Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981
33
Hópurinn við ekjuskipið Eyrarfoss.
50 stórkaupmenn
sóttu Eimskip heim
HAGRÆÐINGARNEFND Félags íslenzkra stórkaup-
manna efndi nýlega, í samvinnu við stjórn Eimskijpafé-
lags íslands, til kynnisferðar fyrir félagsmenn FIS til
Eimskips. Tóku um 50 manns þátt í þessari skoðunar-
ferð og fengu góðar móttökur.
í upphafi tók Hörður Sigur-
gestsson, forstjóri Eimskips, á
móti gestum í skrifstofuhúsnæð-
inu að Pósthússtræti 2. Kynnti
hann í stuttu máli starfsemi
félagsins, rakti helztu. hagræð-
ingaratriði í rekstrinum s.l. ári
og skýrði frá framtíðaráformum
félagsins í tengslum við nýja og
sífellt fullkomnari flutninga-
tækni.
Félagsmenn FIS gengu síðan
um skrifstofuhúsnæðið og kynntu
sér fyrirkomulag og aðstöðu
hinna einstöku flutningadeilda,
sem hver og ein sér um allan
flutning og þjónustu á sínum
ákveðnu flutningsleiðum.
Að því búnu var ekið inn í
Sundahöfn og athafnasvæði Eim-
skips þar skoðað. Mikið uppbygg-
ingarstarf hefur verið unnið þar
að undanförnu, ný og stór flutn-
ingatæki í landi ásamt með ört
vaxandi húsnæði hafa gjörbreytt
allri afgreiðslu vöruliða.
Uppbygging nýrrar flutninga-
tækni hjá Eimskip miðast nú öll
við hina svokölluðu einingaflutn-
inga. Þótti mönnum mikið til um
þá möguleika, sem hér hafa
opnazt. Ekki sízt þótti augljóst,
að aukin hagræðing vegna ein-
ingaflutninga ætti eftir að njóta
sín er hin langþráða tollkrít
kemst á.
Sundaskáli 4, hinn nýi vöru-
skáli Eimskips, var einnig
skoðaður. Byggingarframkvæmd-
ir hófust síðastliðið haust og er
kraftur í framkvæmdum það
mikill, að skálinn verður tilbúinn
til notkunar strax á næsta ári.
Að lokum var ekjuskipið
Eyrarfoss skoðað og lauk heim-
sókninni með því, að boðið var
upp á veitingar um borð. Þótti
mönnum heimsóknin takast með
ágætum.
Verðmætasköp-
un í iðnaðinum
ÞVÍ HEFUR verið haldið íram,
m.a. i fjölmiðlum. að ullariðnað-
urinn sé sú grein iðnaðar, sem
gangi næst álframleiðslu hvað
verðmætasköpun snertir. Hér er
að sjálfsögðu rangt með farið,
vonandi af misskilningi gert
fremur en ásetningi. Hitt er
annað. að ullariðnaðurinn kemur
næst áliðnaði, þó fiskiðnaður
undanskilinn, hvað útflutnings-
verðmæti snertir. Þetta segir
m.a. i nýútkomnu fréttabréfi
Landssambands iðnaðarmanna.
Þá segir: Eðlilegasti mælikvarð-
inn á verðmætasköpun í ákveðinni
atvinnugrein er vinnsluvirði, þ.e.
sá virðisauki, sem af starfseminni
í viðkomandi atvinnugrein má
leiða. Þær greinar íslenzks iðnað-
ar, þar sem langmest verðmæta-
sköpun á sér stað í, eru fiskiðnað-
ur og byggingariðnaður, en vinns-
luvirði í þessum tveimur greinum
er ámóta mikið. Sé þessum tveim-
ur greinum sleppt og aðeins litið á
svonefndan almennan iðnað, þá er
röð stærstu iðngreina miðað við
vinnsluvirði þessi:
VinnsluvirM árið
AtvinnuKrein 1977 (millj.K.kr.)
Málmsmíði og vélaviðg. 7.298,9
Álframleiðsla 4.902,8
Húsg.gerð, innréttingasm. 4.680,4
Bilaviðg., smíði bílayfirb. 3.849,6
Skipasmiði, skipaviðg. 3.145,5
Pappa- og pappirsvörug. 2.685,0
Ullarþvottur, spuni, vefn-
aður og prjónavöruframl. 2.220,3
Samtök sykursjúkra á Akur-
eyri og nágrenni kanna syk-
urmagn í þvagi Eyfirðinga
SAMTÖK sykursjúkra á Akureyri
og nágrenni hófu rannsóknir á
sykurmagni í þvagi Akurcyringa
fyrir réttu ári siðan. Akureyring-
um á aldrinum 25 til 65 ára var þá
gefinn kostur á þvi að athuga
sjálfir heima, hvort þeir kynnu að
hafa sykur í þvagi, en slikt gæti
vcrið vísbending um sykursýki. Á
Akurcyri skiluðu 3120 einstakl-
ingar svarblöðum með niðurstöð-
um athugunar sinnar. en það voru
um 56.3% þeirra er spurðir voru.
Reyndust þá nær 200 þeirra mcð
sykur i þvagi og fóru flestir i
nanari rannsókn, en þá kom i ljós
að 10 úr þeirra hópi töldust hafa
sykursýki.
arsvæðinu eru hlutfallslega mun
fleiri með sykursýki en annarsstað-
ar á landinu. Mjög mikilvægt er að
finna sem fyrst þá einstaklinga, sem
ganga óafvitandi með sjúkdóminn
eða vísi áð honum, til þess að koma
þeim í rétta meðferð, því að ómeð-
höndluð sykursýki stuðlar m.a. að
æðaskemmdum. Athugun þessi á
sykursjúkum er gerð í samráði við
Ólaf H. Oddsson hérðaslækni, lækna
heilsugæslustöðvanna á Siglufirði,
Ólafsfirði og Dalvík, og Þóri Helga-
son yfirlækni og sérfræðing í sykur-
sýki. Öll kvenfélögin á könnunar-
svæðinu hafa sýnt þessari athugun
sérstakan stuðning með dreifingu
og söfnun könnunargagna.
I Samtökum sykursjúkra á Akur-
eyri og nágrenni eru nú nær eitt-
hundrað félagsmenn, en formi-ður
þeirra er Gunnlaugur P. Kristins-
son.
Fjármálaráðherrar Norður-
landa halda fund á Hornafirði
Samskonar athugun og Samtök
sykursjúkra buðu Akureyringum
fyrir ári bjóða þau nú öllum Eyfirð-
ingum og nágrönnum búsettum frá
og með Hálshreppi í S-Þingeyjar-
sýslu vestur í Haganeshrepp í Fljót-
um á aldrinum 25 til 65 ára. Alls eru
þetta rösklega 3500 einstaklingar í
16 hreppum og þrem kaupstöðum.
í ljós hefur komið að á Eyjafjarð-
FUNDUR fjármálaráðherra Norð-
urlanda verður haldinn á Höfn i
Hornafirði dagana 25—26. þ.m. Er
hér um að ræða reglubundna
samkomu fjármálaráðherranna,
en slíkir fundir eru haldnir tvisv-
ar á ári til að ræða sameiginlega
þætti rikisfjármála landanna og
efnahagsmáíin i viðari skilningi.
Auk ráðherra allra landanna
munu allmargir embættismenn
fjármálaráðuneytanna sitja fund-
inn, og verða þátttakendur alls um
40, þar af rösklega 30 útlendingar.
Fundinum lýkur um hádegi föstu-
daginn 26. júní, og mun þátttakend-
um þá gefast kostur á kynnisferð til
Vestmannaeyja, segir í frétt fjár-
málaráðuneytisins.
Philips
ferðafélaginn
/ AR 513 er sambyggt
/ stereo ferðatæki, með
L— flesta kosti fullkomins
stofutækis. Þú tekur
ekki samstæðuna
þína með í ferðalag,
en það er auðvelt að
ferðast með AR 513.
Verð: 2620,- krc iur
/ Philips AL 600 er
/ hljómmikið og full-
L— komið útvarpstæki
fyrir rafhlöður og
220 v. Lang-, mið-,
stutt- og FM-bylgjur.
Tónstillir og sérstök
fínstilling.
Verð: 958.- krónur
kassettutækið. Inn-
byggður hljóðnemi.
Rafhlöður. Kassetta
fylgir. Gott verð.
Spennubreytir fylgir
Verð: 748.- krónur
ZFerðaútvarpstækið
í vasann er Philips
AL 172 fyrir rafhlöður.
Lb. Mb. Heyrnartæki
fylgir. Tilvalið í
gönguferðina.
Verð: 194.- krónur
ZAR 092 er ótrúlega
ódýr ferðafélagi
miðað við hvað hann
býður uppá. AR 092 er
sambyggt útvarp og
segulband með lang-,
mið- og FM-bylgjum,
innbyggðum hljóð-
nema, tengingum
fyrir beina upptöku
og ýmislegt fleira.
Verð: 1405.- krónur
Minnsti morgun-
haninn er vafalaust
Philips AS 100 ferða-
útvarpsklukkan. Fm.
Mb. Rafhlöður. 24
tíma minni. Vekur
aftur og aftur með út-
varpi eða hringingu.
Verð: 695.- krónur
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆT! 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655