Morgunblaðið - 14.07.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981
29
Kraftlyftingar:
Jóhann setti
fjögur ný heimsmet
í öldungaflokki
KraftlyftinKamaÐurinn sterki Jóhann 110 kg. Þá setti Jóhann
Jóhann Hjálmarsson gerði sér
litið fyrir og setti fjögur ný
heimsmet i lyftingum i öldunga-
flokki á landsmótinu. Keppt var i
kraftlyftingum sem sýningar-
grein. Engu að síður komu al-
þjóðlegir dómarar til mótsins og
þrátt fyrir hraðferð þeirra norð-
ur, þar sem hraða þurfti lyftum
Jóhanns tókst honum að bæta sig
verulega. Lofar árangur hans svo
sannarlega góðu fyrir heims-
mcistaramót öldunga sem fram
fer siðar á árinu í Bandarikjun-
um.
Jóhann setti nýtt met í hné-
beygju lyfti 205 kg. Gamla metið
var 92,5 kg. I bekkpressu lyfti
met í réttstöðulyftu, lyfti 240 kg.
Samanlagt nýtt heimsmet í flokki
50 ára og eldri, lyfti 555 kg. Gamla
metið var 405 kg. Glæsilegur
árangur hjá Jóhanni.
Eftir keppnina sagðist Jóhann
vera í mjög góðri æfingu. „Ég hef
æft fimm daga í viku að undan-
förnu og um tvo tíma í senn. Ég tel
að ég geti enn bætt árangur
þennan. Vonandi verð ég í góðri
æfingu þegar ég keppi í haust á
heimsmeistaramótinu," sagði Jó-
hann og var ekki á honum að sjá
að hann væri að koma úr erfiðri
keppni. Jóhann sagðist vera
þakklátur yfir því að hafa fengið
þetta tækifæri til þess að keppa.
Heimsmethafinn Jóhann Iljálm-
arsson setti fjögur heimsmet 1
kraftlyftingum á Akureyri um
siðustu helgi.
UIVIFK sigraði í knattspyrnunni
ÞAÐ VAR lið UMFK sem sigraði
i knattspyrnukeppni landsmóts-
ins. UMFK sigraði lið UÍA í
úrslitaleik með þremur mörkum
gegn einu. UÍA skoraði fyrsta
mark leiksins, en UMFK jafnaði.
Síðan var jafnt lengi vel en þá
tóku leikmenn UMFK vel við sér
og sigruðu örugglega. Úrslit í
niovnunbln^i^
iwa
knattspyrnuleikjum mótsins
urðu þessi:
Knattspyrna
Úrslit:
UMFK - UÍA 3-1
UÍÓ - HSH 3-1
UMSS - UMFB 2-1
Úrslit einstakra leikja:
UMFN - UÍÓ 0-2
UÍÓ - UÍA 1-2
UMSB - UMFN 1-0
HSÞ - UMFK 0-1
UMFK - HSH 4-1
UMSS - HSÞ l-l
UMFN - UÍA 0-0
UÍÓ - UMSB 1-0
UÍA - UMSB 2-0
HSH - HSÞ
UMFK - UMSS
UMSS - HSH
4-1
1-0
1-1
Hress hópur USVS- manna i tjaldbúðum að afloknum erfiðum
keppnisdegi.
Ferðin fjármögnuð með
reiðhjólaleiðangri
í GÓÐA vcðrinu á laugardag
brá blaðamaður sér i tjaldbúðir
kcppcnda, hitti nokkra þeirra,
og átti við þá stutt spjall um
gang lífsins i tjaldbúðunum.
Fyrst var komið við í tjald-
búðum Vestur-Skaftfellinga.
Þar voru fyrir nokkrir hressir
og kátir keppendur, formaður
sambandsins og framkvæmda-
stjóri.
Guðni Einarsson formaður og
Kristján P. Einarsson fram-
kvæmdastjóri sögðu að mjög
góður andi væri í liðinu og væru
allir eldhressir. Það eina sem
skyggndi á væru lætin á nótt-
unni. Sögðu þeir þau sennilega
stafa af því að tjaldbúðir kepp-
enda og almennings væru of
nálægt hver annarri.
Guðni sagði að ferð þeirra
Skaftfellinga hefði verið fjár-
mögnuð með reiðhjólaleiðangri
frá Jökulsá á Sólheimasandi að
Kirkjubæjarklaustri. Hefði það
mikið fé safnast að það dygði
fyrir ferðinni á Akureyri og til
þess að halda uppi um 20 manna
liði í æfingabúðum í tvær vikur á
Laugarvatni.
Jakob Kristinsson spjótkast-
ari þeirra Skaftfellinga sagði, að
á leiðinni norður hefðu þau villst
og hefði ekki komið til mikill
snjóskafl á leiðinni hefðu þau
lent uppi í Þjófadal og væru þar
sennilega enn.
Að lokum gat Kristján þess að
ferðin norðúr hefði tekið alls um
15 klukkustundir og hefði liðið
verið þreytt að ferð lokinni, en
annars ánægt.
81. UMSB
2. UMFK
3. UMSE
4.-5. UMSK
4.-5. UÍA
6. IISÞ
7. USVII
Plucknett dæmdur í
lífstíóarbann!
BANDARÍSKI heimsmethafinn i
kringlukasti, Ben Plucknett, var
i gær dæmdur í lifstiðar keppnis-
bann, þar sem lyfjapróf sem
hann gckkst undir fyrir nokkru
sýndi svo ekki var um villst, að
hann hafði innbyrt eitthvað
magn af „bola“, en það er vinsæl
stytting fyrir Anabolic Steroids,
hormónalyf nokkuð. Plucknett
gekkst undir umrætt próf i
Christchurch í Nýja Sjálandi í
janúar ásamt ástralska kúlu-
varparanum Mullhall. Mullhall
reyndist einnig hafa tekið inn lyf
þessi og fékk hann sama dóm og
Plucknett. Ileimsmet Plucknetts
í kringlukasti fellur nú dautt óg
ógilt, Wolfgang Schmidt endur-
heimtir það með sina 71,16
metra.
„Mikið álag á
leikmönnum>'
Borðtennis:
Gylfi og
Ragnhildur
sigruöu
Úrslit i borðtenniskeppni urðu
þessi:
Karlar
Gylfi Pálsson UMFK 6 st.
Örn Fransson UÍ A 5 st.
Ómar Ingvason UMFK 4 st.
Guðmundur Halldórsson UMSE
3 st.
Kristján V. Ilaraldsson HSÞ 2 st.
Ragnar K. Ingason USVH 1 st.
Konur
Ragnhildur Sigurðard. UMSB 6 st.
Guðrún Einarsdóttir UMSK 5 st.
Erna Sigurðardóttir UMSB 4 st.
Sigrún Bjarnadóttir UMSB 3 st.
Rósa Þorvaldsdóttir UMSE 2 st.
Ilólmfriður Freysd. UMSE 1 st.
UMSE sigraði í
blakkeppninni
Lið Eyfirðinga sigraði lið HSK
i úrslitaleiknum í blaki 3—0. Var
sigur liðsins öruggur. Ilrinurnar
enduðu 15—7, 15—6 og 15—1,
IISÞ sigraði ÚÍA 3—1 i barátt-
unni um 3. til 4. sætið.
ÞAÐ VAR ekki furða þó að Gísli
Torfason væri ánægður þegar
blm. hitti hann að máli á laugar-
daginn þvi að UMFK hafði þá
unnið góðan sigur á IISII og
þarmeð tryggt sér rétt til að
leika úrslitaleikinn i knattspyrn-
unni.
Hann lýsti yfir ánægju sinni
með þetta mót og sagði að það
væri alltaf jafn gaman að keppa á
landsmóti og það væri nú bara
þess vegna sem hann legði þetta á
sig. Aðspurður sagði hann að
þetta væri búið að vera erfitt mót,
því að það þyrfti oft að spila tvo
leiki á sama deginum og fyndist
sér að annaðhvort ætti að stytta
leikina eða fækka liðunum svo að
það yrði ekki svona mikið álag á
mönnum. Hann var bjartsýnn á
úrslitaleikinn þó svo að það væri
alltaf erfitt að spá um svona leiki.
„Ég hef nú frekar lítið fylgst með
þessu en það sem ég hef séð líst
mér vel á og svo er alltaf gaman
að sjá forsetann," sagði Gísli að
lokum.
Guösteinn skoraði 56 stig
Lið Njarðvíkur var ekki í miklum vandræðum með að tryggja
sér sigur í körfuknattleikskeppninni. Enda skipað reyndum og
vel þjálfuðum leikmönnum. Liðið lék til úrslita gegn UMFK og
sigraði með yfirburðum, 86—59. Staðan í hálfleik var 43—20.
Guðsteinn Ingimarsson var langbesti maður vallarins og
skoraði hvorki meira né minna en 56 stig i leiknum.
13
10
6
5
5
2
1
nii ^
KNATTSyö
Allround
Stæröir 4'A—10W.
Verö kr. 340.
'mWE m.
Cesar Menotti.
Stæröir 6—IOV2.
Verö kr. 381.-.
:
' ..... * w A
tf J
Professionnl.
Stæröir 6—10.
Verö kr. 448.-.
-w- .tm
Rainer.
Stæröir 3’A—9.
Verö kr. 180.-.
Inter.
Stæröir 4—10.
Verö kr. 256.-.
Klapparstíg 44,
ldr//Ot1Qll‘ sími 11783.