Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981 eftir Halldór Blöndal, alþm. Um mánaðamótin voru nauð- synjavörur hækkaðar mjög veru- lega, svo sem landbúnaðarmatvör- ur ýmsar og benzín. Það er enginn vafi á því að verðbæturnar 1. júní voru orðnar að engu áður en þær komu í launaumslögin. Til lengdar er þó tilfinnanlegra, hversu hækk- anirnar hafa orðið miklar á ýms- um nauðþurftum sem lítils mega ákveðnum punkti, sem er óvið- komandi því, sem raunverulega er að gerast. Meðan hann stakk peningnum ofan í kragann svo lítið bar á var hann að nudda ermina með fingrum hinnar hand- arinnar eins og peningurinn hyrfi inn í handlegginn. Þó ég vissi betur lét ég stöðugt blekkjast af leikbrögðum hans. Það spillti svo ekki fyrir að hann kunni að halda mér uppteknum með orðræðum, sem í raun voru óviðkomandi sjónhverfingunum, en virtust I gegnum •_ g v Halldór Blöndal buoargluggann sín í vísitölunni. Þetta hefur ekki verið lagfært af því að verkalýðs- hreyfingin er hætt að þrýsta á leiðréttinguna vegna þess að vinstri stjórnir eru henni þóknan- legar. Reynslan sýnir líka, að almennar umbætur verða að bíða þess að Sjálfstæðisflokkurinn fari með stjórn í landinu. Sjónhverfingar Ég átti um daginn langt samtal við Björgvin Júníusson á Akureyri um sjónhverfingar, en hann drýgði tekjur sínar fyrr á árum með því að skemmta mönnum sem töframaður. Hann sýndi mér mörg dæmi þess hvernig hægt er að blekkja augað með því að dreifa athyglinni eða öllu heldur með því að beina allri athyglinni að hluti af þeim eigi að síður meðan þau voru sögð. Ekki tilviljun Á sömu dögunum og hækkan- irnar voru að ríða yfir þjóðfélagið gerði ríkisstjórnin tvennt. Fjár- málaráðherra hélt blaðamanna- fund, þar sem hann gerði grein fyrir ríkisfjármálunum 1980 með þeim hætti að aðalatriðin gleymd- ust fyrir umbúðunum. Ríkissjóður er gerður þannig upp, að allar tekjur sem falla til á árinu 1980, koma inn í afkomuna um áramót. Söluskatturinn, sem féll í gjald- daga 15. janúar 1981, kom til tekna og öll önnur óbein gjöld, sem ekki höfðu fallið í gjalddaga þá. Þetta þýðir í 50% verðbólgu, að útgjöldin mega vera töluvert meiri en tekjurnar án þess að það „Nú er öldin önnur. Nýir menn eru komnir í áhrifastöður og þeir eru smátt og smátt að læra á fólkið. Herferð- in „samningarnir í gildi“ bar tilætlaðan árangur, en eftir á kom í ljós, að hinir nýju stjórnarherrar voru ekki eins vel að sér í landstjórninni eins og i lýðskruminu. Og þessi ríkisstjórn hefur í engu breytt þeirri staðreynd.“ heiti halli á ríkisreikningi. Ég tala nú ekki um þegar óbeinu skattarn- ir eru þyngdir eins og a árinu 1980. Það skekkir myndina enn meir. Af þessu hefur verið gumað, einkanlega í Þjóðviljanum, en vitaskuld er vandalaust að búa til greiðsluafgang hjá ríkissjóði, ef skattarnir eru þyngdir nógu mikið og gengið á lífskjörin. í öðru lagi gumar ríkisstjórnin af því að vextir hafa verið lækkað- ir. í munni hennar er lækkunin miklu meiri en hún er í raun, sem hefur kallað á nýja stóraukna eftirspurn eftir lánsfé. þetta þýðir svo aftur það, að Seðlabankinn hefur orðið að auka bindiskylduna til þess að hamla gegn auknum lánveitingum. Ríkisstjórnin býr þannig til eftirspurn með ótíma- bærri vaxtalækkun. Hún hefur ekki svigrúm til þess að gefa öllum jafnan kost á að njóta hinna lægri vaxta. Þess vegna eru teknar upp auknar hömlur, meiri skömmtun og mismununin í þjóðfélaginu eykst. Þetta eru ær og kýr ríkis- stjórnar sósíalisma og samvinnu- hreyfingar. Hugsunarhátturinn er sá, að hið sama eigi ekki að standa öllum til boða, heldur eigi að skammta fólkinu. Þeir sem völdin hafa eiga að fá að njóta þess að veita öðrum fyrirgreiðslu. En við þvílíkar aðstæður er hollt að muna, að fyrirgreiðsla til eins er áníðsla á öðrum. Sjá: þetta hef ég gjört Við íslendingar erum óvanir áróðurstækni. Okkar gömlu leið- togar lögðu lítið upp úr henni, enda fjölmiðlun á lágu stigi og hraðinn minni svo að menn höfðu tóm til þess að átta sig á samheng- inu. Nú er öldin önnur. Nýir menn eru komnir í áhrifastöður og þeir eru smátt og smátt að læra á fólkið. Herferðin „samningarnir í gildi“ bar tilætlaðan árangur, en eftir á kom í ljós, að hinir nýju stjórnarherrar voru ekki eins vel að sér í landstjórninni eins og í lýðskruminu. Og þessi ríkisstjórn hefur í engu breytt þeirri stað- reynd. Um áramótin féllst verkalýðs- hreyfingin á 10% lækkun kaup- gjalds 10. marz gegn því að skattar yrðu lækkaðir verulega. Við þetta hefur ekki verið staðið að neinu leyti. Fyrirframgreiðslur voru óbreyttar eins og ekkert hefði í skorist. Sjúkratrygginga- gjaldið hefur að vísu verið lækkað, en í staðinn laður á nýr nefskattur undir því yfirskyni, að ekki sé hægt að koma til móts við þarfir aldraðs fólks með öðrum hætti. Svona billega ætlar ríkisstórnin að koma sér undan loforðinu um lækkun skatta. Þrír punktar Þegar menn fara í sumarleyfið núna og þeim gefst næði til að íhuga það, sem liðið er af þessu ári, er það einkum þrennt, sem kemur upp í hugann: 1. Á s.l. hausti hafði ríkis- stjórnin frumkvæði að nýjum kjarasamningum og vísaði veginn. Þegar þessi kauphækkun hafði náð til allra, kenndi hún atvinnu- rekendum og verkalýðshreyfing- unni um. Þessi kauphækkun var tekin til baka 1. marz og ríflega það, en þjóðarbúið hafði orðið fyrir miklu tjóni vegna. nýrrar verðbólguskriðu. Ábyrg ríkis- stjórn hefði sagt við valdatökuna í febrúar 1980, að ekkert svigrúm væri til grunnkaupshækkana. Það gerði þessi ríkisstjórn ekki. 2. Um áramótin lofaði ríkis- stjórnin skattalækkunum, sem Doktorsvörn í stjórnmálafræði ÞANN 30. maí síðastliðinn varði Elfar Loftsson doktorsritgerð við stjórnmálafræðidcild Gautaborgar- háskóla. Ritgerðin sem heitir Island i NATO — partierna och forsvars- frágan, fjallar að sögn Elfars um viðhorf íslensku stjórnmálaflokk- anna til varnarmálanna með aðal- áherslu á inngönguna í NATO 1949 og komu varnarliðsins 1951. Þrjú meginatriði eru athuguð í ritgerðinni. í fyrsta lagi greining íslensku stjórnmálaflokkanna eftir stjórnmálafræðilegum aðferðum. Hér er gerð grein fyrir þeim mis- munandi málefnasviðum sem áhugi flokkanna beindist að og hvernig þessi viðhorf hafa tengst afstöðu flokkanna til NATO. í öðrum meg- ínhluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir þróun varnarmálanna á ís- iandi og hvernig þessi mál hafa tengst stjórnmálum á alþjóðavett- vangi. Mestur hluti þessara rann- 3Ókna byggist á bandarískum leyni- skjölum. I þriðja hluta ritgerðarinn- ar gerir Elfar tilraun til að skýra afstöðu flokkanna til varnarmál- anna með stjórnmálafræðilegum aðferðum og út frá þeim staðreynd- um sem fram koma í fyrri köflum rannsóknarinnar. Hér er einnig gerð grein fyrir þeim áhrifum sem NATO-málið hefur haft á samstöð- una innan flokkanna og á sam- vinnumöguleika þeirra. Ritgerð Elfars er á sænsku með útdrætti á ensku. Hún mun verða fáanleg í bókaverslunum hérlendis innan skamms. Elfar Loftsson er fæddur 1942. Hann hefur um árabil verið búsett- ar i Svíþjóð og starfar nú við Gautaborgarháskóla. Framhaldsskólinn í Neskaupstað: Kjarnaskóli iðn- og tæknimenntun ar á Austurlandi í APRÍL sl. var undirritaður samningur á milli Neskaupstað- ar og Menntamálaráðuneytisins um skólahaid á framhaldsskúla- stigi í Neskaupstað. Kveður samningurinn á um að sérstak- ur framhaldsskóli skuli stofn- settur í bænum og skuli hann taka til starfa næsta haust. Á skólinn að bera heitið Fram- haldsskólinn í Neskaupstað og á hann að verða kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Aust- urlandi. nýju eftir hlé og rifja upp helstu námsgreinar, mun Fram- haldsskólinn bjóða upp á upp- rifjunaráfanga (fornám). Við Framhaldsskólann í Nes- kaupstað verður kennt eftir ein- inga- og áfangakerfi fjölbrauta- skóla. Á undanförnum árum hafa tveir skólar boðið upp á fram- haldsnám í Neskaupstað. Iðn- nemar hafa setið í Iðnskóla Austurlands, en þeir sem stund- að hafa nám á bóknámsbrautum hafa sinnt því við framhalds- Fyrsti áfangi nýbyggingar Framhaldsskólans í Neskaupstað, en hann er nú fokheldur. I fyrstu fer öll kennsla við Framhaldsskólann fram i því húsnæði sem Gagnfræðaskólinn og Iðnskóli Austurlands höfðu til umráða. deildir Gagnfræðaskólans. Eins og fyrr segir mun Framhalds- skólinn taka við starfsemi þess- ara tveggja skóla og er fullvíst að nemendum á framhaldsskóla- stigi í Neskaupstað mun fjölga umtalsvert á næstu árum og við það styrkist ótvírætt staða framhaidsnáms á staðnum og iðn- og tæknimenntunar á Aust- urlandi. (Fréttatilkynning.) Mikil áhersla verður lögð á að Framhaldsskólinn ræki hlutverk sitt sem kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi sem best. Verður hægt að stunda nám á málm-, tré og rafiðn- brautum í skólanum og verður einnig næsta haust boðið upp á nám á verknámsbraut tréiðna, en stefnt mun verða að því að koma fljótlega einnig upp verkkennsluhúsnæði fyrir aðrar iðnbrautir. Á næstunni er fyrir- hugað að starfrækja vélstjórnar- braut fyrsta og annars stigs við skólann svo og meistaraskóla húsasmiða. Nemendur, sem stefna að stúdentsprófi í bóklegum grein- um, geta stundað nám á öllum bóknámsbrautum í tvö ár, en fyrst í stað verður lögð megin- áhersla á eftirtaldar brautir: Eins árs fiskvinnslubraut, tveggja ára sjávarútvegsbraut, tveggja ára íþróttabraut, tveggja ára heilsugæslubraut og tveggja ára viðskiptabraut. Fyrir nemendur, sem ekki hafa náð grunnskólaprófi, og fyrir fólk sem vill hefja nám að Ávarp til íslendinga Áfengisneysla hefur fariö mjög vaxandi undanfarna áratugi hérlendis sem víðar. Aukinni áfengisneyslu fylgir aukið tjón. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skorað á aðildarþjóðir SÞ að beita öllum tiltækum ráðum til að draga úr heildarneyslu. íslenska þjóðin verður að snúast gegn áfengi svo sem öðrum fíkniefnum. Bæði er þörf viðhorfsbreytingar einstaklinga og aðgerða af hálfu samfélagsins. öllum ber að leggja sitt af mörkum. Við hvetjum fólk til að endurskoða áfengisvenjur sínar og viðhorf til vínneyslu, draga úr eða hafna henni algerlega. Sigurbjörn Einarsson biskup, Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands, Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra, Albert Guð- mundsson alþm., Alexander Stefánsson alþm., Árni Gunn- arsson alþm., Benedikt Gröndal alþm., Birgir ísl. Gunnarsson alþm., Davíð Aðalsteinsson alþm., Eggert Haukdal alþm., Egill Jónsson alþm., Eiður Guðnason alþm., Friðjón Þórð- arson ráðh., Friðrik Sophusson alþm., Garðar Sigurðsson alþm., Geir Gunnarsson alþm., Geir Hallgrímsson alþm., Guðm. J. Guðmundsson alþm., Guðmund- ur Karlsson alþm., Guðrún Helgadóttir alþm., Helgi Seljan alþm., Hjörleifur Guttormsson ráðh., Ingvar Gíslason ráðh., Jóhanna Sigurðardóttir alþm., Jón Helgason alþm., Jón Krist- jánsson alþm., Karl St. Guðna- son alþm., Karvel Pálmason alþm., Kjartan Jóhannsson alþm., Lárus Jónsson alþm., Magnús H. Magnússon alþm., Matthías Bjarnason alþm., Matthías Á. Mathiesen alþm., Ólafur G. Einarsson alþm., Olaf- ur R. Grímsson alþm., Ólafur Jóh. Sigurðsson rith., Ólafur Þ. Þórðarson alþm., Pálmi Jónsson ráðh., Pétur Sigurðsson alþm., Ragnar Arnalds ráðh., Salmóme Þorkelsdóttir alþm., Sighvatur Björgvinsson alþm., Sigurlaug Bjarnadóttir alþm., Skúli Alex- andersson alþm., Stefán Jónsson alþm., Stefán Valgeirsson alþm., Steinþór Gestsson alþm., Svavar Gestsson ráðh., Sverrir Her- mannsson alþm., Tómas Árna- son ráðh., Vilmundur Gylfason alþm., Þorv. Garðar Kristjáns- son alþm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.