Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 31 „Groddalegt hákarlasamfélag — eða frjálslyndi og framfarir eftir Eyjólf Konráð Jónsson Yfirleitt hefur það ekki þótt góð latína að höfundar svöruðu dómum um ritverk, og þegar svo mikið var haft við bækling minn um efnahags- og atvinnumál að fella hann undir bókmenntir, „þá varð mér um og ó“. Engu að síður er ég Friðriki Friðrikssyni mjög þakklátur fyrir grein hans í Mbl. 25. júní, því að hann er eini maðurinn, sem opinberlega’ hefur af raunsæi fjallað um þær efnahagstillögur, sem ég hef verið að reyna að vinna fylgi, þótt töluverðs misskilnings gæti í orðum hans. (Jónas Haralz ritaði mér hið merkasta bréf, sem birtist síðar í Frelsinu. Því er enn ósvarað, en heldur fullu gildi miðað við þær aðstæður, sem voru haustið 1979 og verður vegvísir við mörkun nýrrar frjálslyndisstefnu.) Friðrik Friðriksson talar í grein sinni um „strákslegt og jafnvel groddalegt málfar Eyj- ólfs“ og nefnir þess eftirfarandi þrjú dæmi: skattheimtubrjálæði, vinstra brjálæði og hákarlasam- félag. Ekkert þessra orða hvarfl- ar að mér að taka aftur, sízt nú eftir að allt þetta hefur færzt í aukana, sem vonlegt er, þegar vinstri öflin eru völduð af hluta Sjálfstæðisflokksins. Um hákarlasamfélagið segir eftirfarandi í grein minni: „Raunar held ég, að lægstu laun gætu talsvert hækkað án hættu á verðbólgu, ef allt það, sem hér er um rætt, væri gert, enda verða þau að gera það, ef við ætlum að búa í siðuðu og réttlátu þjóðfélagi, en ekki há- karlasamfélagi ofstjórnarstefn- unnar, sem nú ríkir.“ Og við hvað er hér átt? Einfaldlega það, að versta svindlið er alltaf valdasvindlið, ætti ekki mannkynssagan að hafa sannað okkur það? Skiptast ekki stjórnmálaskoðanir manna að meginefni til í tvo flokka, eru ekki andstæðurnar stjórnlynd- ismenn og frjálslyndir menn? Blandast einhverjum hugur um í hvora áttina nú er stefnt? Og „ekki er hákarlinn hörundsár". Voru ekki allir sjálfstæðis- menn sammála um það, að stjórn sú, sem Ólafur Jóhannes- son glaptist til að mynda haustið 1978, væri versta vinstri stjórn til þess tíma og sögðum við ekki allir að sjötíu milljarða nýjar álögur væru skattheimtubrjál- æði. Hefur eitthvað breyzt til batnaðar við það að fjórir sjálf- stæðismenn gengu í stjórnarliðið í stað þeirra fjórtán krata sem stukku fyrir borð? Nefni einhver dæmi um stefnubreytingu. Sá væri ekki billegur. Það dugar engin tæpitunga, þegar hraðbyri er siglt til sósíal- isma, spillingar, misréttis og versnandi lífskjara — með há- karl í kjölfarinu. Ef menn eru sannfærðir um réttmæti skoð- ana sinna og hafa álpast út í pólitísk afskipti, verða þeir að tala mál, sem skilst. Og standa síðan — eða falla — með orðum sínum og gerðum. Annars hripa ég þessar línur fyrst og fremst til að víkja að tveimur atriðum í greinum Frið- riks. Auðvitað segir Jónas Har- alz það satt, að „kvalitativ" röksemdafærsla nái skammt og því þurfi að reikna dæmið til enda, þegar ákveðið hefur verið að ráðast gegn verðbólgunni með verulegri lækkun bæði beinna og óbeinna skatta. Svo vel vill raunar til, að þetta dæmi hefur á liðnum vetri verið reiknað og ekki er fjarri lagi að sjötíu milljarða viðbótarskattar vinstri manna sé upphæðin sem um er að ræða. Flóknara er þetta nú ekki, þegar hálfeygari hagspeki sleppir. Sjötíu milljarða gamalla króna skattalækkanir, ásamt auðvitað styrku stjórnarfari og öllu því öðru, sem ég nefni í grein minni, ættu að nægja til að berja verðbólguna niður í einu höggi. Engin áhætta er að gera þetta með tímabundnum halía á fjárlögum, ef fjárins er aflað með innlendum lántökum, en raunar hafa einnig verið gerðar tillögur um niðurskurð, sem þessu nemur, m.a. eru þar marg- háttuð sjóðaframlög. Ekki fæ ég séð að samdráttur og atvinnuleysi mundi fylgja framkvæmd þeirra hugmynda sem hér um ræðir — heldur þvert á móti — og finnst kynlegt að höfðað er til F.A. Hayek í því sambandi. Ég veit ekki betur en að skoðanir hans í þessu efni nú síðustu misserin a.m.k. falli nákvæmlega saman við mínar. Hayek sagði hér í Reykjavík 5. apríl 1980: „Ég kem auga á eina leið út úr ógöngunum. Hún er að brúa bilið í ríkisfjármálunum með verðtryggðu Iangtímaláni innanlands." Og hann bætir við: „En ég held að það sé dæmt til að mistakast að reyna að telja verðbólguna niður í áföngum. Lækningunni hlýtur að fylgja einhver sársauki, og ef hún er hæg, verður kreppan löng. Ég hygg, að engin ríkisstjórn geti lifað af margra ára kreppu. Fólk mun heimta fleiri peninga, aukna verðbólgu, og ríkisstjórn- in tapar kosningum eða lætur undan. Vér verðum ekki að lækna veröbólguna með snöggu átaki af neinni hagfræðilegri nauðsyn, heldur af stjórnmála- ástæðum. Vér verðum að hrökkva eða stökkva, finna aðra leið til að brúa bil ríkisfjármál- anna en verðbólguna, festa gjaldmiðilinn í verði, ef verð- bólgan er ekki of mikil, en skipta ella um gjaldmiðil, eins og gert var í Þýzkalandi 1948.“ Held ég mig í þessu efni við niðurlagsorð greinar minnar frá 4. október 1979, sem eru svo- hljóðandi: „Auðvitað koma þessar að- gerðir einhvers staðar niður á mönnum og fyrirtækjum — en einmitt þar, sem þær eiga að koma niður, þ.e. á óarðbærum athöfnum. Húsbyggjendur hins vegar gætu fengið há lán til langs tíma með lágum vöxtum og greitt upp Iausaskuldir. Og arðvænleg fyrirtæki fengju lán til rekstrar og endurbóta. Að lokum hagnast allir.“ Hayek kemur auga á „eina leið“ og ég kem aðeins auga á eina leið, þá sömu og hann. Laukrétt er það, þegar Friðrik Friðriksson segir að af minni hálfu komi „ekki fram skilning- ur á hlutverki peningamála- stjórnar í hagkerfinu, sem flest- ir hagfræðingar leggja þó mikla áherslu á“. Þessa hagfræðinga hef ég sem sagt aldrei skilið, enda efast þeir víst sumir hverj- ir nú orðið um ágæti kenningar- innar. Og betur væri nú komið bæði á Bretlandi og íslandi, ef þau Margrét Thatcher og Ólafur Jóhannesson hefðu verið jafn skilningssljó og ég og banda- rísku „bjálfarnir", sem nú ráða ferðinni í peningamálum þar vesturfrá — með ógnarlegum afleiðingum! Hér skal ég játa, að ég hafði að tvennu leyti áhrif á „Leiftur- sóknina". A fundinum þar sem miðstjórnarmenn og þingmenn samþykktu plaggið endanlega einróma, flutti ég tvær tillögur, sem báðar voru samþykktar, önnur var um að fella niður setningu þess efnis að ríkissjóð yrði að reka án halla og hin um að strika út málsgrein þar sem Seðlabankanum var ætlað að vera áframhaldandi allsherj- arskömmtunarskrifstofa. Eg trúi því sem sagt, að ofstjórn á þessu sviði sem öðru leiði til ófarnaðar, enda segi ég í grein minni — og það hefur varla farið framhjá gagnrýnandanum: „Það er táknrænt, að upplausn er fylgifiskur ofstjórnar, en festa er samfara frjálsræði." Þær eru nefnilega tvíburasystur Ofstjórn og Óstjórn. • • Olvaður ökimtaður skemmdi sjö bíla ÖLVAÐUR ökumaður skemmdi sjö bíla aðfaranótt sunnudagsins, en lögreglan veitti hunum eftirför eftir að hann ók á fyrsta hílinn. Fyrst var lögreglunni tilkynnt um að ekið hefði verið á bíl í Lækjargötu á öðrum tímanum, aðfaranótt sunnudagsins og að ökumaður hefði horfið af vett- vangi. Sást næst til ferða bílsins austur Hringbraut og var bílnum veitt eftirför, en ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og gerði sér lítið fyrir og ók yfir Miklatorg. Síðan lá leið hins ölvaða ökumanns upp Eskihlíð, þar sem reynt var að stöðva bílinn, en ökumaðurinn ók á tvo lögreglubíla og komst framhjá hindruninni. Enn lá leið ökumanns um Hlíðahverfið og skemmdi hann þar þrjá bíla áður en leiknum lauk, en ekki sinnti hann því þó ekið væri um einstefnuakstursgötur á móti umferðinni. Loks var bílnum ekið á kyrrstæðan bíl og stöðvaðist þá bíllinn og var ökumaðurinn grip- inn. Reyndist hann þá svo ölvaður að hann mátti varla mæla og lá honum við svefni. Ökumaðurinn er tuttugu og eins árs og réttindalaus, hafði áður verið sviptur ökurétt- indum fyrir ölvunarakstur. Alls tóku fjórir lögreglubílar þátt í eftirförinni. Einn bilanna sem ek„' var á. Ljósm. Mbl. JúHuk Alþjóða hafrannsóknaráðið: Aflakvóti á kol- munnaveiðar FYRIR nokkrum árum var talið ástapðulaust að setja ákveðinn kvóta á kolmunnaveiðar. en af þessari fisktegund veiddust I fyrra um 1.2 milljónir lesta og veiddu Rússar bróðurpartinn af þvi magni. Á fundi ráðgjafarnefndar Alþjctðahafrannsóknaráðsins um stjórnun fiskveiða í siðustu viku var ákveðið að leggja til, að kolmunnaafli færi ekki yfir eina milljón lesta á næsta ári og talin ásta-ða til að sýna varkárni i þessum veiðum. Á fundinum samþykkti nefndin kvóta fyrir margar fisktegundir, sem ríkisstjórnir aðildarríkjanna fjalla síðan um. Þær fisktegundir, sem helzt tengjast og fjallað var um á fundinum, eru auk kolmunnans rækja og þorskur við A-Grænland, ufsi og grálúða við fsland og karfi, en þeirrar tegundar er getið annars staðar. Sigfús Schopka, fiskifræðingur, sat þennan fund og sagði hann í samtali við Mbi., að lagt hefði verið til, að grálúðukvótinn yrði 19 þús- und tonn á næsta ári, en Hafrann- sóknastofnunin lagði til að ekki yrðu veidd meira en 15 þúsund tonn af grálúðu hér við land í ár, Grálúðan veiðist nær öll við ísland og veiddu íslendingar um 30 þúsund tonn á síðasta ári. Þess má geta, að grálúðuafli hefur verið góður und- anfarið. Nefndin lagði til, að ufsaafli við ísland fari ekki yfir 62 þúsund lestir á næsta ári, en Hafrannsóknastofn- unin lagði til fyrir þetta ár 60 þúsund lesta aflahámark. Ekki var samþykktur kvóti fyrir rækju á fundi ráðgjafarnefndarinn- ar. Vinnunefnd, sem fjaliaði um rækjuveiðar milli Íslands og Græn- lands, taldi sig ekki hafa nægar upplýsingar til að ákvarða kvóta þar sem rækjuveiðar byrjuðu ekki milli Íslands og Grænlands fyrr en árið 1978. Þær upplýsingar, sem fyrir liggja um sókn og afla, eru ekki taldar nægur grundvöllur til að ákvarða kvóta, en ný úttekt á stofninum fer fram í nóvember. Ráðist á mann á Skólabrú TUTTUGU og níu ára gamall maður varð fyrir árás á Skólabrú aðfaranótt sunnudagsins. Maðurinn var þar á gangi þegar bíl bar að og vatt sér maður út úr bílnum og sló til þess fyrrnefnda. Sá, sem sleginn var, var með gleraugu sem brotnuðu við höggið og skarst hann í kringum auga og er talið að glerbrot hafi farið í auga mannsins, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Sá sem árásina gerði er tuttugu og fimm ára gamall og hefur játað árásina og var hann ölvaður þegar þetta gerðist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.