Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 Þyrmið limgum borgariimar eftir Sigurð A. Magnússon Góðir fundarmenn. Almennt mun viðurkennt að borgarstæði Reykjavíkur sé meðal hinna fegurstu sem um getur á heimskringlunni. Óvíða í borgum er fjallasýn stórfenglegri, að ekki sé minnst á sundin blá og eyjarnar og hið heimsfræga sólarlag sem ævinlega yljar okkur um hjarta- rætur, ekki síst þegar við erum fjarvistum og fáum ekki notið þess nema í endurminningunni. Hvort sem guðir eða menn réðu því að hér reis höfuðstaður lands- ins, þá verður því ekki móti mælt að vel og skynsamlega var valið. Hitt kynni fremur að orka tví- mælis, hvort gerð borgarinnar hafi verið með þeim hætti sem samboðið sé legu hennar og um- hverfi, og má víst lengi um það deila. Persónulega tel ég að svo hafi ekki verið og að hægt hefði verið með fyrirhyggju og raun- sæju mati á mannlegum gildum að vanda miklu betur til þeirrar byggðar sem hér hefur risið á umliðnum áratugum. Um það er vísast of seint að sakast nú, en gjarna má hafa það bakvið eyrað þegar hugað er að framtíðar- þróuninni. Reykjavík er kornung borg mið- að við það sem borgir gerast í Evrópu. Einsog títt er um ungl- inga hefur henni legið mikið á að taka út vöxt sinn og komast í tölu fullorðinna. Má sennilega rekja margvísleg mistök í vexti hennar til þessarar óþreyju. A tímabili var óþreyjan slík að hún vildi helst losna við allt sem minnti hana á bernsku sína og fyrra basl. Einsog títt er um nýjungagjarna unglinga vildi hún skera á öll bönd sem tengdu hana erfiðum upp- vaxtarárum. En svo er guði og lukkunni fyrir að þakka að þessu ungæðislega fljótræði var afstýrt og Reykjavík er smámsaman að komast til vits og ára. Hún er að verulegu leyti hætt að fyrirverða sig fyrir fortíðina og jafnvel ekki örgrannt um að hjá henni sé að þroskast skilningur á mikilvægi þess að eiga sér rætur í liðinni tíð þegar lífskjör og allar aðstæður voru með öðru sniði en nú gerist. Kannski hefur þessi þroskavæn- legi nýi skilningur vaxið af nánari kynnum við eldri borgir í Evrópu sem allar hafa lagt metnað sinn og dugnað í að styrkja tengslin við fortíðina með því að varðveita elstu borgarhverfin í upphaflegri mynd. Nærtæk dæmi eru Kaup- mannahöfn og Stokkhólmur, elstu höfuðborgir Norðurlanda, en kannski er áþreifanlegasta og stórbrotnasta dæmið Varsjá sem jöfnuð var við jörð í seinni heims- styrjöld. Aratugum saman varði hin bláfátæka pólska þjóð gífur- legum fjárfúlgum til að endur- reisa gamla borgarhverfið í ná- kvæmlega þeirri mynd sem það var í fyrir stríð, og er sú fram- kvæmd almennt talin meðal ævin- týralegra afreka Pólverja á þess- ari öld. Ég man þá tíð að uppi voru háværar raddir um að losa Reykjavík við öll gömlu húsin eða kumbaldana, einsog þá þótti fínt að taka til orða og er raunar enn hjá ýmsum rótlausum Reykvík- ingum, og reisa hér splunkunýja borg úr gleri og steinsteypu, þarsem himingnæfar byggingar jöðruðu hvert stræti miðborgar- innar, en nútímalegt mannlíf dafnaði í löngum skuggum stein- báknanna. Þá var gjarna fjasað um arðsemi lóða og bygginga en minna hirt um að velta fyrir sér hvernig hið nýja mannlíf mið- borgarinnar mundi arta sig þegar Ávarp flutt á útifundi við Lækjargötu laug- ardaginn 11. júlí sl. hvorki sæi til sólar, sjávar eða fjalla. Það er verðskuldun ungs áhuga- fólks og þá ekki síst Torfusamtak- anna að ofangreindar ráðagerðir týndu ljóma sínum og voru lagðar á hilluna. Borgarbúum hefur hægt og sígandi aukist skilningur á því að skemmtilegt og fagurt mannlíf á miklu erfiðara uppdráttar í eyðimörkum malbiks og stein- steypu helduren á opnum svæðum þarsem náttúran er nálæg og verður lífrænn þáttur í samneyti fólks. Austurvöllur, Arnarhóll og blettirnir hér við Lækjargötuna eru miklu líklegri til að veita streituþrúguðum borgarbúum hvild og hugsvölun helduren kaldranalegt steingljúfrið í Aust- urstræti, og vil ég þó síst af öllu gera lítið úr þeirri stórkostlegu endurbót sem varð á miðborginni þegar Austurstræti var gert að göngugötu. Fyrir framtak og forgöngu Torfusamtakanna hefur gömlu húsunum hér á Torfunni verið þyrmt og er nú unnið að endur- reisn þeirra einsog þið sjáið. Ég er þess fullviss að þetta framtak muni þegar fram líða stundir þykja meðal þess sem þarfast hefur verið gert í málefnum borg- arinnar, því með þessu er verið að varðveita tengsl komandi kyn- slóða við bernsku höfuðstaðarins. Þau tengsl eru ómetanleg þroska og sjálfsvitund borgarbúa einsog íbúar eldri borga í Evrópu munu flestir geta vottað. Eitt helsta vandamál borga um allan heim hefur nú um skeið verið ör vöxtur þeirra svæða sem verða malbiki og steinsteypu að bráð, og er víðasthvar unnið ötul- lega að því að stöðva þá þróun og skapa mannlegra umhverfi á þétt- býlum stöðum. Þar skipta gras og annar gróður ekki litlu máli, enda eru grænu svæðin í borgunum gjarna nefnd lungu þeirra. Frá þessum svæðum fær borgin ekki einungis súrefni og heilnæmara andrúmsloft, heldur anda borgar- búar léttar á þeim svæðum, slaka á spennunni, sleikja sólskinið og njóta náttúrunnar, þó í smáum stíl sé. Nú má til sanns vegar færa að Reykjavík sé þannig í sveit sett, svo nálægt lítt spilltri náttúru nágrannasveitanna, að hún hafi ekki sömu þörf fyrir grænu lung- un og stórborgirnar. En þegar litið er á gömlu Reykjavík, þ.e.a.s. Bílbelti - Mannréttindi? Sendiherrahjónin frá Kanada, Carol og Arthur G. Campbell. (Ljósin. Emilia.) Sendi- herra Kanada kveður SENDIHERRA Kanada á Islandi. Arthur Grant Campbell og kona hans, Carol, hafa dvalist hér á landi undanfarna daga til að kveðja eftir 4 ára samskipti við fslendinga. Sendiherrahjónin eru búsett í Osló, en þaðan halda Kanadamenn uppi stjórnmálasambandi við ís- land. Hér á landi hafa þeir aðalræö- ismannsskrifstofu og gegnir Jón H. Bergs störfum aðalræðismanns. Arthur G. Campbell afhenti for- seta Islands trúnaðarbréf sitt vorið 1977, skömmu áður en Pierre Trud- eau forsætisráðherra Kanada kom hingað í heimsókn til Geirs Hall- grímssonar þáverandi forsætisráð- herra. Nú, skömmu áður en Arthur G. Campbell lætur af störfum, var hann hér á landi í fylgd með landstjóra Kanada. Sendiherrann lætur nú af stdrfum í utanríkisþjónustunni fyrir aldurs sakir. eftir Magnús Thoroddsen Herra ritstjóri! Undanfarnar vikur hefir getið að líta greinar um notkun bílbelta í yðar ágæta blaði, Morgunblað- inu. Tilefni þessara greina er lagafrumvarp (væntanlega nú orð- ið að lögum), þar sem ráðgert er að skylda menn til að nota bílbelti. Hefir menn mjög greint á um réttmæti þessarar ráðstöfunar. Sumir hafa talið að hún muni draga úr slysahættu, en aðrir haldið hinu gagnstæða fram. Hafa hvorir tveggja flutt mál sitt af þrótti og tilfinningahita, svo sem oss Islendingum er lagið. En notkun bílbelta hefir víðar verið leidd í lög en á íslandi og orðin deiluefni. Þannig hafa t.d. Belgar gert mönnum skylt að spenna beltin við akstur, að viðlagðri sekt ef út af er brugðið. Árið 1975 stöðvaði lögreglan þar í landi ökumann nokkurn fyrir of hraðan akstur, og fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. Kom þá í ljós að hann hafði líka svikist um að spenna beltið. Hann viðurkenndi tvö fyrri brotin en harðneitaði a^ greiða sekt fyrir að hafa ekki spennt beitið þar sem það væri hans einkamál. Málið fór allt til hæstaréttar Belgíu (Cour de Cassation) sem dæmdi hann til að greiða sekt fyrir að hafa vanrækt að spenna beltið. Ekki gafst maðurinn upp við svo búið, því að þar á eftir kærði hann mál sitt til Mannrétt- indanefndar Evrópu í Strasbourg. Rökstuddi hann kæru sínu með því að það væri brot á 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, sem m.a. kveður á um friðhelgi einkalífs, að gera mönnum skyit að nota bílbelti. Mannréttindanefndin vísaði kærunni frá, þar sem hér væri ekki um að ræða málefni, sem félli undir friðhelgi einkalífs. Frávís- unarúrskurður nefndarinnar (no. 8707/79) var kveðinn upp hinn 13. desember 1979 og er birtur í 18. hefti „Decisions and Reports", bls. 225—8, I rökstuðningi Mannrétt- indanefndarinnar segir svo (í þýð- ingu undirritaðs): „Ökumaður harðneit- aði að greiða sekt fyrir að hafa ekki spennt bilbelti — og kærði mál sitt til Mannréttindanefndar Evrópu.“ „Kærandi klagar yfir því, að skylda sú sem hvílir á ökumanni og farþega í framsæti bifreiða, sem skrásettar hafa verið í fyrsta sinn eftir 15. júní 1968, til að nota bílbelti sé ólögmæt íhlutun stjórn- valda í þann rétt kæranda að einkalíf hans sé virt. Ber kærandi fyrir sig 8. grein 1. mgr. Mannrétt- indasáttmálans. Áttunda grein Mannréttindasáttmálans hljóðar svo: 1. Hver maður á rétt til frið- helgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskrifta. 2. Stjórnvöld mega ekki raska þessum réttindum nema sam- kvæmt lögum og nauðsynlegt sé í lýðfrjálsu þjóðfélagi vegna örygg- is almennings eða rikis eða efna- hags þjóðarinnar, til þess að afstýra óspektum eða glæpum, eða til verndar heilbrigði og siðgæði eða réttindum og frelsi annarra manna. Mannréttindanefndin áréttar í fyrsta lagi að orðalagið „virðing fyrir einkalífi hans“ hafi aldrei verið skýrt á tæmandi hátt af stofnunum Mannréttindasáttmál- ans. Mannréttindanefndin og Mannréttindadómstóllinn hafa t.d. talið að simtöl manna í millum séu innifalin í þessu hugtaki (dómur Mannréttindadómstólsins í Klass-málinu frá 6. sept. 1978, 41. töluliður), skráning og birting á upplýsingum um ferðir tiltekins einstaklings og aðrar athafnir hans, (úrskurður no. 8170/78 “Decisions and Reports” 16. hefti, bls. 145), tilfinningar sem menn bera í brjósti til annarra, (skýrsla Mannréttindanefndarinnar í Brúggemann og Scheuten, 55. töluliður) og löghald á einkaskjöl- um (kæra no. 6794/74 birt í “Decisions and Reports”, 3. hefti, bls. 104). Þessi dæmi tæma að sjálfsögðu ekki svið „einkalífs". Þó að það sé hins vegar rétt að mörg lög hafi bein eða óbein áhrif á möguleika einstaklinga til að þroska pers- ónuleika sinn með athöfnum, sem ekki eru háðir eftirliti yfirvalda, þá verður samt sem áður ekki talið að löggjöf sú, sem hér um ræðir, þegar hún er skoðuð í heild, brjóti gegn friðhelgi einkalífs í skilningi 8. greinar Mannréttinda- sáttmálans (sjá skýrslu Mann- réttindanefndarinnar í Brúgge- mann og Scheuten, 56. tölulið). Það er skoðun nefndarinnar að hið sama gildi á fjölmörgum öðrum sviðum þar sem stjórnvöld taka ákvörðun um að vernda almenning gegn margvíslegum hættum og þar af leiðandi verja þjóðfélagið því tjóni, sem þær geta haft í för með sér. Hið sama á einnig við um margs konar öryggisbúnað, sem skylt er að nota í starfrækslu iðnfyrir- tækja, um skyldu manna til að nota undirgöng á brautarstöðvum og um skyldu fótgangandi vegfar- enda til að fara yfir götu á gangbrautum og fjölmargar aðrar ráðstafanir sem gerðar eru í almanna þágu til verndar ein- staklingum eða heildinni. Skylda ökumanna og farþega í vélknúnum ökutækjum til að nota bílbelti, sem opinberar tölur sanna að er árangursríkt öryggis- tæki, er ráðstöfun af slíku tagi. Það er skoðun Mannréttinda- nefndarinnar að slíkar ráðstafan- ir snerti á engan hátt „einkalíf" manna hversu rúmt sem það hugtak er túlkað. Þess vegna fellur kæra þessi utan ramma 8. greinar Mannrétt- indasáttmálans og þar af leiðandi ber að vísa henni frá, enda er hún efnislega í ósamræmi (“as incom- patible ratione materiae”) við ákvæði Mannréttindasáttmálans í skilningi 27. greinar, 2. mgr. Því ákveður Mannréttinda- nefndin að vísa þessari kæru frá.“ Svo mörg voru þau orð. Sagt er: „Allt orkar tvímælis þá gjört er.“ Hinn 26. maí 1968 tókum vér íslendingar upp hægri umferð. Olli sú ráðstöfun talsverðum ágreiningi á sínum tíma. Voru ýmsir sem börðust gegn þessari breytingu vegna þeirrar hættu sem þeir töldu henni samfara. Nú ætla ég að fáir dragi í efa réttmæti þessarar breytingar. Mér segir svo hugur um að þannig muni einnig verða um þá ráðstöf- un að lögleiða notkun bílbelta. Strasbourg, 5. júlí,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.