Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 14.07.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 33 Guðmundur J. fíjarna- son - Minningarorð Guðmundur var sérstæður per- sónuleiki, það fór ekki framhjá neinum. Hann vilti aldrei á sér heimildir, var sannur í hverju sem hann tók að sér og vinum sínum brást hann ekki. Hann var enginn vinur brigðniælgis né þess að vinna ekki fyrir sínu. Við áttum samleið í mörgu um dagana. Hann var eindreginn bindindismaður og vann að því málefni. Við vorum í stjórn Bindindisfélags ökumanna, störfuðum um tíma saman að endurskoðun hreppsreikninga og í stjórn Skógræktarfélags Stykkis- hólms vorum við um árabil. Hann myndaði sér skoðanir á hverjum hlut, barðist drengilega fyrir því sem hann taldi rétt og til bóta fyrir þjóðfélagið. Vel fylgdist hann með öllu í þjóðlífinu og gaf hverju sína einkunn og var ekkert myrkur í máli ef honum fannst eitthvað ganga úrskeiðis. Öll sín verk vann hann af samviskusemi og í réttum tíma. Hann var öll ár sjúkrasamlagsins hér starfsmaður þess og sá um innheimtu og reikningsskil og þar var á öllu snyrti- og prýðis frágangur, enda hafði Guðmundur góða rithönd og var mjög glöggur reikningsmaður. Það fór ekki hjá því að okkur Guðmund greindi á í ýmsum málum, en þegar þau höfðu verið rædd af hreinskilni, voru handtök- in traust á eftir og því minnist ég nú Guðmundar sem góðs drengs og vinátta okkar fór vaxandi með árunum. Guðmundur var snyrti- menni og hann átti gott heimili. Það sannreyndi ég. Þar stóð með honum hans ágæta kona, Ebba Ebeneserdóttir frá Rúfeyjum. Hún var af góðum stofni og aldrei vissi ég hana koma fram öðru vísi en öðrum til góðs. Guðmundur var með mér einn af stofnendum Lionsklúbbs Stykk- ishólms. Þar var hann virkur og góður félagi og vann klúbbnum mörg heillastörf. Oft kom Guð- mundur heim til okkar hjóna, ræddi við okkur og höfðum við mikla ánægju af því. Þar reyndum við mjög tryggð hans og hlýhug. Guðmundur verður mér því minn- isstæður og ég sakna hans. Að vísu var orðið lengra í milli okkar því hann hafði seinustu árin verið búsettur í Reykjavík. En alltaf var Hólmurinn hár í hans hugskoti og það fór ekki framhjá neinum, enda þar æsku- og manndómsár- um eytt. Þessar línur eru því lítill þakklætisvottur fyrir góða sam- fylgd, drengilega og trausta. Um leið og ég sendi ástvinum hans samúðarkveðju bið ég guð að blessa minningu hans. Árni Helgason Það var enginn Bervíkurbragur yfir skólanefndinni í Stykkishólmi í byrjun sjötta áratugarins. — Hátt skyldi horft og aðeins það besta var nægilega gott börnum og unglingum þessa gamia höfuð- staðar Vesturlands. Mið var tekið af stórum kaupstöðum. Aðrar byggðir máttu hokra við lágkúru og smásálarskap í menningarmál- um. Slíkt hæfði ekki Hólmurum, sögu þeirra og reisn. — Nú eru tveir af þeim sem í þessari skóla- nefnd sátu gengnir veg allrar veraidar, Jón Brynjólfsson og Guðmundur J. Bjarnason, sem jarðsunginn mun í dag. Eldhuginn og fræðasjórinn, Jóhann Rafns- son, stendur einn eftir. Guðmundur J. Bjarnason fædd- ist 2. mars 1903 að Ormsstöðum í Klofningshreppi. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Guðmunds- dóttir og Bjarni Magnússon, sem þar bjuggu. — Ungur að árum fluttist Guðmundur með foreldr- um sínum til Stykkishólms þar sem faðir hans stundaði járnsmíð- ar en var jafnframt fangavörður. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum en var þó jafnan létta- drengur í sveit á sumrin. — Um tvítugsaldur réðst Guðmundur norður að Steinnesi í Húnaþingi til frænda síns, sr. Þorsteins B. Gíslasonar. Þar var hann bæði við vinnu og lærdóm og hélt síðan í Samvinnuskólann og lauk þaðan brottfararprófi eftir einS vetrar nám vorið 1927. Hélt hann síðan vestur á heima- slóðir og vann hjá Kaupfélagi Stykkishólms til 1933. Nokkur ár vann hann síðan hjá Búnaðarsam- bandi Snæfellinga en hóf svo að starfa við trésmíðar og fékk rétt- indi sem húsasmiður. — Sjúkra- samlag Stykkishólms var stofnað 1944. Guðmundur varð fyrsti gjaldkeri þess og sá eini því að þeim starfa gegndi hann þar til Sjúkrasamlagið var lagt niður snemma á áttunda áratugnum. Skömmu síðar fluttist hann til Reykjavíkur og vann hjá Pósti og síma síðustu æviárin. Snemma lærði Guðmundur á bíl, fékk ökukennararéttindi og stundaði kennslu fram á efri ár. — Guðmundur gegndi fjölmörgum öðrum störfum í þágu samborgara í umræðum í borgarstjórn Reykjavíkur 2. júlí vék Elín Pálmadóttir, að migrenesjúkling- um og möguleikum á að létta undir með þeim, þannig að mæður gætu komið börnum sínum fyrir- varalaust eða fyrirvaralítið á vist- heimili barna við Dalbraut, þegar sjúkdómurinn sækti skyndilega að. En þangað eru tekin börn inn, ef skyndiiegir erfiðleikar koma upp á heimilum, veikindi eða annað, auk þess sem þar eru vöggubörn og þar eru tekin börn foreldra sem þurfa hvíld frá þroskaheftu barni. Kvaðst Elín hafa orðið þess vör í umfjöllun um Kleifarvegsheimilið, að þarna er oft rými og migrenesjúklingar væru í þörf fyrir gæslu fyrir börn sín, þegar migreneköstin koma. „A árinu 1980 munaði 17 börn- um á þeim mánuðum sem fæst var á Dalbrautarheimilinu og þegar flest var, eða allt að 350 dvalar- dögum, sagði Elín. Nú í vetur hefur nýting verið mikil síðari hluta vetrar og fram á vor, eins og jafnan, en þá fór að fækka. Þarna er því greinilega rými og starfs- fólk til að taka við börnum — alloftast. Nú er mér kunnugt um að í samfélaginu er hópur kvenna, sem nauðsynlega og skyndilega þyrfti að geta komið börnum sínum fyrir skamman tíma. Það eru migrenesjúklingar. Sjúkdóm- urinn hellist yfir skyndilega og sárt og skiptir þá öllu að fá algert næði, kyrrð og þögn — auk þess sem sjúkdómurinn er slíkur að sinna. Hann var endurskoðandi hreppsreikninga um skeið og sat alllengi í skólanefnd. — Formaður Skógræktarfélags Stykkishólms var hann mjög lengi og vann þannig að þeim málum að 1967 fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Guðmundur var formaður Byggingarfélags verkamanna í Stykkishólmi um skeið. Hann var traustur bindind- ismaður, enda skildi hann vel hver bölvun hlýst af áfenginu. Hann var um tíma æðstitemplar í stúk- unni Helgafelli, formaður Stykk- ishólmsdeildar Bindindisfélags ökumanna og umboðsmaður Ábyrgðar hf. vestra. Þá var hann atkvæðamikill félagi í Lionsklúbbi Stykkishólms. Árið 1931, 9. dag maímánaðar, kvæntist Guðmundur Ebbu Eben- esersdóttur frá Rúfeyjum á Breiðafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Magnúsdótt- ir og Ebeneser Þorláksson, bóndi í Rúfeyjum, þekktur sjómaður og bátasmiður. — Eg hygg það vafa- laust að sú hafi verið mesta gæfa Guðmundar að eignast slíka konu sem Ebba er. — Einkasonur þeirra er Magni, bifvélavirki hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Heimili þeirra Ebbu og Guð- mundar mun sjálfsagt flestum sem þangað komu minnisstætt. Veldur því smekkvísi húsfreyju og bókakostur bóndans. Guðmundur átti vandað bókasafn sem hann lagði alúð við og þótti vænt um. Þar var gott að staldra við er tóm gafst frá erli og önnum. Og það var gaman að ræða við húsráðend- Elin Pálmadóttir Mývatnssvcit. 13. júlí. í GÆR brenndist ung þýzk stúlka illa á fótum, er hún var á ferðalagi á Námafjalli með foreldrum sínum og fleira fólki. Hún var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ilúsavik. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir ferðafólki að fara varlega er það leggur leið sína um Námafjall ur um bækur og breiðfirskt mannlíf á fyrri tíð. Ekki höfðum við hjónin verið lengi í Ilólminum þegar við eign- uðumst vináttu Guðmundar J. Bjarnasonar og fjölskyldu hans. Og það var mikil eign. — Sá var ekki athvarfslaus í henni veröld sem sú fjölskylda batt vináttu við. Guðmundur J. Bjarnason var traustur maður. — Ekkert var í flaustri gert sem framkvæma þurfti. Vel skyldi til allra hluta vandað. Og hvergi brást honum heiðarleikinn og trúmennskan. Hann var hreinskiptinn og stefnu- fastur og ómyrkur í máli upi það sem honum þótti miður fara. Óheilindum og sýndarmennsku vandaði hann ekki kveðjurnar. Þegar Guðmundur J. Bjarnason er kvaddur er okkur hjónum efst í huga þakklæti fyrir trygglyndi hans og vinarþel. Það var jafnan eins og að koma í heimahaga að lita inn til hans, Ebbu og Magna. Breiðfirsk rausn og sá andblær góðvildar og menningar, sem ein- kenndi Stykkishólm, fylgdi þeim suður. — En kannski minnumst við þó best fagurra sumarkvölda í húsinu þeirra í Stöðinni í Stykkis- hólmi þegar eyjasundin ljómuðu og skinu og „út úr hamrahöllun- um“ mátti „heyra silfurbjöllunum hringt til helgra tíða“. Inn í slíka birtu dó vinur minn, Guðmundur J. Bjarnason. Silfurbjöllurnar hafa nú hringt honum lokalagið. Sólin blessuð vermi hann. Við hjónin vottum Ebbu og Magna samúð okkar og biðjum Guð að blessa þeim minninguna um góðan dreng og sannan. Ólafur Ilaukur Árnason konan er ófær um að sinna barni, hversu mjög sem hún reynir. Og þar sem dvalarheimilið á Dal- braut er til þess m.a. að vista börn um stundarsakir vegna veikinda og félagslegra erfiðleika á heimil- um þeirra, þá ætti að gera ráð fyrir og undirbúa að heimili sem þannig er ástatt um geti komið barni sínu þar fyrir meðan sjúk- dómurinn gengur yfir, ef rými er á Dalbrautarheimilinu. En venju- lega tekur þetta fáa daga og vel mundi fara um börnin. En þetta verður að geta gerst snögglega. Samtök migrenesjúklinga eru til, ég hefi rætt málið við þau, einnig við félagsmálastjóra, sem sýnist ekkert til fyrirstöðu. Vil ég vísa þessu til undirbúnings og fram- kvæmda til félagsmálaráðs. og hverasvæðin í grennd. Það eru orðnir býsna margir, sem hafa brennt sig á þessum slóðum und- anfarin ár. Því verður að fara þarna með gát, annars getur hætta leynzt við hvert fótmál, sem ekki sést alltaf vel fyrir. Kristján ÍASIMINN KR: 22480 Jtloroxtnblntiit) Margt var á dagskrá á þingi nurrænna tónlistarkennara, sem haldið var hér á landi í síðustu viku. Hér má sjá mynd af einu atriðinu, sem athygli vakti. John Petersen tónlistarkennari flutti erindi um básúnuna og kynnti hljóðfærið. Börn migrenesjúklinga fái inni á Dalbrautarheimilinu Mývatnssveit: Þýzk stúlka brenndist Ósvikin síðsumarferð til BENIDORM 12. sept. Tuttugu daga afslöppun á suðurströnd Spánar. 4. ágúst biðlisti, 25. ágúst biðlisti. ODY R ■Ji _ FLÓRÍDA rARGJULD Seljum öll lágu sérfargjöldin, APEX, PEX, næturfargjöld, fjölskyldufargjöld. Útvegum gistingu og skipuleggjum ferðir fyrir hópa og einstaklinga. 6.SEPT Hópferð til FLORIDA 6. sept. með fararstjóra. Þriggja vikna ferð — þar af tveir dagar í New York. VORUSYNINGAR Höfum umboð fyrir fjölmargar störar vörusýningar og | mikla reynslu í skipulagningu ferða á þær. Getum veitt 1 upplýsingar um allskonar sérsýningar og sendum bæklinga sé þess óskað. Nýjar vörur, nýjar hugmyndir. Kvnnið ykkur þjónustuna FERÐAMIDSTÖDIN ADALSTRÆTI9 SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.