Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981
13
Haraldur AsaeirsNon
hins illa gruns fræðimanna um
hættuna.
Viðbrögð opin-
berra aðila
Að fengnum þessum niðurstöð-
um lagði borgarverkfræðingur
strax til að óheimilt væri að nota
steypuefni úr sjó, nema þau hafi
verið þvegin. Það var einnig á
þessum forsendum sem strangar
reglur voru settar inn í nýja
byggingarreglugerð fyrir allt
landið um hámark alkalívirkni í
steypu. Þessi reglugerð krefst líka
að tilraunir, sem taka minnst 12
mán. við R.b., séu gerðar á steypu-
efnum áður en þau eru sett á
almennan markað.
Vítin hafa þvi orðið til varnað-
ar, og ekki ætti að vera hætta á
alkalívirkni í steypum steyptum á
árinu 1979 og síðar, og raunar í
steypum úr seltulitlum fylliefnum
eftir 1976. Þannig hafa rannsóknir
leitt í ljós hvernig við getum
varist skemmdum af völdum al-
kalí-kísilefnahvarfa í framtíðinni,
og er það vissulega mikilvægt. Það
leysir hins vegar ekki vanda þess
fjölda sem nú á íbúðir með
alkalívirkri steypu í útveggjum.
Frostskemmdir fylgja
alkalískemmdum
I upphafi þessa greinarkorns
var minnst á að samverkan orsaka
magnaði upp skemmdaáhrifin. I
raun væru alkalískemmdir í ís-
lenskri steinsteypu ekki eins al-
varlegs eðlis, ef þeim fylgdu ekki
frostskemmdir. Alkalíþensla veld-
ur fyrst örfinum sprungum í
steypuyfirborðinu. Þessar sprung-
ur opna leið fyrir raka, og þá
sérlega slagregn inn í steypuna.
Rakinn eykur alkalívirknina og er
svo líka orsök þeirra frost-
skemmda, sem við taka. Raki er í
raun samnefnari fyrir allar bygg-
ingaskemmdir. Varnaraðgerðir
verða því að snúast um það að
draga úr rakanum i steypunni
enda engin leið þekkt til þess að
hafa áhrif á hina þætti efnahvarf-
anna, þ.e. að binda eða fjarlægja
alkalíurnar úr steypunni eða
breyta virkni fylliefnanna.
Raki í útveKKjum
Raki kemst í steypu með þrennu
móti þ.e.
1. Með leka um sprungur.
2. Með ísogi (á sama hátt og
sykurmoli).
3. Með útfellingu á loftraka úr
innilofti.
Við blöndun á steinsteypu eru
venjulega notaðir 150—170 lítrar
af vatni í rúmmetra, og aðeins
helmingur þess binst sementinu.
Hinn helmingurinn verður að
þorna burt, eins og raunar allur
viðbótarraki. Það eru þessi eðlis-
fræðilegu atriði sem hafa þarf í
huga þegar leitast á við að halda
raka frá útveggjum.
I sæmilega vandaðri steinsteypu
er ísog mjög lítið. Þessi eiginleiki
nægir t.d. ekki til að draga raka
hærra upp í steypu, en svo sem
einn sentimetra. Öðru máli gegnir
um þann raka sem leitar niður í
steypu eða inn um sprungur í
henni. Slíkur raki heldur áfram að
aukast í steypunni meðan vatn er
fyrir hendi og steypan er ekki
fullmettuð. Þesskonar raki er
hættulegrur mannvirkjunum og
hann verður að hemja. Þessvegna
ber að gæta þess að allir láréttir
fletir, samskeyti byggingarhluta,
raufar, og rifur séu varðar gegn
ísogi. A slíka vörn þarf ekki að líta
eingöngu sem varúðarráðstöfun
vegna alkalískemmda. Hún er
sjálfsagður hagkvæmur bygg-
ingarþáttur, sem sparar margvís-
legan viðhaldskostnað. Auk lá-
réttu flatanna er sérstaklega bent
á þéttingar við glugga, þar sem
þéttingum er oft áfátt. Minnt er á
að þétting undir gluggum þarf að
vera þannig að droprauf sé vel frí.
í lélegri steypu er ísog meira, og
slagregn gengur inn í lóðrétta
veggi úr slíkri steypu, séu þeir
óvarðir. Slík steypa er oft varin
múrhúð, en sú vörn hefur stund-
um reynst brigðul og fyrir kemur
að múrhúðin sjálf sé verulega
vatnsdræg. Málning á yfirborði
heftir ísog múrs og steypu, en sé
undirlagið vatnsdrægt verður end-
ing málningarlagsins lítil. Þó fer
þetta verulega eftir málningarteg-
undum og hversu vel lekastaðir
eru þéttir.
Netsprungur
Alkalíefnahvörf valda gjarnan
netsprungum í yfirborði steypu.
Þessar sprungur koma þó fyrst
fram eftir áralanga legu steyp-
unnar í raka. Þess vegna er afar
mikilvægt að þeir eigendur íbúð-
arhúsa, sem gera má ráð fyrir að
alkalíefnahvörf geti hrjáð, sinni
tímanlega viðhaldsatriðum þeim
sem hér eru rakin. Tiltölulega lítil
viðhaldsaðgerð í ár getur sparað
verulegan kostnað á næstu árum.
Enginn skyldi þó ætla að slíkar
aðgerðir komi að gagni þar sem
alkalí efnahvörf eru komin á hátt
stig, en þá er eins líklegt að
aðgerðirnar komi að mjög tíma-
bundnu gagni.
Þegar svo er komið að húsin
hafa tekið á sig víðtæk opin
sprungumynstur er fátt til að ráða
annað en að vatnsklæða þau.
Slíkar vatnsklæðningar eru hins-
vegar mjög kostnaðarsamar og
ekki á allra færi að standa fyrir
svo róttækum aðgerðum. Stjórn-
málamenn hafa sýnt málinu skiln-
ing, svo nú er leitað leiða til þess
að styðja við bakið á þeim aðilum,
sem orðið hafa fyrir miklum
skakkaföllum vegna þessara
skemmda. Steinsteypunefnd og
Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins hafa nú hinsvegar snúið
sér aðallega að því að leita góðra
lausna, annarsvegar þeirra er
snerta vatnsklæðningar hinna
sködduðu húsa en hinsvegar ann-
arra leiða. Hið síðara varðar
einkum ytri einangrun yfir
skemmdirnar og nýjar tegundir af
múrhúð yfir þá einangrun. Vonast
er til að nokkrar niðurstöður liggi
fyrir snemma á næsta ári og
jafnframt að þá verði einnig
fundin einhver lausn á fjármögn-
unarvandanum.
Ráðlagðar aðgerðir
Aðgerðir á þessu ári verða því
til bráðabirgða og fyrirbyggjandi
aðgerðir. Ráðgjöf mín til þeirra
sem þurfa að gera þannig við hús
sín er:
1. Hefjið aðgerðir tímanlega.
2. Þéttið alla lárétta fleti, svo sem
gafltoppa, veggstalla, skyggni,
gluggaumgerðir o.s.frv. Við minni
aðgerðir má nota „bitumen"-
borða.
3. Rífið vel upp og þéttið meðfram
hliðarstykkjum glugga og dyra.
Eins skal þétta vandlega djúpt
undir undirkarmi, án þess að
skadda droprauf. Rétt er að nota
„polysúlfíð“-þéttiefni.
4. Ef málað er, notið þá málningu
sem „andar“ vel, — t.d. „akryl".
Fjarlægið gömlu málninguna eins
vel og hægt er og hafið nýju
málninguna ekki þykkri en nauð-
syn krefur. Minnist þess að rakinn
í veggnum verður að þorna út.
5. Fylgist vel með eftir aðgerðir og
lagfærið ef fram koma nýir leka-
staðir.
Har. Ásgeirsson
Neyðaróp úr kúb-
önskum iangelsum
SYDSVENSKA Dagbladet
birti nýlega grein eftir sænska
blaðamanninn Andres Kung. þar
sem hann greinir frá neyðar-
ástandi fanga í fangelsum Fidel
Castros á Kúbu. Fer greinin i
styttu máli hér á eftir.
Armando Valladares hefur set-
ið í fangelsi á Kúbu í yfir 20 ár.
Hann segir sjálfur, að hann hafi
unnið það eitt til saka að vera
kristinnar trúar. Valladares fékk
fyrr á árum að fara nokkuð frjáls
ferða sinna innan fangelsismúr-
anna, en eftir að blöð í Bandaríkj-
unum og í Frakklandi birtu kvæði
hans „Ur hjólastólnum" var hann
settur í langá einangrun. I kvæð-
inu gagnrýndi Valladares kú-
bönsku byltinguna með því að
segja frá meðferð fanga í fangels-
um einræðisherranna. Hefnd
þeirra náði einnig til ættingja
fangans, og þeim var neitað um
brottfararleyfi frá Kúbu.
Valladares hefur nú samið ann-
að kvæði, sem hann nefnir
„Boniato-fangelsið — frásögn af
fjöldamorði". Þar segir frá 20
föngum, sem voru myrtir í Boni-
ato-fangelsinu 1975. Skáldið
óttast, að hann hafi stofnað eigin
lífi í hættu með því að segja frá
morðunum. Hann skrifar í bréfi,
sem komst í hendur sænska
Amnestý-hópsins, sem fer með
mál Valladares: „Ég hef kveðið
uppi dauðadóm yfir sjálfum mér
með því að skrifa þetta kvæði og
þetta bréf. Ég veit, að ég kemst
aldrei lifandi úr þessari prísund.
Þeir munu finna leið til að myrða
mig á einhvern hátt, svo að það
líti út sem slys.“
Armando Valladares er ekki
eini maðurinn í Boniato-fangels-
inu, sem óttast um líf sitt. Nýlega
heyrðist neyðaróp frá 64 sam-
föngum hans. Þeir skrifuðu kúb-
anska ríkissaksóknaranum. í
bréfinu er fangelsisstjórnin sökuð
um að ýta undir uppreisn fang-
anna, svo að hægt yrði að hegna
þeim fyrir með lífláti „á löglegan
hátt“.
Fangarnir kvarta undan að
hafa ekki fengið læknishjálp eða
lífsnauðsynleg lyf síðan um mitt
siðasta ár. Þeir mega ekki lengur
skrifast á við ættingja sína. Og
þeir fá ekki lengur að hreyfa sig
undir berum himni í fangelsis-
garðinum.
í bréfinu segir frá hefnd fang-
elsisstjórnarinnar vegna flóttatil-
raunar nokkurra fanga aðfara-
nótt 9. október 1981:
„Verðirnir komu í byggingar 4A
og 4D nokkrum mínútum seinna.
Þeir hófu strax yfirheyrslur, sem
stóðu í ellefu tíma. Þeir gengu
berserksgang og eyðilögðu allt,
sem fyrir þeim varð. Allir per-
sónulegir munir voru teknir af
okkur, gjafir frá fjölskyldum
okkar og fangelsisbúningar. Við
vorum krúnurakaðir. Nokkrum
var misþyrmt illilega."
Fangelsisstjórnin neitaði að
hlusta á kvartanir fanganna og
því ákváðu þeir að snúa sér til
ríkissaksóknara. „Þeir, sem ráða
hér, vilja koma okkur fyrir katt-
arnef og beita öllum brögðum til
að geta dæmt okkur til dauða. Við
vitum ekki til hvaða bragða þeir
kunna að taka, ef við förumst ekki
af sjálfdáðum. Framtíð okkar er
fullkomlega komin undir kenjum
þeirra, sem hafa okkur í greipum
Hvernig þú gœtir heilsu
þinnar meðan þú sefur.
Líöan og heilsa hvíla á rúminu. Lattoflex er
lausnin.
Bakið þarf góða hvíld í réttri stöðu. Annars
fær brjóskið milli hryggjaliðanna ekki nauð-
synlega endurnæringu. Stirðleiki og bak-
verkur er þá yfirvofandi.
Hægt er að fá rúmgerðir með stillanlegri
höfuðhæð. Auk þess má lyfta þeim hluta sem
ertil fóta.
Lattoflex gefur eftir svo að axlarými verður
meira og æskileg slökun næst á taugum og
axlavöðvum.
Lattoflex er árangur af tilraunastarfi svissn-
eskra lækna og vísindamanna. Rúmin sem
við seljum eru frá þekktu finnsku fyrirtæki,
samkv. einkaleyfi.
I svefni á bakið helst að hvíla í sömu stöðu og
þegar menn standa uppréttir. Og vera beint
þegar legið er á hlið. Lattoflex rúmbotninn er
sérhannaður í því skyni að tryggja rétta
hvíldarstöðu í mismunandi stellingum. Hann
er gerður úr trérimum með gúmmífjöðrun og
lagarsig að sveigju líkamans.
Lattoflex Gelemat er gerð sem er sérstaklega
ætluð sjúklingum. Hægt er að stilla það rúm-
liggjandi. Þessi gerð léttir langlegusjúkling-
um lífið. Einnig þeim sem eru veikir fyrir
hjarta eðaíbrjósti.
Hringið, — eða lítið við í versluninni. - Fáið
bækling.
lattoplex
Elnkaumboöaíslandl
Lattoflex dýnan er upþbyggð í einingum og
fylgir sveigjunni í rúmbotninum. Innri og ytri
gerð hennar veldur því að loftið leikur þægi-
lega um þann sem á dýnunni hvílir.
Síðumúla 34. Sími 84161