Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ iðfil U tanríkismál og herfræði eftir Birgi ísl. Gunnarsson alþm. í þinglok fóru fram umræður um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál. Enn einu sinni fór þessi umræða fram á mesta anna- tíma þingsins. Það er ekki sæm- andi fyrir Alþingi, að umræða um þennan mikilvæga málaflokk skuli ár eftir ár fara fram á hlaupum. í öllum þjóðþingum fær umræða um utanríkismál verðugan sess og þannig á það að sjálfsögðu einnig að vera hjá okkur íslendingum. Okkur skortir sérþekkingu Umræðan að þessu sinni eins og oft áður einkenndist af grundvall- ardeilumálinu i íslenskum utan- ríkismálum, þ.e. afstöðunni til Atlantshafsbandalagsins og varn- arsamningsins við Bandaríkin. Af hálfu Alþýðubandalagsins og ann- arra herstöðvaandstæðinga hefur umræðan í vaxandi mæli snúist um ýmis herfræðileg atriði varð- andi eðli stöðvarinnar í Keflavík. Reynt er að telja mönnum trú um að hér sé fyrst og fremst um árásarstöð að ræða sem jafnvel hýsi kjarnorkuvopn. Því er ekki að neita að við íslendingar eru nokk- uð vanbúnir að ræða um herfræði- leg efni. Þar skortir okkur sér- þekkingu. Þess vegna verður Al- þingi að gefa ríkan gaum þeirri þingsályktunartillögu, sem flutt var í þinglok um sérstakan ráðu- naut í öryggis- og varnarmálum, en fyrsti flutningsmaður hennar er Friðrik Sophusson. Við íslendingar og þá ekki síst þingmenn verðum að mynda okkur skoðun í þessum efnum og þá ekki aðeins á herfræði Banda- ríkjanna og annarra bandalags- þjóða okkar, heldur einnig á her- fræði Sovétríkjanna, en allt varn- arkerfi vestrænna þjóða byggist á að geta varist hugsanlegri árás frá Sovétríkjunum. Norsk álit í umræðunum á Alþingi gerði formaður Alþýðubandalagsins sérstaklega að umtalsefni ummæli norsks hermálasérfræðings And- ers Hellebust, sem hér var á ferð í vor, en hann ræddi sérstaklega við Þjóðviljann um herstöðvar á ís- landi og í Noregi. Svavar Gestsson eyddi löngum tíma í ræðu sinni til að fjalla um viðtalið við þennan norska vinstri sósíalista. Það er því ekki úr vegi að vekja athygli á skoðunum annars norsks manns, sem nýlega hefur gert úttekt á hernaðaraðferðum Sovétmanna. Maður þessi heitir Gullow Gjeseth og er forstöðumaður norska her- foringjaskólans. Hér á eftir verð- ur gert grein fyrir nokkrum atrið- um úr riti hans. Stríð og vopna- búnaður mikil- vægur þáttur Hann bendir á, að stríð og vopnabúnaður sé mikilvægur þátt- ur í kenningum Marx og Lenins og leiði til þess, að hernaðarstyrkur þyki eðlilegur og hafi mikilvægan sess í þjóðfélaginu. „Stríð er framhald stjórnmálabaráttu og eðlilegur þáttur hennar — aðeins spurning um aðferð." Þessi kenn- ing Lenins sé enn í góðu gildi og því sé hernaður mjög eðlilegur þáttur í allri stjórnmálaumræðu í ríkjum sósíalismans. Hernaðarmáttur er afgerandi þáttur i því hlutverki, sem Sovét- ríkin sjá sjálf sig í heiminum. Markmið Sovétríkjanna í stríði sé „Því er ekki að neita að við íslendingar erum nokkuð vanbúnir að ræða um herfræðileg efni. Þar skotir okkur sérþekkingu. Þess vegna verður Alþingi að gefa ríkan gaum þeirri þingsályktunartillögu, sem flutt var í þinglok um sérstakan ráðunaut í öryggis- og varnarmál- um,“ segir Birgir ísl. Gunnarsson alþm. í þessari grein. að sigra og eftirfarandi aðstæður eigi að leggja grunn að sigrinum: Eyðilegging í hernaðarmætti and- stæðinganna. Hertaka hernaðar- lega mikilvægra staða. Hernema landssvæði andstæðinganna. Setja við völd stjórnir, sem Sovétríkin geta ráðið við eða a.m.k. þolað. Hugsjónaleg uppfræðsla íbúa hinna herteknu svæða og að hafa áhrif á fólkið. Árásarstríð er það stríðsform, sem er afgerandi í þjálfun sovéska hersins. I orði kveðnu segjast Sovétmenn aldrei ráðast á aðra. Þeir undirbúa aðeins varnir sínar, en öll þjálfun miðist við það, að „vörn“ verði umsvifalaust snúið í árásarsókn og vígvöllurinn verði landsvæði andstæðingsins. Mikil- vægur þáttur í að eyðileggja herstyrk andstæðingsins er að hernema hernaðarlega mikilvæg landsvæði. Þetta eru staðir, sem eru mikilvægir vegna þess, að sá hernaðaraðili, sem ræður yfir þeim eða getur notað þá, hefur betri aðstöðu eða visst forskot fram yfir hinn að því er hernaðar- lega stöðu snertir. Hernaðarlegt mikilvægi Islands Island kemur hér undir að sjálfsögðu. Hernaðarleg staða landsins er löngu viðurkennd og mikilvægi íslands vex frekar en hitt. Sovétmenn munu því sækjast eftir aðstöðu hér, hvort sem hér verður herstöð NATO eða ekki. Það er hernaðarlega mikilvæg lega landsins, sem hér ræður úrslitum en ekki það, hvort hér eru varnarstöðvar eða ekki. Hinn norski herfræðingur bend- ir á, að á síðustu 20 árum hafi Sovétmenn lagt mikla áherzlu á Alþjóðanáttúrufriðunar- sjóðurinn WWF 20 ára eftir dr. Sturlu Friðriksson Tuttugasti aðalfundur Alþjóða-' náttúrufriðunarsjóðsins WWF var haldinn í Wembley, Englandi, hinn 27. maí síðastliðinn. Var þar gerð grein fyrir starf- semi samtakanna, sem hafa unnið að friðun dýrastofna og gróður- vernd víða um heim með upplýs- ingaþjónustu, vísindalegri aðstoð og fjárframlögum. Aðdragandi að stofnun WWF Hvatamaður að stofnun þessa sjóðs var sir Julian Huxley, sem var fyrsti forseti UNESCO og sá sem stofnaði IUCN-samtökin, sem er skammstöfun fyrir Alþjóða- samtök náttúru- og auðlinda- verndar. IUCN-samtökin voru stofnuð árið 1948 og láta sig varða alþjóðanáttúruverndarmál. Þau eru samtök vísindamanna og opin- berra náttúruverndaraðila fjölda þjóða og erum við Islendingar aðilar að þeim, en þau höfðu lengst af lítið fjármagn til stór- framkvæmda. Þess vegna datt mönnum í hug að stofna þeim við hlið styrktarsjóð, sem einnig feng- ist við fræðslu- og kynningar- starfsemi í náttúruverndarmál- um. Sir Huxley kallaði síðan þrjá menn til fundar við sig um stofnun slíks sjóðs og var sir Peter Scott einn þeirra manna (hinir voru E.M. Nicholson, brezkur náttúruverndarmaður, og Guy Mountfort, sem var forstjóri aug- lýsingafyrirtækis). Þeir stofnuðu svo sjóðinn árið 1961 og varð Bernharð prins af Hollandi síðan forseti samtakanna. Forsvarsmenn samtakanna gerðu sér grein fyrir því að þau yrðu að vera alþjóðleg og ópólitísk og þyrftu að ná til almennings. Og viðfangsefnið var að afla fjár til friðunaraðgerða og reka upplýs- ingastarf. Fjáröflun Fjáröflun hefur gengið framar beztu vonum, því bæði einstakl- ingar og félög gefa fé í sjóðinn. Einkum ýmsir stórir auðhringar, en drýgstar tekjur fást af ýmsum smávarningi, sem seldur er með sjóðsmerkinu í ágóðaskyni. Merki þetta er pandabjörn og þekkja það eflaust margir, sem keypt hafa ferðaútbúnað og ýmsan smávarn- ing erlendis. Eins hefur fólk vafalaust tekið eftir pandamerkinu á mörgum umhverfis- og dýralífskvikmynd- um, sem sýndar eru í sjónvarpinu, en taka þeirra mynda er þá styrkt af sjóðnum. Sjóðurinn hefur styrkt útgáfu bóka og bæklinga um lifnaðarhætti dýra og um- hverfismál, og staðið fyrir fræðslu um náttúruvernd meðal æsku- fólks, og þar sem kennsla og leiðb“iningastarfsemi eru drjúgur þáttur í starfsemi sjóðsins hafa ýmsar kennslustofnanir einnig lagt sinn skerf af mörkum til samtakanna. Aðalverkefni sjóðsins hefur ver- ið að bjarga frá glötun sjaldgæf- um dýra- og plöntutegundum, með því t.d. að fyrirbyggja ásókn manna í viðkomandi tegund, eða með því að reyna að örva viðkomu tegundarinnar og hlúa að um- hverfi hennar. Verkefni Eitt af fyrstu verkefnum sjóðs- ins var t.d. að kaupa upp og friða óshólma Guadalquivir-árinnar á Spáni (svonefnda Marismas), sem eru mikilvæg fuglasvæði. Þar eru t.d. vetrarheimkynni margra sumarfugla okkar. Annað þýðingarmikið verkefni var að styrkja Darwin-rannsókn- arstöðina á Galapagoseyjum í Kyrrahafi, en á þeim paradísar- eyjum sérstæðra tegunda er mikið starf fólgið í að viðhalda uppruna- legu umhverfi og lífríki þessara einstæðu eyja. Einnig má minnast á, að sjóður- inn hefur styrkt ýmsa viðleitni til að endurbyggja lífríki svæða, sem maðurinn hefur umturnað. Þannig var búið að útrýma oryxinum í Arabíu, en til voru nokkrir ein- staklingar í dýragörðum, og er nú reynt að fjölga þeim og flytja til fyrri heimkynna. Eitt stærsta verkefni sjóðsins er að varðveita tígrisdýrið í Austur- löndum. Um 1930 var talið að til væru um 100.000 tígrisdýr, en 40 árum seinna voru aðeins orðin eftir 5.000 dýr. Sjóðurinn gekkst þá fyrir svonefndri tígrisáætlun, sem hófst 1972 og var herferð gerð til að varðveita tígrisdýrið. Fram- lag sjóðsins var 1 milljón Banda- ríkjadala og lagði Indland 8 millj- ónir á móti. Nú hefur tígrum aftur Dr. Sturla Friðriksson fjölgað á Indlandi. Þannig mætti lengi telja. Á síðastliðnum 20 árum hafa samtökin varið fjár- magni til náttúrufriðunar sem svarar til 350 milljóna nýkróna og hafa þau styrkt 2.800 viðfangsefni í 130 löndum. Þau hafa veitt styrki til 260 þjóðgarða og friðlanda í öllum heimsálfum. Eitt af þeim viðfangsefnum var framlag veitt til kaupa og friðunar á Skaftafelli í Öræfum eins og kunnugt er. Misjafn árangur Ekki hafa öll verkefni sjóðsins verið jafn árangursrík, t.d. eru enn mikil brögð að veiðiþjófnaði í Afríku þar sem veiðiþjófar sækj- ast í ríkum mæli eftir nashyrning- um, fílum, ljónum og hinum stóru kattaættardýrum, en sjóðurinn hefur styrkt friðun þessara dýra. Hitabeltisskógunum er stöðugt verið að eyða. Talið er að 20 ha. skóga séu felldir á hverri mínútu, svo þar er að verða hraðfara eyðing, sem sjóðurinn rekur áróð- ur gegn. Framtíðarspá Sífellt er gengið á forða dýra og plöntutegunda og talið er, að á tíundu hverri mínútu glatist ein- hver tegund æðri og lægri dýra og plantna, þannig ættu milljón teg- undir að vera horfnar um næstu aldamót. Þetta er stórfelld sóun verðmæta og óbætanlegt tjón Prins Philip, hertogi af Edinborg, nýkjörinn forseti WWF, stendur fyrir framan merki samtakanna, sem er pandabjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.