Morgunblaðið - 14.07.1981, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.07.1981, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JULI1981 „ HANN EK HÆTTUR A£> SP|LA.,‘’ nmmnn ... aö segja henni aö hún sé falleg meÖ blautt hár. TM Rea. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1981 Los Angeles Times Syndicate VIIIGGGAAA! Vorðurðu líka að æfa núna? HÖGNI HREKKVÍSI War \AAPtsr Þó. ÞsóaR Þ/£fí fítö/vruoe/ Þesiu óRÓOOfíHÚi/ fí" Dapurlegur drattast hópur Að lokinni göngu DapurleKur drattast húpur dálitið á hlið. Skammíeilaður skýjaKlúpur skellir ræðu á svið. húsund hræður þramma Kútu þukast fram á við. Svu raðar sér á rikisjötu hið ruðaKyllta lið. Að afstaðinni hálf eymdarlegri kröfugöngu hernámskommúnista hér á dögunum, fór ég að velta því fyrir mér hvað rauðliðar eru nú annars undarlegur þjóðflokkur. Og í framhaldi af því datt það yfir mig með enn meiri þunga, hve lánleysi Islendinga er mikið á vissum sviðum. Það er nefnilega undarlegur plagsiður hjá íslenskum, að um- bera yfirgang kommúnista á þann hátt sem raun ber vitni. Má líkja þessu umburðariyndi við farsótt, og það af verstu tegund. Flest fólk, hvar sem í flokki stendur, virðist skella skollaeyrum við aðvörunum bestu manna. Jafnvel ágætustu sjálfstæðismenn hafa gengið í það Heiðnaberg sem við blasir, og virðast algjörlega hafa misst átta- skyn- í pólitísku upphlaupi vissra manna. Ef það er fastur ásetningur þessa hóps, að leiða kommúnista til hásætis í íslenskum þjóðmál- um, þá hlýtur að vera skammt í endanlegan klofning Sjálfstæðis- flokksins. Hinn eiginlegi sjálf- stæðismaður líður nefnilega ekki þá uppdráttarsýki að færa komm- únistum völdin á silfurfati, þó að á móti komi þrír lúnir ráðherrastól- ar. Enginn sjálfstæðismaður getur kinnroðalaust hugsað til þess að eftirmæli sín hljóði á þann veg „hann þjónaði kommúnistum*. Það myrkravald, sem stendur að baki alheimskommúnismanum, breytist ekki þó það reyni að flagga rauðri rós. Og þó menn brosi á bæði borð, leynir sér ekki úlfssvipurinn á bak sauðargær- unni. íslenskir kommúnistar hafa alræðisvald í svokölluðu Alþýðu- bandalagi, og markmið þeirra er eitt og aðeins eitt — alræðisvald í íslenskum stjórnmálum. Enginn sjálfstæðismaður, hversu úrvinda og eliimóður sem hann nú kann að vera, getur umborið slíkt ofríkisfólk við valdakatlana. Þess vegna hljóta og verða allir sjálfstæðismenn að fylkja liði og sameinast í órofa heild, gegn þessum yfirgangs- seggjum. Fyrri deilumál eru að- eins hégómi miðað við þá rauðu hættu sem að steðjar. Innbyrðis illindi mega ekki rjúfa þá hlekki, sem vantar til að fullgera varn- arkeðju íslenskra lýðræðissinna gegn kommúnísku alræðisvaldi í skjóli rauðrar rósar. Gjört í Rvík. 24.6. 1981, Ólafur Þór Ragnarsson. Rauður bruni Nú alþjód birtist stjóri brunabota boóleióis úr Svavars þrónga hóp. Nú vill hann umhun verka sinna njóta valdstjórinn er æósta ráóió skóp. Ilann upphófst fljótt af sinum verkum sjálfur ok seinna varð svo rauólióanna koó. I»ví aldrei var í hollustunni hálfur í hatrinu á lýAræóisins stod. ÖK því varð það er valdið rauðum veittist að velKja varð hvern losanleKan stól. Nú kaldrifjaður komminn aldrei þreyttist að klæða allt ok alla i rauðan kjól. I>vi roðnar loftið nú af rauðum hruna ok rauðlit virðist valdhafanna flik. Ok veKna þess nú ættu menn að muna að maðksmoKÍnn er rauðra politik. Gjört i Rvik. 2. júli 1981. ólafur I>ór RaKnarsson. Mættum við fá meira að heyra Akurnesingur skrifar: A áttræðisafmæli hins merka athafnamanns Harald- ar Olafssonar forstjóra Fálk- ans gerði Svavar Gests út- gáfustarfsemi hans nokkur skil í miðvikudagssyrpu sinni. Nú er Svavar hljómplötuút- gefandi sjálfur og var framtak hans í þessu efni enn ánægju- legra fyrir vikið. í engu var til sparað og úrvalsliði fram teflt: Einari Kristjánssyni, Stefáni íslandi, Guðrúnu Á. Símonar, Guðmundi Jónssyni, Hauki Morthens, Erlu Þorsteinsdótt- ur, auk fjölmargra annarra, texta- og lagahöfunda að ógleymdum leikurum sem of langt mál yrði upp að telja. Tónlistin á sér engin landa- mæri og veitul er sú gyðja, því að ekkert er þar kynslóðabil. Ég er þess fullviss að margir gengu í endurnýjun lífdag- anna þennan sólbjarta dag og enn aðrir uppgötvuðu unað- arreiti er þeir áður höfðu enga hugmynd um. Svavar minnti í þessum þætti á leikritaútgáfur Har- aldar, sem á sínum tíma þótti fjárhagslegt viðundur, en nú áratugum síðar merkilegt og óviðjafnanlegt framlag til menningar og lista í þessu landi. Nú skal tilkalla til sögu vorrar mann nokkurn lágan vexti, kvikan og snarráðan en áræðinn úr hófi fram a.m.k. þegar hafnfirskir ljósastaurar eru annars vegar. Svavar Gests gaf út hljómplötuna „Revíurnar" fyrir allnokkru. Það framtak var vel þegið og útgáfuaðila til sóma. Á skífu þessari fara margir á kostum svo sem vænta mátti. Tímabil revíunnar er hreint ekki liðið og alls ekki ólíklegt að það Svavar Gests 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.