Morgunblaðið - 14.07.1981, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.07.1981, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 í boði bæjarstjórnar Húsavíkur að Hótel Húsavik. Jónína Hallgrimsdóttir forseti bæjarstjórnar afhendir Vigdisi fyrsta eintakið af Sögu Ifúsavíkur. Á Húsavík: Vigdísi afhent fyrsta ein- takið af Sögu Ilúsavíkur Nú var komið að hádegi en þá bauð bæjarstjórn Húsavík- ur forseta og fylgdarliði til hádegisverðar að Hótel Húsa- vík og sátu þar samkvæmið bæjarstjórn og nokkrir fleiri gestir. I fyrri veislu færði Jónína Hallgrímsdóttir forset- anum að gjöf fyrsta eintakið af Sögu Húsavíkur sem nú er að koma út og kemur á markaðinn innan skamms. Um klukkan fjórtán hóf lúðrasveit Húsavíkur lúðra- blástur við félagsheimilið og safnaðist þangað mikill mannfjöldi. Þegar forsetinn kom út færði lítil stúlka, Jónasína Lilja Jónsdóttir, for- setanum fagran blómvönd, rauðar rósir og hvítar bundn- ar bláum borða. Páll H. Jóns- son frá Laugum flutti forset- anum frumort ljóð og kirkju- kór Húsavíkur söng, undir stjórn Sigríðar Schiöth, nokk- ur lög. Forsetinn ávarpaði síðan viðstadda og gekk síðan meðal fólksins í um eina klukkustund og ræddi við það. Heimsókninni til Húsavíkur Iauk svo forseti Islands Vigdís Finnbogadóttir með því að heilsa upp á heiðursborgara Húsavíkur, Guðrúnu Þórðar- dóttur sem í haust verður hundrað og tveggja ára. Þegar forseta bar að garði stóð sú aldraða í dyrum úti og bauð forseta til stofu. Tíminn leyfði ekki nema stutta viðdvöl en þær ræddust nokkuð við báð- um til sýnilegrar ánægju og gamla konan kvaddi forsetann með þeim orðum að hún þakk- aði henni kærlega fyrir að hafa komið við hjá sér, og óskaði henni og þjóðinni allrar guðs blessunar. Og með þær óskir ók forsetinn frá Húsa- vík. FORSETI íslands Vigdís Finnbogadóttir kom til Húsa- víkur á miðnætti sl. laugardagskvöld, eftir að hafa ekið frá Ásbyrgi og kringum Tjörnes í hinu fegursta veðri. Bæjarstjórn Húsavíkur tók á móti forsetanum og fylgdarliði hennar við Hótel Húsavík hvar hún gisti þá nótt en í fylgdarliði forsetans er Sigurður Gizurarson og frú og Vigdís Bjarnadóttir hennar. Lúðrasveit Húsavíkur undir stjórn Sigurðar Hallmarsson- ar heilsaði forsetanum með því að leika ættjarðarlög þeg- ar hún gekk frá gististað klukkan 10 að sunnudags- morgni í hinu fegursta veðri sem á þessu sumri hefur komið. Forseti bæjarstjórnar Húsavíkur, Jónína Hallgríms- dóttir, og varaforsetarnir, Katrín Eymundsdóttir og Jó- hanna Aðalsteinsdóttir, sýndu forsetanum bæinn en komið var við m.a. á eftirtöldum stöðum: Fyrst var gengið til kirkju og þar rakti Ingvar Þórarinsson sögu kirkjunnar, síðan var sjúkrahúsið heim- sótt og þar tóku Guðlaug einkaritari forseta og maki Sigmarsdóttir yfirhjúkrun- arkona og Ólafur Erlendsson forstjóri sjúkrahússins á móti forsetanum og fylgdarliði. Forsetinn heilsaði upp á alla þá sjúku sem þar nú dvelja. Næst var svo komið að Hvammi, dvalarheimili aldr- aðra og sýndu þeir Hörður Arnórsson og Egill Olgeirsson forsetanum hina nýju veglegu byggingu. Vistmenn höfðu safnast saman í setustofunni og ræddi forsetinn drykklanga stund við þá. Skoðunarferð- inni um bæinn lauk svo með dvöl í safnahúsinu þar sem forsetinn hafði margt að sjá undir leiðsögn safnvarðar, Finns Kristjánssonar. Páll H. Jónsson flytur forseta íslands ljóð. Vigdís heimsækir Mývatnssveit: Hátíðarsamkoma í Skjól- brekku og gengið um Höfðann Mývatnssveit. 13. júli. FORSETI íslands. ViKdás Finn boKadóttir, heimsótti Mývatns- sveit í gær í bliðskaparveðri. í fyltfd með forsetanum voru ýmsir framámenn i héraðinu. Komið var að Höfða klukkan 18.30. Þar var fyrir á annað hundrað manns ok mikill fjöldi barna var þar með litlar fánastengur til heiðurs Vigdísi. Gengið var um Höfðann í góða veðrinu í fylgd með kunnugum. Dáðust margir að hinu fagra umhverfi. Vigdís gróðursetti þrjú tré í Höfðanum og var vel fylgzt með þeirri athöfn, sem vakti verðskuldaða athygli. Að lokinni heimsókninni að Höfða var ekið að hótel Reynihlíð, þar sem snæddur var kvöldverður. Klukkan 22.00 var hátíðarsamkoma í Skjól- brekku og henni stjórnaði Krist- ján Ingvason, oddviti sveitarinn- ar. Um 200 manns voru þarna samankomnir og þáðu kaffi og veitingar. Ræður fluttu Sigurður Þórisson á Grænavatni og Stef- anía Þorgrímsdóttir, Garði. Kór Skútustaðakirkju söng undir stjórn Þráins Þórissonar, Eyþór Pétursson og Hjörleifur Sigurðs- son sýndu íslenzka glímu. Laufey Sigurðardóttir og Snorri Birgisson léku saman á fiðlu og píanó. Vigdísi barst gjöf frá íbúum Norð- ur- og Suður-Þingeyjarsýslna, málverk eftir Hring Jóhannesson, málað í Aðaldal. Þá var Vigdísi einnig færð gjöf frá Mývetning- um, það er bókin Dýraríki íslands eftir Benedikt Gröpdal. Síðast talaði forsetinn og að lokum sungu allir „Blessuð sértu sveitin mín“. Komið var fram yfir miðnætti er samkomunni lauk og var þá ekið að Reynihlíð, þar sem Vigdís gisti síðastliðna nótt. í morgun var Kröfluvirkjun heimsótt og síðan var ekið áleiðis til Akureyrar. Mývetningar færa forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, beztu þakkir fyrir komuna og óska henni allra heilla. Kristján

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.