Morgunblaðið - 14.07.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981
17
Ríkisstýrð verkalýðsfélög í Póllandi:
Tveir þriðju
f élaga f lúnir
Varsjá. 13. júlí. AP. -*
MIÐSTJÓRN pólska kommúnistaflokksins varaði við því i dag, að
ráðamenn i austantjaldsrikjum hefðu miklar áhyggjur af ástandi
máia í Pollandi, og þættust hafa
landinu.
I skýrslu miðstjórnarinnar, sem
samin var fyrir Úokksþingið, sem
hefst á morgun, kemur fram, að
þúsundir manna hafa sagt sig úr
pólska kommúnistaflokknum, og
að „fjöldaflótti" hafi átt sér stað
frá verkalýðsfélögum sem eru í
forsjá yfirvalda.
Segir í skýrslunni, að félagar í
ríkisstýrðu verkalýðsfélögunum,
sem eru að sovézkri fyrirmynd,
séu nú aðeins fimm milljónir,
miðað við 13,6 milljónir fyrir ári.
Ennfremur, að frá því í verkföll-
unum í ágústmánuði í fyrra og
fram til 15. maí sl., hafi 197.300
félagar í pólska kommúnista-
flokknum skilað flokksskírteinum
sínum, en hér er um að ræða 6,3%
flokksfélaga.
I skýrsluflni gerir miðstjórnin
tilraun til að verja gjörðir sínar
frá síðasta flokksþingi, er haldið
var 1980, og segir m.a. að óhjá-
kvæmilega hafi henni orðið á
visbendingar um stjórnleysi i
mistök, enda ástandið á innlend-
um vettvangi slíkt, að vart væri
við öðru að búast. Sagði í skýrsl-
unni, að á síðustu 12 mánuðum
hefðu gerst ýmsir atburðir sem
ættu sér enga hliðstæðu frá lokum
heim sstyrj aldarinnar.
„Starfsemi andbyltingaraflanna
hefur reynst hvað örðugust," segir
í skýrslunni, og vitnað er til rita
með áróðri gegn Sovétríkjunum,
„ólöglegrar" notkunar prent-
smiðja, og „undirróðurs" gegn
forstjórum fyrirtækja. í löngu
máli er varað við svonefndum
„andbyltingaröflum" án þess að
nánar sé útskýrt hvort um er að
ræða hin óháðu verkalýðsfélög og
leiðtoga þeirra. Hermt er, að
ráðamenn í ríkjum Varsjárbanda-
lagsins hafi þungar áhyggjur af
starfsemi andbyltingaraflanna í
Póllandi, en viðvaranir af því tagi
voru stanzlaust birtar í þeim
ríkjum í fyrra.
Mitterand — Schmidt:
Nauðsynlegt er
að efla varnir
vestrænna ríkja
Bonn. 13. júlí. AP.
FRANCOIS Mitterand, Frakklandsíorseti og Ilelmut Schimidt. kanzl-
ari V-Þýzkalands, ræddust við í dag og gær og í sameiginlegri
yfirlýsingu, sem gefin var út við lok viðræðnanna. var áherzla lögð á
nauðsyn þess að efla varnir vestrænna rikja.
Hétu leiðtogarnir samstöðu í
gjaldeyris- og vaxtamálum á leið-
togafundi um efnahagsmál í
Ottawa í næstu viku.
Á fundinum voru rædd ýmis
utanríkismál, svo sem staðsetning
meðaldrægra eldflauga í Evrópu,
málefni Afganistan og Póllands og
sagði Mitterand í dag, að hann
væri fylgjandi takmörkun og fækk-
un í herjum í Evrópu, en vestur-
veldin þyrftu á meiri upplýsingum
frá Sovétríkjunum að halda, áður
en rætt yrði um raunhæfa fækkun
í herjum. Lagði forsetinn á það
áherzlu, að jafnvægi í hervæðingu
austur- og vesturveldanna væri
forsenda friðar í Evrópu. Sagði
Mitterand að nú ríkti ójafnvægi í
þessum efnum, þar sem Sovétmenn
hefðu náð miklu forskoti í upp-
byggingu venjulegs vopnabúnaðar
og þeir hefðu yfir að ráða miklu
fleiri meðaldrægum eldflaugum.
Hermt er í fréttaskeytum, að
viðhorf Mitterands og Schmidts
fari mjög saman í þessum efnum,
en Schmidt á nú í vök að verjast í
sínum flokki, þar sem hann hefur
varið fyrirætlanir NATO um stað-
setningu bandarískra meðaldrægra
eldflauga í Evrópu til að vinna upp
á móti yfirburðum Sovétmanna á
því sviði.
Begin hótar nýjum
kosningum i Israel
Jerúsalem, Beirút, 13. júli. AP.
MENACHEM BEGIN, forsætisráðherra ísrael, sagði viðmælendum sinum
um stjórnarmyndun á mánudag, að hann myndi ekki ganga að öllum
kröfum þeirra um ráðherraembætti i þvi skyni einu að mynda stjórn. Hann
sagði, að heldur vildi hann, að tsraelar gengju aftur að kjörborði. „Ég er
viss um, að við hlytum fleiri sæti
Þingkosningar voru haldnar i ísrael
Þjóðlegi trúarflokkurinn, NRP,
vill halda þremur ráðherraembætt-
um í ríkisstjórninni, þótt hann hafi
tapað helmingi þingsæta sinna í
kosningunum og hafi nú 6 menn á
þingi. Tami-flokkurinn, sem gamlir
stuðningsmenn NRP stofnuðu fyrir
kosningarnar, vill tvð ráðherraemb-
ætti. Flokkurinn hlaut 3 þingsæti í
kosningunum. Begin sagði, að flokk-
arnir myndu hljóta eitt embætti
fyrir hverja fjóra stuðningsmenn,
sem þeir færa stjórninni.
Begin sagðist ætla að gefa Shimon
Peres, formanni Verkamannaflokks-
ins, færi á að mynda stjórn, ef
ekkert verður úr stjórnarmyndun-
arviðræðum hans. Verkamanna-
fiokknum bættist stuðningsmaður á
þingi í dag, þegar Shulamit Aloni,
sem var kosinn sjálfstætt á þing,
lýsti yfir stuðningi við hann. Verka-
mannaflokkurinn og Likud-bandalag
i nýjum kosningum,“ sagði Begin.
30. júni sl.
Begins hafa því 48 sæti hvor á þingi
ísraela.
Björgunarsveitir leituðu í nótt og
dag í rústum eftir loftárás ísraels-
manna á bækistöðvar Palestínu-
Araba í Suður-Líbanon um helgina.
Að minnsta kosti 7 létust í árásinni
og 52 særðust illa. Líbönsk stjórn-
völd sögðu fulltrúum sínum hjá
Sameinuðu þjóðunum að kvarta und-
an árásinni, sem stóð í 90 mínútur
aðeins 19 km sunnan við Beirút,
höfuðborg landsins.
Mordechai Zipporai, aðstoðar-
varnarmálaráðherra ísraela, sagði í
útvarpsviðtali á sunnudag, að árásir
ísraela á Líbanon myndu aukast þar
til Palestínuskæruliðar hefðu horfið
þaðan á braut. Philip Habib, sendi-
boði Bandaríkjastjórnar í Mið-
Austurlöndum, fór til Saudi-Arabíu
frá ísrael á mánudag til að halda
samningaviðræðum úm sýrlenskar
eldflaugar í Líbanon áfram.
Eldingu laust niður
Lik eins skipverja af olíuskipinu dregið úr höfninni i Genúa.
í olíuskip
Genúa. 13. júlí. AP.
ELDINGU laust niður í japanskt
olíuskip i höfninni í Genúa á
Ítalíu á sunnudag og hlaust af
því mikil sprenging og eldsvoði.
Tveir af áhöfninni fórust og
fjögurra til viðbótar er saknað.
Lögreglan skýrði frá því að
losun hefði verið nýlega lokið úr
skipinu, Hakuyoh Maru, en það
var með 83.400 lesta farm. Gas var
hins vegar enn í skipinu þegar
eldingunni laust niður. Flestir úr
áhöfn skipsins, en þeir eru 31 að
tölu, björguðu sér með því að
kasta sér í sjóinn og synda til
lands.
Fimm önnur skip lágu í grennd
við japanska skipið, og forðuðu
þau sér á brott, en eldur komst í
eitt þeirra. Hann var fljótt slökkt-
ur, en slökkvistarf við japanska
skipið gekk hins vegar erfiðlega.
Allirvílja
vatns-
þétt þök
Kynntu þér úrvalið af Aquaseal
þakpappa. Mismunandi teg-
undir fyrir mismunandi að-
stæður.
Auk þess sérstök Aquaseal efni
fyrir sprungu- og holufyllingar
og gljúpa fleti.
Rétt raö gegn raka
OUUVERZLUN ÍSLANDS HF.
HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK
SÍMI 24220