Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 Apakapphlaup og talnakapp- hlaup voru iðk- uð af miklu fjöri um kvöld- ið. Sumardvöl barna í sveit 99Á Úlfljótsvatni er hopp og hí u — hopp og hí Tveir smyglarar, dökkir á hörund, voru handsamað- ir af hópi 50 barna á bökkum Úlfljótsvatns í siðustu viku. Smyjílararnir höfðu smyglað umtals- verðu magni af kexi og var varningurinn gerður upptækur. Tildrög málsins voru þau að sýslumaður Arnes- sýslu hafði látið það boð út ganga, að sést hefði til smyglara á ferli í nágrenni Úlfljótsvatns og bað hann barnahópinn að hafa opin augu, ef sæist á ný til ferða þeirra. Mánudags- kvöldið 15. júní skiptu börnin sér í flokka, njósnaflokk, merkjaflokk, seiðgaldraflokk — til að lokka smyglarana að, — sjúkraflokk og fleiri, því spurst hafði að þeir myndu reyna að koma smyglvarningnum undan þá um kvöldið. Um leið og birtu fór að bregða komu smyglararnir með góssið upp að strönd vatnsins á hraðbáti. Börnunum tókst að yfirbuga þá, ná kexbirgðunum og fengu þau kexið ásamt heitu kakói sem verðlaun. Smyglararnir fengu auðvitað makleg málagjöld. Börnin sem um ræðir eru á aldrinum 7 — 13 ára og eru á sumardvalarheimili Bandalags íslenzkra skáta við Ulfljóts- vatn. Lýsingin á afreki þcirra hér að ofan er frásögn Tryggva Felixsonar yfirumsjónarmanns búðanna á inntaki leiks sem farið var í með börnunum kvöldið áður en blaðamaður Mbl. kom i heimsókn til að kynnast starfseminni lítillega og ræða við börnin. Tryggvi, sem er hagfræðingur og þjóðfélagsfræðingur að mennt, sagði að sumrinu væri skipt í þrjú megintímabil. Börnin dveldust yf- irleitt eina viku hvert, sum lengur. Vikudvöl kostar 560 kr., átta daga dvöl aftur á móti 630 krónur. Fargjald fram og aftur kostar 60 kr. aukalega. Börnin dvelja á tveimur stöðum við Úlfljótsvatn. Annars vegar í kvenskátaskálanum en hins vegar drengjaskátaskálanum. Borðað er í sérstökum skála við hlið kven- skátaskálans. Börnunum er skipt í tvo hópa eftir aldri, en systkinum og vinum er leyft að vera saman í hópi án tillits til aldurs. Strákar og stelpur eru saman í hópum. Fastir starfsmenn á staðnum eru tíu skátar, en um helgar koma iðulega nokkrir til viðbótar í heimsókn og aðstoða þá við leiki og starf. „Skátalíf er þjóðlír — Byggir starfið í sumarbúð- unum á grunni skátastarfsins? „Nei, ekki að öðru leyti en því að við foringjarnir notum reynslu okkar úr skátahreyfingunni í leikjum og starfi. Hefðbundið skátastarf er þetta ekki og get ég nefnt sem dæmi að fánahylling fer ekki fram á skátavísu." Einn foringjanna, Bennó, Benjamín Árnason, bætti því við, að skátalíf væri þjóðlíf og mætti að því leyti segja að starfað væri í anda skátahreyfingarinnar. Tryggvi sagði starfið fjölbreytt. farið væri í gönguferðir í nágrenn- inu og bátsferðir á Úlfljótsvatni, sundlaugin á Ljósafossi væri óspart notuð, þá væru dagsferðir, leikir, kvöldvökur og varðeldar svo eitthvað væri nefnt. „Búin“ á staðnum væru einnig mjög vinsæl hjá yngri bðrnunum. „Við reynum að sveipa allt starf í ævintýra- ljóma. Gönguferð er ekki aðeins gönguferð heldur fá börnin ákveð- in hlutverk á leiðunum. Þau fá bréfleg skilaboð á ákveðnum stöðum um að ganga eftir áttavita í ákveðnar áttir eða leysa ákveðin verkefni. Þá fá þau að elda sinn mat sjálf undir beru lofti og eldri börnin fá sérstaka þjálfun í útilífi. Þau tjalda, útbúa tjaldborg með göngustígum og tilheyrandi. Þá sofa þau í tjöldum, þegar vel viðrar. Öllu sælgæti sem börnin koma með eða fá sent er safnað í einn sjóð og fá þau síðan jafnt úr honum. Við höfum þann háttinn á, þegar við göngum niður að Ljósa- fossi til að fara í sund, að þá er stoppað og gefið inn „benzín", sem er sælgætismoli, þegar börnin verða lúin á göngunni, einnig fá þau sælgætisbita á kvöldvökum og við hátíðleg tækifæri. Segi þeim þá sögur úr sveitinni — Hvernig gengur að hafa hemil á svona mörgum börnum? „Það gengur vel. Þau eru róleg og góð og leiðist ekki á meðan þau hafa nóg að gera. Þá höfum við í hópnum, sem nú er hérna, til að mynda nokkur börn sem eru að koma hingað í fimmta sinn, þann- ig að lítið er um vandamál. Áuðvitað er þetta erfiðast fyrst meðan við erum að koma þessu í gang, en álagið er hvað mest í eldhúsinu. Þar er verið að frá því eldsnemma að morgni og langt fram á kvöld." — Engin heimþrá og tár í kodda á kvöldin? „Ég er að baka. ah, ha, ha“ gætu þessar myndarlegu stelpur verið að syngja, en þær eru, talið frá vinstri: Sigrún Jónsdóttir, Elín Þórðardóttir og Guðrún Einarsdóttir. Nokkrir úr hópi starfs- manna. ásamt yfirum- sjónarmanni, fyrir fram- an eidhús- og borðskál- ann. Þorvaldur Böðvar Jónsson lengst ti vinstri, þá Benjamín Árnason — Bennó, síðan Tryggvi Felixson, þá Ásta Kristin Þorsteinsdóttir og loks Hrönn Ingibergsdóttir matráðskona. Bennó, Ásta og Þorvaldur Böðv- ar eru öll foringjar á staðnum. „Jú, það kemur stundum fyrir að þau gráta og þá helst á kvöldin og sakna þá mömmu og pabba. Þá segi ég þeim sögur úr sveitinni. Það hefur aldrei brugðist." Nú höfum við tekið nokkuð langan tíma frá Tryggva og félög- um hans því í nógu var að snúast. Undirbúa þurfti varðeld fyrir eldri börnin niðri við drengjaskála fyrir kvöldið, setja upp mörk og útbúa fótboltavöll fyrir morgun- daginn og sinna þurfti krökkun- um. Blaðamaður gekk því upp fyrir kvenskátaskálann til að spjalla við krakkana og fá þeirra álit á dvölinni þarna, en þau voru í frjálsum tíma eftir kvöldmat og höfðu mörg brugðið sér upp í „búin“. Þær voru að baka Fyrstar hittum við að máli þær Sigrúnu Jónsdóttur úr Mosfells- sveit. „Átta ára, nei níu ára — ég gleymi þessu alltaf," sagði hún aðspurð um aldur. Einnig Elínu Þórðardóttur, 9 ára, úr Reykjavík. Þær voru önnum kafnar við „bakstur" á fallegum kökum. Upp- skriftin var auðfengin: Mold, sem nóg er af á staðnum, og vatn úr nærliggjandi lækjarsprænu. Þá eru steinar, laufblöð og fleira tilfallandi notað til skrauts. Kök- urnar voru hinar fallegustu útlits en blaðamaður afþakkaði samt gott boð um að smakka, og hafði góða afsökun, enda nýbúinn að þiggja veitingar í eldhúsi staðar- ins. — Er gaman hérna stelpur? Ja-há sögðu þær einum rómi. — Hvað er mest gaman? Jdest gaman er að fara á bát, — við fórum út á bátum í dag.“ — Náðuð þið smyglurum í gær- kvöldi? Já, — það var soldið gaman. Nú bættist Rúna — Guðrún Einarsdóttir sjö ára — í hópinn, en hún hafði farið í heimsókn í hitt „búið“ sem er ofar í brekk- unni. Hún var sammála þeim hinum að það væri mjög gaman í sveitinni. — Saknið þið ekkert þeirra heima? Nei, nei, sögðu þær eldri. Það verður samt líka gaman að koma heim, bættu þær við. Rúna svaraði hreinskilnislega: „Ég veit það ekki, jú pínulítið." Þær stöllur máttu nú ekki vera að því að hugsa meira um að- komumann, eða hvort þær sökn- uðu einhverra. Bakstrinum varð að ljúka fyrir kvölddagskrána. Leyfi fékkst til myndatöku, en síðan luku þær bakstrinum og þutu að því loknu í kurteisis- heimsókn í nágrannabúið. „Við urðum að róa og róa“ Við héldum því niður í drengja- skátaskála. Á flötinni fyrir utan var risin myndarleg tjaldborg og gerð gangstíga og girðinga miðaði vel. Við tjöldin hittum við sex vaska stráka og tókum þá tali. Þeir höfðu frá mörgu að segja og í frásögnum báru hæst ævintýri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.