Morgunblaðið - 14.07.1981, Page 37

Morgunblaðið - 14.07.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 37 Önnur plata Upplyftingar komin út Önnur breiðskífa Upplyftingar kom út í fyrri viku ok heitir „Endurfundir“. Á plötunni eru ellefu lög, ýmist eftir þá sjálfa eða utanaðkomandi lagasmiði eins og Ólaf Þórarins- son, Jóhann G. Jóhannsson og Sigfús Arnþórsson, sem semur titillagið. Hljómsveitin sem leikur á „Endurfundir" er skipuð þessum: Magnús Stefánsson, söngur, Sig- urður V. Dagbjartsson, gítar, söngur og banjó, Kristján Óskarsson, hljómborð, Þorleifur Jóhannsson, trommur, Kristján B. Snorrason, söngur, og Haukur Ingibergsson, söngur. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Sigurður Egilsson og Jónas Þór- isson, báðir bassagítarleikarar, Jóhann G. Jóhannsson, raddir, og Eðvarð Marx, gyðingaharpa. Jóhann G. stjórnaði upptökum, en hann ásamt Upplyftingu sá um útsetningar. Eðvarð Marx sá um upptökuna í Hljóðrita. hia. Sumargleðin syngur, léttmeti í léttum dúr »Ui Lifað með Lennon Margar hækur hafa verið gefnar út eftir lát John Lennons og samkvæmt síðustu fréttum verða þær íslensku alla vega sex fyrir áramót! -Lifað með Lennon“, sem Fjölva-útgáfan gefur út. er fyrsta íslcnska bókin sem kemur út eftir dauða Lennons. en hún var reyndar út komin á breska tungu 1978, þannig að lýsingar Cynthiu, fyrrum Lennon, eru ekki þvingaðar af morðinu. Lýsing Cynthiu er vitanlega eins og hún sér það, ekki eins og Lennon hefur lýst í viðtölum, ekki eins og Allan Williams fyrsti umboðsmaður Beatles lýsti því i sinni líflegu bók „The Man Who Gave The Beatles Away“, og ekki eins og Hunter Davies lýsir því í „The Beatles, The Authorised Bio- graphy". Eins og oftast vill verða, vill fólk kynnast persónu stórstjarna, snillinga og annarra merkis- manna. Þess vegna koma svona bækur út. Cynthia tengir lífið með Lennon afar lítið saman við þá tónlist sem þeir voru að skapa á þessum tíma, þó aö helstu hljómleikaferðalögum séu gerð skil. Sagan er lipurlega skrifuð og þýðingin er líka Sumargleði Ragnars Bjarna- sonar hefur þeyst um landið undanfarin 11 ár og því ekki seinna vænna að gefa út plötu með Sumargleðihóp. Platan er í þessum létta hópi íslenskra platna. sem ætlaður er til stundargamans, við vinnuna. í partýum og í bakgrunn. Sem slík er platan sa'mileg. Fimm af tólf lögum geta talist va*nleg til vinsælda og útgáfu, en nokkur laganna hefði mátt skilja eftir. Og ef lengri tími hefði verið til vinnslu hefðu eflaust einhver betri lög fund- ist. En snúum okkur að jákvæðu lögunum. Ragnar Bjarnason er söngvari sem best hæfir róleg melódísk lög í stíl Tony Bennett og slíkra. Enda kemur það skýrt í ljós í besta lagi plötunnar „Hver ertu“ sem Ragnar fer vel með þó texti Ágústs Böðvarssonar sé af- skaplega yfirdrifinn og engan veginn raunsær! Ragnar fer líka ágætlega með seiðandi lag Gunnars Þórðar- sonar „Ljúfa langa sumar“, þó útsetningin sé nokkuð mikið í ætt við plötur „Þú og ég“. Bessi Bjarnason leikur eitt laganna, „Bús-áhöld“. Ekki ætla ég að lýsa innihaldi textans, það er hlutverk Bessa, og hann gerir það vel. Lagið er líka mátulega langt þannig að engin hætta er á að fólki farið að leiðast áður en yfir lýkur. Nýliðarnir Þorgeir Ástvalds- son og Magnús Olafsson flytja tvö lög hvor og er annað lagið ágætt hjá báðum. Lagið sem Þorgeir syngur „Ég fer í fríið“ er það lag sem líklegast er til vinsælda á þessari plötu. Lík- lega er þetta spænskt lag, alla vega virðist Þorgeir taka radd- beitingu og túlkun Umberto Tozzi sér til fyrirmyndar. Magn- ús syngur hressasta lagið, „Prins Póló“, sem nýtur eflaust mikilla vinsælda á skemmtun- um þeirra. Húmortexti Þor- steins Eggertssonar fer vel við lag og flutning. Önnur lög eru ekki jafn áheyrileg. Omar Ragnarsson fer langt yfir mark- ið með Bítlalagasyrpu sinni, og er engan veginn fyndinn, og ég er ekkert viss um að Chuck Berry sætti sig við að „Rock’n Roll Music“ sé skrifuð á Lenn- on/McCartney og þeim greidd stefgjöld! Omar hefur gert það áður, að gera grín að Beatles og tímabili þeirra og þetta er framhaldið af því. Ómar gerir heldur ekki titil- laginu þau skil, sem það lag ætti skilið. Ef hann hefði sungið það án afskræmingar væri lagið vel gott. Hvað um það, ljósu punktarn- ir eru ljósir. Óbeislað Hreysikettina kalla þeir sig, og eru meðal brautryðjenda i endur- vakningu „rockabilly“-tónlistarinn- ar. eins og hún hljómaði frá Elvis Presley, Jerry Lee Lewis, Carl Perkins ok Johnny Cash á fyrstu plötum þeirra 1954 — 1955. Stray Cats eru þrír hressir strákar og kalla sig Brian Setzer, Lee Rocker og Slim Jim Phantom. Brian spilar á gítar með hljóm- kassa, og syngur, Rocker spilar á kontrabassa og Slim Jim spilar á sneriltrommu og einn disk! Flest laganna sem þeir flytja eru eftir þá sjálfa, og eru fyrsta flokks rokklög. Gefa þau undir eins til kynna að Stray Cats hafi hæfileika til að standast tímans tönn og endast flestar „tískur“ eins og elstu hljóm- sveitir í bransanum í dag. Auk stóru plötunnar „Stray Cats“, hafa þeir gefið út þrjár litlar plötur. Á forhliðum þeirra eru lög af stóru plötunni, „Runaway Boys“, „Rock This Town“ og „Stray Cat Strut“, en hið síðasta er eitt skemmtilegasta lagið þeirra. Lagið er jazzkennt og „scat“-syngur Brian líkt og Ella lipurleg, en munið að þetta er bara ein hliðin á málinu. Margar aðrar bækur þurfa að lesast með til að fá einhverja heildarmynd á persónuna. Meðal þessara bóka eru „Lennon Remembers", „The Beatles" eftir Hunter Davies, „The Longest Cocktail Party“, sem fjallar um Apple, „The Man Who Gave The Beatles Away“ sem fjallar nánar um tónlistina og byrjunina á Beatles, „John Iænnon In His Own Words“, „Shout", „Beaties Forever“, „One Day At a Time“ o.fl. o.fl. Eitt atriði datt mér strax í hug að athuga þegar „Lifað með Lennon“ kom út, kunnáttu þýðanda á efninu. I bresku útgáfunni varð prentvilla sem hefur haldist í bókinni frá upphafi. Það var ártalið á giftingardegi þeirra John og Cynthiu, sem var 23. ágúst 1962, en er prentaður í bresku útgáfunni sem 1963. Og viti menn, íslenska útgáfan heldur villunni í heiðri í söguþræðinum, þó að rétt ártal komi fram í annálnum aftast í bókinni sem er líklega tekinn að láni annars staöar frá. Bókin er ágæt aflestrar en þarf að lesast ásamt öðrum um sama efni. . Hreysikattarrokk! Fitzgerald gerði hér áður fyrr og gerir kannski enn. Á bakhliðum litlu platnanna eru lög sem ekki eru á stóru plötunni. Eitt þessara þriggja laga eru gamla góða Supremes-Iagið „Can’t Hurry Love“ sem Stray Cats blása nýju lífi í. Önnur frábær lög með þeim eru „Jeanie Jeanie Jeanie", ekta rokkari, „Ubangi Stomp“ óbeislað, hresst rockabilly-lag, „country“-lagið „My One Desire", „Rumble in Brighton" og „Storm The Embassy" sem svipar mjög til stíls Utangarðsmanna. Að auki hefur Dave Edmunds stjórnað upptökum hjá þeim, og má eflaust þakka honum fagmannlega útkomu að einhverju leyti. ein af mörgum hliðum á málinu...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.