Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 /o-3 // ERU PFTTA NVJU 50 KROblA Unnur Konráðs skrifar: „Ég undirrituð, var svo óheppin, að vera ein af þeim, sem fór í göngu FÍ á „Göngudaginn". Þessi „Göngudagur" hefur verið árlegur hjá FI sl. 3 ár. Auglýst var létt ganga, sem bæði ungir og aldnir gætu tekið þátt í. Ég tók því 2 af barnabörnum mínum með í ferðina sl. sunnudag. Þegar á staðinn var komið, sá ég að sumt af fólkinu í hópnum, var það aldrað, að það hefðu getað verið foreldrar mínir. Lemjandi rigning og þoka voru á Reykjanesskaga þennan dag. Okkur var sagt að fullt af fararstjórum væru í hópnum, einn mundi ganga S' Ast er... ... aö taka sam- eiginlega ákvörð- un um sumar- feröalagiö. TM Rm u.s. Pat Ofl -all rlghts raaarvad ® 1981 Los Angalas Tlmas Syndlcate l>ú verður þó að viðurkenna, að hér ertu skattiaus maður! Með morgunkaffínu I»að gleður mig að skipstjórinn skuli gera sér grein fyrir þvi að það er erfitt að manna skipið! HÖGNI HREKKVlSI Vinsamleg áþending til Ferðafélags Islands fyrstur, annar síðastur, hinir mundu dreifa sér um hópinn. Brýnt var fyir mönnum, vegna þokunnar að fara hvorki á undan, eða úr stikum markaðri leið. Hvað kallar meðlimir FÍ létta göngu? Við gengum í 3 klukkutíma. Upp snarbrattar hlíðar, yfir brattar aurskriður, þar sem maður sökk í drulluna langt upp fyrir ökla, óðum mýrar, ár og læki. Ut yfir allt tók þó, er haldið skyldi upp úr Soginu. Þar var mjótt snarbratt gil, aur- skriður beggja vegna, sem útilokað var að fóta sig í, svo að ekki var um annað að gera, en vaða lækinn í gilbotninum. Þegar ég leit upp þetta snarbratta gil, hugsaði ég bara: „Guð minn góður, þetta kemst ég aldrei með börnin." Ég vissi ekki þá, að ég sá aðeins helminginn. í miðjunni var nefnilega klettur, síðan snarbeygði gilið til vinstri, og annað eins var eftir. Lækurinn fossaði að sjálfsögðu fram af kletti þessum, sem var ca. 1 m að hæð. — Þar stóð einn félagsmanna FI, reyndi að fóta sig, og dró okkur vesalingana upp. Er þetta hæg ganga? ? ? Fararstjórar FÍ virðast ekki álíta að fararstjórn sé annað en að rata leiðina sem fara á, og komast á sem skemmstum tíma. (Ég tel mig fylli- lega dómbæra á þetta, þar sem ég hef unnið sem leiðsögumaður, bæði hér heima og erlendis.) Sá sem fyrstur fór stikaði stórum, fólk reyndi að fylgja honum eftir, en fæstum tókst það. Fyrir bragðið dreifðist hópurinn um fleiri km svæði. Okkur var sagt í rútunni, að gangan væri ca. 8 km. Á leiðinni var stoppað 3 sinnum. Það brást ekki, að um leið og síðasta fólkið kom, var haldið af stað á ný. Þannig að fólkið, sem mest þurfti á því að halda, fékk enga hvíld. Verst var þetta, er við vorum stödd í gíg nokkrum, ég held hann heiti Selgígur. Þar var nesti dregið upp, vegna þess að ekki rigndi í augnablikinu. Ég býst við að við Þessir hringdu . . . Kona ein hringdi og spurði hvern- ig væri með Sunnudagsgátuna, sem var í auglýsingatíma sjónvarpsins. Lausnin hefði ekki enn verið birt og ekki getið um hverjir hefðu hlotið vinning. Væri hennr og sjálfsagt ýmsum fleirum þægð í að fá upplýst hjá viðkomandi aðilum hvernig á þessu stendur. höfum stoppað þarna í ca. ‘/í tíma. Er áfram skyldi haldið, og við komum upp á gígbarminn, sáum við fullt af fólki á eftir okkur, á leið í gíginn. Flest af því sneri af leið, sá aldrei gíginn, sem var mjög fallegur. Elti okkur bara, og fékk að sjálfsögðu enga hvíld, eða tækifæri til aö borða nestið sitt. I rútunni var okkur sagt að í gíg þessum, væru rústir 3 selja, frá gamalli tíð. — Þann Vi tíma, sem við sátum þarna datt engum af öllum fararstjórum FÍ í hug að segja okkur frá, eða fara með okkur að rústunum. í alla þessa ca. 3 tíma, sem við vorum á göngu, heyrði ég aldrei landslagi lýst, örnefni nefnd, eða nokkurt orð af vörum fararstjór- anna, til að upplýsa okkur viðvan- ingana um hvar við værum stödd. Var þó alla tíö í um það bil miöjum hóp, og fékk tækifæri til að hvíla mig á þessum 3 áningastöðum. Mínar ábendingar til forustu- manna Ferðafélags íslands: 1. Gangið eins hratt og ykkur lystir, þegar um venjulegar gönguferðir félagsmanna er að ræða. 2. Ef þið auglýsiö fjölskylduferð, eins og þessa, og viljið að fólk njóti ferðarinnar. Þá látið okkur þessi óvönu aðeins ganga í 1 klukkustund, á lágmarks- hraða. 3. Skiptið fólkinu í t.d. 20 manna hópa. 1 fararstjóri fylgi hverjum hóp. Fólk í þessa hópa, skal að sjálfsögðu velja eftir getu, og Hr. Flinkur skrifar. Kæri and-rollersisti! Ég hef aldrei haldið því fram að Bítlarnir væru skallapopparar, að- eins það að ef Bay City Rollers eru það, þá voru Bítlarnir það líka. Hugtakiö skallapopp á sér greini- lega ótakmarkaða merkingu. Hvað er t.d. átt við með þessu orði? Ég lenti á tali við svonefnda pönkara um daginn og barst þá í tal hið svonefnda Bubba-æði. Voru pönkar- arnir óhressir yfir ástandinu og töldu það vera guðslukku að þessir bölvuðu skallapopparar (Utan- garðsmenn) væru farnir úr landi, í bili a.m.k. Það er hinn mesti misskilningur að ég þekki ekki Bítlana af öðru en „Ob-la-di Ob-la-da“ því að sjálf- sögðu þekki ég lög eins og „Please, Please Me“, „Yellow Submarine", „Girl“, „It Won’t Be Long“, „Penny Laine", o.fl. Hins vegar efa ég stórlega að and-rollersisti o.fl. þekki lítið annað með BCR heldur en „Manana" og „Bye Bye Baby“. Hefur t.d. einhvern heyrt lög eins og: „Cocaine — Back on the Road Again", „Ride“, „Doors, Bars and reynslu í gönguferðum. Þá getur hver hópur haft sína hentisemi í gönguhraða. 4. Auglýsið hvernig fólk á að búa sig til gönguferða á íslandi. Stígvél fyrst og fremst. Mér kom það nefnilega spánskt fyrir sjónir, að sjá útbúnaðinn á mannskapnum. Allir 44 útlend- ingarnir voru á hvítum strigaskóm. Þetta er vant göngufólk, hvað þá um okkur hina? Flestir íslendinganna voru mjög vanbúnir til göngu, sem þessari. Við vorum eins og hundar, dregnir af sundi, er við mættum í rúturnar. Ég vil taka það fram, að ef eitthvað sýnilegt bjátaði á, voru menn FÍ ekkert nema hjálpsemin. T.d. valt annað barnabarna minna, eins og bolti, niður snarbratta brekku, (sem betur fer grasi vaxna). Krakkinn fór að hágrenja af hræðslu. Þá hljóp einn ferðafélags- manna til, sótti krakkann, og bar á háhesti á næsta áfangastað. I hópnum var talsvert af börnum, mér kom mjög á óvart úthald þeirra. Þau voru eins og fjallageitur, og þegar áð var og flestir hvíldini fegnir, hlupu þau um. Það eru því ekki bömin, sem taka þarf tillit til, heldur fullorðna fólkið. Ég talaði í ferðinni við gömul hjón, sem sögðust vona að þau kæmust lifandi á leiðarenda. Slíkt getur tæpast verið meiningin ... Talsverð náttúruspjöll voru af þessari ferð. — Ef maður leit til baka, sá maður slóðina eftir okkur, likasta akvegi í ósnortnu landslag- inu. Metals", „Life on the Road“, „Rebel Rebel„, „Voxx“, „Elevator", o.fl. o.fl., sem The Rollers hafa flutt frá árinu 1978. Ég býst varla við að fólk viti einu sinni að þeir eru löngu hættir að ganga í köflóttum buxum o.þ.h. Auk þess breyttist texta- og laga- smíð The RoIIers til muna eftir að Duncan Faure söngvari gekk til liðs við þá ’78, en að sjálfsögðu eru þeir sömu skallapoppararnir og 1974, bara vegna þess að þeir eru The Rollers. En hinsvegar er tónlist Paul McCartney og John Lennons alls ekkert skallapopp, einfaldlega vegna þess að þeir voru í hljómsveit- inni The Beatles, vinsælustu popp- hljómsveit allra tíma, sem kom með rétta tónlist á réttum tíma. Þess vegna er það ekki við hæfi að líkja skallapoppshljómsveitinni The Bay City Rollers við meistara eins og The Beatles. Jafnvel þótt tónlistin hafi verið sú nákvæmlega sama á mesta vinsældaskeiði þessara beggja hljómsveita. Hugsið um þetta, and-rollersistar. Ég hef heyrt síðustu plötur Bítl- anna, en hafið þið heyrt þrjár síðustu plötur The Rollers? Skallapopparar - Bítl- ar eða Rollersistar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.