Morgunblaðið - 14.07.1981, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.07.1981, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JULÍ 1981 41 fclk f fréttum Handtak dauðans + Mennirnir tveir sem á þessari mynd takast vinsamiega i hendur eru Ziaur Rahman, fv. forseti Bangladesh og herforinginn Gen M.A. Manzur. Nokkrum kiukkutimum eftir að myndin var tekin hafði sá siðarnefndi iátið drepa þann fyrri og var hann sjálfur drepinn stuttu síðar i hefndarskyni. bessa mynd mætti því með réttu kalla handtak dauðans. + Wayne Rogers kunningi okkar úr sjónvarps- þáttunum Spitalalíf þar sem hann gekk undir nafninu Trapper John fékk nú ekki aldeilis að hætta þegjandi og hljóðalaust. begar hann sagði upp eftir 3 ár í hlutverkinu höfðaði 20th Century-Fox, sem er framleiðandinn, mál á hendur honum og krafðist 2,9 millj. bandarikja- dala í skaðabætur. Eftir heilmikið stapp fengust þeir þó til að láta málið niður falla. Wayne Rogers segir sjálfur að honum hafi likað mjög vel við starf sitt en hefði bara verið búinn að fá leið á að fá engu að ráða. María litla skilin eftir upp á von og óvon + Lítil stúlka fannst i barna- vagni fyrir utan spitala i Stokk- hólmi nýlega og lá hjá henni miði, sem á stóð „Passið Mariu litlu vel, hún er það eina sem ég á“. betta gerðist þannig að hjúkrunarkona á einni deild viðkomandi spitala hcyrði um miðjan dag barnsgrát fyrir utan spitalann og þegar hún leit út sá hún standa við inn- ganginn stóran, slitinn barna- vagn. Henni fannst ekkert at- hugavert við það fyrst í stað en þegar vagninn stóð enn óhreyfður um kvöldið þegar hún ætlaði heim gekk hún að honum og fann þá barnið, föt af þvi og skilaboðin. Maria litla lítur út fyrir að vera 3—6 mánaða gömul, hraust og vel haldin. Telur lögreglan að móð- irin hljóti að hafa skilið barnið eftir þarna í einhverri örvænt- ingu og er hennar nú ákaft leitað. bar til málið skýrist mun hjúkrunarkonan, sem heit- ir Ramona, gæta barnsins og er myndin af þeim báðum. Wayne, sem hefur verið leikari i 13 ár, varð ekki þekktur fyrr en i þessu hlutverki. Siðan þá hefur hann leikið i einum tveimur framhalds- þáttum við góðar undirtektir. Hann hefur lika i öðru að snúast, þar sem hann rekur nokkur fyrirtæki, svo sem vinekru i Kaliforniu og stóra fasteignasölu, þannig að það má með sanni segja, að Wayne hafi mörg járn i eldinum. PERMA-DRI utanhúss- málningin sem endist og endist ARABIA IIREINLÆTIST.EKI BAÐVÖRl'RNAR FRÁ BAÐSTOFI NNI U)aðstofaR ÁRMÚLA 23 - SÍMI 31810. ýk Drakespur Antiquities Limited Jersey, Channel Islands Ab Vischschoonmaker í samvinnu við Galleries International Laren N.H., Holland Konráð Axelsson Heildverslun Ármúla 1. Peykjavík halda sérstaka sýningu á PERSNESKUM TEPPUM m a.fjárfestingar - verðum teppum. ..Antique" teppum og nýrri teppum úr silki og ull, að Hótel Loftleiðum Kristalssal Þriðjudag 14. júlí jMiðvikudag 15. júlí Sýningin verður opin daglega frá kl. 11.30 til kl. 21.00 Heimildakvikmyndin ..History of the Persian Carpet" verður sýnd þeim sýningargestum, sem þess óska. °al Drakespur Antiquities Limited Normandy House Grenville St. - St Helier Jersey. Channel Islands Ab Vischschoonmaker Galleries International Specialists in Oriental Carpets and Tapestries Konráð Axelsson Heildverslun Ármúla 1, 105 Reykjavík Laren Honolulu Sao Paulo Holland Hawaii Brazil CRIÓTHUFdR OG SÍISdUSMR Kynnum nýja tegund af grjóthlífum sem hafa þannig festingu aö auðvelt er að smella þeim af og á. Einnig fáanlegar hlífar fyrir stuðaraljós. Höfum líka sílsalistana vinsælu. viöurkennd nauösyn á alla bíla. BUKKVER Skeljabrekka 4 - 200 Köpavogur - Sími: 44040.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.