Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 23
MÖKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 23 Fjórir nýskipaóir franskir kommúnistaráðherrar i garði Elysée- hallar. Þeir voru á ieið til fyrsta fundar með Mitterrand forseta. Frá vinstri Marcel Rigout, Charies Fiterman, Jack Ralite og Anicet Le Pors. Er Atlantamorð- inginn loks kom- inn í leitirnar? Atlanta. 24. júní. AP. HAFT var eftir embættis- mönnum í dag, að innan mán- aðar mætti vænta formlegrar ákæru á hendur Wayne B. Williams, sem er ljósmyndari á lausum kili. fyrir að hafa myrt ungan blökkumann. kynbróður sinn. í gær sagði saksóknarinn í Atlanta, Lew Slaton, að Willi- ams yrði ákærður fyrir að hafa kyrkt 27 ára gamlan mann, Nathaniel Cater, en lík hans fannst í Chattahoochee-ánni í síðasta mánuði. Alríkislögreglu- maður, sem unnið hefur að rannsókn Atlanta-morðanna ásamt lögreglunni þar í borg, hefut látið hafa það eftir sér, að hár og trefjar, sem tengdu Williams við morðið á Cater, hafi einnig fundist á sumum öðrum mannanna 27, sem myrt- ir hafa verið. „Það er ekki ólíklegt, að Willi- ams eigi sök á drjúgum hluta morðanna," sagði alríkislög- reglumaðurinn. Karamanlis í Portúgal Lissahon. 24. júni. AP. KONSTANTÍN Karamanlis for- seti Grikklands kom í morgun í opinbera heimsókn til Portúgal og er það í fyrsta skipti að griskur þjóðhöfðingi sækir Portúgali heim. Eanes forseti og Balsemao for- sætisráðherra tóku á móti Karam- anlis og föruneyti hans en í því er meðal annars utanríkisráðherra Grikklands, Mitsotakis. Mun hann eiga viðræður við Pereira hinn portúgalska starfsbróður sinn. Búizt er við að á fundum Karam- anlis og portúgalskra ráðamanna muni verða einna efst á baugi óskir Portúgala um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu árið 1984. Sígarettu- sjúkir þjófar rændu lest Kómahnrg. 24. júni. AP. HÓPUR vopnaðra manna stöðvaði flutningalest skammt fyrir utan Rómaborg seint í gærkvöldi og hafði á brott með sér ókjör af sígarettum, sem voru í lestinni. Nokkrir bóf- anna otuðu byssum að lestar- stjóra og aðstoðarmönnum hans meðan aðrir roguðust með sígarettukassa inn í stór- an sendibíl. Þeir létu annan varning sem í lestinni var eiga sig. ERLENT Kommúnistar hafa einnig breytt afstöðu sinni til ástandsins í Póllandi og vara nú við erlendri íhlutun þar í landi, og í kaflanum, þar sem fjallað er um Austurlönd nær, er kveðið á um tilverurétt og öryggi ísraels og allra annarra ríkja í þessum heimshluta, sam- tímis því, að lögð er áhersla á rétt Palestínumanna til stofnunar þjóðríkis. Til þessa hafa kommún- istar ávallt dregið taum Palestínumanna einhliða en Mitt- errand hefur hins vegar gefið í skyn, að hann vilji nánara og betra samband við ísraela en Frakkar hafa haft lengi. Kommúnistar fengu síðast að verma stjórnarstólana í Elysée- höll skömmu eftir síðasta stríð þegar De Gaulle tók þá í stjórn til að reyna að lægja öldurnar á milli vinstri- og hægrimanna í Frakk- landi. Þeir reyndust þó erfiðir í sambúðinni og ósamvinnuþýðir og árið 1947 rak þáverandi forsætis- ráðherra, jafnaðarmaðurinn Paul Ramadier, kommúnista úr stjórn. Sumir stjórnmálaskýrendur telja að sú verði að lokum einnig raunin að þessu sinni. Bandamönnum Frakka á Vest- urlöndum er vissulega um og ó vegna stjórnarþátttöku kommún- ista og trúlega hefur Pierre Mauroy, forsætisráðherra, haft það í huga þegar hann sagði í franska sjónvarpinu sl. þriðju- dagskvöld: „Franska ríkisstjórnin er ekki fyrir útlendinga. Hún er fyrir Frakka." SHARP myndsegulbandið byggir á háþróaðri japanskri örtölvutækni og árangurinn er líka eftir því — myndsegulband sem ekki á sinn líka í mynd gæöum og tækninýjungum. myndsegulband með óendanlega möguleika kr. 18.900.- Video Cassette Recorder VC-7300 öim) Video Cassette Recoröer - Sv LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.