Morgunblaðið - 14.07.1981, Side 5

Morgunblaðið - 14.07.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 5 Við Lögberg, hús lagadeildar Háskóla íslands. er að finna þessa reiti i stéttinni austan við húsið og er þar komið útitafl i Reykjavik. Ljósm. Kmilia. Fiskimjölsverksmiðj- an í Vestmannaeyjum kaupir 700 tonna skip Fiskimjolsverksmiðjan hf. i Vestmannaeyjum hefur keypt aflaskipið Haförn RE 69, áður Loft Baldvinsson. og verður skipið afhent hinum nýju eig- endum nk. fimmtudag með nafninu Sighvatur Bjarnason VE 81. Sighvatur heitinn var einn af dugmestu skipstjórum Eyjanna um áratugaskeið og síðan forstjóri Vinnslustöðvar- innar í Eyjum til dauðadags. Sighvatur Bjarnason VE 81 er 700 tonna skip og samkvæmt upplýsingum Haralds Gíslason- ar, framkvæmdastjóra Fiski- mjölsverksmiðjunnar í Vest- mannaeyjum, fer skipið skjótt á loðnuveiðar og síðan á net. Haförninn var í eigu bræðr- anna Júlíusar og Péturs Stef- ánssona, Stefáns Péturssonar frá Húsavík. Norrænar blómarósir. Fulltrúi íslands í keppninni „Miss Young InternationaU, Svava Johansen, sleikir Filippseyjasólskinið ásamt vinkonum sinum frá Danmörku, Noregi og Finnlandi, er keppendur voru kynntir blaðamönnum i Manila i gær. Keppnin er þegar hafin en henni lýkur þann 26. þessa mánaðar. Símamynd AP. Geirlaugur Árnason deildarstjóri látinn gerðist árið 1975 deildarstjóri á skrifstofum Sementsverksmiðju ríkisins. Geirlaugur Arnason tók mikinn þátt í félagsmálum og sat um tíma í bæjarstjórn Akraness. Einnig starfaði hann mikið að tónlistarmálum, var stjórnandi karlakórs og organisti á Akranesi og eftir að hann fluttist til Reykja- víkur gerðist hann organisti í Ar- bæjarsókn og var fyrsti formaður sóknarnefndar. Hann var einnig fulltrúi safnaðarins í stjórn Kirkju- garða Reykjavíkur. Um skeið var hann stjórnandi Æskulýðskórs KFUM og K í Reykjavík og Karla- kórs KFUM og starfaði þannig mikið að söngmálum innan þeirra félaga. Geirlaugur Arnason var um árabil einn af forystumönnum Gide- onsamtakanna og var í fyrra kjör- inn forseti Landssambands Gideon- félaganna á íslandi. Eftirlifandi kona. Geirlaugs er Sveinbjörg Arnmundsdóttir og eignuðust þau 6 börn. GEIRLAUGUR Árnason, deildar- stjóri hjá Sementsverksmiðjum ríkisins, varð bráðkvaddur í gær. 54 ára að aldri, cn hann var fæddur 24. ágúst 1926 á Akranesi. Geirlaugur Árnason var rakara- meistari að mennt og starfrækti hann um skeið rakarastofu á Akra- nesi og síðar í Reykjavík, en sneri sér síðar að verzlunarstörfum og Veitingastaðurinn Lækjarbrekka opnar í ágúst .ÞETTA hefur tekið lengri tíma en við héldum en ég er þó bjartsýn á að við getum hafið reksturinn ein- hverntíma í ágúst." sagði Kolbrún Jóhannsdóttir sem mun reka veit- ingahúsið Lækjarbrekku i húsinu að Bankastræti 2 í samtali við Mbl. Kolbrún mun leigja húsið af torfu- samtökunum en framkvæmdir við það hafa dregist nokkuð vegna seinkunar á fullnaðarleyfi bygg- ingarnefndar til framkvæmda inn- anhúss. „Ég mun reka veitingastaðinn með tveimur börnum mínum, Lindu Ingvarsdóttur og Guðmundi Ingv- arssyni," sagði Kolbrún. „Húsið mun taka rúml. 80 manns í sæti en ætlunin er að hafa þarna fjölbreytt- ar veitingar — kaffi, mat og jafnvel vínveitingar, ef leyfi fæst.“ RAFGEYMIR 9. ÁRATUGSINS RAUÐICAMELINN Bylting í rafgeymum. Þessi nýi hefur marga kosti fram yfir venjulega rafgeyma. Ný gerð af plötum minnkar vatnsuppgufun, sem þýöir að nær aldrei þarf að setja vatn á hann = viðhaldslaus. tiidOR • AUKIÐ KALDRÆSIÞOL I MIKLU FROSTI. • FLJÓTUR AÐ HLAÐAST UPP EFTIR NOTKUN. • ÞOLIR BETUR YFIRHLEÐSLU. • PASSAR í ALLFLESTA BÍLA, STÆRÐ 27x17x22 CM. • VERÐ AÐEINS KR. 650.00 Gerið kröfur og veljið það besta á markaðnum. Bílablaðið Motor lét óháða stofnun gera samanburð á helstu raf- geymum á markaðnum. Bílablaðið Motor segir: „Tudor rauði Camelinn er besti rafgeymirinn á markaönum”. Við athugum rafgeyminn þinn þér að kostnaðarlausu. Útsölustadir: Skorri hf. Skipholti 35, Olís bensinstöðvar í Reykjavík og Akureyri, Rafgeymaþjónustan Hringbraut 119, Veltir hf. Suðurlandsbraut 16, Vélsmiðja Hornafjarðar Hornafirði, Kaupf. Rangæinga Hvolsvelli, Bifreiðaverkstæði Guðjóns, Patreksfirði, Póllinn hf. ísafirði o.fl. ísetning á staðnum. Skipholt 35. — Sími: 37033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.