Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ1981
19
LANDSIVIÓT UMri Á AKUREYRI
VAR í ALLA STAÐI GLÆSILEGT
Encjinn vafi leikur á því að 17. landsmót
UMFI sem fram fór um síðustu helgi á
Akureyri, er eitt hið glæsilegasta í sögu
landsmótanna frá upphafi. Þátttakendur
voru nú fleiri en nokkru sinni fyrr eða um
1500 talsins og allur árangur í íþróttagrein-
um mótsins hefur aldrei fyrr verið jafn góður.
Var það mjög áberandi nú hversu vel þjálfað
og undirbúið íþróttafólkið mætti til leiks.
Enda var fjöldinn allur af nýjum lands-
mótsmetum settur.
Vegna þess hve þátttakan var mikil hófst
keppni snemma dags á föstudag. Mótið var
síðan sett um kvöldið af formanni UMFÍ,
Pálma Gíslasyni. En meðal gesta voru forseti
íslands og menntamálaráðherra. Var síðan
keppt frá því snemma á morgnana og langt
fram á kvöld á 12 stöðum í bænum, bæði á
laugardag og sunnudag. Mótinu var síðan
slitið á sunnudagskvöld.
10 þúsund
gestir
Landsmótin eru stærstu
íþróttahátíöir íslensks æsku-
fólks og fylgist jafnan meö
því stór hópur áhorfenda.
Talið er aö um 10 þúsund
gestir hafi sótt Akureyri heim
á meðan á mótinu stóö.
Veðrið lék viö heimamenn og
gesti þeirra allan tímann og
átti sinn stóra þátt í þvi
hversu vel mótið tókst að
þessu sinni.
Ungmennafélagshreyfingin
stendur á gömlum grunni og
landsmótið er þýðingarmikill
viðburður fyrir alla sem þaö
sækja, jafnt keppendur sem
gesti. Ungmennafélags-
hreyfingin er í mikilli sókn og
einkunnarorö hennar „íslandi
allt“ og „Ræktun lands og
lýðs“ eru sönn einkunnarorð.
Því að ungmennafélagshreyf-
ingin hefur um árabil verið
mikill og góður félagsmála-
skóli íslensku þjóöarinnar.
Félögin innan félagshreyf-
ingarinar eru nú orðin 196
talsins og eiga aðild að 18
héraðssamböndum. Starf
það sem hreyfingin vinnur er
ómetanlegt fyrir land og
þjóð.
íþróttakeppnin
var glæsileg
Um íþróttakeppnina sjálfa
er það að segja að hún tókst
ákaflega vel. Frjálsíþrótta-
keppnin vakti eins og oftast
áður einna mesta athygli. Þar
var keppnin jöfn og skemmti-
leg og fjöldinn allur af lands-
mótsmetum settur. Sund-
keppnin var og sérlega
glæsileg og skemmtileg. í
stigakeppni mótsins sigraði
Héraðssambandið Skarp-
héðinn (HSK). UMSK varö í
öðru sæti og UÍA í þriðja
sæti. Þessi héraðssambönd
geta verið stolt af því hversu
mikil gróska er í starfi þeirra,
en það sannaðist rækilega á
landsmótinu.
Skipulag var allt
mjög gott
Þegar litið er á skipulagið í
heild á landsmótinu er ekki
hægt að segja annað en að
það hafi verið mjög gott.
Landsmótið gekk að vísu
ekki alveg hnökralaust fyrir
sig, en þegar minnt er á að
um 600 manns störfuðu á
einn eða annan hátt viö
mótið sést vel hversu gífur-
lega viðamikið starfið var.
Tímasetningar stóðust að
mestu. Þá var aðstaðan til
íþróttakeppninnar eins góð
og kostur var þegar litið er á
í hversu mörgum greinum var
keppt. Setningarathöfnin
tókst vel, aö því undanskildu
að fimleikasýningar Gerplu
voru alltof langdregnar.
Næsta landsmót í
Njarðvík og Keflavík
Næsta landsmót UMFÍ fer
fram á svæði Njarövíkur og
Keflavíkur árið 1984.
Blaðamenn Morgunblaðsins
fylgdust með landsmótinu á
Akureyri og hér í þessu blaði
veröur þess freistað að gera
mótinu eins rækileg skil og
frekast er kostur. Landsmót
UMFÍ eru stóríþróttaviðburðir
og eiga skiliö veröskuidaða
umfjöllun og nákvæma í
fjölmiðlum.
Þ.R.