Morgunblaðið - 14.07.1981, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981
Sonur okkar og bróöir,
HRAFN SIGURÐSSON,
Blönduósí,
lést 5. júlí sl. jaröarförin hefur fariö fram.
Hrafnhildur Valgeirsdóttir Siguröur Eiríksson,
Eiríkur Sigurösson,
Höröur Sigurðsson,
Svavar Sigurðsson,
Valgeir M. Valgeirsson.
t
Eiginmaöur minn,
KARL SIGÞORSSON,
HÆDARGEROI 54,
lést í Borgarspítalanum aö morgni 12. júlí .
Ingunn Gestsdóttir,
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar
GEIRLAUGUR K. ÁRNASON,
deildarstjóri,
Bláskógum 10, Reykjavík,
lést 13. júlí í Borgarspítalanum. Útförin auglýst síöar.
Sveinbjörg Arnmundsdóttir
og börn.
Maöurinn minn, + ÞÓRARINN JÓHANNESSON,
Bergþórugötu 53,
andaöist 12. júlí. Jóhanna Einarsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns og fööur okkar,
GUÐJÓNS EINARSSONAR
Laugateig 40,
fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 14. júlí.
Guörún Böövarsdóttir,
Nína Guöjónsdóttir, Ólafur Indriöason,
Skafti Guðjónsson, Sigríöur Guönadóttir,
og barnabörn.
Haukur Jónsson frá
Helgadal
Fæddur 20. áKÚst 1907.
Dáinn G. júlí 1981.
Mörg hörmungarsagan gerðist
hér á landi 1918, þegar spánska
veikin fór yfir, mannskæðasta
farsótt sem hingað hefur borizt á
þessari öld. Á bæ einum í Mos-
fellssveit brá hún ljánum svo
óþyrmilega, að fært var í frásögur.
Eftirfarandi klausa stendur í bók,
þar sem rætt er um spönsku
veikina:
„í Helgadal í Mosfellssveit
bjuggu hjón með 12 börnum sín-
um, en þau höfðu alls eignazt 14
börn. Bóndinn hét Jón Jónsson.
Veikin barst þangað, og lézt bónd-
inn frá konu og börnum innan
skamms. Húsfreyjan veiktist, svo
og mörg börnin, og var heimilið
ósjálfbjarga. Meðan konan lá sjúk,
fæddi hún tvíbura andvana, og
hafði hún þá eignazt 16 börn.
Reynt var að veita heimili þessu
brýnustu hjálp og fjársöfnun haf-
in. Þegar heimiilisfaðirinn og
börnin voru jörðuð, lá konan
dauðveik."
Börnin tólf í Helgadal, sem lifðu
1918, komust öll upp. Og nú í dag
verður eitt þeirra, Haukur Jóns-
son, fæddur í Helgadal 20. ágúst
1907, lagður til hinztu hvílu í nýja
kirkjugarðinum í Gufunesi. Lifa
þá eftir átta af systkinum hans.
Jón bóndi í Helgadal andaðist
29. nóvember 1918, aðeins hálf-
fimmtugur, sagður mannskaps-
maður, bókhneigður og námfús.
Hann var sonur hjónanna Jóns
bónda Árnasonar á Varmá og
Ragnhildar Þórðardóttur, og er
frá Jóni beinn karlleggur til Jóns
Þorleifssonar lögréttumanns á
Esjubergi.
Kona Jóns í Helgadal var Ingi-
björg Jónsdóttir, ættuð úr Borg-
arfirði, fædd að Bæ í Bæjarsveit
árið 1874. Þau Jón gengu í hjóna-
band sumarið 1900, bæði til heim-
ilis að Varmá, fluttust að Mosfelli
árið eftir og bjuggu þar til 1905.
Þá færðu þau bú sitt að Helgadal
og keyptu jörðina fljótlega.
Reyndar var ætlun Jóns áður að
- Minning
eignast Varmá, en einhver mun
hafa komizt þar á milli.
Ekki þarf að orðlengja, hvílíkt
reiðarslag það var konu og barna-
hóp í Helgadal, að heimilisfaðir-
inn skyldi falla frá í blóma aldurs.
Þá var Haukur á viðkvæmu skeiði,
ellefu ára gamall, en svo ógjarnt
var honum að bera einkamál sín á
torg, að ég heyrði hann aldrei
nokkru sinni víkja tali að bernsku-
raunum sínum.
Þess var engin von að Ingibjörg
í Helgadal, þrátt fyrir dugnað og
verklagni, gæti fætt og klætt allan
barnaskarann sinn eftir lát Jóns.
Og því var það, að fimm af yngri
börnunum hurfu að heiman í
fóstur, en hin eldri, og þeirra á
meðal Haukur, dvöldust áfram í
Helgadal og unnu að búi móður
sinnar allt til ársins 1927, að elzti
sonur hennar, Sigurður, tók við
jörðinni. Hann bjó þar síðan lengi.
Ingibjörg fluttist að Álafossi,
starfaði þar nokkur ár, settist svo
að í Reykjavík og dó þar í elli.
Á uppvaxtardögum naut Hauk-
ur Jónsson þeirrar barnafræðslu
sem tíðkaðist í sveitum, en að auki
nam hann tvo vetur milli ferming-
ar og tvítugs í unglingaskóla á
Brúarlandi. Aðalkennarinn var
Lárus Halldórsson, en einnig sagði
Hálfdan prestur á Mosfelli nem-
endunum til í dönsku. Komst
Haukur býsna vel niður í henni,
enda var móðir hans læs á dönsku
og gat því liðsinnt honum við
námið. Allt um það hélt Haukur
ekki að heiman úr Helgadal vorið
1927 með stóran bagga bóklegrar
fræðslu, en vel nestaður eljusemi
og þreki; líka hertur af örðugri
baráttu fyrir nauðþurftum. Hann
var mjög verkslyngur maður og
honum dauðleiddist staðnað bú-
skaparlag flestra sveitunga sinna,
kom það oft fram í tali hans á
seinni árum. Þess vegna mun það
hafa verið, að hann vistaði sig
vorið 1927 að Blikastöðum til
Magnúsar Þorlákssonar, hins
mikla fyrirmanns í búnaði, og tók
að nema jarðvinnslu hjá honum að
nýrri tíma hætti. Ýmsir gerðust
lærisveinar Magnúsar í þeirri
+ Móöir okkar og tengdamóöir.
SIGRÍDUR ÓLAFSDÓTTIR HÚNFJÖRÐ,
lést í Landspítalanum 13. júlí.
Ásbjörg Húnfjörö, Geir Guönason,
Ólöf Húnfjörð, Siguröur Óskarsson,
Emilía Húnfjörö, Björn Jónsson.
Móöir okkar,
MÁLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
sem lést 7. þessa mánaöar, verður jarösungin fró Fossvogskirkju
miövikudaginn 15. júlí kl. 10.30.
Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar, er
bent á líknarstofnanir.
Einar Markússon
Ólafur Markússon.
Útför eiginmanns míns,
JÓNS HELGASONAR,
ritstjóra,
sem lést laugardaglnn 4. júlí, veröur gerð frá Fossvogskirkju á
morgun, miövikudaginn 15. júlí, klukkan 13.30. Þeir sem vildu
minnast hans mættu láta Landgræöslusjóö njóta þess.
Margrét Pétursdóttir.
t
Fósturmóðir okkar,
GUÐRUN PÁLSDÓTTIR,
Fjölnisveg 6, Reykjavík,
andaöist í Landspítalanum föstudaginn 10. júlí. Jaröarförin auglýst
síöar.
Páll Sigurösson, Þrúöur Pálsdóttir,
Gunnrún Gunnarsdóttir, Sígríóur MUIIer,
Ingólfur A. Gissurarson, ísleifur Gissurarson,
Hróömar Gissurarson.
+
Elskulegi bróöir minn, faöir okkar, tendafaöir og afi,
ÁGÚST GUOMUNDSSON,
fyrrum bóndi aö Stóra-Hofi,
Rangárvallasýslu
til heimilis aö Giljaseli 1, Reykjavík, lést á Landakotsspítala
aöfaranótt laugardags 11. júlí.
Bálför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl.
15.
Elín Guömundsdóttir,
Ragnhíldur Elín Ágústsdóttir, Garóar Erlendsson,
Guömundur Einar Ágústsson, Þórunn Siguröardóttir,
Silvía Hildur Ágústsdóttir, Tómas Sigurpálsson,
og barnabörn.
+
Maðurinn minn, faöir og tengdafaöir,
JÓHANNESJOHANNESSON,
Skipholti 46, Reykjavik,
andaöist aö heimili sínu 11. júlí. Jarösett veröur frá Háteigskirkju
föstudaginn 17. júlí kl. 15.
Margrét Meldal,
Hjalti Jóhannesson,
Kristmundur Jóhannesson, Guömundur Friövinsson,
Þorgeröur Jóhannesdóttir,
og barnabörn.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
SIGURÐUR HELGI SIGUROSSON,
Sólvangi viö Fífuhvamm,
Kópavogi,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 15. júlí kl. 3.
e.h.
Guörún Hjálmdís Guómundsdóttir,
Siguröur Páll Sigurösson, Ósk Konráðsdóttir,
Jakobína Sigurrós Siguröardóttir, Guðmundur Ásgeirsson,
Kristín Siguröardóttir, Guöbjörn Guðmundsson
Jón Karl Sigurðsson,
og barnabörn.
grein, fóru síðan hingað og þangað
um sveitir lands og unnu fyrir
bændur. Þannig var Haukur þegar
vorið eftir ráðinn allar götur
norður í Bæjarhrepp í Hrútafirði
til starfa. Fram til 1934 vann hann
síðan að jarðabótum hvert vor og
átti sjálfur á fjórða áratugnum
jarðvinnslutæki í félagi við annan
mann. Þeir tóku að sér verkefni,
m.a. í nágrenni Reykjavíkur og
upþi í Mosfellssveit, og spurðu þá
ekki hvað klukkunni liði, heldur
hömuðust eins og berserkir dægr-
um saman. Á þessum árum réð
Haukur sig í kaupavinnu að sumr-
inu þangað sem eitthvað var um
að vera í búskap, svo sem að
Kaldaðarnesi í Flóa og Korp-
úlfstsöðum.
Um 1932 festi Sigurður í Helga-
dal kaup á ábýlisjörð sinni, nema
að því leyti að Haukur bróðir hans
keypti nokkurn part hennar aust-
an megin í dalnum. Fyrir honum
vakti hálft í hvoru að reisa þar
nýbýli, þótt aldrei kæmi til þess.
Hann átti þetta land fram til um
1950, reisti þar sumarhús og
nefndi staðinn Katlagil, eftir ár-
gili einu fögru þar hið næsta.
Katlagilsland var honum mjög
hjartfólgið, og neyddist hann til
að selja það í því skyni að kljúfa
húsakaup í höfuðstaðnum. Það
mun sannmæli, að hann kveddi
þetta land sitt með tárum, enda
var hann um leið að kveðja ítök
sín í Helgadal, jörð æsku sinnar.
Ekki svo að skilja, að honum þætti
Helgadalur óaðfinnanlegur, öðru
nær, hann kvartaði stundum und-
an því, að í gamla daga hefði sér
fundizt þar fullþröngt umhorfs.
Og þrátt fyrir velþóknun á sveit-
um, þar sem er myndariega búið,
og á gróðri jarðar og ræktun, þótti
honum varið í sjávarsíðu, þaðan
sem róið er til fiskjar. Hann var
einu sinni á vertíð suður í Höfnum
og hafði jafnan gaman af því að
hugsa þangað, reisti sér meira að
segja til skemmtunar í dagdraum-
um efri áranna lítið hús þar í túni,
til þess eins að horfa út á hafið.
Haukur Jónsson hefði orðið
góður og athafnasamur búmaður í
sveit, ef til þess hefði verið að
taka. En þótt hann sæti aldrei
neina jörð, tengdist ævistarf hans
allt að heitið getur landbúnaði
með einhverjum hætti, fyrst jarð-
vinnslu og öðrum verkum til
sveita, því næst þjónustu á vegum
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík.
Hún komst á stofn í ársbyrjun
1935. Haukur var einn meðal fárra
manna sem ráðnir voru til fyrir-
tækisins þegar í öndverðu. Þar
stóð hann upp frá því við sinn
stjórnvöl, 41 ár samfleytt, en sagði
þá starfi sínu lausu vegna heilsu-
bilunar. Hann var alla tíð af-
greiðslumaður Mjólkursamsöl-
unnar, og varð hlutverk hans með
tímanum, eftir því sem umsvif
fyrirtækisins uxu, næsta erilsamt
og lýjandi ábyrgðarstarf, ekki sízt
manni eins og honum, sem ekki
mátti vamm sitt vita í neinu því
sem honum var trúað fyrir.
Hinn 2. nóvember 1935 gekk
Haukur að eiga blómarós úr
Strandasýslu, Friðborgu Guðjóns-
dóttur, og lifir hún mann sinn.
Friðborg kom úr stórum systkina-
hópi, dóttir hjónanna Guðjóns
Ólafssonar og Ingibjargar Sæ-
mundsdóttur sem bjuggu í Hey-
dalsseli og Miðhúsum í Bæjar-
hreppi, og eru ættir hennar grón-