Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 45 Deilt um kirkjubyggingar GuAmundur GuðKeirsson í Hafn- arfirði svarar greinarhöfundi, sem var aftur að svara hans grein um Víðistaðakirkju. í bréfi hans segir m.a.: „Kæri Velvakandi, nú langar mig að biðja þig að birta á síðu þinni andsvar við grein, sem birtist í dálki þínum þann 7. þ.m. Þar skrifar maður undir nafnnr. 3747—7192. Þessi maður beinir spjótum sínum að mér, vegna hugleiðinga minna um verðandi kirkjubyggingu í Víði- staðasókn í Hafnarfirði. Það er alltaf þroskandi, að menn láti ljós sitt skína í málum, sem vel þarf að að hyggja og lengi skulu standa. En betra er að gera það án þess að blanda það reiðitóni og fullyrðing- um og sigla undir óþekktum fána. Hans hæsta tromp er að fullyrða, að ég hafi ekkert vit á, eða hafi aldrei heyrt talað um framþróun í byggingarlist. Hann hefur enga vitneskju um það, því síður að hann geti nokkuð um það fullyrt. Ég held nú að þessi felumaður fari yfir ána þar sem hún er dýpst, detti um grýttan botn og sjái fljúgandi engla. Sem leikmaður tel ég mig allnokkuð vita um þróun byggingarlistar sem ég vil rökstyðja nánar. Þá vil ég uppiýsa manninn á bakvið nafnnúmer um það, að fyrir tuttugu árum skrifaði ég í blaðið Vikuna, í einn þátt hennar með nafninu Hús og húsbúnaður, sem var opinn öllum til umræðu um húsagerð og húsagerðarlist. Ég sendi þættinum grein um hugleið- ingar í byggingarlist. Auk þess mína fyrstu teikningu sem leikmaöur og myndir af líkönum, sem ég smíðaði mér til gamans. í framhaldi af þessu, vil ég kynna ummæli þáverandi ritstjóra Vik- unnar, Gísia Sigurðssonar, sem er mikill listamaður, og var þessi þáttur mjög fróðlegur undir hans umsjá. Gísli er nú ritstjóri Lesbókar Mbl. Ummæli Gísla Sigurðssonar voru á þennan veg vegna þess efnis sem ég lagði til þáttarins: „Guðmundur Guðgeirsson, hár- skerameistari í Hafnarfirði, sem er mikill áhugamður um húsagerðar- list, og hefur sjálfur teiknað og gert líkön af nokkrum húsum, sendir þættinum teikningu af einbýlishúsi, sem hann hefur í smíðum og alllangt bréf um nútíma byggingar- list, sem Vikan þakkar, og birtir með mikilli ánægju." Það sem ég hefi þegar rakið, ætti að nægja til að sýna fram á að ég hefi með nokkru kynnst þróun í byggingarlist í gegnum söguna. Þetta sýnir best að felumaðurinn á bakvið nafnnúmerið er með raka- lausar fullyrðingar og vísa ég þeim til föðurhúsanna. Landnámsmenn Þótt húsagerð landnámsmanna sé ekki þekkt til hlítar, er það þó vitað að norrænir höfðingjar og víkingar fluttu með sér húsagerð í svipuðum stíl sem hefur tíðkast hjá alþýðu manna í Noregi. Það kom snemma fram á frumbýlisárum, að íslend- ingar voru í eðli sínu miklir hand- verksmenn. Það kom fram, hvort sem byggt var úr torfi og grjóti eða er timburhús fóru að byggjast, alsett útskurði, sem sýndi greinilega hagleik manna. Fyrr á öldum urðu þessir hag- leiksmenn fyrstu byggingarmeistar- ar landsins, sem var þýðingarmikið vegna þróunar í byggingarlist, sem fór vaxandi með tímanum. Um aldamótin var byggt fyrsta sementssteypta húsið í Reykjavík, og síðan hefur steinsteypan verið ráðandi byggingarefni til vorra daga. Á hinum síðari tímum hefur húsagerðin tekið örum breytingum og komið fram nýr byggingarstíll í mörgum myndum. Mörg falleg list- form hafa skapast í þróunarsög- unni, er hafa haft listrænt gildi í arkitektúr og einnig menningarlegt gildi. Þar hefur arkitektum oft sérstaklega vel tekist í listsköpun og húsagerð, og er þeim til mikils sóma, bæði lífs og liðnum. Ég vísa til heimahaga höfundar. Osmekklegum skrifum varðandi safnaðarfólk í Hafnarfjarðarsókn, sem hann lýsir svo að það sé staðnað með vængjum og fornaldarmenn í vaðmálsfötum. Þetta er ekki sniðug ádeila, eða minnkun, þó hann haldi það. Ég veit ekki betur, en að vaðmáls- föt hafi skýlt þjóðinni gegnum margar kaldar aldir. Presturinn getur svarað fyrir sig, ef hann á eitthvað vantalað við mig sem mér er ekki kunnugt um. í þessu sam- hengi vil ég geta þess að sóknar- presturinn í Víðistaðasókn í Hafn- arfirði er dugnaðar- og atorkumað- ur, enda einn af hvatmiklum bændasonum úr dölum Skagafjarð- ar. Hann hefur þjónað þremur prestaköllum á um tíu árum. Hans þriðja prestakall er Víðistaðasókn. Þar plægir hann nýjan akur og er mikið verk að vinna, þar sem framundan er kirkjubygging. Ég tel víst að hann hafi fundið þar margar framréttar hendur til framkvæmda. Ég óska honum velfarnaðar. Kveðjuorð til arki- tekta að skilnaði Hversu ItínK sem leiðin er. lifs á vckí hálum. Rauðahafið sixla ber. með fjölda enKÍa smáum. Ég vil þakka öllum þeim, sem hafa tjáð mér þakkir fyrir hugleið- ingu mína um þetta mál. Það kemur ekki fram í skiiagerð Víðistaða- kirkju, framþróun byggingalistar, það virðist hafa gleymst. Að lokum er höfðað til þeirra, sem hafa áhuga á verðandi kirkju, að taka málið til endurskoðunar sem fyrst, með sam- tökum og umræðum á opinberum vettvangi. Byggið fallega og tígulega kirkju, sem verður ykkar stolt, sómi og gleðigjafi sóknarinnar. Góðar stundir, Guðmundur Guðgeirsson. Við göngum svo léttir í lundu Þ.S. skrifar: „Ég og mín fjölskylda vorum með í göngu Ferðafélagsins um Reykjanes- fólkvang um daginn. A fjórða hundrað manns, ungir og gamlir, voru í þeirri göngu þrátt fyrir það að það hellirigndi allan daginn og göngufæri úti í náttúr- unni var því slæmt, blautt og sleipt. Þetta gekk samt allt vel og vorum við ánægð, enda búin eins og við á hér á landi, þ.e. með vatnsheldar yfirhafnir og í stigvélum. Raunar var farið að rigna um morguninn, svo það var sjálfsagt ekki einu sinni hægt að færa þetta undir „oft skipast veður í lofti". Stöku maður virtist ekki hafa áttað sig á íslenzku veðurfari og landslagi, og var óhentuglega búinn, en allir komust á leiðarenda með góðri hjálp. Það er ákaflega hressandi að fara í slíkar göngur, enda eru þær orðnar mjög vinsælar. Hvaða tilgang eða markmið sem maður setur sér. Mark- mið okkar ferðafélagsfólksins þótti víst ekki merkilegt, því ekki sendi sjónvarp- ið neinn til að mynua eða segja frá okkar göngu. Þegar annar hópur, litlu stærri, gekk frá Keflavík næsta laugar- dag var nú annað uppi á tengingnum. Þá var myndað og margsagt frá í sjónvarpi og útvarpi. Þeir sögðust sjálfir hafa verið liölega 500, þegar þeir lögðu af stað (í hádegisfréttunum) í prýðis gönguveðri. Ég mætti þeim á leiðinni og ekki hafa þeir verið svo margir þá. Enda virtist litið dálítið lituðum augum á tölur, þar sem þeir sáu um 6 þúsund á Lækjartorgi sjálfir, en lögreglan ekki nema um 1000. Við gengum þó öll alla leiðina, þeir yngstu og elstu og náðum markmiðinu. Keflavíkurgangan hét að þessu sinni Friðarganga, og það er raunar alveg sama hvað það er kallað, sem dregur fólk til að hreyfa sig og ganga á fridegi. Hafa allir vonandi haft gott af því og bætt heilsuna. Raunar heyrðist mér þessi norska kona, sem mun hafa eitthvað með að gera svonefnda frið- argöngu á meginlandinu, ekki sérlega hrifin af því að fá þetta fólk, sem kallar sig hernámsandstæðinga, í bland við þá friðarhreyfingu, kvað það stafa af ónógum tíma til undirbúnings hér. En lét sig hafa það samt. Enda var liðið hér með allt önnur markmið og sín gömlu „ísland úr NATO“, eins og það hrópaði í göngunni sinni. Það er víst enginn að hugsa um það eða vera með einu hernaðarbandalagi og á móti öðru í þessum samtökum erlendis. Én allir hafa gott af að þjálfa fætur og lungu, og öll líkamsþjálfun er orðin ákaflega vinsæl. Fólk er farið að átta sig á því að líkaminn þarf hreyfingu og eitthvert erindi hjálpar manni til að drífa sig af stað. Ættu sem flestir að skipuleggja gönguferðir, til uppörvunar þeim sem eru latir að hafa sig af stað einir. Það sýnir sig að nokkuð er sama hverju er fundið upp á, hvert gengið og hvaðan, nokkur þátttaka fæst alltaf. Alveg óþarfi að hafa með bíla með hressingu og svoleiðis þjónustu — við bárum okkar nesti sjálf í göngunni okkar. Og svo má taka lagið, ef menn vilja þenja lungun — til dæmis syngja góðu gömlu ættjarðarljóðin, sem allir kunna. Eða bara „Við göngum svo léttir í lundu“.“ Frá Hlíöardalsskóla Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. Skólinn, sem leggur áherslu á heilbrigt + kristilegt líferni, starfrækir 8. og 9. bekk grunnskóla og 2 framhalds- deildir þar sem kenndar eru greinar úr „kjarna“ mennta- og fjölbrautaskóla. Upplýsingar í símum: 9-3606 og 91-13899. Skólastjóri. MORGUNBLAÐIOMORG! MORGUNBLAÐIÐMOR MORGUfý^LAOIÐMQ? MORGU'y MORGI MORG OIOMORGUNBLAÐil) ^QMORGUNBLAÐIÐ y"—^SGunblaðið ^NBLAÐIÐ LAÐIÐ Blaó- burðar- fólk óskast Austurbær Laugavegur frá 101 Háteigsvegur MO M0 MO MORfj MOR MOFj MOfj M Mcy M MORGUNK MORGUNBLV^.------xnrfjrnz^ MORGUNBLAÖlbsV//^///^fAÐÍ MORGUNBLAÐIÐMi' Hringiö í síma 35408 LAOIÐ AOID jlaOIÐ IlBLAOIÐ 5LAÐIO r4BLAÐIÐ 0NBLAÐIÐ áUNBLAÐID 'SGUNBLAÐIÐ gi imri *mn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.