verður Verk brautryðjandans Auðarbók Auðuns Ýmsir höfundar Útgefandi: Landssamband sjálf- stæðiskvenna og Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík Auður Auðuns er merk kona fyrir margra hluta sakir. Hún á að baki sér litríkan feril í stjórnmál- um, átt miklu gengi að fagna sem embættismaður, og hún hefur ^Hún hefur ekki tal- að hæst um kvenrétt- indi, enda skiptir það ekki öllu máli endan- lega, hver hefur hæst á hverjum tíma, en hún hefur orðið fyrsta kon- an til að neyta margra þeirra réttinda, sem konum voru veitt 19. júní 1911. Það er mun mikilvægara þegar formlegum réttindum hefur verið náð. Það sýnir öðrum konum að þær geta öðlast virð- ingu og völd, ef þær kæra sig um að sækjast eftir þeim og það sýnir líka, að lögin eru ekki dauður lagabókstaf- ur. 66 markað skýr spor í sögu kvenrétt- inda í landinu. Hún hefur ekki talað hæst um kvenréttindi, enda skiptir það ekki öllu máli endan- lega, hver hefur hæst á hverjum tíma, en hún hefur orðið fyrsta konan til að neyta margra þeirra réttinda, sem konum voru veitt 19. júní 1911. Það er mun mikilvæg- ara, þegar formlegum réttindum hefur verið náð. Það sýnir öðrum konum, að þær geta öðlast virð- ingu og völd, ef þær kæra sig um að sækjast eftir þeim, og það sýnir líka, að lögin eru ekki dauður lagabókstafur. Fordæmi Auðar Auðuns ætti því að vera nægileg rök gegn því, að löggjafinn gangi lengra og beinlínis krefjist þess, að konur hljóti aukinn rétt um- fram karlmenn, til að þær nái jafnri stöðu við þá. Það hlýtur að vera æskilegra, að fordæmi kvenna á borð við Auði Auðuns vísi veginn að jafnri stöðu kvenna og karla, en ekki lögbundið mis- rétti. Auður Auðuns fæddist á Isa- firði 18. febrúar 1911 og varð því sjötug í vetur leið. Af því tilefni ákváðu Landssamband sjálfstæð- iskvenna og Hvöt, félag sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík, að gefa út rit henni til heiðurs hinn 19. júní síðastliðinn, en þá voru sjötíu ár liðin frá því, að konur öðluðust lagalegt jafnrétti á við karla „til náms, námsstyrkja og embætta,“ eins og segir í formála bókarinnar. Auður Auðuns er brautryðjandi um margt í sögu íslenzkra kvenna. Hún varð fyrst þeirra til að ljúka embættisprófi í lögfræði árið 1935. Hún varð fyrsti kvendómarinn í landinu. Hún er ein konan, sem hefur gegnt stöðu borgarstjóra í Reykjavík, og hún varð fyrsta konan, sem settist í ráðherrastól, er hún varð dóms- og kirkjumála- ráðherra í ráðuneyti Jóhanns Haf- stein 1971. Eða eins og Ragnhildur Bókmenntlr eftir GUÐMUND H. FRÍMANNSSON Helgadóttir segir í formála bókar- innar: „Auður hefur alla tíð verið mikil kvenréttindakona. Mestum árangri hefur hún náð á því sviði með þeim sporum, er hún sjálf steig með miklum sóma inn á nýjar brautir og efldi þannig kjark og þrótt með öðrum konum." Leikurinn er því ekki eins erfiður, og ella væri, fyrir þær, sem á eftir koma. I þessa bók hefur verið safnað saman 18 ritgerðum, 8 eftir konur og 10 eftir karla, og fjalla þær um margvísleg efni, en allar tengjast þær hugðarefnum Auðar Auðuns. Fjórar ritgerðanna eru um lög- fræðileg efni eða lagadeild Há- skólans. Agnar Kl. Jónsson rifjar upp atvik frá því, er hann sat í lagadeild fyrir fimmtíu árum. Ingibjörg Rafnar fjallar um rétt- arhjálp án endurgjalds sem tæki til að ná því takmarki að allir njóti jafnræðis fyrir lögunum. Baldur Möller fjallar um ríkis- borgararétt og Steinunn Margrét Lárusdóttir um upptöku ólöglegs sjávarafla og vanda, sem fylgir reglugerð þar um frá 1976. Fimm greinar huga að baráttu kvenna fyrir réttindum sínum. Ólöf Bene- diktsdóttir greinir frá lífshlaupi og baráttu Þorbjargar Sveinsdótt- ur. Kristín Norðfjörð segir frá tveimur baráttukonum fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum, Nadezhdu Mandelstam, eiginkonu Osips Mandelstam, Ijóðskálds, sem var myrtur í hreinsunum Stalíns, og Natalyu Gorbanevs- kayu, sem er menntuð í málvísind- um, en hefur eytt drýgstum hluta starfsævi sinnar í baráttu gegn yfirvöldum í austurvegi og hefur gefið út A Chronicle of Current Events, sem flytur fregnir af föngum í Sovétríkjunum. Bessí Jóhannsdóttir segir frá Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni, sem sat á Alþingi, og aðdragandanum að kosningu hennar. Esther Guð- mundsdóttir veltir fyrir sér, hvort réttlætanlegt sé að veita konum réttindi umfram karla um tíma, til þær standi jafnar að vígi í samkeppninni við karla. Gísli Jónsson segir frá 7. júlí 1915. Ein ritgerð greinir frá fræðslu- málum í Reykjavík og er eftir Áslaugu Friðriksdóttur, önnur frá velferðarmálum aldraðra og sjúkra í Reykjavík, eftir Þóri Kr. Þórðarson, en bæði þessi viðfangs- Auður Auðuns efni hafa verið Auði Auðuns kær um dagana. Geir Hallgrímsson og Ólafur Björnsson lýsa þáttum úr sögu Sjálfstæðisflokksins. Friðrik Friðriksson fjallar um ímynd Lange af markaðssamhyggju og gagnrýni á þessa ímynd. Matthías Johannessen veltir fyrir sér frelsi listamannsins til orðs og æðis og þeirri tilhneigingu sósíalista að beygja öll mannanna verk undir eitt allsherjar markmið. Kjartan Gunnarsson svarar þeirri stað- hæfingu, sem nýlega hefur komið fram um herstöðina í Keflavík, að hún gegni ekki sama hlutverki og áður. Sigríður Snævarr lýsir kenningum Hönnu Arendt um uppruna alræðistefnunnar og set- ur fram gagnrýni á hana. Halldór Guðjónsson rekur hugmyndir um, hvert verði hlutverk menntakerf- isins á næstu árum og áratugum. Hér er eðlilega ekki tóm til að rekja frekar efni einstakra greina,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.