Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981
15
hverfin innan Hringbrautar og
Snorrabrautar, verður ljóst að
óeðlilega hefur verið þjarmað að
grænu svæðunum með hliðsjón af
nýrri hverfum, og löngu kominn
tími til að spyrna við fótum. Ég
taldi satt að segja víst að með
sigri Torfusamtakanna í átökun-
um um gömlu húsin mundu þessir
fáu grænu blettir í miðborginni
einnig fá að vera í friði og veita
lifandi og óbornum kynslóðum þá
gleðitilfinningu sem grænt gras
vekur jafnan í brjóstum íslend-
inga. Gn nýjungagirni hinnar
ungu borgar er ekki alveg úr
sögunni og ekkert við því að segja.
Ég ann skákmenntinni alls hins
besta og er stoltur af þeim tiltölu-
lega fjölmenna hópi íslendinga
sem framúr skarar í þeirri erfiðu
íþrótt, en ég á afarbágt með að
skilja hversvegna ráðast þurfti á
lungun til að svala þörfinni fyrir
nýjungar og frumleika. Hvers-
vegna mátti ekki varðveita þessa
fáu grasbletti hér við Lækjargötu
ósnortna af steinsteypu úrþví
unnið er að endurreisn Torfunnar
sem þeir óneitanlega tilheyra, en
skáka taflborðinu tröllvaxna á
einhvern annan stað þarsem ekki
verða náttúruspjöll, til dæmis á
Lækjartorg eða í Austurstræti?
Nýjungagirni er eðlilegur þáttur í
sálarlífi æskunnar og Reykjavík
er enn á æskuskeiði, en hún þarf
helst að haldast í hendur við
heilbrigða skynsemi, og Reykjavík
er í öllu falli orðin nógu gömul til
að láta stjórnast af skynsemi
þegar lifshagsmunir hennar eru i
húfi.
Þó ólíku sé saman að jafna,
milljónaborginni Aþenu og litlu
Reykjavík, þá er ekki alveg útí
hött að gera á þeim samanburð.
Aþena var lítið og fámennt þorp
um miðja síðustu öld og fór ekki
að vaxa að verulegu ráði fyrren
milli heimsstyrjalda og þó einkum
eftir seinni heimsstyrjöld. Á síð-
ustu þremur áratugum hefur
íbúatalan fimmfaldast og borgin
þanist út með ógnarhraða. Allan
þann tíma var fátt um annað
hugsað en dýrar lóðir og háhýsi.
Arðsemin sat semsé í fyrirrúmi
fyrir öðrum sjónarmiðum. Nú er
hinsvegar svo komið að Aþenubú-
ar eru í bókstaflegum skilningi að
kafna úr þrengslum og ólofti og
krefjast hástöfum skjótra og rót-
tækra úrbóta. Það er nokkuð seint
í rassinn gripið og vont að sjá
hvernig bæta má fyrir hirðuleysi
margra áratuga þegar enginn gaf
sér tíma til að leggja niður fyrir
sér framtíðina eða hugleiða hvert
blind gróðahyggja kynni á endan-
um að leiða borgarbúa. Þeir
gleymdu semsagt að gera ráð fyrir
því að borgir þurfa að hafa lungu
til að anda með ef þær vilja halda
heilsu.
Við eigum sem betur fer langt í
land að rata í raunir Aþeninga, en
við mættum gjarna draga lærdóm
af reynslu þeirra og knýja á um
það hjá hérlendum ráðamönnum
að hjarta og lungum höfuðstaðar-
ins verði þyrmt svo niðjar okkar
fái notið hins sama og við höfum
fengið að njóta til skamms tíma.
Ég vil gjarna að harðgerir
íslenskir skákmenn og erlendir
gestir þeirra fái að tefla undir
berum himni í hinni körgu ís-
lensku veðráttu hvenær sem þeir
hafa löngun og líkamsþrótt til, en
ég bið þá lengstra orða að láta
ekki lofsverðan skákáhuga bitna á
þessum fáu grasblettum sem eftir
eru í miðborginni.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERDTRYGGÐRA
SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1970- 1. fl.: 15.09.81 - 15.09.82 kr. 6.265,31
1971 - 1 . fl.: 15.09.81 - 15.09.82 kr. 4.115,04
1972 - 2. fl.: 15.09.81 - 15.09.82 kr. 3.029,95
1973 - 1. fl. A.: 15.09.81 - 15.09.82 kr. 2.243,70
1974- 1. fl.: 15.09.81 - 15.09.82 kr. 1.426,74
INNLAUSNARVERÐ
ÁRGREIÐSLUMIÐA
1973- 1.fl. B.: 15.09.81 - 15.09.82
10.000 GKR.SKÍRTEINI kr. 165,77
50.000 GKR. SKÍRTEINI kr. 828,85
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, júlí 1981
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Síldarkvóti
Norðmanna
50% meiri
en í fyrra
NORSKA ríkisstjórnin hefur nú
annað árið i röð leyft veiðar á síld
úr norsk-islenzka sildarstofnin-
um, þrátt fyrir aðvaranir Alþjóða
hafrannsóknaráðsins. í fyrra voru
leyfðar veiðar á 100.000 hektólítr-
um. en i ár er gert ráð fyrir að
heildarkvótinn verði 50% hærri
eða 150.000 hektólitrar. betta
kemur fram i upplýsingabréfi
Síldarútvegsnefndar.
Þar segir ennfremur, að þegar
hafi verið ákveðið að úthluta
100.000 hektólítrum, 60.000 hektó-
lítrum í nót og 40.000 hektólítrum í
net. Þá sé gert ráð fyrir, að skip
sem stunda aðrar fiskveiðar megi
leggja á land samtals 20.000 hektó-
lítra af síld. Til beitu sé reiknað
með að leyft verði að veiða 20.000
hektólítra og 10.000 hektólítra
megi veiða í sambandi við rann-
sóknarstarfsemi.
í nýútkomnu málgagni norsku
fiskimálastjórnarinnar segir að
norska hafrannsóknastofnunin
hafi lagzt gegn því, að veiðar yrðu
leyfðar. Áfstaða Alþjóða haf-
rannsóknaráðsins til þessara að-
gerða norskra stjórnvalda er þegar
kunn. Ráðið samþykkti í fyrravor,
að áríðandi væri að allar veiðar á
norsk-íslenzka stofninum yrðu
bannaðar, bæði 1980 og 1981.
Að síðustu segir í fréttabréfinu,
að í fyrra hafi norska flotanum
ekki tekizt að veiða leyfilegt kvóta-
magn. Skiptar skoðanir séu á því
hvort það hafi stafað af hinu lélega
ástandi stofnsins, eða af markaðs-
örðugleikum. Norðmenn haldi
sjálfir á lofti síðari skýringunni.
Á föstudag barst til utanríkis-
ráðuneytisins svar norskra yfir-
valda við bréfi íslenzkra stjórn-
valda vegna málsins. Hannes Haf-
stein, skrifstofustjóri utanríkisráð-
uneytisins, sagði í samtali við Mbl.,
að Norðmenn hefðu svarað því til,
að aflamagnið væri ekki aukið á
þessu ári. Það hefði hreinlega
gleymzt, að geta um viðbótarafla-
magnið, sem getið er um að fram-
an.
, • i u ^ .< • ,|i' i-1 c- u i t
Nú getum við boðið þér
litla og lipra rafmagnsritvél
fyriraðsins 3.130,- kronur!
MESSAGE 860 ST
Lítil og þægileg vél
með 32 cm valsi.
Góður ásláttur.
Taska fylgir.
MESSAGE 990 CR
Lítil, fullkomin rafritvél
með leiðréttingarbúnaði.
Taska fylgir.
\NVIf
i m %
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
+ —x “ Hverfisgötu 33
Simi 20560